Morgunblaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ MIIMIMIIMGAR FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1995 59 tf sinna. Sýnir það sjálfsagt að nokkru óvenjulega umhyggju hennar fyrir velferð þeirra alla tíð. Umhyggju sem náði einnig til barna þeirra og barnabarna. Af systkinunum 15 frá Loftsölum bjuggu bræðurnir þrír og tvær systranna alla sína tíð í Mýrdalnum og ' eignuðust þar sín heimili. Bemskuheimilið að Loftsölum var samt alltaf þeirra annað heimili. Systurnar í Reykjavík höfðu ákaf- lega náið og gott samband sín á milli. Voru þær með saumaklúbb sem starfaði í yfir fjörtíu ár eða meðan líf og heilsa leyfðu. í vitund okkar barna þeirra hefur þetta því ávallt verið vel skilgreindur félags- skapur og ef talað var um „systurn- ar“ þá vissu allir hvað við var átt. Er ég var að alast upp í Reykja- vík á fimmta áratugnum var engin spurning hvar miðstöð þessa félags- skapar var. Hún var á heimili þeirra Mörtu og Guðjóns að Skeggjagötu 10. Marta var þá elst þeirra er þá bjuggu í Reykjavík og, eins og áður er getið, lét sér einstaklega annt um hagi systkina sinna og þeirra fólks. En fleira kom til. Guðjón Júlíusson eiginmaður Mörtu átti þar einnig sinn dijúga þátt. Hann var skörulegur maður í allri framgöngu. Glaðlyndur og hressilegur í fram- komu, framtakssamur og úrræða- góður. Þessa kosti sína sparaði hann ekki í samskiptum sínum við tengdafólkið frá Loftsölum. Var iiann því í mínum huga eins konar framkvæmdastjori þessarar stór- fjölskyldu í Reykjavík á þessum árum. Jólaboðin á Skeggjagötu 10 eru einkar minnisstæð. Þótt fjölskyldan þar væri ekki mjög stór og húsa- kynni ekki sérlega rúm á nútíma mælikvarða, þá voru þar haldin stærstu og eftirminnilegustu jóla- boð sem ég hef kynnst. í eftirmið- daginn á annan í jólum buðu þau til sín ættingjum og vinum. Þetta var jafnfastur liður og jólin sjálf. Húsmóðirin hafði bakað ótal smá- kökutegundir, marglitar lagkökur, formkökur og tertur. Heimagert sælgæti var einnig á boðstólum. Er allir höfðu gætt sér á veitingun- um settist Guðbjörg dóttir Guðjóns við píanóið en Guðjón dró jólatréð fram á mitt gólf og hélt því þar svo ekkert færi úrskeiðis meðan gest- irnir mynduðu hring um tréð (og hann sjálfan) og sungu jólalögin við undirleik Guðbjargar. Er kemur að því að lýsa Mörtu eins og hún kom mér fyrir sjónir þá finnst mér ég næstum geta við- haft sömu orðin og ég notaði í lýs- ingu minni á Guðjóni hér að fram- an. Svo lík voru þau og samhent í öllum hlutum. Marta var glaðlynd að eðlisfari, sérlega hlý í viðmóti, frændrækin og vinamörg. Félags- lynd var hún og ólöt við að leggja hinum ýmsu líknarmálum lið. Hún hafði fastmótaðar skoðanir á ýms- um hlutum. En besti eiginleiki Mörtu held ég þó að hafi verið hið jákvæða lífsviðhorf hennar og af- staða til allra hluta. Allt lagði hún til betri vegar og lét ekki sorgir né mótlæti ná tökum á sér. Ósennilegt Þykir mér að Marta hafi nokkurn tíma á sinni löngu ævi átt í illdeilum við nokkurn mann. Svo seinþreytt var hún til vandræða. Þessi jákvæða skapgerð Mörtu hefur sjálfsagt átt % FOSSVOGI _ Þegar anclját h&r að könclum 4 Útfararstofa Kirkjugarðanna Fossvogi I Sími SSl 1266 sinn þátt í hve heilsuhraust hún var alla ævi. Það var aðeins nú allra síðustu árin sem ellin var tekin að mæða hana. Er við nú kveðjum Mörtu á jóla- föstunni minnast börnin mín, sem nú eru fullorðið fólk, glaðningsins sem ávallt barst frá þeim Mörtu og Guðbrandi syni hennar um jólin. Á kveðjustundu fyllist hugurinn góðum minningum og þökkum til Mörtu frænku fyrir ævarandi vel- vilja og tryggð í garð minn og míns fólks. Ingjaldur Bogason. Sumir eru alltaf jákvæðir og glað- ir, leggja gott til allra mála og varpa birtu á vegferð samferðamanna. Þeir hafa beinlínis mannbætandi áhrif á umhvei-fi sitt. Þannig var hún Marta móðursystir okkar. Það var ekki mikið húsrúmið á Skeggjagötu 10 en hjartarúmið var þeim mun meira. Þar bjuggu Marta og Guðjón og þar var gestrisnin í fyrirrúmi. Þangað gátu allir leitað enda var þar oft setinn bekkurinn. Með sinni glöðu lund og elskulega viðmóti laðaði Marta að sér bæði unga og gamla. Margir eru þeir ættingjar og vinir utan af landi sem þurftu að leita sér lækninga í Reykjavík sem dvöldu hjá henni um lengri og skemmri tíma. Guðjón studdi hana ötullega enda var hann ákaflega greiðvikinn og þau hjónin mjög samhent. Þótt Marta hafi ung að aldri far- ið til dvalar hjá frændfólki í Vest- mannaeyjum hafði hún verið nógu lengi í heimahögum til að bindast fjölskyldu sinni og Mýrdalnum óijúfandi tryggðarböndum. Var hún þar enginn eftirbátur hinna systr- anna frá Loftsölum. Þegar Marta frænka er kvödd koma minningarnar fram í hugann. Það er af mörgu að taka: Marta og Guðjón á boddíbílnum í heimsókn í Mýrdalnum ávallt hress í bragði og miklir aufúsugestir. Jólaboð á Skeggjagötunni á annan jóladag í marga áratugi. íbúðin er öll skreytt og Marta stendur við borðið sem er hlaðið ótal kökusortum með hvíta blúndusvuntu og súkkulaðikönnuna i hendinni. Eftir messu á páska- dagsmorgun var alltaf kirkjukaffi á Skeggjagötunni. Marta í sauma- klúbbnum með systrum sínum, en með þeim öllum var mjög kært. Marta fyrir utan hvíta tjaldið sitt uppi á fjöllum í árlegum ættarferð- um með kaffíbrúsann I annarri hendinni og pönnukökudiskinn í hinni, veitandi á báðar hendur. Marta í upphlutnum sínum á níræð- isafmælinu í fjölmennu hófi, bjóð- andi gesti velkomna. Það var henn- ar aðalsmerki, hún var alltaf veit- andi hvort sem var í andlegum eða veraldlegum skilningi. Og Marta sem alltaf var reiðubúin að hjálpa af einhver átti bágt. Þegar faðir okkar lést þegar við vorum börn kom Marta austur til okkar og dvaldi hjá okkur um tíma. Okkur var mikil huggun og styrkur að nærveru hennar - slíkt gleymist ekki. Þegar líður að jólum verður okk- ur hugsað til jólapakkanna frá Mörtu, sem voru kafli útaf fyrir sig. Hún sendi okkur öllum systk- inabörnunum, sem vorum fjölmörg, jólagjafír allt fram að fermingu. Og ekki nóg með það, heldur gaf hún líka okkar börnum og síðar bamabörnum þegar þau komu til sögunnar. Gjafirnar frá Mörtu voru persónulegar og vel valdar og þeirra var jafnan beðið með eftirvæntingu. Jólin fyrir ferminguna fengu börnin alltaf eitthvað sem minnti á ferm- inguna framundan, stelpurnar vasaklúta og hanska og strákarnir slaufur og vasaklúta. Þeir skipta áreiðanlega hundruðum jólapakk- arnir sem hún Marta gaf mörgum kynslóðum í gegnum tíðina. Marta fór ekki fremur en aðrir varhluta af sorginni. Hún sá á bak tveimur sonum sínum ungum og síðar Guðjóni sínum eftir langvar- andi vanheilsu. En hún átti einlæga trú sem hún sótti styrk í. Og hún var ekki ein, Guðbrandur sonur hennar sýndi henni einstaka um- hyggjusemi og eftir að hún fór til dvalar á Droplaugarstöðum heim- sótti hann hana dag hvern. Guð- björg fósturdóttir hennar, maður hennar Einar Hjartarson, sem lést sl. vor, og dætur þeirra reyndust henni líka sérstaklega vel. Það er bjart yfir minningunni um Mörtu frænku. Við öll, börnin okkar og barnabörnin minnumst hennar með mikilli hlýju og þakklæti fyrir allt. Við sendum ástvinum hennar innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hennar. Halla og Sigrún V aldimarsdætur. t Hjartkær eiginmaður minn og faðir okkar, GUNNAR JÓNSSON í Nesi, Rangárvölium, sem andaðist 6. desember sl., verður jarðsunginn frá Oddakirkju laugardaginn 16. desember kl. 14.00. Guðrún Jónsdóttir, Jóhann Gunnarsson, Jón Bragi Gunnarsson, Kristinn Gunnarsson. t Bróðir okkar, JÓN JÓHANNESSON frá Gauksstöðum f Garði, verður jarðsunginn frá Útskálakirkju laugardaginn 16. desember kl. 11.00 fyrir hádegi. Fyrir hönd aðstandenda, Systkinin. t Þökkum innilega öllum þeim, er.sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför GUÐRÚNAR ÞÓRU ÞORKELSDÓTTUR frá Fjalli. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Sjúkrahúss Sauðárkróks. Fyrir hönd vandamanna, Ólafur Þ. Ólafsson, Grétar Benediktsson. ■mttéogvdbm inniskór Æmk * / allegir, léttir og þægilegir. HHrróðraðir með svampi í botninn. Sólarnir ^stamirogsveigjanlegir. Máþvoíþvottavél við 30°. Margar gerðir, fallegir litir og gott verð. Sölustaöir s , Gullbrá Nóatúni • Jenny Eiðistorgi • Nettó Laugavegi • Parísarbúöin Austurstrœti • Saumalist Fákafeni Útilíf Glœsibæ, Álfheimum • Snyrtivöruverslunin Clara Kringlunni • Draumaland Keflavík • Kaupfélag Ámesinga Selfossi • Kaupfólag A-Skaftfellinga Höfn Hornafirði • Kaupfólag Hóraösbúa Egilsstöðum Saumavólaþjónustan Akureyri • Kaupfólag Skagfirðinga Sauöárkróki • Kaupfólag Húnvetninga Blönduósi • Verslunin Laufiö Bolungarvfk • Kjallarinn Patreksfirði • Stefán Sigurjónsson Skósmiður Vestmannaeyjum. i'ii. ■ *■**;-■ ™,,,., t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, HALLFRÍÐUR GUÐNADÓTTIR, Mávanesi 8, Garðabæ, verður jarðsungin frá Garðakirkju föstudaginn 15. desember kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið. Viðar R. Helgason, Kjartan H. Kjartansson, Halldór S. Kjartansson, Snjólaug G. Jóhannesdóttir, Eygló B. Kjartansdóttir, Ólafur Oskarsson, Birgir Rúnar og Eiríkur Búi Halldórssynir. t Elsku drengurinn okkar, unnusti og faðir, ÞÓR JÓHANNSSON, Stokkhólmi, Svíþjóð, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu föstudaginn 15. desember kl. 15.00. Kristín Valdimarsdóttir, Jóhann Axelsson, Guðrún Halldóra Sigurðardóttir, Laufey Soffía Þórsdóttir. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, GUÐMUNDUR LOFTSSON frá Neðra-Seli, Kastalagerði 5, Kópavogi, sem andaðist á Vífilsstöðum þriðjudag- inn 5. desember, verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju í Holta- og Landsveit laugardaginn 16. desember kl. 14.00. Kveðjuathöfn verður í Kópavogskirkju föstudaginn 15. desember kl. 12.00. Martha Jóhanna Loftsson, fris S. Guðmundsdóttir, Hannes Jóhannsson, Loftur Guðmundsson, Sigrún Björgvinsdóttir, Anna Guðmundsdóttir, Andrés Andrésson, Rósa J. Guðmundsdóttir, Ari Páll Ögmundsson og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og sonur, ÁSMUNDUR JÓNATANSSON stýrimaður, Birkiteigi 2, Mosfellsbæ, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 15. desember kl. 15.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Slysavarnafélag íslands. Sína Þorleif Þórðardóttir, Þórður Ásmundsson, Jóna María Ásmundsdóttir, Jónína Guðmundsdóttir, Jónatan Kristleifsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.