Morgunblaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1995 D 3
AKUREYRI
Morgunblaðið/Kristján
KONRÁÐ með hópinn sinn á leið yfir Þingvallastræti, Kristján,
Ragnhildur, Hildur, Þórdís óg Ragnheiður.
Nokkurtjafn-
ræði í fólks-
flutningum
NOKKURT jafnræði hefur verið í
fólksflutningum til og frá Akureyri
síðustu áratugi. Á 24 ára bili, frá
1971 til 1994, hafa 12.507 manns
flutt til bæjarins en 11.979 í burtu.
Fyrstu 11 ár áðurnefnds tímabils
fluttu heldur fleiri til Akureyrar en
í burtu og var munurinn mestur
1976. Það ár fluttu 512 til bæjarins
en 302 í burtu. 1982 og næstu sex
ár á eftir, snérist þessi þróun hins
vegar við og þá fjuttu fleiri í burtu
en til bæjarins. í seinni tíð hefur
þróunin verið að snúast aftur við.
Aðfluttir og brottfluttir 1971-94
200--------BURL
Aðfluttir um-
fram brottflutta
Áratugurinn brottfluttra
'82 '83 '84 '85'86 '87 ’88 „ ’90 ’91
III'89 I"'92'93'94
fram aðflutta sæi 106
133
Gangbrautarvörður
við Þingvallastræti
Tvívegis
nærri
keyrður
niður
„KONNI, Konni,“ kalla krakk-
arnir úr Barnaskóla Akureyrar
sem þurfa að fara yfir Þingvalla-
strætið, á móts við Sundlaug
Akureyrar og þá kemur hann að
vörmu spori yfir götuna, Konráð
Aðalsteinsson gangbrautarvörð-
ur og leiðir þau yfir þessa fjöl-
förnu umferðargötu.
„Ég er vinur krakkanna, ég
finn það alveg á þeim að þau eru
öruggari, sérstaklega þau
yngstu,“ sagði Konráð, en hann
fer þrisvar á dag út í götu og
aðstoðar börnin, fyrst á morgn-
ana, um hádegi og aftir síðdegis
þegar skóla lýkur. Þess á milli
skakkar hann leikinn í frímínút-
um í Barnaskóla Akureyrar eða
sér um að afgreiða börnin með
mjólk. „Mér þykir vænt um þessa
krakka,“ sagði Konráð og greini-
legt var að krökkunum þótti líka
vænt um manninn sem hjálpar
þeim yfir götuna, stundum gauka
þau að honum piparkökum eða
einhveiju öðru úr nestispakkan-
um sínum eða þá því sem útbúið
var í heimilisfræðslu.
„Þetta er ágætt starf og fyrir-
byggjandi,” sagði Konráð í miðj-
um önnum föstudagsumferðar-
innar. „Umferðin er allt önnur á
föstudögum, miklu hraðari,
menn eru að flýta sér og mega
vart vera að því að stoppa við
gangbrautirnar og hleypa krökk-
unum yfir.“ Tvívegis hefur hurð
skollið nærri hælum, ,jú, það
hafa tveir karlar nærri keyrt
mig niður hérna, í annað skiptið
stökk ég alveg upp á vélarhlíf-
ina,“ sagði Konráð.
Qjafabúðin
s. 46120*3
SUNNUHLÍÐ
603 AKUREYRl
Sendum um land allt
KEA BYGGINGAVORUR L0NSBAKKA
S tór og öflug alhlik hyggingavöruverslun
Við bjóðum mikið og gott úrval byggingarefna.
Einnig heimilistæki, búsáhöld, verkfæri og gjafavöru.
Útibú okkar á Dalvík, Ólafsfirði og Siglufirði
kappkosta að veita sem besta þjónustu.
Útibú KEA á
Grímsey eru
aðilar okkar.
Grenivík, í Hrísey og
einnig endursölu-
BYGGINGAVÖRUR
Lónsbakka — 601 Akureyri
^325
fax 462 7813