Morgunblaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Davíð Oddsson forsætisráðherra andvígur jákvæðri mismunun Yrði talinn hafa fengið starfið óverðskuldað DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra er andvígur því að svokölluð jákvæð mismunun sé notuð til að fjölga kon- um í áhrifastöðum að því er fram kemur í blaði Sjálfstæðra kvenna. Hann telur að afleiðingin af því að beita henni verði sú að mörgum þyki að einstaklingurinn hafí þar með fengið starfið óverðskuldað. Davíð segist í samtali við blaðið, sem gefið er út af samnefndum hópi kvenna innan Sjálfstæðisflokksins, ekki vera fylgjandi kynjakvótum og telji reyndar afar hæpið að slíkir hlut- ir standist. „Okkar hugsun um ein- staklingsfrelsi er sú að þar gangi allir jafnir að borði. Ég tel að kvóta- hugmyndin eigi rót í þeirri minni- máttarkennd sem sumir forystumenn kvenna hafa alið á, sjálfsagt í góðri meiningu. Að þama sé hópur sem sé í eðli sínu lakari og þess vegna þurfi aðrar reglur að gilda um hann en aðra. Ég veit að það er ekki hugsað þannig. Þetta er hugsað þannig að meðan verið sé að hjálpa til að jafna tölumar þá megi t.d. viðhafa það sem kallað er jákvæð mismunun. Ég er andvígur henni því það verður af mörgum lengi talið að þar með hafí einstaklingurinn fengið starfíð óverð- skuldað," segir Davíð. Hann segist t.a.m. hafa lesicU við- tali við núverandi borgarstjóra að ákveðinn einstaklingur hafí ekki fengið starf hjá sér nema af því að hann var kona. „Þessi einstaklingur starfaði hér í þessu ráðuneyti, starf- aði mjög vel og átti skilið að fá þetta starf, algjörlega óháð því hvort hann var karl eða kona. Mér fínnst þau viðhorf sem maður heyrir neðan úr ráðhúsinu hvað þessi efni áhrærir afskaplega sérstæð og afturhalds- leg,“ segir hann. Davíð segist ekki telja sýn Sjálf- stæðra kvenna og áhersla á sjálf- stæði einstaklingsins, frelsi þeirra, jafnan rétt kvenna og karla o.s.frv., geta gengið á skjön við grundvallar- hugmyndafræði flokksins. „Ég held að þessi tónn, sem sleginn var, nái til fólks. Það tel ég nú kannski mikil- vægast af því að flokkar leita eftir fylgi. Fylgi fyrir flokk er eins og bensín fyrir vél. Fólki líkaði þessi tónn, sem sleginn var. Ég held að hann hafi náð bæði til karla og kvenna. Hann var að vísu dálítið nýstárlegur og forvitnilegur og and- stæðingamir, þá kannski einkum í röðum þeirra sem vilja eigna sér sjón- armið kvenna og setja þau á ákveð- inn bás sem hægt sé að ganga að sem vísum, urðu órólegir af því að þessar röksemdir komu konum á óvart.“ Davíð sagðist telja að sú staðreynd að flokkurinn setti jafnréttismál í öndvegi á næsta landsfundi myndi hafa mikla þýðingu þegar menn efndu til þess að raða á lista í próf- kjörum eða með öðmm hætti. „Að láta heilan Iandsfund hafa þetta verkefni og fylgja því síðan ekkert eftir í raunveruleika kosn- inga, þar sem pólitísk áhrif eiga að koma fram, gæti orðið „boomerang" [bjúgverpill] fyrir flokkinn." Forsetaframboð ekki útilokað Þegar Davíð var spurður að því hvort sá orðrómur að hann myndi hugsanlega gefa kost á sér í forseta- embætti á næsta ári ætti við einhver rök að styðjast sagðist hann ekki hafa leitt hugann að því atriði. Eng- inn hefði skorað á sig og því hefði ekki verið ástæða til að útiloka eitt né neitt. Málið hafí ekki verið til umræðu. „Ég er að einbeita mér að því að hafa forystu í stjórn landsins á við- kvæmum tímum. Við erum að sjá árangur á öllum sviðum ef við höld- um okkar striki. Það er meginverk- efnið sem ég er að vinna að um þess- ar mundir," sagði forsætisráðherra. Morgunblaðið/Gunnar Hjónavígsla í elstu verstöð landsins Bolungarvík. Morgunblaðið. Það var all sérstæð athöfn sem fór fram í elstu verstöð landsins, Ósvör við Bol- ungarvík, en þar voru gefin saman í heilagt hjónaband Nicola Jane Christoffersen og David Thomas frá Bret- landi. Nicola og David hafa starfað hér um nokkurt skeið og unnið við fiskvinnslu hjá fiskverkun Bolfisks. Þau ákváðu að játast hvort öðru í hinu forna verbúðar- umhverfi sem byggðin I Ós- vör myndar. Þessi elsta ver- stöð landsins hefur verið byggð upp og þar er nú minjasafn um árabátatíma- bilið sem stóð rétt fram yfir aldamót. Það var séra Agnes Sigurðardóttir sóknarprest- ur í Bolungarvík sem gaf brúðhjónin saman, innan um grútarbelgi, lóðastokka, nið- ristöður og sökkur undir ver- búðarloftinu í Ósvör, að við- stöddum svaramönnum og vinnufélögum brúðhjónanna. Ekki er vitað til þess að hjónavígsla hafi áður farið fram í þessu gamla útræði. Og eins og ævinlega þegar gesti ber að garði í Ósvör var Geir Guðmundsson um- sjónarmaður verbúðarinnar á staðnum íklæddur skinn- klæðum að hætti sjómanna á árabátaöld. Hvolsvöllur Fimm sóttu um stöðu héraðs- dýralæknis FIMM umsækjendur voru um stöðu héraðsdýralæknis á Hvolsvelli, en umsóknarfrestur um stöðuna rann út 1. desember síðastliðinn. Staðan er veitt frá næstu áramótum en þá lætur Einar Örn Bjarnason hér- aðsdýralæknir af störfum fyrir ald- urs sakir. Umsækjendur um stöðuna eru þau Bergþóra Þorkelsdóttir, Guð- björg Anna Þorvarðardóttir, Gunn- ar Þorkelsson, Lars Hansen og Sigurbjörg Ólöf Bergsdóttir. Að sögn Brynjólfs Sandholt yfir- dýralæknis er verið að skipa hæfn- isnefnd til að fara yfir umsóknim- ar en það verður væntanlega gert í lok þessarar viku eða í næstu viku. Starfshópur íj ármálaráðuneytis seg’ir karla duglegri en konur að ná sér í aukaverkefni 82% fulltrúa í nefndum karlkyns Karlar eru mun fleiri í hópi stjómenda hjá fj ármálaráðuneytinu og stofnunum þess og skýrir það að hluta til mismunandi laun kynjanna en jafnframt virðast karlar vera duglegri að ná sér í aukaverkefni en konur, að mati starfshóps um jafnréttismál sem fjármáiaráðherra skipaði. STARFSHÓPURINN, sem fjármála- ráðherra skipaði í mars sl. til að at- huga jafnréttismál í fjármálaráðu- neytinu og stofnunum þess, kemst að þeirri niðurstöðu í nýbirtri skýrslu sinni að verulega minni munur sé á heildarlaunum karla og kvenna í hópi háskólamenntaðra starfsmanna en hjá þeim sem hafa aðra menntun. Starfsmenn umræddra stofnana voru tæplega 900 talsins þegar athugunin var gerð og voru karlar 55% en kon- ur 45%. Háskólamenntaðir karlar í fuliu starfí hjá umræddum stofnunum og ráðuneytinu voru með 221 þús. kr. meðallaun á mánuði á seinasta ári samanborið við 189 þús. kr. hjá kon- um. „Samkvæmt því bæta háskóla- menntaðir karlmenn nokkru meira við dagvinnulaun sín en konur, þar sem munurinn er tæp 7%, meðal annars vegna lengri vinnutíma og hærri greiðslna fyrir nefndarstörf. Einnig eru karlar í meirihluta í efri stjómstigum, til dæmis á aðal- skrifstofu fjármálaráðuneytisins sem skrifstofustjórar og á skattstofunum sem forstöðumenn deilda, en það skýrir einnig hluta af þessum mun. Hjá þeim starfsmönnum sem ráðn- ir eru samkvæmt kjarasamningum BSRB er sem fyrr segir verulega meiri munur á meðallaunum kynj- anna, eða tæplega 80%. Samkvæmt þeim gögnum sem fengust frá starfs- mannaskrifstofu, bæta konur í þess- um hópi um 30% við dagvinnulaun sín, en karlar yfir 70%. Hér skiptir mislangur vinnutími kynjanna miklu máli og sömuleiðis hærri aksturs- greiðslur hjá körlum. Umtalsverð frávik eru milli ein- stakra stofnana. Minnstur er munur- inn hjá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, rúmlega 14%. Næstar koma skattstofurnar þar se'm launamunur kynjanna mælist 25%. Það skýrist meðal annars af því að karlar eru oftar í stöðu deildarstjóra hjá þessum stofnunum en konur. Mestu munar á heildarlaunum kynjanna hjá FasLeignamati ríkisins, þar sem karlarnir eru með 70% hærri heildarlaun að jafnaði en konur. Við Meðalmánaðarlaun 1994 BHM Skipt eftir kyni og menntun, starfsmenn í fullu starfi, í þúsundum króna BSRB Mism.: Heíldarlaun 140 108 29,6% Önnur laun Oagvinnulaun 57 83 I 79 29 | 96,6% 5,1% Karlar Konur Mism.: 221 189 16,9% 113 88 28,5% 6,9% Karlar Konur nánari athugun kom í ljós að greiðsl- ur til karla vegna aksturs voru að meðaltali um 22 þúsund krónur á mánuði en aftur á móti engar hjá konum,“ segir í skýrslunni. Fram kemur að háskólamenntaðir karlar bæta heldur meira við laun sín með föstum nefndarlaunum en konur, þessu er öfugt farið hjá BSRB-fólki, þar sem dagvinnulaun vega mun þyngra hjá konum en körl- um og önnur laun, yfirvinna og þókn- anir vega að sama skapi minna. Einnig segir í skýrslunni að veru- legur munur sé á setu karla og kvenna í nefndum, stjórnum og ráð- um á vegum fjármálaráðuneytisins. Þannig sitja t.d. 12 karlar í samn- inganefnd ríkisins á móti fjórum konum. Alls voru 180 karlar í hinum ýmsu nefndum, stjómum og ráðum á vegum ráðuneytisins í maí sl. en einungis 39 konur eða 82% karla og 18% konur. Þessi störf eru alla jafna launuð sérstaklega. Eina nefndin sem var skipuð fleiri konum en körl- um var starfshópur sá sem vann umrædda skýrslu. Meðal leiða sem hópurinn bendir á til úrbóta er að jafna þurfí rétt karla og kvenna til töku fæðingaror- lofs og greiðslu bóta, án þess að gengið sé á frelsi einstaklingsins, til að ná fram jafnari samkeppnisstöðu karla og kvenna á vinnumarkaði. Bent er á að á árinu 1994 fengu 16 íslenskir feður greidda fæðingardag- peninga á móti 5.499 mæðrum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.