Morgunblaðið - 14.12.1995, Síða 63

Morgunblaðið - 14.12.1995, Síða 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1995 63 FRÉTTIR i 1 Hlutverki Jósefspítala verði ekki breytt Á FUNDI stjórnar Bandalags kvenna, Hafnarfirði, 6. desember I sl. var gerð eftirfarandi sam- þykkt: „Stjórn Bandalags kvenna, ( Hafnarfirði, lýsir miklum áhyggj- um vegna fyrirhugaðra breytinga á þjónustuhlutverki St. Jósefs- spítala í Hafnarfirði. Bandalagið hefur alla tíð staðið heilshugar að baki spítalanum og borið hag hans mjög fyrir brjósti. Bandalagið stóð m.a. fyrir söfnun vegna kaupa á röntgentækjum fyrir spítalann á árunum 1985- 1986. Á haustdögum 1991 var gerð tilraun til þess að leggja niður starfsemi spítalans að verulegu leyti og breyta rekstri hans. Bandalagið stóð þá fy’rir undir- skriftasöfnun þar sem hvorki meira né minna en 10.322 ein- staklingar undirrituðu á einni helgi áskorun til þáverandi heil- brigðisráðherra um að spítalanum yrði gert kleift að viðhalda áfram óbreyttri þjónustu. Var orðið við þeirri beiðni. Stjórn Bandalags kvenna ítrek- ar hér með þá áskorun og væntir þess að háttvirtur heilbrigðisráð- herra sýni málinu þann skilning og velvilja sem þarf til þess að St. Jósefsspítala í Hafnarfirði verði hér eftir sem hingað til gert kleift að sinna þeim mannúðar- og líknarstörfum sem hann hefur nú gert í 69 ár.“ | Jólaútvarp Vitans í Hafnarfirði UM JÓLIN standa Félagsmiðstöðin Vitinn og Útvarp Hafnarfjörður að jólaútvarpi fyrir unglinga í Hafnar- firði á FM 91,7. Ráðgert er að senda dagskrána dagana 19.-22. desem- ber og taka aftur upp þráðinn 27. desember og útvarpa til 29. desem- ber. Þeir sem verða með i jólaútvarp- inu geta fengið að fara á námskeið í dagskrárgerð. Á námskeiðinu verður farið yfir almenna þætti tengda dagskrárgerð og einnig verður námskeið um hvernig er hægt að búa til tónlist á tölvu. Skráning þeirra sem vilja vera með er hafin í Vitanum og kemst takmarkaður ijöldi að. Jólateiti sj álf stæðisfélag- anna í Reykjavík HIÐ hefðbundna jólateiti sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík verð- ur haldið nk. laugardag, 16. des- ember, milli kl. 16 og 18 í Val- höll, Háaleitisbraut 1. Davíð Oddsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins og forsætisráð- herra, mun flytja stutta hugvekju. Mannréttindayfir- lýsing gefin út í TILEFNI af fimmtíu ára afmæli Sameinuðu þjóðanna hafa utanrík- isráðuneytið og undirbúnings- nefnd þess vegna afmælisins gefið út mannréttindayfirlýsingu Sam- einuðu þjóðanná. Mannréttindayfirlýsingin var samþykkt á allsherjarþingi sam- takanna í París hinn 10. desember 1948 og hafði verið í undirbúningi í mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna á þriðja ár. Byggist yfir- lýsingin á inngangi sáttmála Sam- einuðu þjóðanna þar sem ræðir um „grundvallarréttindi manna, virðingu þeirra og gildi, jafnrétti karla og kvenna og allra þjóða, hvort sem stórar eru eða smáar“. Mannréttindayfirlýsingunni verður dreift í skóla og til félaga- samtaka. Hún verður einnig fáan- leg í utanríkisráðuneytinu. Englaspil í Ævintýra-Kringlunni HELGA Arnalds kemur í heim- sókn í dag, fimmtudaginn 14. des- ember, kl. 17 með brúðuleikhúsið sitt Tíu fíngur. Helga flytur brúðuleiksýning- una Englaspil en Helga hefur sjálf samið þáttinn og hannað brúðurn- ar. Leikstjóri er Ása Hlín Svavars- dóttir. Englaspil fjallar um vinátt- una og má segja í verkinu sé sann- kallaður jólaboðskapur. Ævintýra-Kringlan er á 3. hæð í Kringlunni og er opin frá kl. 14 til 18.30 í dag og á morgun, laugardaginn 16. desember er opið frá kl. 10 til 22, sunnudaginn 17. desember frá kl. 12 til 18, mánu- dag til föstudag kl. 14-22. Á Þor- láksmessu er opið frá kl. 10-23 og aðfangadag kl. 9-12. Skemmtanir ■ HÓTEL ÍSLAND Á föstudags- kvöid verður Aðventuhátíð Bylgj- unnar og Hótels Islands með skand- ínavísku yfírbragði. Þeir sem koma fram eru hljómsveitin Grandpas Grove Dept. og La Verdi. Á laugar- dagskvöld leikur svo norska hijóm- sveitin La Verdi aftur fyrir dansi í aðalsal. ■ MILLJÓNAMÆRINGARNIR leika laugardagskvöld í Sjallanum á ísafirði. ■ GJÁIN SELFOSSI Á laugardags- kvöld leikur hljómsveitin Reggae on Ice. ■ RÚNAR ÞÓR leikur fimmtudags- kvöld í Brekku, Hrísey föstudags- kvöld á Toppnum Raufarhöfn og á laugardagskvöld leika Rúnar Þór og félagar í Sæluhúsinu Dalvík. ■ SVEITASETRIÐ BLÖNDUÓSI Hljómsveitin Sónata heldur dansleik laugardagskvöld frá kl. 23-3. Aldurs- takmark er 18 ár. ■ AMMA LÚ Á föstudagskvöld verð- ur haldið „Bond Night“ þar sem m.a. koma fram Battu-flokkurinn og frumflytur dansinn Goldeneye ásamt því að ýmsar kynningar verða í gangi á drykk og ilmefnum. Á laugardags- kvöld verður haldin tískusýning í anda Vivienne Westwood. Sýningin er í höndum þeirra Freys og Elínar en þau eru bæði kennarar hjá John Casablancas en það eru einmitt 10 módel frá þeim sem sýna fatnaðinn. Katrin Nor- mann sér um förðun og hár- greiðsla er í höndum Sigga Carter. ■ SSSÓL leikur föstudags- kvöld í Miðgarði, Skagafirði og í Duggunni Þorklákshöfn laugardagskvöld. ■ SÓLSTRANDAGÆJARN- IR leika á Akranesi föstu- dagskvöld og á laugardags- kvöld leika félagarnir í 1929 Akureyri og kynna um leið nýja jólaplötu sína Uglujól. ■ INGHÓLL Á laugardags- kvöld leikur hljómsveitin Cigarette. Gestum verður boðið að prófa nýtt sýnd- arveruleikatæki sem sýnt verður i fyrsta sinn á Suður- landi, tískusýning verður frá herrafataversluninni Barón og Endastöðin FM 101,7 JET verður á staðnum. ■ SIXTIES verður með bítiaball í Stapanum Njarðvík föstudagskvöld og laugardagskvöld á Hótel Stykkis- hólmi. ■ GAUKUR Á STÖNG Jet Black Joe halda tónleika í fimmtudagskvöld kl. 22. Á föstudags- og laugardags- kvöld leikur hljómsveitin Skítamórall og hljómsveitin Sixties verður með jólatónleika sunnudagskvöld. Papar leika síðan mánudags- og þriðjudags- kvöld og á miðvikudags- og fimmtu- dagskvöld leika 3 To One. ■ HAFURBJÖRNINN GRINDA- VÍK Á föstudagskvöld leikur hijóm- sveitin Texas Two Step. ■ TVEIR VINIR Á fimmtudags- kvöld heldur Megas tónleika ásamt dúettnum Súkkat sem nýlega hefur sent frá sér skífu. Á föstudagskvöld er karaoke og á laugardagskvöld verður haldið hið árlega jólaball Snigl- anna þar sem hljómsveitin KFUM and The Andskodans leikur fyrir dansi. ■ CAFÉ ÓPERA Á fimmtudags- kvöld syngur Bogomil Font frá kl. 23-1 til heiðurs Frank Sinatra í til- efni afmælis hans. Honum til aðstoðar eru þeir Þórður Högnason og Kjart- an Valdimarsson. A föstudagskvöld leikur svo Ólafía Hrönn ásamt Tríói Tómasar og Bogomil Font stígur SÓL DÖGG ætlar að halda jólasveitaball í Þjórsárveri föstu- dagskvöld og leika á Húsavík laugardagskvöld. Black Joe halda tónleika á Gauk á St öug fimmtudagskvöld. aftur á sviðið laugardagskvöld ásamt þeim Þórði og Kjartani. Flutt verða lög eftir Frank Sinatra, Kurt Weil og leikin verður mambó blanda. ■ CAFÉ AMSTERDAM Á fimmtu- dagksvöld og fram að næsta fimmtu- dagskvöldi þ.e.a.s. átta kvöld í röð leikur trúbadorinn Siggi Björns en hann gaf út geisladisk á árinu sem ber nafnið Bísinn frá Trinidad og mun hann flytja nokkur lög af honum á hveiju kvöldi á Amsterdam. ■ NÆTURGALINN Um helg- ina leikur hljómsveitin Fánar og verður Bítlunum gert hátt undir höfði í lagavali helgarinnar. Minnt er á Sky-sport og alla íþróttaviðburði á breiðtjaldinu. ■ SÓL DÖGG skemmtir fram- haldsskólanemum á jólasveita- balli í Þjórsárveri Villinga- holtshreppi föstudaginn 12. desember. Uppákoman verður undir yfirskriftinni Tjaldbúðir Ara ’95. Forsala aðgöngumiða er í verslunum Hljómalind, Kókó og Kjallaranum. Sætaferðir verða frá BSÍ kl. 22. Á laugar- daginn leikur hljómsveitin í Hlöðufelli á Húsavik. ■ HÓTEL SAGA Á Mímisbar leika þeir Ragnar Bjarnason og Stefán Jökulsson föstudags- og laugardagskvöld. í Súlnasal leika föstudagskvöld Aggi Slæ og Tamlasveitin og er þessi dans- leikur í tilefni nýútkominnar geislaplötu. Á laugardagskvöld verður jólagleði og hlaðborð. Þeir sem koma fram eru Örn Árnason, Berg- þór Pálsson, Ragnar Bjarnason, Brassbandið og að lokum leikur hljómsveitin Saga Klass til kl. 3. Uppselt er á hlaðborðið og á skemmt- unina. Húsið verður opnað kl. 23.30 fyrir þá sem ætla á dansleik. ■ KÓSÝ heldur jólatónleika á Kaffi- leikhúsinu föstudagskvöld. Dreng- irnir í Kósý hafa nýlega gefið út geisladiskinn Kósý jól. ■ CAFÉ ROYALE Á föstudags- og laugardagskvöld skemmtir Sverrir Stormsker eða Serðir Monster eins og hann kaliar sig um þessar mundir. Sverrir mun syngja af lög disknum Tekið stórt uppí sig sem hann gaf nýverið út í takmörkuðu upplagi. ■ VINIR DÓRA leika föstudags- kvöld í Hlöðufelli Húsavík en nýlega fóru þar fram eigendaskipti. Á laugar- dagskvöldinu leikur hljómsveitin í Ásakaffi, Grundarfirði. ■ GJÁIN, SELFOSSI Hljómsveitin Skítamórall leikur fimmtudagskvöld. Kirsuber leikur föstudagskvöld. ■ ÓÐALÁ 2. hæð leikur hljómsveitin Blankó með Bjarna Ara í farar- broddi föstudags- og laugardags- kvöld. Diskótek á 3. hæð. A 1. hæð er létt píanótónlist. ■ NÆTURGALINN Smiðjuvegi 14 llljómsveitin Fánar leika um helgina. Gjafa- bréf frá Sambíóunum SAMBÍÓIN bjóða nú upp á þá ný- breytni að hafa til sölu sérstök bíó gjafabréf nú í jólamánuðinum. Kortin eru hugsuð sem tilvalir, gjöf í skóinn og geta þá börnin valið sér sjálf á' hvaða kvikmynd þau fara. Einnig eru kortin hugsuð sem jólagjöf handa bíóáhugamönn- um. Hvert kort gildir sem ávísun á einn bíómiða á einhveija mynd sem sýnd er í Sambíóunum og eru þau til sölu í miðasölum bíóanna, bæði í Álfabakka og við Snorrabraut. ------♦-■».-»-- Jólatón- leikar í Mývatnssveit Mývantssveit. Morgunblaðið. JÓLATÓNLEIKAR Tónlistarskóla Mývatnssveitar voru haldnir í Grunnskólanum í Reykjahlíð 12. desember. Kynnir var Hólmfríður Guð- mundsdóttir. Þar léku' nemendur skólans á margs konar hljóðfæri, m.a. fiðlur, píanó, blokkflautur, klarinett og þverflautur. Bæði ein- leik og einnig samleik. Þá var ein- söngur og samsöngur, Björg Árna- dóttir, Guðbjörg Ingólfsdóttir og Egill Einarsson. Ennfremur söng blandaður kór undir stjórn undir stjórn Wolfgang Tretzch, hann lék einnig undir með nemendunum. Síð- ast var almennur söngur. Kennarar tónlistarskólans í vetur eru Sigríður Einarsdóttir og Wolfgang. Fjölmenni var á tónleikunum og áttu viðstaddir ánægjulega tón- listarstund. KIN^ -leikur að hera! Vinningstölur 13. des. 1995 4.12.19 * 27.28 *29 * 30 Eldri úrslit á símsvara 568 1511

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.