Morgunblaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1995 63 FRÉTTIR i 1 Hlutverki Jósefspítala verði ekki breytt Á FUNDI stjórnar Bandalags kvenna, Hafnarfirði, 6. desember I sl. var gerð eftirfarandi sam- þykkt: „Stjórn Bandalags kvenna, ( Hafnarfirði, lýsir miklum áhyggj- um vegna fyrirhugaðra breytinga á þjónustuhlutverki St. Jósefs- spítala í Hafnarfirði. Bandalagið hefur alla tíð staðið heilshugar að baki spítalanum og borið hag hans mjög fyrir brjósti. Bandalagið stóð m.a. fyrir söfnun vegna kaupa á röntgentækjum fyrir spítalann á árunum 1985- 1986. Á haustdögum 1991 var gerð tilraun til þess að leggja niður starfsemi spítalans að verulegu leyti og breyta rekstri hans. Bandalagið stóð þá fy’rir undir- skriftasöfnun þar sem hvorki meira né minna en 10.322 ein- staklingar undirrituðu á einni helgi áskorun til þáverandi heil- brigðisráðherra um að spítalanum yrði gert kleift að viðhalda áfram óbreyttri þjónustu. Var orðið við þeirri beiðni. Stjórn Bandalags kvenna ítrek- ar hér með þá áskorun og væntir þess að háttvirtur heilbrigðisráð- herra sýni málinu þann skilning og velvilja sem þarf til þess að St. Jósefsspítala í Hafnarfirði verði hér eftir sem hingað til gert kleift að sinna þeim mannúðar- og líknarstörfum sem hann hefur nú gert í 69 ár.“ | Jólaútvarp Vitans í Hafnarfirði UM JÓLIN standa Félagsmiðstöðin Vitinn og Útvarp Hafnarfjörður að jólaútvarpi fyrir unglinga í Hafnar- firði á FM 91,7. Ráðgert er að senda dagskrána dagana 19.-22. desem- ber og taka aftur upp þráðinn 27. desember og útvarpa til 29. desem- ber. Þeir sem verða með i jólaútvarp- inu geta fengið að fara á námskeið í dagskrárgerð. Á námskeiðinu verður farið yfir almenna þætti tengda dagskrárgerð og einnig verður námskeið um hvernig er hægt að búa til tónlist á tölvu. Skráning þeirra sem vilja vera með er hafin í Vitanum og kemst takmarkaður ijöldi að. Jólateiti sj álf stæðisfélag- anna í Reykjavík HIÐ hefðbundna jólateiti sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík verð- ur haldið nk. laugardag, 16. des- ember, milli kl. 16 og 18 í Val- höll, Háaleitisbraut 1. Davíð Oddsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins og forsætisráð- herra, mun flytja stutta hugvekju. Mannréttindayfir- lýsing gefin út í TILEFNI af fimmtíu ára afmæli Sameinuðu þjóðanna hafa utanrík- isráðuneytið og undirbúnings- nefnd þess vegna afmælisins gefið út mannréttindayfirlýsingu Sam- einuðu þjóðanná. Mannréttindayfirlýsingin var samþykkt á allsherjarþingi sam- takanna í París hinn 10. desember 1948 og hafði verið í undirbúningi í mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna á þriðja ár. Byggist yfir- lýsingin á inngangi sáttmála Sam- einuðu þjóðanna þar sem ræðir um „grundvallarréttindi manna, virðingu þeirra og gildi, jafnrétti karla og kvenna og allra þjóða, hvort sem stórar eru eða smáar“. Mannréttindayfirlýsingunni verður dreift í skóla og til félaga- samtaka. Hún verður einnig fáan- leg í utanríkisráðuneytinu. Englaspil í Ævintýra-Kringlunni HELGA Arnalds kemur í heim- sókn í dag, fimmtudaginn 14. des- ember, kl. 17 með brúðuleikhúsið sitt Tíu fíngur. Helga flytur brúðuleiksýning- una Englaspil en Helga hefur sjálf samið þáttinn og hannað brúðurn- ar. Leikstjóri er Ása Hlín Svavars- dóttir. Englaspil fjallar um vinátt- una og má segja í verkinu sé sann- kallaður jólaboðskapur. Ævintýra-Kringlan er á 3. hæð í Kringlunni og er opin frá kl. 14 til 18.30 í dag og á morgun, laugardaginn 16. desember er opið frá kl. 10 til 22, sunnudaginn 17. desember frá kl. 12 til 18, mánu- dag til föstudag kl. 14-22. Á Þor- láksmessu er opið frá kl. 10-23 og aðfangadag kl. 9-12. Skemmtanir ■ HÓTEL ÍSLAND Á föstudags- kvöid verður Aðventuhátíð Bylgj- unnar og Hótels Islands með skand- ínavísku yfírbragði. Þeir sem koma fram eru hljómsveitin Grandpas Grove Dept. og La Verdi. Á laugar- dagskvöld leikur svo norska hijóm- sveitin La Verdi aftur fyrir dansi í aðalsal. ■ MILLJÓNAMÆRINGARNIR leika laugardagskvöld í Sjallanum á ísafirði. ■ GJÁIN SELFOSSI Á laugardags- kvöld leikur hljómsveitin Reggae on Ice. ■ RÚNAR ÞÓR leikur fimmtudags- kvöld í Brekku, Hrísey föstudags- kvöld á Toppnum Raufarhöfn og á laugardagskvöld leika Rúnar Þór og félagar í Sæluhúsinu Dalvík. ■ SVEITASETRIÐ BLÖNDUÓSI Hljómsveitin Sónata heldur dansleik laugardagskvöld frá kl. 23-3. Aldurs- takmark er 18 ár. ■ AMMA LÚ Á föstudagskvöld verð- ur haldið „Bond Night“ þar sem m.a. koma fram Battu-flokkurinn og frumflytur dansinn Goldeneye ásamt því að ýmsar kynningar verða í gangi á drykk og ilmefnum. Á laugardags- kvöld verður haldin tískusýning í anda Vivienne Westwood. Sýningin er í höndum þeirra Freys og Elínar en þau eru bæði kennarar hjá John Casablancas en það eru einmitt 10 módel frá þeim sem sýna fatnaðinn. Katrin Nor- mann sér um förðun og hár- greiðsla er í höndum Sigga Carter. ■ SSSÓL leikur föstudags- kvöld í Miðgarði, Skagafirði og í Duggunni Þorklákshöfn laugardagskvöld. ■ SÓLSTRANDAGÆJARN- IR leika á Akranesi föstu- dagskvöld og á laugardags- kvöld leika félagarnir í 1929 Akureyri og kynna um leið nýja jólaplötu sína Uglujól. ■ INGHÓLL Á laugardags- kvöld leikur hljómsveitin Cigarette. Gestum verður boðið að prófa nýtt sýnd- arveruleikatæki sem sýnt verður i fyrsta sinn á Suður- landi, tískusýning verður frá herrafataversluninni Barón og Endastöðin FM 101,7 JET verður á staðnum. ■ SIXTIES verður með bítiaball í Stapanum Njarðvík föstudagskvöld og laugardagskvöld á Hótel Stykkis- hólmi. ■ GAUKUR Á STÖNG Jet Black Joe halda tónleika í fimmtudagskvöld kl. 22. Á föstudags- og laugardags- kvöld leikur hljómsveitin Skítamórall og hljómsveitin Sixties verður með jólatónleika sunnudagskvöld. Papar leika síðan mánudags- og þriðjudags- kvöld og á miðvikudags- og fimmtu- dagskvöld leika 3 To One. ■ HAFURBJÖRNINN GRINDA- VÍK Á föstudagskvöld leikur hijóm- sveitin Texas Two Step. ■ TVEIR VINIR Á fimmtudags- kvöld heldur Megas tónleika ásamt dúettnum Súkkat sem nýlega hefur sent frá sér skífu. Á föstudagskvöld er karaoke og á laugardagskvöld verður haldið hið árlega jólaball Snigl- anna þar sem hljómsveitin KFUM and The Andskodans leikur fyrir dansi. ■ CAFÉ ÓPERA Á fimmtudags- kvöld syngur Bogomil Font frá kl. 23-1 til heiðurs Frank Sinatra í til- efni afmælis hans. Honum til aðstoðar eru þeir Þórður Högnason og Kjart- an Valdimarsson. A föstudagskvöld leikur svo Ólafía Hrönn ásamt Tríói Tómasar og Bogomil Font stígur SÓL DÖGG ætlar að halda jólasveitaball í Þjórsárveri föstu- dagskvöld og leika á Húsavík laugardagskvöld. Black Joe halda tónleika á Gauk á St öug fimmtudagskvöld. aftur á sviðið laugardagskvöld ásamt þeim Þórði og Kjartani. Flutt verða lög eftir Frank Sinatra, Kurt Weil og leikin verður mambó blanda. ■ CAFÉ AMSTERDAM Á fimmtu- dagksvöld og fram að næsta fimmtu- dagskvöldi þ.e.a.s. átta kvöld í röð leikur trúbadorinn Siggi Björns en hann gaf út geisladisk á árinu sem ber nafnið Bísinn frá Trinidad og mun hann flytja nokkur lög af honum á hveiju kvöldi á Amsterdam. ■ NÆTURGALINN Um helg- ina leikur hljómsveitin Fánar og verður Bítlunum gert hátt undir höfði í lagavali helgarinnar. Minnt er á Sky-sport og alla íþróttaviðburði á breiðtjaldinu. ■ SÓL DÖGG skemmtir fram- haldsskólanemum á jólasveita- balli í Þjórsárveri Villinga- holtshreppi föstudaginn 12. desember. Uppákoman verður undir yfirskriftinni Tjaldbúðir Ara ’95. Forsala aðgöngumiða er í verslunum Hljómalind, Kókó og Kjallaranum. Sætaferðir verða frá BSÍ kl. 22. Á laugar- daginn leikur hljómsveitin í Hlöðufelli á Húsavik. ■ HÓTEL SAGA Á Mímisbar leika þeir Ragnar Bjarnason og Stefán Jökulsson föstudags- og laugardagskvöld. í Súlnasal leika föstudagskvöld Aggi Slæ og Tamlasveitin og er þessi dans- leikur í tilefni nýútkominnar geislaplötu. Á laugardagskvöld verður jólagleði og hlaðborð. Þeir sem koma fram eru Örn Árnason, Berg- þór Pálsson, Ragnar Bjarnason, Brassbandið og að lokum leikur hljómsveitin Saga Klass til kl. 3. Uppselt er á hlaðborðið og á skemmt- unina. Húsið verður opnað kl. 23.30 fyrir þá sem ætla á dansleik. ■ KÓSÝ heldur jólatónleika á Kaffi- leikhúsinu föstudagskvöld. Dreng- irnir í Kósý hafa nýlega gefið út geisladiskinn Kósý jól. ■ CAFÉ ROYALE Á föstudags- og laugardagskvöld skemmtir Sverrir Stormsker eða Serðir Monster eins og hann kaliar sig um þessar mundir. Sverrir mun syngja af lög disknum Tekið stórt uppí sig sem hann gaf nýverið út í takmörkuðu upplagi. ■ VINIR DÓRA leika föstudags- kvöld í Hlöðufelli Húsavík en nýlega fóru þar fram eigendaskipti. Á laugar- dagskvöldinu leikur hljómsveitin í Ásakaffi, Grundarfirði. ■ GJÁIN, SELFOSSI Hljómsveitin Skítamórall leikur fimmtudagskvöld. Kirsuber leikur föstudagskvöld. ■ ÓÐALÁ 2. hæð leikur hljómsveitin Blankó með Bjarna Ara í farar- broddi föstudags- og laugardags- kvöld. Diskótek á 3. hæð. A 1. hæð er létt píanótónlist. ■ NÆTURGALINN Smiðjuvegi 14 llljómsveitin Fánar leika um helgina. Gjafa- bréf frá Sambíóunum SAMBÍÓIN bjóða nú upp á þá ný- breytni að hafa til sölu sérstök bíó gjafabréf nú í jólamánuðinum. Kortin eru hugsuð sem tilvalir, gjöf í skóinn og geta þá börnin valið sér sjálf á' hvaða kvikmynd þau fara. Einnig eru kortin hugsuð sem jólagjöf handa bíóáhugamönn- um. Hvert kort gildir sem ávísun á einn bíómiða á einhveija mynd sem sýnd er í Sambíóunum og eru þau til sölu í miðasölum bíóanna, bæði í Álfabakka og við Snorrabraut. ------♦-■».-»-- Jólatón- leikar í Mývatnssveit Mývantssveit. Morgunblaðið. JÓLATÓNLEIKAR Tónlistarskóla Mývatnssveitar voru haldnir í Grunnskólanum í Reykjahlíð 12. desember. Kynnir var Hólmfríður Guð- mundsdóttir. Þar léku' nemendur skólans á margs konar hljóðfæri, m.a. fiðlur, píanó, blokkflautur, klarinett og þverflautur. Bæði ein- leik og einnig samleik. Þá var ein- söngur og samsöngur, Björg Árna- dóttir, Guðbjörg Ingólfsdóttir og Egill Einarsson. Ennfremur söng blandaður kór undir stjórn undir stjórn Wolfgang Tretzch, hann lék einnig undir með nemendunum. Síð- ast var almennur söngur. Kennarar tónlistarskólans í vetur eru Sigríður Einarsdóttir og Wolfgang. Fjölmenni var á tónleikunum og áttu viðstaddir ánægjulega tón- listarstund. KIN^ -leikur að hera! Vinningstölur 13. des. 1995 4.12.19 * 27.28 *29 * 30 Eldri úrslit á símsvara 568 1511
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.