Morgunblaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1995 5£ MINIMINGAR vísi og listræna hæfileika Stefaníu auðnaðist þeim á nokkrum árum að stækka húsið og umbreyta því í glæsilegt aðsetur og vinalegt heimili. Um áratuga skeið áttu systkini hennar, foreldrar og aðrir ættingjar utan af landi þar vísa gistingu og aðhlynningu þegar þau áttu erindi til höfuðborgarsvæðis- ins. Síðar eignuðust þau Gunnar önnur og stærri hús en ávallt var gestrisnin hin sama og indælli og fallegri húsakynni var erfítt að fínna. Þegar börn okkar hjóna voru lít- il og farið var í ökuferð á sunnudög- um eða aðra daga var ein algeng- asta ósk barnanna að koma við hjá Stebbu og Gunnari á Hlíðarenda. Þau minnast þess enn hve húsmóð- irin var indæl og hversu hlýlegar móttökur þau ætíð fengu hjá þeim hjónum. Það leið sjálfsagt aldrei það sum- ar að Stefanía heimsækti ekki bernskuslóðir sínar á Djúpavogi. Þar átti hún margar indælar stund- ir hjá Þorgerði móður sinni og Björgvini ívari, fósturföður sínum, sem nú er látinn. Það var oft gest- kvæmt í Miðhúsum hjá Begga og Gerðu en þar var alltaf pláss fyrir einn eða tvo í viðbót sem á heimili Gunnars og Stefaníu. Við hjónin munum ávallt minnast margra ánægjulegra stunda er við áttum með Gunnari og Stebbu á Djúpa- vogi sem og annars staðar. Eg og eiginkona mín erum þakk- lát fyrir að hafa átt Stefaníu að svilkonu og systur og við biðjum þess að öldruð móðir hennar, systk- ini, eiginmaður og börn þeirra hjóna öðlist styrk til að bera þá sorg sem fylgir andláti hennar. Guðni Jónsson og Berta Björgvinsdóttir. Til minningar um ömmu okkar. Okkur langar að minnast ömmu með nokkrum orðum. Það verður skrýtið að hitta hana ekki næst þegar við komum heim til afa og ömmu. Við áttum bágt með að trúa því að hún væri að deyja uppi á spítala þó mamma og pabbi væru búin að segja okkur það. Við von- um að nú líði henni vel uppi hjá Guði. Mamma verður bara að læra að búa til fískibollur í brúnni sósu eins og amma gerði svo oft fyrir okkur og var uppáhaldsmaturinn okkar hjá ömmu. Amma hafði gaman af hömstrunum okkar og var óhrædd við að láta þá í hálsa- kotið og strjúka þeim. Það var gaman að gista hjá ömmu og afa, þá dekruðu þau við okkur og við ræddum um hitt og þetta. Við eig- um margar góðar peysur sem amma prjónaði handa okkur, amma vildi ekki að okkur yrði kalt. Við munum sakna ömmu mikið og það verður sárt að hafa hana ekki hjá okkur á jólunum eins og venju- lega. Atli Þór og Ásta Rún. Má ég minnast þín tengdamóðir góð og þakka þér samfylgdina í nær aldarfjórðung. Þegar við hittumst fyrst varst þú glæsileg kona sem bjó fjölskyldu sinni einstaklega fal- legt heimili. Listrænn fulltrúi ís- lenskra húsmæðra, þessarar stétt- lausu stéttar, sem hefur þó reynst mér og minni kynslóð besta kjölfést- an í lífinu. Ég fann fljótt að einhvers staðar vorum við stillt á sömu bylgju- lengd. Við áttum það sameiginlegt að eiga æskuspor í austfirsku tandslagi og með okkar gráa húm- or kímdum við stundum í laumi yfir ýmsu sem fór fyrir ofan garð og neðan hjá öðrum viðstöddum. Þú eyðilagðir fyrir mér alla tengda- mömmubrandara fyrr og síðar, því milli okkar fór aldrei styggðaryrði og á þinn nærfærna hátt hlúðir þú að ungu hreiðri sem gert var við þitt dyraþrep. Þú varst kona víns og rósa, fórst í stjörnu eins og þú kallaðir það. Þínir nánustu sárir og gramir, því með í stjörnuna tókstu hluta af sjálfri þér sem þeim fannst svo gefandi. Ég gat ekki sest í dómara- sæti því við vorum þar með sama marki brennd. Heilsan, þessi dýrmæta gjöf, hefði þér mátt endast betur. Ég sagði að læknar hlytu að skulda þér stórfé í æfíngagjöld og apótek- in annað eins í umboðslaun af pill- um. En í þinni heilsuleysisbaráttu hin síðari ár varstu fírna sterk og æðrulaus allt þar til yfír lauk, lagð- ist óhikað á skurðarborð undir hníf- inn en þurftir að beita þig hörðu til að nálgast landgang farþega- fiugvélar. Svona varst þú og þar vorum við ólík. Þitt lán var að eigin- maður þinn Gunnar Árnason stóð þér ávallt við hlið eins og klettur og veitti þér skjól svo þar varð ekki betur gert. En nú verða jólin tómlegri og við njótum ekki lengur snilldar þinnar í matargerðarlist. Síðast þegar ég og ömmubörnin heimsóttum þig á spítalann hafði hrammur dauðans lostið þig slíku heljar höggi að ekki varð aftur snúið. Þú varst búin að taka ofan þín stækkunargleraugu í hinsta sinn því sjónin nam ekki lengur geisla skammdegissólar og þá sást að enn varstu prýdd þinni fögru augnaumgjörð sem ég erfi í konunni minni, dóttur þinni. Ég vil að leiðarlokum þakka þér þinn ómetanlega þátt í uppeldi barnanna okkar og í þeirri trú að dauðinn sé í raun fæðing á annað tilverustig bið ég þér Guðs blessun- ar fyrir handan. Megi sami Guð styrkja aldraða móður sem nú fylg- ir elstu dóttur sinni til grafar, eftir- lifandi eiginmann, börn, stóran systkinahóp og aðra vini. Ásgeir. — kraftmikill 90 hestafla léttmálmsvél — 1 B venta og bein innsprautun — hraöatengt vökva- og veltistýri — þjófavörn — rafdrifnar rúöur og speglar — viðarinnrétting í maelaborði — 14 tommu dekkjastaerö — útvarp og kassettutœki — styrktarbitar í hurðum — sérstaklega hljóðeinBngraður — fáanlegur sjálfskiptur — samlsesing á hurðum — sportsaeti — rúðuþurrka fyrir afturrúðu — framh'jóladrifin — 4ra hraða miðstöð með inntaksloka — hæðarstillanlegur framljósageisli — stafröen klukka — bremsuljós í afturrúðu . — eyðsla 5,6 I é 90 km/klst. — 4,31 metri á lengd - boðat nýja tima - — ryðvörn og skréning innifalir, ED Gunnar Bernhard hf., Vatnagörðum 24, Reykjavik, simi 568 9900 s ‘Xvil, £ 's '/í FJARÐARKAUP Hólshrauni 1b, Hafnarfirði, sími: 555 3500 Alltaf góð kaup! 1. BKI KAFFZx400gr.............. kr. 389,- 2. GÓU RÚSÍNUtv/2 kg............ kr. 198,- 3. LINDU KOBFEKHkg.... .... .... kr. 1.495,- 4. PIASTEN KONFEWÍO gr.......... kr. 299,- 5. FANTA APPELSfJJ.............. kr. 99,- 6. PIPARKÖKUR FRÁ FRÓHQO gr..... kr. 129,- 7. JÓLASÍLD FRÁ ÍSL. MATVÆLUM... kr. 328,- 8. RÚGBRAUÐ FRÁ POTTABRAUÐUM.• kr. 42,- 9. ARDOMA FERSKJIÁR1 DÓS....... kr. 79,- 10. ARDOMA BLAND. ÁVEXHCR DÓS... kr. 99,- 11. KRAKUS JARÐARBElvl DÓS...... kr. 129,- 12. DOLE ANANA&227 gr........... kr. 95,- 13. PIC NIK KARTÖFLUSTRT.3 gr... kr. 144,- 14. PIC NIK KARTÖFLUST225 gr.... kr. 249,- 15. SKÓLASKYÍ TEGUNDIR.......... kr. 33,- Stk. 16. ELDHÚSRÚLLUt stk............. kr. 149,- 17. WC PAPPÍftstk................ kr. 149,- 18. ALWAYS ULTRA DÖMUBINDI 2 pk, innlegg fylgja.. kr. 590,- 19. TVÖFÖLD JÓLAKOI20 stk....... kr. 298,- 20. FRIÐARLJÓt stk............... kr. 119,- GEISLADISKAR: 21 .Borgardætur.................. kr. 1.599,- 22. Pottþétt, 35 pottþétt lög... kr. 2.499,- 23. Kardemommubærinn............ kr. 1.199,- MYNDBÖND: 24. Skógarlíf.................... kr. 998,- 25. Flintstones og plakat....... kr. 1.098,- SPIL OG UPPTÖKUSPÓLUR: 26 Spectrangle spil og 2 upptökuspólur kr. 1.295,- 27. ASCOM SÍMAÍRÁ SVISS, 6 litir.... kr. 3.980,- 28. SANYO VASADISKÓ............. kr. 2.998,- OPIÐ ALLA DAGA TIL JÓLA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.