Morgunblaðið - 10.12.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.12.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1995 B 21 LOFTMYND þar sem sér yfir Þingvallavatn og Sogið. Af ofansögðu má vera ljóst hvílík öfugmæli fullyrðingar Össurar Skarphéðinssonar eru í garð Lands- virkjunar varðandi rannsóknir á líf- ríki Þingvallavatns þegar litið er til fjárframlaga á undanförnum tveim- ur áratugum til þessa málefnis. Aðrar rannsóknir til styrkingar á urriðastofni Þingvallavatns Mjög góð lífsskilyrði eru í Þing- vallavatni fyrir urriða að öðru leyti en því að hrygningarsvæði eru talin vera fá. Hrygning urriða er alltaf háð straumvatni og í vali hans á búsvæðum skipta umhverfisþættir eins og vatnsdýpi, straumþungi og botngerð mestu máli. Ymsar rann- sóknir á botngerð vatnsins við út- fallið, sem gerðar voru áður en ráð- ist var í byggingu Steingrímsstöðv- ar, benda til að skilyrði fyrir hrygn- ingu urriða hafi verið þar að finna, en takmörkuð við lítið svæði. Lík- legt má telja að urriðinn hafi einnig haldið sig þarna vegna góðra skil- yrða til átu bitmýs og bitmýslirfa í botni straumvatnsins við útfallið. Hins vegar er nú vitað að urriðinn í vatninu hefur gengið til hrygning- ar upp í þær ár sem renna í Þing- vallavatn, Öxará, Ölfusvatnsá og Yillingavatnsá, en það virðist ekki hafa dugað til að viðhalda stofnin- um sem skyldi. Af því sem hér hefur verið rakið má telja víst að virkjunarfram- kvæmdir hafi raskað hluta af botni vatnsins við útfall þess í Efra-Sog þar sem urriðinn veiddist og talið er að hrygningarstöðvar hans hafi einnig verið. Utilokað er þó að um geti verið að ræða stórt hrygningar- svæði sem spilltist vegna virkjunar- innar þar sem botngerð og botn- dýpi að stórum hluta við sjálft út- fallið hentuðu ekki fyrir hrygningu urriða. Líklegra er að strendur vatnsins til vesturs frá gangainn- taki og til norðurs frá stíflunni hafi verið meiri hrygningarsvæði, en þessi svæði voru eyðilögð vegna jarðvegsfyllinga, ef miðað er við kort og myndir frá fyrri tíma. Einn- ig er óljóst að hve miklu leyti stíflu- rofið 17. júní 1959 hefur getað valdið skemmdum á hrygningar- svæðum urriðans og er líklegt að það hafi verið minna en áður hefur verið talið þar sem rof við stíflubrot- ið var einkum á meira dýpi en hrygningarsvæði urriða eru. SKOÐUN Ljóst varð skömmu eftir gang- setningu virkjunarinnar að urriðinn var horfinn af þessu svæði og þeim urriðum sem í vatninu voru hefur ekki tekist að viðhalda hrygningu eða klaki á þessu svæði. Ekki virð- ast vera mörg svæði heppileg fýrir hrygningu eða klak urriða í þessu stóra vatni sem er um 83 km2. Hins vegar eru allvíða svæði með strönd vatnsins sem henta vel fyrir urriða- seiði og talið er að urriði hrygni hugsanlega í einhverjum mæli við uppsprettur við norðanvert vatnið. Það eru því öðru fremur heppilegir hrygningarstaðir sem talið er að skorti fyrir urriða til að viðhalda honum eðlilega í vatninu. Fullyrð- ingar Össurar i Alþýðublaðinu 9. nóvember um að svæðið við útfall Sogsins hafi verið uppeldisstöð stór- vaxnasta urriðastofns vatnsins og sennilega í öllum heiminum er því hæpin, heldur er líklegt að einhver hrygning hafi verið þar og góð áta að sumarlagi. Hugleiðingar hans og fleiri aðila um að nægjanlegt sé að hleypa öllu rennsli Sogsins niður farveg Efra- Sogs til að bæta lífsskilyrði urriða í Þingvallavatni eru misskilningur. Við sitjum í dag uppi með ákveðna röskun á botni vatnsins við útfall Sogsins og aðalatriði málsins er að kanna hvort og þá hvemig bæta megi hrygningarskilyrði urriða þar við núverandi aðstæður. Landsvirkjun hefur því á undan- förnum 3 árum rannsakað botn Þingvallavatns framan við ganga- inntak Steingrímsstöðvar til að kanna hvort nægilegur straumur, dýpi og rétt botngerð væm þar fyr- ir hrygningu urriða. Þessar rann- sóknir hafa sýnt að við núverandi aðstæður er unnt að endurskapa heppileg skilyrði fyrir hrygningu urriða með því að leggja út möl á vatnsbotninn á ákveðnum svæðum. Einnig kemur til álita að fjarlægja hluta af fyllingu sem ekið var út með strönd vatnsins við byggingu Steingrímsstöðvar og leggja þar út möl á botn vatnsins, enda virðist dýpi þar heppilegt fýrir hrygningu urriðans. Þessar aðgerðir hafa verið í undirbúningi sl. tvö ár og er að þeim unnið í góðu samstarfi við Náttúruverndarráð, Veiðimála- stofnun og Veiðifélag Þingvalla- vatns. Einnig er verið að rannsaka hvort og þá hvernig lítið en jafnt yfirfallsrennsli um farveg Efra- Sogs myndi bæta lífríki Þingvalla- vatns og Úlfljótsvatns. Landsvirkjun mun halda áfram rannsóknum á fiskistofnum Þing- vallavatns og Úlfljótsvatns með reglubundinni vöktun á lífríki vatn- anna fyrir utan þær rannsóknir og aðgerðir sem nú standa yfir við útfall vatnsins. Þá hafa Landsvirkj- un og Hitaveita Reykjavíkur hafið vinnu við að gera grunnvátnslíkan af öllu svæðinu frá Hengli inn til SJÁ NÆSTU SÍÐU Jólamatseðill 1 Forréttur Kryddsoðinn heill humar á salatbeði með hvítlaukssmjöri. Milliréttur Léttsteikt rjúpubringa með bláberjasósu og fersku timian. Aðalréttur Grilluð kalkúnabringa með sveppastuffing og mandarínusósu, timian og rósapipar. Eftirréttur Ris á la mande eða Baileys-ostatertuturn með hindberja- og kiwisósu. Jólamatseðill 2 Forréttur Steikt kjúklingalifur í jarðhnetuolíu með heitu balsamic ediki og púrtvíni. Milliréttur Laxa-carpaccio með ferskum hrognum og sítrónu-vinagrette. Aðalréttur Innpökkuð lambasteik á filo-deigi, krydduð með rósmarin og gini, borið fram með einiberjasósu. Eftirréttur Ris a la mande eða Baileys-ostatertuturn með hindberja- og kiwisósu. Hádegisj ólaseðill Humarsúpa með rjómatoppi og heimabökuðu brauði. Blandaður jóladiskur hlaðinn krœsingum s.s. Kalkúnn, drottningarskinka, reyksoðinn svartfugl, grafinn fiskur, sítrónu- marineraður hörpudiskur. Rækju-, laxa- og humarpaté, eplasalat, sólberja-vinagrette, chantillisósa, rauðvínssósa, ofnbakaðar kartöfiur og saffrangrjón. Ris á la mande. 'i-Ö kr. 2.590,- Verð kr. 2.590,- Verð kr. 1.290,- Pantanasími 561-3303

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.