Morgunblaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 10
10 D FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Danskt ráðgjafafyrirtæki skoðar landvinnslu Útgerðarfélags Akureyringa hf. Fyrirtækið kaupir fullkomna pökkunarlínu Nýr og spennandi matseðill með úrvalí rétta við allra hæfi Sjálfsafgreiðsla er frá kl.08-18.00, en þjónað er til borðs eftir það. Opið er til kl. 22.00 alla datja nema föstudaga . og iaugardaga, en þá er opið til kl. 23.00. Verú velhmin SULNABERG , Æoaanxxxfik FUNHEITT! Hótel KEA • Hafnarstræti 87-B9 • 600 Akureyri • Sími 462 2200 Morgunblaðið/Kristján „ÞAÐ stefnir í að aflinn í ár verði svipaður og í fyrra en hins vegar er of snemmt að segja til um hvernig allt árið kemur út rekstrarlega," segir Gunnar Ragnars, framkvæmdastjóri Utgerðarfélags Akureyringa hf. Útgerðarfélag Akureyringa hf. var rekið með rúmlega 92 milljóna króna tapi fyrstu 6 mánuði ársins en allt árið í fyrra var fyrir- tækið rekið með 155 milljóna króna hagn- aði. Kristján Kristjánsson spjallaði við Gunnar Ragnars, framkvæmdastjóra, sem segir margar ástæður fyrir verri afkomu í ár. UA hefur samið við danska ráðgj afafyrirtækið MATCON, um að yfirfara allan rekstur í land- vinnslu fyrirtækisins og er stefnt að því að þeirri vinnu verði lokið í lok janúar á næsta ári. Einnig hefur verið ákveðið að kaupa fullkomna pökkunarlínu til ÚA, sem sett verður upp í vetur. Gunnar Ragnars, fram- kvæmdastjóri ÚA, segir að ekki sé gert ráð fyrir að starfsfólki fækki með tilkomu pökkunarlínunnar en hins vegar geti orðið eitthvað um tilfærslur í starfí. Stefnir í svipaðan afla „Það stefnir í að aflinn á þessu ári verði svipaður og á síðasta ári en það er of snemmt að segja til um hvernig árið kemur út í heild sinni,“ segir Gunnar. „Því er hins vegar ekki að leyna að afkoma í sjávarútvegi er mjög mismunandi eftir því hvaða greinar er um að ræða. Landvinnslan er sú grein hjá okkur sem átt hefur hvað erfiðast uppdráttar á síðustu misserum og þar kemur margt til. Gengisþróunin hefur verið mjög óhagstæð og doll- arinn, sem var um og yfír 70 krón- ur, er nú ekki nema 64-65 krónur. Ýsuaflinn hefur aukist mjög mikið, sem aftur hefur þýtt lægra afurða- verð og grálúðuveiði, sem var mjög stór þáttur í okkar rekstri og af- komu, hefur nánast hrunið. Á móti kemur að karfaveiðin hefur verið með besta móti.“ Gunnar segir að fyrir nokkrum árum hafi allur karfi farið í einföld- um pakkningum á markað í Rúss- landi en í dag er hann að mestu seldur til annarra landa í Evrópu og fyrir hærra verð. „Það hefur orðið töluverð framþróun í vinnslu karfa og nú er verulegur hluti af okkar karfa hausfrystur í smásölu- pakkningar. Aftur á móti er Banda- ríkjamarkaður afgerandi fyrir þorskafurðir og þar hefur ekki verið neinn vaxtarbroddur fyrir hefð- bundnar pakkningar. Við höfum því þurft að leita annarra leiða og leggja í meiri vinnu og kostnað við fram- leiðsluna. Þetta hefur ieitt til þess að framlegðin hefur ekki aukist sem skyldi.“ Fullkomin pökkunarlína keypt Gunnar segir að þetta kalii á endurskoðun framleiðsluferilsins, með það fyrir augum að auka tækni- væðingu og freista þess að framlegð aukist. Ekki sé hægt að vænta þess að afurðaverð hækki að neinu marki og alla vega ekki í takt við þann tilkostnað sem á móti kemur. „Einn stór þáttur er þessi mikla aukning á lausfrystingu og pökkunin hefur aukist verulega. Þess vegna hefur verið ákveðið að ráðast nú þegar í uppsetningu á fullkominni pökkun- arlínu sem á að leiða til verulegrar hagræðingar en hún kostar uppsett um 30 milljónir króna. Jafnframt hefur verið ákveðið að gera úttekt á öllum landvinnsluferlinum með það fyrir augum að bregðast við breyttum aðstæðum og freista þess að endurheimta þá framlegð og framleiðni sem landvinnslan skilaði undir hinum hefðbundnu leiðum.“ Aflaheimildir ÚA hafa verið skertar um 10 þúsund tonn á síð- ustu 6 árum en þrátt fyrir það hef- ur fyrirtækið haldið uppi svipuðu framleiðslumagni fyrir vinnsluna. Afli ÚA hefur verið um 20-22 þús- und tonn á ári og segir Gunnar að þetta hafi þýtt hærri hráefniskostn- að vegna kaupa á aflaheimildum. þar eigum við gífurlega mikla mögu- leika. Afkastageta þessara fyrir- tækja er það mikil að þau geta með skömmum fyrirvara tekið við veru- legri aukningu og ég tel að það sé mikil framtíð fyrir ungt fólk í dag að hasla sér völl á þessu sviði.“ Gunnar nefnir í þessu sambandi hversu fljótt SH var að bregðast við sölu á framleiðslu þýska félagsins Mecklenburger Hoschseefisherei og hversu hagstætt það var, ekki að- eins fyrir MHF, heldur einnig í nýt- ingu á sölukerfi SH. Þetta á einnig við um landvinninga ÍS í Asíu. „Þetta eru aðeins tvö dæmi en þarna eru okkar sterkustu vaxtarbrodd- ar.“ Fjárfestar sýna UA-bréfum áhuga Útgerðarfélag Akureyringa hefur unnið að því að halda uppi svipaðri starfsemi þrátt fyrir minni aflaheim- ildir og fyrirtækið tengist útgerð og fiskvinnslu á Grenivík, útgerð á Suðurnesjum og Skagaströnd, loðnufrystingu á Seyðisfirði og út- gerð MHF í Þýskalandi. Fyrirhuguð sala á hlutabréfum Akureyrarbæjar í ÚA hefur verið nokkuð til umræðu að undanförnu. Hlutabréf í ÚA hafa verið til sölu á almennum markaði og fyrirtækið er skráð á Verðbréfaþingi íslands. Gunnar segir að umræður hafí átt sér stað um eignasamsetningu ÚA og þann stóra hlut sem bærinn á. í þeirri umræðu hafa verið vanga- veltur um það hvað bærinn hyggð- ist gera varðandi sinn hlut, bæði á aðalfundi fyrirtækisins og í bæjar- stjórn. „Við finnum fyrir því að fjárfest- ar velta þessu nokkuð fyrir sér. Þess vegna tel ég nauðsynlegt að bærinn setji um það skýra stefnu hvað hann hyggst gera og ef hann ætlar að minnka sinn hlut, á hvern hátt það verði gert,“ sagði Gunnar Ragnars. „Við vonum að botninum sé náð, allavega í þorskinum og að hægt verði að auka aflaheimiidir á ný.“ Upplýsingatæknin á eftir að hafa mikil áhrif Hvaða framtíðarsýn sérð þú í sjávarútvegi hér á landi? „Það hefur átt sér stað mikil hagræðing og að hluta til vegna þess að einingarnar hafa verið að stækka. Fyrirtæki hafa verið að sameinast og í öðrum tilfellum er um samstarf að ræða. Einnig hefur tilfærsla á aflaheimildum orðið til þess að nýting á sumum fram- leiðslutækjum er betri og önnur þá aflögð. Upplýsingatæknin á eftir að hafa mikil áhrif hér á landi og gef- ur mikla möguleika varðandi skipu- lag og rekstur fyrirtækja í framtíð- inni.“ Gunnar segist vona að á meðan þurfí að stýra veiðunum, fari menn ekki að hrófla við grundvallarfyrir- komulagi í aflamarkskerfinu. Sjálf- sagt sé að sníða af þá vankanta sem menn sjá og það hafí verið gert til þessa. Hann segir það liggja í loft- inu að skipulagi verði komið á veið- ar á fjarlægum miðum og kvóti okkar þar verði í besta falli í svipuð- um mæli og það magn sem við höf- um veitt nú þegar. En að öllum lík- indum gæti orðið um minni afla að ræða. Öflug markaðsfyrirtæki helsti vaxtarbroddurinn „Ég hef þá trú að við höfum nokkra möguleika á að leita lengra og taka þátt í veiðum og vinnslu á fjarlægari slóðum, eins og við höfum reyndar verið að gera. Hins vegar hlýtur spurningin að snúast um það hvað við komumst yfir mikið og þessi mál eru það snúin fyrir okkur að í þeim er sígandi lukka best. Hins vegar eigum við mjög öflug og sterk markaðsfyrirtæki, sem teygja sig til allra heimshorna og t)ví ekki að halda árshátíðina á Akureyri? Gerum tilbot) í mnt og gi.sti.ngu iÉÉá Hótel KEA ■ Hafnarstræti 87-89 • 600 Akureyri ■ Sími 462 2200 • Fax 461 2285

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.