Morgunblaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1995 49 AÐSENDAR GREINAR 3lbt0tltlirlllblb - kjarni málsinv! Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á KastrupflugvcIIi og Rábbústorginu Samtökin munu beita sér fyrir jákvæðum breytingum á skipulagi heilsugæslunnar, segir Guðmundur Sigvalda- son, sem hér fjallar um starf Landssamtaka heilsugæslustöðva. ákveðið þeirrar skoðunar að þessar hugmyndir um nýtt stofnanaskipu- lag væru mjög slæmar. Ég vil hvetja þá til að hugleiða málið bet- ur og huga að meginhugsuninni í hugmyndunum. Hún gengur út á að færa forræðið á rekstri heil- brigðisstofnana frá heilbrigðisráðu- neytinu til héraðanna. Nokkrum sinnum áður hafa komið fram til- lögur um að færa ýmsar íjárhags- legar ákvarðanir eða heilar stofn- anir til héraðanna. Þessar tillögur hafa margar dagað uppi vegna hrepparígs og kjördæmapots. Þrátt fyrir þá galla sem finna má á þeim hugmyndum sem nú eru uppi á borðinu um stofnanaskipulag heil- sugæslu, felst í þeim möguleiki fyrir okkur landsbyggðarmenn að taka veigamikinn málaflokk svo að segja í okkar hendur. Við skulum ekki klúðra þessum möguleika, eins og mörgum hinna fyrri. Hvað sem líður stofnanaskipu- lagi heilsugæslunnar í landinu þarf að gera nokkra bragarbót á skipu- lagi þjónustu sérfræðilækna á heilsugæslustöðvum. Samkvæmt heilbrigðisþjónustulögunum eiga heilsugæslustöðvar að hafa á sinni könnu sérfræðilega læknisþjónustu (eftir því sem við á), s.s. þjónustu augnlækna, sérfræðinga á sviði háls-, nef- og eyrnalækninga, kven- sjúkdóma, barnalækninga o.fl. Allt- of mörg dæmi eru um að þetta virki þannig að einstakir læknar á þessum sviðum allt að því leggi undir sig einstakar heilsugæslu- stöðvar nokkra daga á ári án þess að fyrir liggi beiðni stjórnenda þeirra og því síður samningur um fagleg og fjárhagsleg atriði. Þá liggur fyrir að breyta verður fyrir- komulagi krabbameinsleitar í þá veru að heilsugæslustöðvarnar taki alfarið yfir forræði leitarinnar, a.m.k. utan höfuðborgarsvæðisins. Núverandi samningur Krabba- meinsfélags íslands og heilbrigðis- ráðuneytisins um þessi mál er úrelt- ur og þarfnast því róttækrar endur- skoðunar. Ennfremur er mikilvægt að heilsugæslustöðvarnar um allt land fái í raun það forræði í sjúkra- flutningum sem kveðið er á um í lögum, s.s. að ákveða fyrirkomulag þeirra hver í sínu umdæmi, t.d. hvort stöðvarnar sjálfar manna sjúkrabílana, semja við slökkvilið eða lögreglu, einkafyrirtæki eða félagasamtök. í þessu sambandi má vekja athygli á því að Rauði kross íslands hélt ráðstefnu um skipulag sjúkraflutninga sama dag og aðalfundur Landssamtaka heil- sugæslustöðva var, án þess að fá einn einasta fulltrúa heilsugæslu- stöðvanna til að hafa framsögu á ráðstefnunni. Einn af traustustu hornsteinum íslenska velferðarkerfisins, sem við erum þrátt fyrir allt svo stolt af, er hið þétta og nú faglega trausta net heilsugæslustöðva um landið allt. Á tímum minnkandi fjármagns til velferðarkerfisins verða heilsu- gæslustöðvarnar stöðugt mikil- vægari, m.a. vegna þess að þar nýtast þeir peningar sem notaðir eru til lækninga og hjúkrunar mjög vel og vegna þess að þar er unnið mjög verðmætt forvarnarstarf. All- ur stuðningur heimilislæknanna og annarra heilbrigðisstarfsmanna í heilsugæslustöðvunum við fólk með hvers konar heilsuvanda og allar hinar markvissu ónæmisaðgerðir sem þar eru framkvæmdar spara þjóðarbúinu ómældar fjárhæðir. Öll sú ráðgjöf, fræðsla og eftirlit, sem verðandi og nýorðnir foreldrar fá þar um heilsu sína, barna sinna og heilsusamlegt líferni, sparar gífur- lega fjármuni. Heilsugæslan er á tímamótum. Starfsfólk hennar er tilbúið að rækja þær skyldur sem lög kveða á um að hvíli á heilsugæslustöðvum um allt land, eftir því sem fjármunir frekast leyfa. Landssamtök heilsu- gæslustöðva er samráðsvettvangur stöðvanna og tengiliður þeirra við stjórnvöld. Samtökin munu á næstu mánuðum beita sér fyrir jákvæðum breytingum á skipulagi heilsugæsl- unnar til að hún geti rækt skyldur sínar enn betur en áður. Höfundur er formaður stjómar Landssamtaka heilsugæslustöðva. mtasr < VtRSLANIR I UILARRADI LSLANDS ÁLAFOSSBÚÐIN W Pósthússtræti 13, Reykjavík, s. 551-3404 EDEN #' Austurmörk 25, Hveragerði, s. 483-4900 HANDPRJÓNASAMBAND ÍSLANDS W Skólavörðustíg 19, Reykajvík, s. 552-1890 ISLANDIA KRINGLUNNI W Kringiunni 8-12, Reykjavík, s. 568-9960 ÍSLENSK ULL HF. *' Þingholtsstræti 30, Reykjavík, s. 562-2109 ÍSLENSKUR HEIMILISIÐNAÐUR W Hafnarstræti 3, Reykjavík, s. 551-1785 ÍSLENSKUR MARKAÐUR HF. Leifsstöð, Keflavíkurflugvelli, s. 425-0450 THORVALDSSENSBASAR W Austurstræti 4, Reykjavík, s. 551-3509 ULL OG GJAFAVÖRUR W Hótel Sngu, Reykjavík, s. 562-4788 ULLARHÚSIÐ W Aðalstræti 4, Reykajvík, 552-6970 _ VERKSMIÐJUSALA ÁLAFOSS Ll W Álafossi, Mosfellsbæ, s. 566-6303 VÍKURPRJÓN W Smiðjuvegi 15, Vík í Mýrdal, s. 487-1250 ULLARRAÐ ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.