Morgunblaðið - 10.12.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.12.1995, Blaðsíða 28
28 B SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNUA UGL YSINGAR Laus störf Kerfisfræðingar - tölvufræðingar: Traust fyrirtæki, hugbúnaðarhús og stofnanir leita eftir reyndum kerfisfræðingum/tölvufræð- ingum til framtíðarstarfa. Sölu- og markaðsfulltrúi: Traust og gróið fyrirtæki tengt fjölmiðlun óskar nú þegar eft- ir vönum sölufulltrúa til framtíðarstarfa. íbúar Mosfellsbæjar: Vantar á skrá fólk í sölu-, skrifstofu- og verslunarstörf fyrir fyrir- tæki í Mosfellsbæ. Upplýsingar: Umsóknarblöð og frekari upp- lýsingar fást hjá Ráðningarþjónustunni. Umsóknarfrestur er til 15. desember. m RÁÐNINGARÞJÓNUSTAN Jón Baldvínsson, Háaleitisbraut 58-60 Sími 588 3309, fax 588 3659 Framkvæmdastjóri almannavarnaráðs Laus er til umsóknar staða framkvæmda- stjóra almannavarnaráðs. Starfið felst eink- um í daglegri stjórn Almannavarna ríkisins svo og upplýsingaöflun um það, sem er að gerast á því sviði erlendis. Umsækjandi þarf að hafa góða tungumála- kunnáttu og reynslu í stjórnun og áætlana- gerð. Æskilegt er að umsækjandi hafi verk- fræði- eða tæknimenntun. Umsóknarfrestur er til 10. janúar 1996. Staðan veitist frá 1. febrúar 1996 til 5 ára. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, þar sem umsækjandi óskar nafn- leyndar, verða ekki teknar gildar. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 4. desember 1995. ÍSLANDSBANKI Kerfisforritari íslandsbanki hf. auglýsir eftir að ráða kerfis- forritara í Tölvu- og upplýsingadeild. Æskileg þekking og reynsla af UNIX og VMS stýrikerfum. Starfið felst í rekstri UNIX, VMS og ORACLE. Nánari upplýsingar veitir Haukur Oddsson, forstöðumaður Tölvu- og upplýsingadeildar, í síma 560-8080, Kirkjusandi 2, 155 Reykjavík. Laun og kjör samkvæmt samningum S.Í.B. og bankanna. Umsóknir sendist Guðmundi Eiríkssyni, starfsmannaþjónustu íslandsbanka hf., Kirkjusandi 2, 155 Reykjavík, fyrir 22. desem- ber nk. Reykjavík, 8. desember 1995. íslandsbanki hf. Bankastjórn. Söludeild Tryggingafélag í borginni óskar að ráða drífandi og reglusaman einstakling til fram- tíðarstarfa í söludeild. Nauðsynlegt að viðkomandi hafi góða við- skiptamenntun og trausta og örugga fram- komu. í boði er gott framtíðarstarf hjá traustu fyrir- tæki. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu okkar til 16. des. nk. Ojðni Tónsson RÁDQÖF & RÁDNINCARÞIÓNUSTA HÁTEIGSVEGI7,105 REYKJAVÍK, SÍMI5-62 13 22 VEÐURSTOFA ÍSLANDS T ölvutæknif ræði ng u r/ tölvunarfræðingur Veðurstofa íslands óskar að ráða tölvutækni- fræðing/tölvunarfræðing eða mann með sambærilega menntun við jarðeðlissvið stofnunarinnar. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu í UNIX, forritun í C og í gagnameðhöndlun. Nánari upplýsingar veita starfsmenn jarð- eðlissviðs. Umsóknum ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf skal skilað til Veður- stofunnar fyrir 20. desember nk. Nauðsynlegt er að umsækjendur geti hafið störf eigi síðar en 1. febrúar 1996. Veðurstofa íslands, Bústaðavegi 9, 150 Reykjavík, sími 560 0600. H Tæknival Tœknival hf. er 12 ára gamalt framsœkið tölvufyrirtœki með 120 starfsmenn og veltan á síðasta ári var yfir milljarð ísl. króna. Fyrirtœkið býður viðskiptavinum sínum heildarlausnir í iðnaði, sjávarútvegi og verslunarrekstri. Vegna enn aukinna umsvifa óskar Tæknival hf. eftir að ráða starfsmenn til viðbótar í hugbúnaðardeild fyrirtœkisins. HUGBÚNAÐARDEILD ORACLE gagnagrunnur VIÐ LEITUM AÐ öflugum aðilum í Hugbúnaðardeild Tæknivals. Um er að ræða uppsetningu á Oracle fyrir m.a. Concorde XAL upplýsingakerfi og * sjávarútvegshugbúnaðinn HAFDIS. UMSÆKJENDUR þurfa að hafa góða tölvumenntun auk haldbærrar þekkingar á gagnagrunnskerfum. ÁHERSLA ER LÖGÐ Á að viðkomandi eigi auðvelt með að vinna sjálfstætt sem og í hópi, séu þægilegir í framkomu, áhugasamir og tilbúnir til samstarfs hjá öflugu og framsæknu fyrirtæki með góðan liðsanda. UMSÓKNARFRESTUR er til og með 20. desember n.k. Ráðningar verður fljótlega. VINSAMLEGA ATHUGIÐ AÐ FYRIR- SPURNUM VARÐANDI OFANGREINT STARF VERÐUR EINGÖNGU SVARAÐ HJÁ STRÁ STARFSRÁÐNINGUM EHF. Umsóknareyðublöð eru fyrirliggjandi á skrifstofunni, sem opin er frá kI.10-16. Viðtalstímar frá kl.10-13. Starfsrábningar ehf Mörkinni 3 ■ 108 Reykjavík Sími: 588 3031 ■ Fax: 588 3044 Gubný Harbardóttir Skálavörður Skíðadeild Breiðabliks óskar eftir að ráða skálavörð í skála sinn í Bláfjöllum tímabilið 1/2 til 1/5 '96. Um er að ræða starf alla virka daga vikunnar. Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl., merktar: „Skálavörður- 15921“,fyrir20. desember. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. íf! Leikskólar Reykjavíkurborgar Óskum að ráða leikskólakennara eða annað uppeldismenntað starfsfólk í neðangreinda leikskóla: Austurborg v/Háaleitisbraut. Upplýsingar gefur Jónína Jóhannsdóttir, leikskólastjóri í síma 553 8545. í 50% starf eftir hádegi Holtaborg v/Sólheima. Upplýsingar gefur Guðbjörg Guðmundsdóttir, leikskólastjóri, í síma 553 1140. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 552-7277. Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi auglýsir: Laus kennsla í stærðfræði og íþróttum Á Akranesi: Laus staða í stærðfræði. Um er að ræða heila stöðu til frambúðar fyrir réttan mann. í boði er mikil vinna við heill- andi verkefni. í skólanum er mjög góð vinnu- aðstaða. í Reykholti: Laus er til umsóknar kennsla í íþróttum og félagsmálum. Við leitum að kennara, sem hefur áhuga á að vinna með unglingum að þroskavænlegu starfi á sviði íþrótta- og félagsmála ásamt samhentum hópi samkennara. Umsóknarfrestur er framlengdur til 15. des- ember. Umsóknir skulu sendar Fjölbrautaskóla Vestur- lands á Akranesi, Vogabraut 5, 300 Akranesi. Skólameistari. Borgarspítalinn - Landakot Sjúkrahús Reykjavíkur Lyfjatæknir Apótek Borgarspítalans (Sjúkrahúss Reykja- víkur) óskar eftir lyfjatækni til starfa. Um er að ræða fullt starf, en til greina kemur að skipta stöðunni. Upplýsingar um starfið veit- ir Kristján Linnet, yfirlyfjafræðingur. Umsókn- ir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist Apóteki Borgarspítalans eigi síðar en miðvikudaginn 20. desember nk. Æskilegt er að hlutaðeigandi geti hafið störf sem fyrst. Hjúkrunarfræðingar Á hjúkrunar- og endurhæfingardeild E-63 Heilsuverndarstöð er laus staða hjúkrunar- fræðings. Um er að ræða vaktavinnu en þó aðallega morgunvaktir. Unnið er þriðju hverja helgi. Starfshlutfall samkomulagsatriði. Nánari upplýsingar veita: Ólöf Björg Einars- dóttir, deildarstjóri, í síma 569-6763 og Ingi- björg Hjaltadóttir hjúkrunarframkvæmda- stjóri, í síma 569-6298. Sérhæfðir aðstoðarmenn Óskum eftir að ráða sérhæfða aðstoðar- menn til ræstinga og ýmissa annarra starfa á skurðstofu. Um er að ræða dagvinnu, kvöldvinnu og gæsluvaktir. Nánari upplýsingar veita: Þorbjörg Skjald- berg deildarstjóri, í síma 569-6484 og Gyða Halldórsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 569-6357.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.