Morgunblaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Viðræður um varnarmál Einkum rættum sparnað í ílugvall- arrekstri FORMLEGIR viðræðufundir íslenzkra og bandarískra stjómvalda um endurskoðun samkomulags um framkvæmd varnarsamnings fslands og Bandaríkjanna hófust í Reykjavík í síðustu viku. Eink- um er rætt um spamað í rekstri Keflavíkurflugvallar. í viðræðunefnd íslands eru Helgi Ágústsson ráðuneytis- stjóri, formaður, Jón Egill Egilsson, skrifstofustjóri í ut- anríkisráðuneytinu, Hilmar Hilmarsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, og Grétar Már Sigurðsson, skrifstofu- stjóri vamarmálaskrifstofu. Amór Siguijónsson, varnar- málafulltrúi í Washington, er ráðgjafi nefndarinnar. Fulltrúar Bandaríkjanna í viðræðunum eru Parker Borg sendiherra og Stanley W. Bry- ant flotaforingi, yfírmaður Varnarliðsins. Helgi Ágústsson vildi í sam- tali við Morgunblaðið ekki tjá sig efnislega um gang við- ræðnanna. Hann sagði stefnt að því að ljúka þeim sem fyrst og að væntanlega yrðu gerðar litlar breytingar á samkomu- lagi ríkjanna frá því í janúar 1994. Ekki rætt um þátttöku í þy rlubj örgunarstörfum Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins snúast við- ræðumar einkum um þau ákvæði samkomulagsiiis, sem kveða á um að báðir aðilar geri það, sem í þeirra valdi stendur til að lækka rekstrar- kostnað Keflavíkurflugvallar, burtséð frá umfangi hemaðar- umsvifa, sem gert er ráð fyrir að verði svipað áfram. í samkomulaginu frá 1994 vom ákvæði um að kannað yrði að ísland axlaði aukna ábyrgð á sviði þyrlubjörgunar- starfa fyrir vamarliðið. Sú hugmynd mun ekki vera til umræðu lengur, eftir að Land- helgisgæzlan keypti nýja björgunarþyrlu. Formaður fiskvinnsludeildar VMSÍ segir aðstæður fólks í atvinnuleit víða slæmar Fólk hefur lent í alls kyns hremmingnm AÐALSTEINN Baldursson, formaður fiskvinnsludeildar Verkamannasam- bands íslands, segir að talsvert mikið hafi verið um að fólk, sem fékk vinnu í haust eftir auglýsingar félagsmálaráðuneytisins, hafí lent í hremmingum. Dæmi séu um að fólk hafi lagt í mikinn kostnað við ferðalög, en síðan fengið stopula og illa borgaða vinnu. Fólk hafi auk þess þurft að borga ósanngjarna húsaleigu og ekki fengið aðgang að mötuneytr. Félagsmálaráðuneytið auglýsti laus störf í fiskvinnslu í haust og hvatti atvinnulaust fólktil að sækja um. Talið er að ráðið hafi verið í á annað hundrað störf með þessum hætti. Aðalsteinn sagðist telja að margt af þessu fólki hefði gefist upp á vinnunni eftir stuttan tíma. Ástæð- umar væru stopul vinna, slæm kjör og dýr matur og húsnæði. Tímakaupið 270 krónur Aðalsteinn tók sem dæmi tvo ein- staklinga sem svöruðu auglýsingu um vinnu hjá tilteknu fiskvinnslufyr- irtæki úti á landi. Áður en þeir lögðu af stað hefði vinnuveitandi lofað mikilli vinnu og góðum bónus. „Þeg- ar þeir komu á staðinn reyndist vera lítil vinna. Þeir unnu fyrir 270 krón- ur á tímann eða 10.800 krónur á viku, sem er lægsta kaup sem þekk- ist á íslandi. Bónusinn eftir vikuna var aðeins rúmar 200 krónur. Þeir höfðu ekki snyrtiaðstöðu og ekki aðstöðu til að þvo af sér, en þeim var bent á að fara í sundlaug- ina og baða sig þar og láta þvo af sér. Það var ekkert mötuneyti og engin eldunaraðstaða í verbúðinni þannig að þeir þurftu að halda sér uppi á sjoppufæði. Eftir fyrstu vik- una voru þessir einstaklingar með matarreikning upp á um 7.000 krón- ur hvor um sig. Þeim var lofað að leigan yrði væg, en þegar á reyndi þurfti hvor um sig að borga 10.000 krónur í leigu á mánuði fyrir kjallaraherbergi með engri sturtu og engri eldunar- eða þvottaaðstöðu. Niðurstaðan var því sú að þeir náðu ekki að vinna fyrir brýnustu nauðþurftum af þeim laun- um sem þeir fengu. Foreldrar þeirra urðu þess vegna að senda þeim aura til að þeir gætu verið á staðnum við vinnu, en þeir gáfust reyndar upp eftir hálfan mánuð vegna þess að þeir unnu ekki fyrir útgjöldum. Dýr ferðalög í öðru dæmi tóku tveir menn flug, sém kostaði um 20.000 krónur á mann, til að komast í vinnu sem þeir fengu eftir auglýsingu sem birtist í haust. Það var mikið að gera fyrsta hálfa mánuðinn, en þá datt vinnan niður og þeir fengu ekkert að gera. Þeim var bent á að skrá sig atvinnu- lausa. Meðan vinna var var þokkaleg- ur bónus, en eftir það fengu þeir 270 krónur á tímann. Þeir áttu ekki kost á neinu mötuneyti og urðu að borga um 10.000 krónur á viku í fæði. Þeir unnu á þessum stað í einn og hálfan mánuð og þegar þeir komu heim reiknuðu þeir út að útgjöld þeirra af þessu ferðalagi væru um 30.000 krónum meiri en tekjumar. Kostnaðurinn sem fólk er að leggja í við að flytja sig á milli staða er svo rosalegur að það er ekkert undarlegt þó illa gangi að fá fólk í þessa vinnu. Ég tek þó fram að það eru til verstöðv- ar þar sem þessi mál eru í ágætu lagi. Þar er góð vinna og hugsað um fólkið og virkilega reynt að greiða götu þess. Það er hins vegar of mik- ið um að fólk verður sjálft að. koma sér á staðinn og síðan verður það að bjarga sér sjálft án þess að fá nokkra aðstoð." Aðalsteinn sagði að mest af þessu fólki stæði illa fjárhagslega. Mikið væri um ungt fólk sem hefði verið atvinnulaust og væri orðið ör- væntingarfullt. Það mætti því illa við áfóllum sem þessum. Hann sagði mikilvægt fyrir fólk að leita eftir ítar- legum upplýsingum áður en það réði sig til vinnu. Ekki væri nóg að fá upplýsingar frá væntanlegum vinnu- veitanda. Morgunblaðið/Kristinn Jólalegt í Kirkjukoti ALLTAF er jólalegt í leikskólanum Kirkjukoti í Grindavík en hann er í gömlu kirkjunni á staðnum. Enok Sigurðsson og Elín Guðmundsdótt- ir eru í rennibrautinni og svo sést á höfuð Hansinu Stefánsdóttur. Ákvörðunar Columbia beðið STJÓRN fyrirtækisins Columbia Aluminum Corporation komst ekki að niðurstöðu um það hvort álver á þess vegum yrði reist á íslandi eða í Venezuela á fundi sem hald- inn var um málið og lauk á þriðju- dag. „Það var haldinn fundur og engin ákvörðun tekin,“ sagði Andr- és Svanbjömsson, yfirverkfræðing- ur hjá Markaðsskrifstofu iðnaðar- ráðuneytisins og Landsvirkjunar. Ekki er víst hvenær ákvörðun verð- ur tekin, en talsmenn Columbia höfðu sagt að það yrði í desember. Lagt er til að kröfu Sævars Ciesielskis um endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála verði hafnað RAGNAR H. Hall hæstaréttarlög- maður, sem skipaður var sérstakur ríkissaksóknari við meðferð á beiðni Sævars M. Ciesielskis um endur- upptöku hæstaréttardóma f Guð- mundar og Geirfinnsmálum, hefur skilað skýrslu til Hæstaréttar þar sem lagt er til að Hæstiréttur hafni beiðni Sævars. Hæstiréttur dæmdi Sævar árið 1980 í sautján ára fangelsi fyrir að hafa ásamt öðrum orðið valdur að dauða Guðfinns Einarssonar og Guðmundar Einarsonar. I greinar- gerð Ragnars Hall til Hæstaréttar segir að engin haldbær gögn hafi komið fram um að ólögmætar að- gerðir þeirra sem önnuðust rann- sókn Guðmundar- og Geirfinnsmála á lögreglustigi eða fyrir dómi hafi leitt til þess að röng niðurstaða hafi orðið í málinu um umrædd ákæruatriði. „Ekki hafa heldur komið fram nein gögn sem gefi tilefni til endur- upptöku málsins af öðrum ástæð- um,“ segir í greinargerðinni og ennfremur að af hálfu ákæruvalds- Engin haldbær gögn um ólögmætar aðgerðir við meðferð málsins ins sé ekki talin ástæða til að leggja til að fram fari lögreglurannsókn vegna þeirra staðhæfínga sem fram koma í málatilbúnaði Sævars, en þær lutu m.a. að því að játningar sem sakfelling hafí byggst á hafí verið fengnar með ólögmætum að- gerðum stjórnenda lögreglurann- sóknanna. Krafa Sævars M. Ciesielskis um endurupptöku dómanna var gerð samkvæmt heimild í 184. grein laga um meðferð opinberra mála til að taka upp dæmt mál á ný eftir kröfu manns sem telur sig sýknan sak- felldan eða sakfelldan fyrir mun meira brot en það sem hann hefur framið ef ætla má að dómari, ákær- andi, rannsóknari eða aðrir hafí haft í frammi .refsiverða hegðun í því skyni að fá fram þau málalok sem orðin eru. í greinargerð Ragnars H. Hall, sem skipaður var sérstakur ríkis- saksóknari eftir að Hallvarður Ein- varðsson vék sæti í málinu, segir að Sævar hafí í málatilbúnaði sínum gagnrýnt fjölmargt sem hann telji hafa gerst við lögreglurannsókn, dómsrannsókn og dómsmeðferð málanna og beri þungar sakir á ýmsa sem að málinu komu. „Hann hefur hins vegar að mati ákæruvalds ekki fært fram haldbær gögn um að málalok hafí verið feng- in fram með þeim hætti sem lýst er í umræddu lagaákvæði. Nánast allt sem [Sævar] telur hafa farið úr- skeiðis var komið fram þegar við dómsmeðferð umrædds máls. Mála- tilbúnaður hans nú er því að megin- stofni til gagnrýni á úrlausn Hæsta- réttar um atriði sem lágu fyrir dóm- inum og tekin var efnisleg afstaða til,“ segir í greinargerðinni. Þó er vakin athygli á staðhæfíng- um Sævars um að í dómsgögnum sakadóms í ávana- og fíkniefnamál- um komi fram sönnun um atriði sem skipt geti máli og ekki hafí legið fyrir þegar dæmt var í málinu. Sævar hafí að því látið liggja að rannsóknarar hafi vísvitandi stung- ið gögnunum undir stól þar sem í þeim komi fram fjarvistarsönnun hans kvöldið þegar Guðmundur Einarsson hafí Iátið lífíð. Ragnar H. Hall reifar framburði vitna þess máls málsins og segir að engin gögn úr fíkniefnamálinu séu þess eðlis að þau veiti Sævari einhvers konar fjarvistarsönnun frá vettvangi árásarinnar á Guðmund Einarsson, svo sem um hana var dæmt í hæstaréttarmálinu. Þá segir að samkvæmt ákvæðum laga nægi ekki til endurupptöku máls að dóm- þolar séu ósáttir við mat á sönnun- argögnum sem dómur hefur byggst á eða rökstuðning fyrir samfellingu. „Frekari rökræður um niðurstöðu dómsins geta ekki að óbreyttum lögum orðið tilefni til að endurupp- taka málið,“ segir í greinargerð Ragnars H. Hall, sérstaks ríkissak- sóknara í málinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.