Morgunblaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 64
54 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Tommi og Jenni rffAuerjuerttX 7Af hyerju of huotfC ? ) (Hf'oturSucáeq* ' /canns/u eri pú á. i nvotfc cg 'ep sny ‘7'S'V réti Ljóska Ferdinand Kringlan 1103 Reykjavík • Sírni 5691100 • Símbréf 569 1329 Framlag Aðvent- safnaðarins til upp- byggingar á Flateyri Frá Aðventsöfnuðinum á íslandi: VEGNA þeirra hörmunga sem dundu yfir 26. október sl. vill Aðventsöfnuðurinn á íslandi votta öllum Flateyringum dýpstu samúð oghluttekningu. í 150 ára sögu sinni hafa að- ventistar leitast við að leggja þeim lið sem eiga um sárt að binda af einhverjum ástæðum og svo er einnig núna þegar náttúruhamfar- ir hafa dunið yfir landið og fjöldi fólks á Flateyri hefur misst eignir og ástvini. Þótt eignamissirinn sé léttvæg- ur í samanburði við þann missi sem ekkf verður bættur hafa ADRA - Hjálparstarf aðventista og sys- trafélögio Alfa í hluttekningar- skyni tekið höndum saman og safnað fé til stuðnings endurupp- byggingarstarfinu. Féð, að upp- hæð 1.150.000, mun í fullu sam- ráði við forsvarsmenn á Flateyri renna til byggingar nýs leikskóla á Flateyri en sem kunnugt er varð gamla leikskólahúsnæðið snjóflóð- inu að bráð. Umrædd fjárupphæð er tilkom- in vegna þátttöku Alþjóða þróun- ar- og líknarsjóðs aðventista, ADRA - Hjálparstarfs aðventista í Bretlandi, Noregi og Finnlandi og framlags systrafélaganna Alfa á íslandi. Einnig mun Frækornið - bókaforlag aðventista gefa bókagjöf í nýja leikskólann. ADRA - Hjálparstarf aðvent- ista hefur áður veitt styrki til hjálparstarfs á íslandi og er skemmst að minnast snjóflóðanna á Súðavík þar sem ADRA - Hjálp- arstarf aðventista og systrafélögin Alfa gáfu samtals 2.000.000 í söfnunina Samhugur í verki. STELLA LEIFSDÓTTIR, fulltrúi ADRA - Hjálparstarfs aðvent- ista á íslandi. Leitarmannakofi fræðsiusetur Frá Höskuldi Jónssyni: ÞEGAR Ferðafélag Íslands reisti sæluhús á Hveravöllum árið 1938 var þar fýrir leitarmannakofi. Eðli máls samkvæmt fluttu fjallmenn sig í sæluhúsið og smám saman lenti kofinn í vanhirðu. Fyrir nokkrum árum kom ég á Hveravelli í byijun ágúst. Veggir kofans voru þá skrýddir blóðbergi sem komið hafði sér fyrir í hleðsl- unni. Auk blómanna vöktu veggir hússins athygli mína. Augljóslega höfðu þeir verið listilega hlaðnir á sínum tíma þótt gijótið í þeim væri frekar smátt og illa fallið til hleðslu. Þetta hús varð mér minn- isstætt og ég ákvað að næst þegar ég færi um Hveravelli yrðu blómin og hieðslan fest á mynd. Næsta ferð á Hveravelli var síð- sumars að árum liðnum. Blómin voru fallin, hluti hleðslunnar hrun- inn og ryðgað bárujárn flygsaðist á gafli hússins í haustnæðingnum. Myndefnið varð ekkert og æ síðan er mér í huga þetta ömurlega hræ á einum vinsælasta ferðamanna- stað landsins. Það er mikið fagnaðarefni að nú hafa umskipti orðið á leitar- mannakofanum. Á undanförnum árum hefur verið unnið að endur- gerð hans. Veggir hlaðnir upp að nýju, þak tyrft og timburverk lag- að eða endurnýjað. Húsið stendur við þjóðbrautina um hverasvæðið og verður í framtíðinni nýtt til að koma skilaboðum á framfæri til almennings um furður Hveravalla sem tengjast náttúru lands og sögu. Við endurgerð hússins hefur þess verið gætt að svipur þess sem kofi fjallmanna glataðist ekki enda ærin ástæða til að varðveita þátt þeirra í ferðasögu íslendinga. HÖSKULDUR JÓNSSON, forseti Ferðafélags íslands. Smáfólk OJELL, l'M OFF TO MV DANCE CLA55..EMILV 15 PR06A5LV WAITIN6T0 DANCEWITH ME A6AIN.. '-ir HERE I C0ME, 5WEET EMILV! HERE COME5VOOR DANCE PARTNER! nc WHIRL AROOND THE FL00R WITH ME, EMILV.. lir ''SOME A ENCHANTED BÆNIN6.." nr £ OT : 1 S u. 1 © % JÆJA þá, ég er að fara Ég er að koma, Sveiflaðu þér „Á töfrandi í danstíma ... Emelía er sæta Emelía! um gólfið með kvöldi...“ sennilega að bíða eftir því Hér kemur mér, Emelía ... að dansa við mig aftur ... dansfélagi þinn! Hver á að borga? Frá Gunnari Ólafssyni: MÁ ÉG biðja ykkur um aðstoð og álit: Það er nú þannig að ýmsir ís- lendingar sem búið hafa í útlönd- um um árabil láta það í veðri vaka að þeir vilji gjarnan eyða ævikvöld- inu á íslandi. Hvað þýðir þetta svona fyrir okkur „normal“ skattborgara? Getur fólk búið í útlöndum og borgað þar sín félagslegu gjöld og komið síðan til Islands og sest upp á okkur og við hin sem haldið höfum uppi íslands ærnum kostn- aði, eigum við að auki að borga fyrir það ævikvöldið? Þetta eru mínar hugleiðingar um velferðarkerfið sem gott er en ekki gallalaust. GUNNAR ÓLAFSSON, Traðarlandi 14, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.