Morgunblaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Norrænir verzlunar- menn UM síöustu helgi var haldinn í Rcykjavík undirbúningsfundur fyrir höfuðborgarráðstefnu verzlunarmannafélaga á Norður- löndum, en ráðstefnan verður haldin í Reykjavík á næsta ári. A þessum fundi voru einnig lögð drög að kjarasamanburði milli VR og systurfélagsins í Dan- mörku. Frá vinstri: Pétur A. Ma- áck varaformaður VR, Ib Sörens- en formaður HK í Kaupmanna- höfn, Maria Bosdotter formaður HF í Stokkhólmi, Erki Rimpiala- inen formaður LA í Helsinki, Per Klausen formaður HK í Osló, Eva Arnhild varaformaður HK í Kaupmannahöfn óg Björn Sjö- blom framkvæmdasljóri HF. Morgunblaðið/Ásdis Lögreglan í Reykjavík telur fíkniefnavandaiin vera að aukast, ekki síst vegna ecstasy Aldur fíkniefna- neytenda að lækka KARL Steinar Valsson afbrotafræð- ingur segir í skýrsiu, sem hann vann fyrir lögregluna í Reykjavík, að ald- ur fíkniefnaneytenda hafi lækkað og að þeim sem noti sprautur fari fjölgandi. Aukningin sé ekki síst í ecstasy, en dreifíng efnisins hafi verið mjög markviss og skipulögð. Auðvelt virðist vera fyrir fólk að útvega sér efnið. Lögreglan hefur lagt hald á fíkni- efni fyrir andvirði rúmlega 30 millj- óna það sem af er á þessu ári og fyrir rúmar 300 milljónir á síðustu 10 árum. Á fyrri hluta þessa árs var lagður spurningalisti fyrir þá sem voru handteknir vegna fíkniefnamála hjá lögreglunni í Reykjavík á tímabilinu 15. janúar til 30. apríl 1995. 50 ein- staklingar svöruðu, en það eru um 20% þeirra sem áriega eru kærðir eða grunaðir í fíkniefnamálum á ís- iandi. Karl Steinar segir í skýrslunni að svörin gefi vísbendingar um við- horf og atferli þeirra sem neyta fíkniefna. 79% byrja á hassi Um 90% hópsins hafði annaðhvort ekki lokið grunnskólaprófi eða hafði enga aðra menntun að baki en grunnskólapróf. Hjá 79% svarenda var hass það fíkniefni sem fyrst var neytt, hjá 10% amfetamin og hjá 8% marijúana. í 73% tilvika nálgast fólkið efnin í gegnum vinahóp. Dæmi eru um að fíkniefnaneysla hafí bytj- að við 11 ára aldur. 18 af þessum 50 manna hóp höfðu prófað hass 14 ára, 12 marijuana, 8 amfetamín, 3 LSD og 2 kókaín. Yfír 60% hópsins sögðust auðveld- lega geta útvegað sér landa, sterkt áfengi, hass og amfetamín. Meira en þriðjungur sagðist geta útvegað sér LSD og ecstacy. Karl Steinar segir að ecstasy hafi náð fótfestu í dreifingu á mjög skömmum tíma, en fyrst var lagt hald á slíkt efni hér á landi árið 1992. Ráðandi efni á fíkniefnamarkaðinum séu hins vegar hass og amfetamín. Þriðjungur í öðrum afbrotum Aðeins 20% svarenda stunduðu vinnu reglulega, en aðrir stunduðu óreglulega vinnu eða höfðu ekki vinnu. Alls fengu 42% svarenda bætur frá hinu opinbera, atvinnu- leysisbætur, örorkubætur eða bætur frá félagsmálastofnun. Þriðjungur sagðist fjármagna fíkniefnaneyslu sína með öðrum af- brotum. Neysla einstaklinganna sem svöruðu í könnunni var mjög mis- munandi. Mesta neysla á hassi var 15 grömm á viku, en neysla á amfet- amíni var mest 10 grömm á yiku. Götuverð á einu grammi af hassi var 1.500 krónur í haust, en 4-5.000 krónur fyrir gramm af amfetamíni. Aðili sem neytir svo mikils magns af hassi borgar fyrir það 22.500 krónur á viku og 40-50.000 krónur fyrir vikuskammt af amfetamíni. Karl Steinar bendir á að há- marksrefsing fyrir fíkniefnabrot sé 10 ár. Aldrei hafi fallið dómur í fíkni- efnamáli sem hafi falið í sér slíka refsingu. Sé mið tekið af þeim dóm- um sem fallið hafi að undanförnu megi maður sem flytur inn eitt kíló af hassi vænta 3 mánaða dóms, en verðmæti fíkniefnanna sem hann flytur inn sé 1,5 milljónir. Fyrir inn- flutning á 200 grömmum af amfet- amíni megi viðkomandi vænta 5 mánaða dóms, en verðmæti þess sé um 1 milijón króna. Allt síma- kerfið óvirkt ísafirði. Morgunblaðid. ALLT símakerfi ísfirðinga varð óvirkt um klukkustundarskeið, milli kl. 18.30-19.30 á mánudag vegna bilunar í sjálfvirku símstöðinni á ísafírði. Almannavarnir á ísafirði sendu út tilkynningu vegna þessa, enda mjög óvenjulegt að allt síma- kerfí svæðisins verði óvirkt á sama tíma. „Við misstum allt samband að og frá stöðinni. Það var verið að skipta um hleðslubúnað í stöðinni og því þurftum við að víxla á milli geymasetta, en það sem gerðist var að við lentum í biluðu geymasétti og því fór sem fór. Það tók síðan sinn tíma að keyra upp öll forritin aftur. Það urðu öll símanúmer á ísafirði óvirk í eina klukkustund, auk þess sem miklar truflanir urðu á síma- sambandi á svæðinu frá ísafírði til Þingeyrar. Þetta hefur aldrei gerst áður enda er sjaldan unnið við þetta verk. Þetta var vægast sagt óheppi- leg bilun,“ sagði Erling Sörensen, umdæmisstjóri Pósts og síma á Isafirði. -------♦ ♦ ♦------ Lítið af kjöti fiutt inn LÍTIÐ hefur verið um innflutning á unnum kjötvörum eftir að það varð heimilt samkvæmt GATT- samningnum. Að sögn Brynjólfs Sandholt yfirdýralæknis hefur aðal- lega verið um að ræða niðursoðinn mat. Þar er aðallega um að ræða blandaða rétti eins og past'arétti, paté og þess háttar. Þá hefur McDonalds flutt inn forsteikta kjúklingabita og Hagkaup hefur sótt um innflutning á tilbúnum kjúklingaréttum. Davíð leikur fyrsta leikinn ÍSLENSKU ólympíumeistararnir í flokki 15 ára og yngri. SKAK íþrðttahúsiö við Strandgötu í llafnarfiröi EINVÍGIÐ UM ÍSLANDS- MEISTARATITILINN GUÐMUNDAR ARASON- AR MÓTIÐ 14.-22. desember. Teflt frá kl. 17 daglega. Aðgangur ókeypis. ALLAR leiðir skákmanna munu liggja um Hafnarfjörð fram að jólum. Þar tefla stórmeistar- arnir Jóhann Hjartarson og Hann- es Hiífar Stefánsson einvígi um íslandsmeistaratitilinn sem vafa- laust verður æsispennandi. Þar fer einnig fram alþjóðlega Guðmund- ar Arasonar mótið sem haldið er fyrir unga og upprennandi ís- lenska skákmenn. Mótinu var sér- staklega komið á vegna sigurs íslenskra unglinga á Ólympíumóti 15 ára og yngri á Kanaríeyjum í vor. Davíð Oddsson, forsætisráð- herra, mun leika fyrsta leiknum á mótinu. Það má ekki gera of miklar kröfur til ungu skákmann- anna, sem eiga nú í höggi við níu þrautreynda titilhafa. Þátttakan verður a.m.k. dýrmæt reynsla fyr- ir opna Reykjavíkurskákmótið í mars næstkomandi. í fyrstu umferð tefia saman: Borge, Danmörku - Jón G. Viðarsson Guðm. Halldórsson - Þröstur Þórhalls- son Blees, Hollandi - Kristján Eðvarðsson Sigurbjöm Bjömsson - Martin, Eng- landi Riemersma, Hollandi - Bragi Þorfinns- son Ólafur B. Þórsson - Christensen, Danm. Björgvin Jónsson - Noisoe, Færeyjum Bjöm Þorfinnsson - Bern, Noregi Gullaksen, Noregi - Ágúst S. Karlsson Einar Hjalti Jensson - Sævar Bjarna- son Nilssen, Færeyjum - Torfi Leósson Jón V. Gunnarsson - Magnús Ö. Úlfars- son Burden, Bandar. - Amar E. Gunnarsson Aðalfundur TR Kosningu um formann í Taflfélagi Reykjavíkur var afstýrt á síðustu stundu fyrir aðalfund félagsins á þriðjudagskvöldið. Samkomulag náðist á milli þeirra sem lýst höfðu yfir framboði á þá leið að Ólafur H. Ólafsson verður áfram formaður en Daði Örn Jónsson varaformaður. Jafnframt var samið um að næsti aðalfundur TR verði haldinn á réttum tíma, þ.e. næsta vor. Núverandi fyrirkomulag á því aðeins að standa í 4-5 mánuði. Fyrirspurnir um Internetið Skákþættinum hefur borist Qöldi fyrirspurna um það hvernig hefja megi taflmennsku á Inter- netinu. Leitað var til Björns Jóns- sonar, Garðabæjarmeistara, sem þakkar skjótar framfarir sínar taflmennsku á netinu. Björn brást vel við og hefur ritað stuttar og greinargóðar leiðbeiningar sem hér fylgja á eftir. Rétt er að taka fram að auðvitað þurfa menn að vera tengdir við Intemetið tíl að geta teflt á því. Enn einu sinni er líka minnt á íslenska skáksíðu Daða Arnar Jónssonar fyrir þá sem vilja fylgjast með í skákheim- inum. Slóðin þangað er: http://www.vks.is/skak/. Næstu daga verður þar hægt að fylgjast með skákviðburðunum í Hafnarfirði. Teflt á Internetinu eftir Björn Jónsson Til að tefla á Internetinu er nauðsyn að hafa forrit þar sem hægt er að tefla á taflborði á skjánum í stað þess að þurfa að slá leikina inn. Eitt slíkt forrit fyrir Windows (bæði 95 og 3.1) er SLICS og er þetta forrit sk. deilihugbúnaður (shareware). Hægt er að nálgast það gegnum veraldarvefinn á http://chess.onenet.net/chess. Þar er smellt á „files for your type of machine, OS, and/or windows environment“ og síðan á- „MS Windows“. Þá birtist skráa- listi og er forritið í skránni SLICS- 22F.EXE. Hana þarf að sækja og setja í viðeigandi skráasafn (directory), t.d. C:SLICS og keyra svo SLICS22F.EXE. Þá afpakkast allar skrár sem tilheyra forritinu, m.a. CHESSBD.EXE sem er sjálft forritið. Með forritinu fylgir listi yfir helstu tölvur (,,skákservera“) sem hægt er að tefla á á Internetinu svo næsta skref er einfaldlegá að keyra forritið (CHESSBD.EXE) og velja einhveija tölvu undir „ICS“ í valmynd. Þar liggur bein- ast við að velja A-FICS til að byija með. Þegar A-FICS er -valið birtist gluggi þar sem slá þarf inn not- andanafn. Á þessu stigi má slá þar inn hvað sem er. Eftir að inn er komið er fyrsta skrefið að kynna sér helstu skipanir. Mikil- vægasta skipunin er „help“ sem gefur upplýsingar um helstu skip- anir. Mikilvægustu skipanirnar til að lesa um í byrjun eru „match“, „set“, „who“, „accept", og „reject" en miklu fleiri eru til. Síðast en ekki síst gefur „help register" upplýsingar um hvernig á að skrá sig á viðkomandi tölvu sem er nauðsyn til lengri tíma lit- ið. Margir skrá sig undir dul- nefni. Skráningin fer fram með hjálp tölvupósts. Þegar svar hefur borist í tölvupósti um að skráning hafí heppnast er hægt að fara inn á A-FICS á því notandanafni sem valið var við skráningu og hefja taflmennsku. Þegar inn er komið í fyrsta sinn ætti að gefa skipun- ina „set style 12“ til að „tilkynna" að notað sé forrit sem býður upp á taflmennsku á taflborði á skján- um. Þess má geta að til eru sérstök forrit sem skrá tímanotkun á hvern leik og eru þannig vanda- mál vegna slæms Internetsam- bands að mestu úr sögunni. Nán- ari upplýsingar um það fást með því að slá inn „help timeseal“ eða „help timestamp" á þeirri tölvu sem verið er að tefla á. Síðast en ekki síst má prófa að tefla á fleiri stöðum en A- FICS. Þar er ICC áhugaverðast. Margeir Pétursson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.