Morgunblaðið - 10.12.1995, Síða 16

Morgunblaðið - 10.12.1995, Síða 16
16 B SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AF SILFRI OG BLOÐI í BÓLIVIU EFTIR að hafa skrölt í rútu í nokkrar klukkustundir eftir hásléttunni, fram- hjá bændum með lamadýr og kindur í haga, framhjá húsum hlöðnum úr leir, milli hæða og kaldranalegra ása sem svöl vetrarsólin lýsir upp, birtist Cerro Rico skyndi- Iega framundan. Og ekki fer á milli mála að áfangastaðnum er náð. Fjallið fræga, eða ríka eins og heiti þess þýðir upp á spænsku, er allt sundurgrafið. Mislitir gjallhaugar, rauð- leitir og gráir, sitja eins og graftarkýli um allar hlíðar. Fyrir neðan litríkt fjallið kúrir Pótósí, þessi fyrrum heimsborg með sínar 80 kirkjur og eitthundrað þúsund íbúa sem marg- ir hveijir lepja dauðann úr skel. Þar sem hún situr milli eyðilegra hæðadraga, er borgin ágætlega varin fyrir miskunnarlausu veður- fari hásléttunnar. En hitastigið er í samræmi við lofthæðina; býsna svalt. Sumarið einkenn- ist af röku lofti, rigningu og snjókomu, meðan heiðskírt er mestallan veturinn, nokkrurra gráða hiti í sólinni yfír daginn en hörð frost á nætuma. Ferðalangur af láglendinu fínnur hressilega fyrir hæðinni sem Pótósí er í; hann mæðist af að ganga nokkur skref og getur lítið skoðað sig um. En sá sem vanist hefur þunna loftinu getur rölt um, skoðað kirkjur og mishrörleg hús frá nýlendutímanum, farið á litskrúðuga markaði eða rekið nefíð inn í búðar- holur er margar selja hefð- bundinn vefnað eða sviplít- inn silfurbúnað er minnir lít- ið á dýrgripina sem Spán- veijar smíðuðu úr silfri Cerro Rico. í fjallinu voru verð- mætustu silfumámur sem mennimir hafa fundið til þessa dags og hefur það verið örlagavaldur í lífí fólks- ins við rætur þess í rúm fjög- urhundruð ár - og raunar í lífí bólivísku þjóðarinnar. í spænsku er til máltæki þar sem verðmætir hlutir eru sagðir Pótósí virði. Enginn veit með vissu hversu mikið silfur hefur verið unnið úr Cerro Rico á síðustu fímm öldum, en Spánveijar gortuðu af því að geta byggt úr silfrinu brú frá Suður-Ameríku til Spánar og samt átt afgang til að flytja eftir henni. Kaldhæðnir Bólivíumenn hafa betrumbætt þessa staðhæfíngu og segja að á meðan Spán- veijar gætu byggt eina brú úr silfrinu, mætti byggja tvær úr beinum þeirra átta milljóna þræla og verkamanna sem létust í námunum HVAR sem farið er í Pótósí gnæfir Cerro Rico, „fjallið ríka“, yfirfólkinu sem það hefur mótað í á fimmtu öld. á þeim 280 árum sem þær voru undir spænskri stjórn. Silfrið uppgötvaðist árið 1544 og þjóðsagan um fundinn er ævintýraleg. Fjallabúinn Diego Huallpa tapaði nokkrum lamadýrum og rakti slóð þeirra upp að þessu forboðna fjalli sem kallaðist Potocchsi. Hann hræddist fjallið og þekkti söguna af því þegar næst síðasti inka- höfðinginn, Huayna Capac, hafði þar viðdvöl. Þá átti fjallið að hafa hrist sig og rumið: Farðu, fjársjóðirnir hér eru fyrir þá sem koma á eftir þér! Inkinn var ekki lengi að forða sér. Huallpa óttaðist fjallið en fór engu að síður upp í hlíðar þess og fann dýrin, en um sama leyti skall myrkrið á. Hann kveikti því varð- eld til að ylja sér við í kaldri nóttinni og í birtingu tók hann eftir því að eldurinn hafði brætt læk úr hreinu silfri. Huallpa skildi mikil- vægi uppgötvunarinnar, ákvað að halda henni leyndri og fór út í silfurvinnslu ásamt félaga sínum. Þeim sinnaðist fljótlega vegna skipt- ingu ágóðans og félaginn fór og sagði Spán- veijum - herraþjóðinni - frá námunni. Þeir NÁMUMAÐUR uppi í hlfö Cerro Rico, prúðbúinn í afmæli sam- vinnunámunnar sem hann starfar við. Bak við hann situr Pótósí milli eyðilegra ása. voru ekki seinir á sér og lýstu fjallið sína eign. Umfangsmikill námugröftur hófst, húsum var hrúgað upp fyrir verkamennina, indíánaþræl- um smalað inn í námurnar, silfur tók að flæða til Spánar: Pótósí varð til. Eftir tvö ár voru íbúarnir orðnir 14.000 og nokkrum áratugum síðar var hún orðin ein af stórborgum heims- ins, með 160.000 íbúa. Ekki nutu heimamenn auðæfanna. Indíánar úr nágrenninu voru neyddir til starfa, rétt eins og milljónir afrískra þræla sem voru flutt- ir inn til að vinna í námunum. Þeir sem ekki voru pískaðir til dauða eða fórust af slysför- um, létust vegna kísillungna innan nokkurra ára. Eina markmið Spánveijanna var að fá sem mest afköst út úr verkamönnunum og í því skyni kynntu þeir kókalaufíð fyrir þeim, en það auðveldar vinnu í þunnu loftinu, er örvandi og dregur ennfremur úr matarlyst. Fram að því hafði inkaaðallinn einn þekkt laufið og notað það í sínum hópi. Árið 1572 setti landstjórinn síðan lög sem miðuðu að því að auka afköstin í námunum enn frekar; allir indíánar og blökkumenn í Pótósí sem náð höfðu 18 ára aldri voru skikkaðir til að vinna á vöktum í námunum. Hver vakt var tólf tímar en jafnframt áttu verkamennirnir að vera neðanjarðar í fjóra mánuði í senn, án þess að koma út undir bert loft; þeir borðuðu, sváfu og unnu í námunni. Þegar þeir komu út þurfti að binda fyrir augun til að sólarljósið skadd- aði þau ekki. Þessir námumenn lifðu ekki Iengi. Snemma á 19. öld tók rennslið úr æðum Cerro Rico að dvína. Þegar Bólivía öðlaðist sjálfstæði, árið 1825, voru námurnar á niður- leið og síðar á öldinni veitti verulegt verðfall á silfri borginni högg sem hún hefur í raun aldrei jafnað sig á. Tin tók yfir sem aðal út- flutningsvaran og Pótósíbúar fóru að leita að tini, sinki og blýi í gömlum gjallhaugum og námum þar sem áður var aðeins hirt silfur. Silfurvinnslan hefur þó alltaf haldið áfram þótt í miklu minna mæli sé. Fyrir fjörutíu árum unnu 22.000 námumenn í Cerro Rico; í dag eru þeir 7.000. Fjallið getur ekki alið önn fyrir fleirum. í því eru um 5.000 námugöng og 500 þeirra í notkun. Samvinnufélög námumanna eiga bróðurpart námanna en fáeinir auðmenn nokkrar þær bestu; forseti landsins á tvær. í hveiju sam- eignarfélagi eru um 50 námumenn og hver þeirra verður að vinna af baki brotnu við að grafa út málma til að afla sér lífsviðurværis. Eins og á dögum Spánveijanna er að lang- mestu leyti unnið með berum höndum, með hamri og meitli, skóflu og haka; námumenn- irnir kaupa sjálfir öll áhöld og dýnamítið sem þeir þurfa að nota. Ég kom til Pótósí á föstudagsmorgni og þar sem ég hafði ferðast um Andesfjöllin í tæpan mánuð var ég þokkalega vanur þunnu ioftinu. Fyrir tilviljun rakst ég strax á stúlku sem heitir María og hefur atvinnu af því að sýna borgina sumum af þessum fáu ferðalöng- um sem þangað rekast. Hún gat talað svolitla ensku en var jafnframt altalandi á ketsjúa, hið forna mál inkanna, en það er eina tungan sem sumir námumannanna mæla á. Hún þekkti menn í nokkrum námum og féllst á að fara með mér upp í fíallið eftir hádegið og túlka; án fylgdar heimamanns er mállaus gestur ekki velkominn upp í fjallið. Við hófum ferð okkar á torgi námumann- anna við rætur Cerro Rico. í tjöldum á torg- inu selja gamlar konur kókalauf og sígarett- ur. Við keyptum slatta af laufum til að skipta á milli manna í námunni, en hver námumaður tyggur um pund á dag og kostar það á bilinu 100 til 150 krónur, allt eftir gæðum laufanna. Þá liggur leiðin að agnarlítilli búðarholu í litlu steinhúsi. Þar gefur að líta vaðstígvél, hjálma, sprengiþræði, nokkrar tegundir af dýnamíti, lampa og margar hillur fullar af spíra. Og meira að segja loftpressu, en slík ÞRÖNGAR hellulagðar götur hlykkjast um út- hverfi Pótósí og liggja oft að litlum markaðstorg- um eins og þessu sem er t skjóli gamallar kirkju. INDÍÁNAKONA selur kókalauf á torgi námu- mannanna. Verðið fer eftir tegundum og gæð- um, en hver námumaður tyggur um pund á dag. í VERSLUN námumanna má finna flest allt sem þeir þarfnast við vinnuna. Hjálma, stígvél, peysur, krana, nokkrar tegundir af dýnamíti, kveikiþræði og spíra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.