Morgunblaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1995 51 slíkar aðstæður, heimsækja fanga og stríðsfanga, sameina fjölskyld- ur sem verða viðskila og koma skilaboðum milli manna og síðast en ekki síst að stuðla að út- breiðslu alþjóðlegra mannúðarlaga og efla virðingu fyrir þeim. Starfs- menn Alþjóðaráðsins eru einatt fyrstir á vettvang átaka og mann- legra hörmunga. Þeir eru nú um átta þúsund talsins. Meginhlut- verk Alþjóðasambandsins er á hinn bóginn að koma flóttamönn- um utan stríðssvæða til hjálpar. í fyrra nutu 19,4 milljónir manna aðstoðar sambandsins og um 1,7 milljörðum króna var varið til að- stoðarinnar. Sambandið hefur á þriðja þúsund starfsmenn um heim allan en hefur, eins og Alþjóðaráð- ið, höfuðstöðvar sínar í Genf. 128 milljónir félagsmanna Landsfélögin taka virkan þátt í alþjóðlegu hjálparstarfi með starfsmönnum og fjárframlagi en hafa auk þess margvíslegum skyldum að gegna við þá sem minna mega sín heima fyrir, svo sem í neyðarvörnum, félagsmálum (sbr. Rauðakrosshúsið, Vin, aðstoð við flóttamenn, alnæmissjúka og fleiri) og heilbrigðismálum (sjúkraflutningar, skyndihjálp, rekstur sjúkrahótels). Landsfélög- in hafa 128 milljónir félagsmanna og virkra sjálfboðaliða, auk 275 þúsund starfsmanna. Félagsmenn Rauða kross íslands eru tæplega 18 þúsund, virkir sjálfboðaliðar nema hundruðum og starfsmenn eru 44. Deildir félagsins eru 50 eins og áður var getið. Félagið svaraði á síðasta starfsári 53 hjálparbeiðnum með ijárframlagi og 19 sendifulltrúar þess voru við hjálparstörf víða um heim. í grimmri veröld Þessi stærsta mannúðarhreyf- ing heims hefur tekist á við feiki- lega umfangsmikil og ijölbreytileg verkefni síðan Alþjóðaráð Rauða krossins var stofnað í Genf 1863 að frumkvæði Svisslendingsins Henrys Dunant. Hún hefur þurft að bregðast við æ þróaðri og upp- finningasamari aðferðum manns- ins við að valda bræðrum sínum og systrum dauða og þjáningum, reynt hefur á styrk hennar í tveim- ur heimsstyijöldum og aragrúa staðbundinna átaka, auk náttúru- hamfara og hamfara af manna völdum. Ný áhyggjuefni hreyfing- arinnar á alþjóðavettvangi eru fjöl- mörg. Á alþjóðaráðstefnunni í Genf var meðal annars rætt um vaxandi erfiðleika í hjálparstarfi vegna viðskiptaþvingana, þverr- andi virðingu stríðsaðila fyrir al- þjóðlegum mannúðarlögum, vax- andi fjölda flóttamanna og heimil- islausra, þátttöku bama í styijöld- um, jarðsprengjuvandann og þörf- ina fyrir aukin framlög til alþjóð- legs hjálparstarfs. Fulltrúar Rauða kross íslands og íslenska ríkisins Ný sending af undirfatnaði í hvítu, grænu og vínrauðu. tóku heilshugar undir kröfuna um bann við framleiðslu og notkun jarðsprengna. Ráðstefnan lýsti einnig yfír stuðningi við það starf sem unnið er í því skyni að koma í veg fyrir þátttöku bama í styijöld- um en Rauði kross íslands hefur haft framkvæði að því starfi innan Rauða kross hreyfingarinnar. Vonin lifi! Mörgum kann að virðast vonlít- ið um árangur af því að um eitt þúsund fulltrúar Rauða krossins og ríkja heims komi saman í hinni fögra Genfarborg að ræða þessi óskaplegu vandamál. Okkar skoð- un er þó sú að með samstarfi hjálp- arstofnana og ríkja megi þoka málum til betri vegar og halda voninni á lofti hjá þeim hundruðum milljóna sem eiga undir högg að sækja í veröldinni. Rauði kross íslands og deildir hans era hlekkur í þeirri sterku keðju sem lýst er hér að ofan. Félagið hefur metnað til þess að taka virkan þátt í sam- starfi hreyfingarinnar á alþjóða- vettvangi um leið og það heldur uppi öflugu starfi hér innanlands með tilstyrk félagsnffanna, sjálf- boðaliða og annarra velunnara. Markmið okkar er að glæða voriina lífi hjá þeim sem verst eru stadd- ir, heima og erlendis, á sem árang- ursríkastan og hagkvæmastan hátt. Höfundur er kynningarfulltrúi Rauða kross íslands. DIESEL JEANS AND MENTAL POWER Kröftugur ilmur /
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.