Morgunblaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1995 D 13 AKUREYRI Atvinnuskipting 1983 og 1993 Ársverkum í fiskveiðum fjölgaði en fækkaði í vinnslu 1993 1983 1993 1983 1993 1983 ÞJONUSTA ! 34% 1993: 6.717 ársverk 1983: 6.318 ársverk IÐNAÐUR 27% 1993 1983 1993 1983 1993 |l° Landbúnaður Atvinnuskipting á Akureyri 1983 og 1993 í YFIRLITI um atvinnuskiptingu á Akureyri árin 1983 og 1993, kemur fram að ársverkum í iðnaði hefur fækkað um tæp 25% á tímabilinu. Arsverk í iðnaði voru 1.708 árið 1983 en 1.283 árið 1993. Á sama tímabili hefur ársverkum í fiskveið- um hins vegar fjölgað um rúm 126% en ársverkum í fiskvinnslu aftur fækkað um rúm 16%. Ársverk í fiskveiðum voru 204 árið 1983 en 462 árið 1993. Ársverk í fiskvinnslu voru 406 árið 1983 en 340 árið 1993. Fiskvinnsla hefur í auknum mæli færst út á sjó, með tilkomu frystitogaranna, sem aftur hefur haft áhrif á landvinnsluna. Akureyrarbær var lengi kallaður iðnaðarbær og þá ekki síst vegna allra þeirra umsvifa sem áttu sér stað hjá Sambandsverksmiðjunum á Gleráreyrum. Eftir að fór að halla undan fæti þar, fækkaði störfum í iðnaði til muna. í dag er aftur farið að lifna yfir á Gleráreyrum, m.a. hjá Foldu hf. og Skinnaiðnaði hf. Þjónusta vaxandi atvinnugrein Þjónusta, þá ekki síst opinber þjónustu, hefur verið vaxandi at- vinnugrein á Akureyri og á milli áranna 1983 og 1993 hefur störfum í þjónustu fjölgað um tæp 40%. Árið 1983 voru ársverk í þjónustu, fyrir utan bankana, 1.638 en tíu árum síðar voru þau 2.276. Ársverk hjá bönkum o.fl. voru 284 árið 1983 en 414 árið 1993 og nemur aukningin tægum 46%. Ársverkum í verslun hefur fjölgað um 5,4% á tímabilinu, árið 1983 voru ársverkin 894 en voru 943 árið 1993. Ársverkum sem snúa að sam- göngumálum fjölgaði einnig á tíma- bilinu. Árið 1983 voru ársverkin 316 en hafði fjölgað upp í 360 árið 1993 og er aukningin tæp 14%. Samdráttur í byggingaiðnaði Byggingaiðnaðurinn hefur átt undir högg að sækja síðustu ár og milli áranna 1983 og ’93, fækkaði ársverkum í greininni um rúm 18%. Árið 1983 voru 704 ársverk í bygg- ingaiðnaði en 575 árið 1993. Þá voru ársverk í landbúnaði 65 árið 1983 en 64 árið 1993. Þótt ársverkum hafi fækkað í ein- staka greinum og fjölgað í öðrum, ijölgaði ársverkum í heild á milli áranna 1983 og 1993. Árið 1983 voru 6.218 ársverk á Akureyri en tíu árum síðar voru þau 6.717 og er aukningin um 8%. Birgir Snorrason, bakarameistari Gott að reka fyrirtæki á Akureyri ÞAÐ ER gott að reka fyrirtæki á Akureyri og við erum með sterka markaðshlutdeild hér, segir Birgir Snorrason, bakari i Krisljánsbakaríi. Birgir og bróðir hans Kjartan, hafa rekið bakaríið frámiðju ári 1989. Þá keyptu þeir hlut bræðra sinna í fyrirtækinu og ári seinna hlut föður síns, Snorra Kristjáns- sonar. Báðir eru þeir bakara- meistarar og starfa sem slíkir, auk þess sem þeir stýra rekstrin- um. Birgir segir að brauðgerðin hafi gengið vel í þau 83 ár sem hún hefur verið starfrækt. Starf- semin var þó með allra minnsta mótiárin 1917 og 1918 enþá var ekkert hægt að baka vegna kol- askorts. Morgunblaðið/Kristján Bræðurnir Birgir og Kjartan Snorrasynir í Kristjánsbakaríi, á svölunum í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Hrísalund. Þar er bakarí og brauðbúð og að auki rekur fyrirtækið brauðbúðir í Hafnarstræti, Sunnuhlíð, Kaupangi og Hagkaup. Stöðug aukning í framleiðslunni „Það hefur verið stöðug aukn- ing í framleiðslunni frá árinu 1989 og reyndar meiri í ár en oft áður. Baráttan á markaðnum er hörð og endalaus tilboð í gangi en ég er samt mjög bjartsýnn á framtíðina," segir Birgir. Fyrirtæki í samkeppnisiðnaði njóta góðs af stöðugleikanum eins og önnur en gengisfellingar á árum áðu'r, komu illa við iðnað- inn. Eða eins og Kjartan Snorra- son sagði; „Þá var verið að fórna samkeppnisiðnaðinum á altari illa rekinna sjávarútvegsfyrir- tækja.“ Hjá Krisljánsbakaríi er unnið 22 tíma á dag á tveimur vöktum og um helgar er starfsemin í gangi í 12 tíma hvorn dag. Um 70 manns eru á launaskrá fyrir- tækisins. vcpp/ # Ála.fossbúðin ^ 's Islandia 9 ~ Rammagerðin C‘/»f Ullarhusið íslenskur markaður íslenskur heimilisiðnaður nuuuuu icppa: tiuuruu vjuuuarsuuuir Listræn hönnun og vandað handverk lýsa hlýju vinarþeli. Folda hf. • Sími 462 1900 • 600 Akureyri STRANDGÖTU 49 • SÍMI 461 1617 Zfá SZ Gvjjévmgv’œmmv (möndlugjöf) KtmíkÚm með sveppa og brauðfyllingu G<SS^ímfp>€)WvéMMV i villikryddjurtasósu R.(ByM gvmanh^&t með rauðkáli og rauðvinssósu IHltmwguhj&t með uppstúf og baunum GvanýHmSSVÚEEaS. fyllt með reyktum laxi LÚðnMmv með kryddjurtasósu ySugfl sjávarréttasalat IP&tté 3 tegundir Borðapantanir í síma 4611617

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.