Morgunblaðið - 10.12.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.12.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1995 B 11 ur eymd mín og niðurlæging orðið meiri en á þessu augnabliki. Þar sem ég stóð þarna á götunni hágrát- andi, alein, ólétt og soltin og níst- andi vindurinn næddi í gegnum svörtu kápuna sem ég hafði keypt fyrir jarðarför ömmu minnarþremur árum áður, kom maður á hjóli, stansaði við hlið mér og rétti mér blaðsnepil. „Ég ætla að gefa þér þetta af því að þú ert í sorg,“ sagði hann og hraðaði sér í burt. Ég leit á blaðið og byijaði að lesa: „Vertu hjá oss, því að kvelda tekur og degi hallar. Og hann fór inn til að vera hjá þeim. Og svo bar við, er hann sat til borðs með þeim, að hann tók brauðið, blessaði það og gaf þeim. Þá opnuðust augu þeirra, og þeir þekktu hann en hann hvarf þeim sýnum...“ Einhver sértrúarvitleys- ingurinn. Og þar á ofan á hjóli! Ég vöðlaði blaðinu saman í lófa mér og fleygði því. Enginn gat náð til mín lengur þar sem ég var, hvorki menn né Guð. Þegar svo var komið í lífi mínu var ég tuttugu og tveggja ára. í einskismannslandi 1967 höfðum við bæði lokið námi og stóðum á krossgötum. Fattah var staðráðinn í því að fara til Mið- Austurlanda og halda þar áfram baráttu sinni fyrir því sem hann taldi vera best fyrir mannkynið. Ég vildi fara heim til Islands. Rætur mínar voru þar. Þær hafði alþjóða- hyggju marxismans ekki alveg tek- ist að slíta þótt ég væri á yfirborð- inu samþykk henni. Maður elst ekki upp í tómarúmi. Að höggva á rætur sínar er að af- neita sjálfum sér, bijóta niður metn- að sinn og stolt. Rótlaus maður er aumkunarverður maður. Hann krafsar án afláts í framandi jörð og finnur ekkert. Hann reynir stöðugt að aðlagast heimi, sem hrindir hon- um burt og vill ekki sjá hann, í stað þess að gera kröfu til að vera viður- - kenndur eins og hann er. Ég held að saga mannkynsins síðustu tvær aldirnar snúist um þessa baráttu. í bréfi sem Hannibal föðurbróðir minn færði mér eftir lát pabba og hann skrifaði bróður sínum frá Róm 1933, segir hann: „... þau sérein- kenni (þjóðarinnar) getur enginn þekkt nema sá sem tilheyrir þeirri þjóð. Því að þau verða ekki vísinda- lega skýrð, af því að þau eru ein- mitt á sviði tilfinninganna, a.m.k. á sviði hins psychologiska, en ekki hins rationella. Það verður að finna þau, hafa þau á tilfinningunni en það er erfitt að lýsa þeim og því erfiðara að lýsa ... hinu þjóðlega sálarástandi sem sé öllum þjóðum sameiginlegt. Þess vegna er ekki hægt að gefa vísindalegar reglur fyrir því hvernig hver þjóð muni reagera ... Þess vegna getur engin stranglega international sósíalistísk pólitík verið til..." Sextíu árum og ótal heimsátökum síðar hefur sagan sannað að hann hafði rétt fyrir sér. Hver örlög mín hefðu orðið ef sex daga stríðið hefði ekki skollið á get ég aðeins giskað á. Þetta hræðilega stríð, sem átti eftir að hafa svo geigvænleg áhrif á gang heims- mála, valda öðrum átökum, hermd- arverkum, byltingum, uppgangi ofsatrúarhópa, sem hrifsuðu til sín völd, og setja heiminn á annan end- ann, hafði líka áhrif á mitt líf. Fjöl- skylda Fattah varð að flýja frá heim- kynnum sínum og hún tvístraðist um allar jarðir. Ég greip tækifærið og lagði til að við færum til Islands og yrðum þar fyrst um sinn á með- an þróun mála væri svona óljós. Hann samþykkti það, en með ólund, þótt hann hefði ekkert á móti ís- landi í sjálfu sér, hefði lagt ofurást á Njálu, hrifist af bókum Laxness og meira að segja lært hrafl í ís- lensku. Hann hafði annað í huga en að loka sig inni á þessari eyju og norðurhafi, sem engin áhrif hafði á gang heimsmála, og hafði engan áhuga á að gera byltingu á íslandi. En það fór svo að á íslandi var það hann sem dafnaði og blómstr- aði, í fyrstu að minnsta kosti, en ég visnaði upp þegar ég var gróður- sett aftur í mold fóstuijarðarinnar. Þá tók við leiðinlegasti kafli ævi minnar. Við settumst að á Patreksfirði þar sem Fattah starfaði sem læknir við spítalann. Hann lærði fljótt ís- lensku, keypti sér bíl og ferðaðist Á LEIPZIG árunum. Þá var oft alvara í hugsjónastríðinu og ekki ástæða til að brosa. GUÐRÚN og Fattah í Leipzig 1962. um sveitirnar, kynntist bændunum, kom sér vel við samstarfsfólk sitt, hafði ánægju af veiðum í Sauð- lauksdal og Vatnsfirði og var vin- sæll læknir. Ég var lokuð inni_ í húsi og það líkaði honum vel. Ég þoldi innilokunina og reyndi að þóknast honum í einu og öllu til þess að hann gæfist ekki upp og vildi fara burt. Nú var ég gengin í húsmæðraher- inn sem ég hafði hlaupið svo hratt úr á fyrstu háhæluðu skónum mín- um. En aldrei mun ég klífa metorða- stigann í þeim her. Þar var ég að- eins óbreyttur fótgönguliði og þrátt fyrir allar mínar tilraunir, sem flest- ar voru misheppnaðar, komst ég aldrei lengra en að verða lélegur korporáll. Égtcunni ekki á heimilis- tæki. Á Marbakka höfðu ráðskon- umar séð um þau og í Leipzig kom- umst við svo langt að eignast mun- aðarvömna ísskáp, með ýmsum klækjabrögðum og eftir krókaleið- um sambanda, mánuði áður en við fórum heim. Mig langaði heldur ekki til að læra á þau og hefur aldrei langað að kunna á tæki sem eru flóknari en sítrónupressa. Það var ætlast til þess af mér að ég hefði áhuga á því sem mér fannst drepleiðinlegt og komið inn hjá mér sektarkennd vegna áhugaleysis míns. Þannig er aganum haldið uppi í þeim her. Andleysið var ekki minna á Patreks- firði en í Austur-Þýskalandi þótt enginn væri þar einræðisherrann eða flokkur til þess að banna fólki að lesa eða skrifa eins og það lysti. En þar var bókasafn og þar var ég reglulegur gestur. Enn urðu bæk- uraar mér huggun í einvemnni. En þetta líf gekk ekki til lengd- ar. Óánægja mín jókst dag frá degi. Ég reyndi að finna mér eitthvað til að hafa fyrir stafni, fór að vinna í frystihúsinu, þar sem var gónt á þessa einkennilegu læknisfrú, kenndi í forföllum í skólanum, sá um bókhald og skýrslugerð fyrir Fattah og fór með honum í vitjanir og til Bíldudals þar sem hann hafði opna læknastofu einu sinni í viku. En ég hefði fremur kosið brauð- ið, olíuna og jurtirnar, sem var svo oft eini matur okkar í Leipzig, held- ur en að skorta andlega næringu. Aldrei hef ég haft eins mikla pen- inga og á þessum tíma en aldrei hefur mér leiðst jafnmikið. Það komu brestir í samband okkar sem ekki minnkuðu þótt við breyttum um umhverfi. Við fluttum til Reykjavíkur og ég fór að kenna tungumál og hann að vinna á spítala en hjónabandið versnaði stöðugt og endaði með skilnaði. Hann fór til Amman en ég hélt áfram kennslunni. Ég var léleg- ur kennari og held að ég hafi undir niðri alltaf hugsað eins og ég gerði í fyrsta bekk í barnaskóla: Af hvetju kunna krakkarnir þetta ekki? Mér leið illa og saknaði Fattah þótt ég vissi að ég gæti ekki búið með hon- um. Hann festi heldur ekki yndi í heimahögunum. Þar var allt breytt. Kommúnistaflokkurinn var i upp- lausn og hann fann ekki það sem hann hafði vonast eftir. Éftir tvö ár kom hann til baka. Við fórum að búa saman aftur og eignuðumst annað barn, Ómar. En við vorum bæði orðin rótlaus og fundum enga fótfestu í lífinu eftir að hugmyndafræðinni hafði verið kippt burt. Við vissum að við gátum hvorki verið saman né aðskil- in, hvort tveggja höfðum við marg- sinnis reynt og að hér eftir myndum við lifa í einskismannslandi þar sem við værum tvö ein og gætum kvalið hvort annað að vild. Við fórum fyrst til Vestur-Þýskalands, síðan til Frakklands en það breytti engu hvar við bjuggum. Óánægja hans braust út i stjórnlausri afbrýðisemi, mín í hatri á honum, sem ég kenndi um hvernig var komið fyrir okkur, og í örvæntingarfullum mótþróa gegn kúguninni. Að lokum gafst ég upp og komst að þeirri niðurstöðu að lífið væri ekki þess virði að lifa því. Ég var komin að endalokunum. Ég ætlaði að gera eina tilraun samt. í París. • Milli landa. Fimm ísienskar kon- ur í París. Höfundur er Guðrún Finnbogadóttir. Fróði gefur út. Bók- in er 235 bls. Ven) 3.490 kr. Eitt ár i “Den Internationale Efterskole“ í Danmörku Ert þú á aldrinum 14-18 ára? Hefur þú áhuga á að stunda nám í eitt ár í skóla þar sem mikið er um að vera, spennandi verkefni, og þar sem þú getur eignast nýja félaga? Þá er „Den Internationale Efterskole" eitthvað fyrir þig! Nútíma kennsluaðferðir (m.a. tölvunotkun) • Próf á grunn- og menntaskólastigi • Fjölbreytt tómstundastarfsemi: Blak, körfubolti, fótbolti, leiklist, tónlist * Námsferðir t.d. til Englands, Spánar og Tyrklands • Heimavist. Við tökum við nemendum frá Danmörku, öðrum Norðurlöndum og fleiri Evrópulöndum. Möguleiki á styrk. Kynningarfundur í Reykjavík í janúar. Byrjað 1. ágúst. Ennþá laus pláss! Skrifið eða hringið! Den Internationale Efterskole, Postbox 266, DK-4000 Roskilde Tel. 00 45 48798945, símbréf. 00 45 43995982. 0 [SI3iaMSMSI3iS0ISJSJBf3ÍSISISISÍSJSJSJ5JS/SJSJSISMSEISISMSMSJ 0 1 i 1 1 i 1 1 i i 1 1 1 Ritsafii Einars Pálssonar Rætur íslenskrar menningar hefur gjörbreytt viðhorfum í sögu íslands. Allt sem við lærðum í skóla þarfnast endurmats. Og nú er komið út nýtt rit, Kristnitakan og kirkja Péturs í Skálaholti, sem sýnir með öllu nýjar hliðar á kristnitökunni árið 1000. „Ritsmíðin er mögnuð," segir doktor Sigurður Árni Þórðarson. Bókaútgáfan Mímir, Sólvallagötu 28, Reykjavík, sími 552 5149. 1 i 1 i i 1 I i i 1 i i 1 0 ISISJSJSISJSJSJSISJSJSJSJSJSISJSJSJSJSJSJSJSlSISJSJSJSJSJSJSJSJBISrSJSJSJ 0 Bókin bætir úr brýnni þörf á upplýsingariti um nýja löggjöf um hlutafélög og einkahlutafélög, einkum fyrir starfsmenn hlutafélaga eða einkahlutafélaga, endurskoðendur, lögfræðinga, fjármálastofnanir og opinbera aðila og ennfremur eigendum hluta og hlutabréfa sem vilja kynna sér réttarstöðu sína. Bókin, sem er 456 bls., tekur mið af kaflaskiptingu laganna og inniheldur ítarlega atriðisorðaskrá, laga- og dómaskrá. Þetta er fræðileg og nákvæm úttekt hinna nýju laga, sem höfundur bókarinnar tók þátt í að semja. Stefán Már er prófessor í félagarétti og Evrópurétti við lagadeild H.í. Hann hefur ritað margar greinar og virt og aðgengileg rit um lögfræðileg efni. HIÐISLENSKA BOKMENNTAFELAG SÍÐUMÚLA 21 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 588 9060 • EAX 588 9095 HhMélög eftir Stefán Má Stefánsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.