Morgunblaðið - 10.12.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.12.1995, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ 10 B SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1995 HÉR Á eftir fer hluti eins kafla bókarinn- ar þar sem bókarhöf- undurinn, Guðrún Finnbogadóttir, seg- ir frá námsárum sín- um i Leipzig í Austur-Þýskalandi og annar frá því tímabili í ævi hennar pr hún var læknisfrú á Patreksfírði. Viku eftir að ég lauk stúdents- prófi fór ég_ til Leipzig í Austur- Þýskalandi. í bréfi, sem ég skrifaði pabba skömmu eftir komuna þang- að og ég fann í hirslum hans þijá- tíu og fimm árum síðar, mörgum árum eftir að hann dó, segi ég: „Þrátt fyrir ýmis leiðindi er ég feg- in að ég skyldi fara hingað og ég er viss um að ég mun læra margt á því að vera hér í eitt ár - ekki degi lengur. Svo fer ég til París- ar...“ Ég var í Leipzig í sjö ár. Kannski ég hafi staldrað svo lengi við bernskuárin vegna þess að ég vildi fresta því að tala um æskuna. Hvernig á maður að skrifa um það sem maður getur ekki einu sinni hugsað um. Um það sem ég hef þrýst svo djúpt niður í undirmeðvit- undina að þegar það kemur upp á yfirborðið í draumum vakna ég skjálfandi, í svitakófi og er lengi að jafna mig. Það er ekki vegna þess að svo erfítt sé að segja frá harðræðinu, sem ég bjó við, hungr- inu, kuldanum og hörkunni, sem mér var sýnd, heidur vegna þess að þar eyddi ég æsku minni til einsk- is. Það er hart að þurfa að viður- kenna að á meðan aðrir lærðu að standa á eigin fótúm, kynntust líf- inu, heiminum, byggðu upp undir- stöðu lífs síns og mynduðu sér sjálf- stæðar skoðanir, sökk ég sífellt dýpra í fen ósjálfstæðis, kúgunar og sjálfsblekkingar og lét aðra hugsa fyrir mig. Hvernig gat það gerst að ég, sem hafði hætt lífínu og stokkið niður af þaki fremur en að láta loka mig inni, léti nokkrum árum síðar loka mig inni í margföldu fangelsi? Léti minar eigin sálarflækjur fjötra mig, ástina kúga mig, hugmyndafræðina koma í veg fyrir sjálfstæða hugsun, yfírboðara, hversu heimskir sem þeir voru, ráðskast með mig og boð og bönn, sem voru ekkert annað en mannhatur, stjórna mér í landi sem var lokaðasta land í öllum heimin- um? Ef ég kynni svarið við því vissi ég líka hvers vegna milljónir manna dýrkuðu einræðisherra, sem þeir innst inni hötuðu, aðrar milljónir grófu sína eigin gröf og biðu eftir að fall'a í hana án þess að mótmæla á meðan enn aðrar milljónir stóðu í biðröð eftir dauðasprautunni. Um haustið, nokkrum mánuðum eftir að ég kom til Leipzig, kynntist ég manni sem átti eftir að hafa óafmáanleg áhrif á mig og líf mitt upp frá því. Ég held, þrátt fyrir allt okkar stríð í áratugi, að þau áhrif hafí verið mér fremur til góðs en ills. Hann varð eiginmaður minn og faðir sona minna og hann opn- aði mér heim sem mér hefði annars verið lokaður. Við kynntumst á byltingarhátíð rússneskra stúdenta í Leipzig. Allir erlendir stúdentar í Austur-Þýska- landi voru komnir þangað á vegum pólitískra samtaka, venjulega kommúnistaflokka eða stéttarfé- laga. Stúdentarnir voru í félögum sem voru þrælskipulögð og undir smásjá leyniþjónustunnar. Þessi fé- lög héldu reglulega skemmtanir þar sem dagskráin var alltaf eins: Ávörp, menningardagskrá, dans. Þær voru haldnar á merkisdögum, sem tengdust á einhvern hátt sjálf- stæðisbaráttu þjóðanna, og voru mjög pólitískar eins og allt líf í Austur-Þýskalandi. Ég hafði verið lokkuð eða neydd til þess af löndum mínum að taka að mér að halda smátölu fyrir hönd íslenska armsins í SIA og stóð í biðröð til þess að komast að ræðupúltinu. Fyrir aftan mig í biðröðinni stóð ungur maður, hávaxinn, með dökkt, hrokkið hár og svo fallegur að aidrei á ævinni hafði ég séð annað eins. Augun voru svo svört og logandi að mér fannst þau brenna mig. Mér fannst hann horfa á mig allan tímann en ég þorði ekki að snúa mér við aft- ur. Svo komst ég loksins að og tókst að lesa nokkrar setningar upp af blaði, titrandi röddu, því fátt var mér verr gefið en að standa frammi fyrir mannfjölda og segja eitthvað SYSTURNAR Elín, Sigrún og Guðrún halda á börnum sínum Finnboga Rúti, Huldu Dóru og Fahd Fal. Bak við múrinn af viti, sjúklega feimin eins og ég var. Á eftir ræðuhöldunum hófst dansinn og ungi maðurinn settist við borðið hjá mér og talaði allt kvöldið. Hann talaði um pólitík. Um það efni vorum við hjartanlega sam- mála. Ég held að við höfum verið ósammála um allt annað í aldar- Ijórðungs sambandi okkar. Hann var læknastúdent og hafði komið til Austur-Berlínar á flótta frá Bagdad, allslaus. Þangað hafði hann flúið frá Beirút en þangað hafði hann komið frá Alexandríu þar sem hann stundaði nám í hag- fræði. Forfeður hans höfðu búið mann fram af manni í Palestínu, efnaðir kaupmenn, en höfðu misst aleiguna í stríðinu 1948. Landa- mærin voru í nokkurra skrefa fjar- lægð frá húsi foreldra hans og hand- an þeirra bjuggu amma hans og afí. Hann sagði mér frá því hvernig hann hefði reynt að heimsækja ömmu sína þrátt fyrir byssukúlurn- ar, sem hvinu við eyru hans, en gefíst svo upp. Hvernig átti maður, sem hafði sjálfur lifað atburði sem áttu eftir að ráða gangi heimsmál- anna næstu áratgi, að vera annað en pólitískur? Hann varð kommún- isti og gerðist meðlimur í kommúni- staflokki. Á þessum árum voru kommúnistaflokkar bannaðir í flest- um, ef ekki öllum, arabaríkjum og kommúnistar fangelsaðir eða drepn- ir hvar sem til þeirra náðist. Með flóttanum frá Bagdad hafði hann bjargað lífí sínu. Félagi hans, sem varð of seinn fil að komast með honum til Berlínar, var hnepptur í fangelsi og hann komst aldrei að því hver afdrif hans urðu. Ég hafði orðið ástfangin tvisvar eða þrisvar af skólabræðrurh mínum á íslandi. Þeir voru eins og saklaus böm í samanburði við þennan mann sem hafði svo bitra lífsreynslu að baki þótt hann væri ekki nema árinu eldri en ég. Fegurð hans var líka þannig að ég þreyttist aldrei á að horfa á hann. Tilfínningar mínar til hans voru ekki líkar neinu sem ég hafði upplifað áður. Ég vildi frekar deyja en að missa hann. Þegar ég fékk þær fréttir að ég hefði hlotið styrk, sem ég hafði lengi beðið eftir Úr nýjum bókum NÝLEGA er komin út bókin Milli landa - Fimm íslenskar konur í París eftir Guðrúnu Finnbogadóttur. í bókinni er fjallað um líf og störf fímm íslenskra kvenna sem eiga það sameiginlegt að hafa farið að heiman ungar að árum og dvalið meirihluta ævinnar . erlendis. Konumar fimm eru: Anna Solveig Ólafsdóttir, sem starfar í íslenska sendiráð- inu í París, Guðrún Finnbogadóttir blaða- maður (bókarhöfundur), Helga Bjömsson tískuteiknari, Margrét Benediktsdóttir, sem starfar hjá ferðaskrifstofu í París, og Nína Gautadóttir listamaður. í KAUPMANNAHÖFN á leið til Leipzig kringum 1965. með óþreyju, til þess að nema rúss- nesku í Moskvu, varð það mér ekk- ert gleðiefni. Síður en svo. En það hefði ekki verið vel séð, allra síst í Austur-Þýskalandi, að afsala sér slíkum styrk. Við ætluðum því að bregða á það ráð að gifta okkur í snarheitum svo ég hefði löggilta ástæðu til að fara hvergi. En að því var ekki auðhlaupið og til þess heimtuð ótal skjöl og skilríki sem við höfðum alls ekki tilbúin og hefði í hans tilfelli tekið marga mánuði að ná í. Ég fór því til Moskvu með tárin í augunum, alein í lestinni frá Berlín því það voru fáir sem fóru þessa leið stuttu eftir að Berlínar- múrinn var reistur og kalda stríðið var í algleymingi, og allan tímann sem ég var þar, í átta mánuði, beið ég þess með óþreyju að komast aft- ur til Leipzig. Þeir, sem hafa alla ævina búið við lýðræði, hversu gioppótt sem það kann að vera, við málfrelsi, ferða- frelsi og einföldustu mannréttindi, eiga erfítt með að skilja hvernig það er að lifa í landi þar sem öll rétt- indi hafa verið afnumin. Þegar ég kom til baka til Iæipzig frá Moskvu var mér alls ekki vel tekið og langt frá því að vera sjálf- sagt að ég tæki upp þráðinn þar sem frá var horfið. „Þú skalt ekki halda það,“ hvæsti konan í innanríkisráðu- neytinu í Berlín, sem hafði með mál mitt að gera, „að þú getir ferðast á milli landa eins og þér sýnist.“ Á þessu augnabliki, þegar konan sagði þetta við mig, hefði ég átt að sjá í gegnum allan þlekkingarvefinn og fara heim til íslands eða fara til Parísar eins og ég hafði ætlað mér. En það er auðvelt að vera vitur eft- ir á. Kannski var áróðurinn, eða öllu heldur heilaþvotturinn, farinn að hafa áhrif á mig eða ég var svo blinduð af ást minni á Fattah að ég gat ekki lengur hugsað þetta mál til enda og komist að réttri nið- urstöðu. Kannski vildi ég forðast einmitt þessa rökréttu niðurstöðu sem þýddi að ég hefði farið burt og aldrei séð hann framar. En með hjálp góðra manna tókst mér að fá leyfi til að setjast í háskól- ann aftur og við Fattah fórum að búa saman á þriðju hæð í hálf- hrundu húsi, í einskonar kommúnu, ásamt tveimur íslenskum fjölskyld- um. Hálfu ári síðar voru þau öll farin til íslands en við Fattah urðum eftir í rústinni sem stóð ein sér við götuna. Öll húsin í kring höfðu ver- ið sprengd í loft upp í stríðinu. Fyrsti veturinn okkar þarna var svo harður að elstu menn mundu ekki annað eins. I mars var herinn kallaður út til þess að moka snjóinn af götunum svo fótgangandi, fáeinir Lada og Trabant bílar og límúsínur flokksbroddanna kæmust leiðar sinnar. Þar við bættist að ekkert fékkst í verslununum. Ekkert þýðir hér að ekkert hafí fengist nema bjór, sælgæti og brauð. Matvörur voru skammtaðar og biðraðirnar voru svo langar við búðirnar að það brást ekki að allt var uppselt þegar ég komst að. Síðan þá geri ég næst- um því hvað sem er til að komast hjá að standa í biðröð. En brauðið var gott og við borð- uðum það með olíu, salti og arabísk- um kryddjurtum sem Fattah fékk hjá vinum sínum. Þetta var góður matur, maturinn sem borðaður hef- ur verið við Miðjarðarhafið í þúsund- ir ára. Við venjulegar aðstæður hefði ég varla tekið eftir þessum skorti. Eg var upptekin af öðrum hlutum. En ég átti von á barni og mig langaði í mjólk. Bara mjólk og ekkert annað. Ég hefði getað drukk- ið tíu litra á dag. En mjólk var ófá- anleg í Leipzig um þessar mundir. Einn daginn, undir kvöld, þegar frostið var enn hart og ekkert ból- aði á vorinu, varð mjólkurþrá mín óbærileg og ég æddi á milli búða með mjólkurbrúsa. Hvergi var mjólk að fá. í einni búðinni hafði illskuleg afgreiðslukona sagt mér að mjólk kæmi í búðina rétt fyrir Iokun klukk- an sex. Þegar ég mætti þar með brúsann minn sýndist mér vera sig- urbros á vörum hennar þegar hún sagði mér að mjólkin væri uppseld. Ég fór út á götu aftur með grátstaf- inn í kverkunum, svo miður mín að ég komst varla úr sporunum. Sólin var sest og rétt glitti í svartar húsa- rústirnar í kringum mig. Aldrei hef-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.