Morgunblaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 15
14 D FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI AKUREYRI Atvinnuleysi á Akureyri 1981-1995 Ástandíð hefur aldrei verið verra en í fyrra TÖLUVERT atvinnuleysi hefur ver- ið á Akureyri á síðustu árum og þá sérstaklega nú í seinni tíð, eða frá árinu 1989. Á fimmtán ára tíma- bili, frá árinu 1981 og út október 1995, voru flestir á atvinnuleys- isskrá árið 1994, eða 507 að meðal- tali á mánuði. Fyrstu tíu mánuði þessa árs hafa 463 verið að meðal- tali á atvinnuleysisskrá. Samkvæmt yfírliti frá Byggða- stofnun um mánaðarlegt atvinnu- Atvinnuleysi á Akureyri 1981-95 Meðalfjöldi atvinnulausra í hverjum másnuði 1981 '82 '83 '84 '85 '86 '87 '88 '89 '90 '91 '92 '93 '94 '95 831 Fjöldi atvinnulausra í hverjum mánuði 1991-95 leysi á Akureyri á tímabilinu 1981 til 1995, kemur í ljós að atvinnu- ástandið var best árið 1987. Það ár voru aðeins 54 atvinnulausir að meðaltali á mánuði og best var ástandið í nóvember en þá voru aðeins 19 á skrá. Þokkalegt atvinnuástand var á Akureyri árið 1981 en þá var 71 á skrá á mánuði að meðaltali og árið eftir var ástandið enn betra en þá voru 64 á skrá á mánuði að meðal- tali. Árið 1983 voru 116 atvinnulausir að meðaltali á mánuði, 160 árið eftir og 103 árið 1985. Síðan komu þijú ár í röð þar sem atvinnuástand- ið var þokkalegt, árið 1986 voru 84 á skrá að meðaltali, 54 árið 1987 og 73 árið 1988. Janúar í fyrra sá svartasti Frá og með árinu 1989 hefur hins vegar heldur hallað undan fæti og atvinnuleysi aukist til muna. Árið 1989 voru 162 á skrá á mán- uði að meðaltali, 244 árið eftir, 201 árið 1991, 290 árið 1992, 455 árið 1993 og 507 í fyrra. Svartasti mán- uðurinn á þessu fímmtán ára tíma- bili, er janúar í fyrra en þá voru 831 á atvinnuleysisskrá. Atvinnuástand meðal kvenna í bænum hefur verið heldur skárra en karla á þessu fímmtán ára tíma- bili og þá sérstaklega fyrstu árin. Nú allra síðustu ár hefur atvinnu- leysi karla og kvenna verið nokkuð svipað. í fyrra voru 253 karlar að meðaltali á atvinnuleysisskrá en 254 konur. Á yfírstandandi ári hefur heldur dregið úr atvinnuleysi á ný og er tónninn í forystumönnum verka- lýðsfélaga á Akureyri mun betri nú en síðustu ár. Bæjarstjórn Akureyrar hefur haldið 3000 fundi ÞRJÚ þúsundasti fundur bæj- arstjórnar Akureyrar var haldinn í síðustu viku og af þvi tilefni rifjaði Sigfríður Þorsteinsdóttir forseti bæjar- stjórnar upp nokkur atriði um bæinn og bæjarstjórnina. Liðin voru 133 ár frá því Akureyri varð sjálfstætt lög- sagnarumdæmi 29. ágúst síð- astliðinn, en á þeim tímamót- um voru íbúar bæjarins 286 talsins. Takmörk kaupstaðar- ins voru við Kóngsvörðu á Krókeyri, eftir brekkubrún- inni norður, yfir Búðargil og norður að Grásteini í Eyrar- landsbrekku, sem talið er að hafi verið nálægt þeim stað sem nú er Hafnarstræti 23, en land kaupstaðarins voru spild- ur úr landi Nausta- og Stóra Eyrarlands. Skipuð skyldi bæjarstjórn með 5 mönnum, kosnum af bæjarbúum er höfðu kosn- ingarétt, auk þess sem bæjar- fógeti hefði heimild til setu í bæjarstjórninni. Kosningarétt höfðu allir fullmyndugir menn, 25 ára og eldri, ekki öðrum háðir sem hjú, höfðu verið búsettir á staðnum og goldið a.m.k. 2 ríkisdali í út- svar síðastliðið fardagaár. „Madame“ Vilhelmina fyrst til að kjósa Fyrstu bæjarstjórnarkosn- ingarnar fóru fram 31. mars 1863 og fór kosningin fram munnlega og fyrir opnum dyrum. Alls kusu 12 manns í þessum fyrstu bæjarstjórnar- kosningum og þótti merkileg- ast við hana að fyrsti kjós- andinn til að fá nafn sitt skráð í kjörbók Akureyrar var „madame" Vilhelmina Lever borgarinna. Ekki er vitað til að kona hafi áður tekið þátt I kosningum á íslandi, enda hlutu konur ekki kosninga- rétt fyrr en löngu síðar. Ný- kjörin bæjarstjórn kom fyrst til fundar 4. apríl 1863 og var þar kosinn oddviti og vara- oddviti bæjarstjórnar. Bæjarstjóri varfyrst ráðinn 1919 Nokkru áður eða í byijun janúar 1857 hafði verið gefið út opið bréf um stofnun bygg- inganefndar á verslunar- staðnum Akureyri og er bygginganefnd því elsta nefnd bæjarins. Elsta embætti bæjarins er embætti bæjar- gjaldkera, en sá mátti ekki greiða neitt úr bæjarsjóði nema eftir ávísun frá bæjar- stjórninni. Kaflaskipti urðu í sögu Akureyrar árið 1919, en þá er bæjarfulltrúum fjölgað í 11 og þeir kosnir til fjögurra ára og er þá jafnframt í fyrsta skipti ráðinn bæjarstjóri. Fyrsti bæjarsljórinn var Jón Sveinsson, lögfræðingur. Nú- verandi bæjarsljóri er sá átt- undi í röðinni, en lengst gegndi stöðunni Steinn Steinsen, eða í 24 ár, frá 1934- 1958. Núgildandi samþykkt um stjórn Akureyrar og fundar- sköp bæjarstjórnar er frá ár- inu 1988, en í samþykktinni segir að hlutverk bæjarstjórn- ar sé að gæta hagsmuna bæj- arins og vera I forsvari fyrir hann og vinna að sameiginleg- um velferðarmálum bæjarbúa. Á þeim 133 árum sem bæjarstjórn hefur starfað hef- ur hún haldið 3000 fundi, sem svarar til þess að árlega hafi verið haldnir 22-23 fundir. Er það í samræmi við reglur sem gilda nú um fundi bæjarstjórn- ar, en hún skal halda að jafn- aði tvo fundi í mánuði nema yfir sumarmánuðina. Þorsteinn Már Baldvinsson, framkvæmdastj óri útgerðarfyrirtækisins Samheija Morgunblaðið/Kristján ÞORSTEINN EA er nýjasta skipið í flota Samherja hf. en það kom til Akureyrar í byrjun október sl. Þorsteinn hefur fiskað vel af rækju en hann er nú í sínum þriðja túr. ÞORSTEINN Már Baldvinsson og Kristján Vilhelmsson, útgerðar- stjóri á kössum með frystum fiskflökum úr einu skipa sinna, Víði EA. „Þetta er besti fiskur í heimi,“ segir Þorsteinn Már. GUÐSTEINN GK, togari fyrirtækisins, sem síðar fékk nafnið Ákureyrin EA kom til Akureyrar 1. maí árið 1983 og síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. í dag er Sam- heiji orðinn stóriðja í útgerð og físk- vinnslu hér á landi og hefur auk þess verið að hasla sér völl á erlend- um vettvangi. Fyrir rúmum mánuði keypti Sam- heiji 50% hlut í þýska útgerðarfyrir- tækinu Deutsche Fischfang Union, DFFU, sem gerir út fjóra togara í Þýskalandi, og er vert að geta þess að Finnbogi, bróðir Þorsteins Más, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Samheiji keypti togarann Akra- berg í samvinnu við Færeyinga í nóvember í fyrra og í byijun þessa árs gerði fyrirtækið samstarfssamn- ing við Royal Greenland, sem m.a. veitir fyrirtækinu veiðirétt í græn- lenskri lögsögu. Samheiji gerir út átta togara á Akureyri, rekur Söltun- arfélag Dalvíkinga hf. á Dalvík og Strýtu hf. á Akureyri. Næsta skref að ná utan um rekstur DFFU Þorsteinn Már Baldvinsson, fram- kvæmdastjóri Samheija, segir í við- tali við Morgunblaðið, að ekki séu frekari landvinningar uppi á borðinu um þessar mundir. Næsta skref séu að ná utan um rekstur DFFU og breyta honum - það sé verkefni sem taki örugglega nokkuð langan tíma. „Samningaviðræðurnar í Þýska- landi voru erfíðar, ekki síst undir lokin en þetta hafðist,“ segir Þor- steinn um kaupin á helmingshlut í DFFU. Norskur auðkýfíngur og stærsti útgerðarmaður í heimi, Kjell Inge Rokke, hafði einnig áhuga á að eign- ast hlut í DFFU og gerði þeim Sam- heijamönnum um leið erfíðara fyrir í samningaviðræðunum. „Kjell Inge Rakke er verðugur andstæðingur. Þetta er maður sem ég ber mikla virðingu fyrir og hef fylgst með lengi. Hann er fyrrum sjómaður en hefur unnið sig upp og í dag velta fyrirtæki hans í kringum 50 milljörð- um króna. Kjell Inge sýndi það líka þegar hann kom til viðræðna við stjórnvöld Neðra Saxlandsríkis á 1.800 milljóna króna einkaþotu, að hann á eitthvað af peningum." Nauðsynlegt að leita út fyrir landsteinana Þorsteinn Már segir nauðsynlegt fyrir íslendinga að leita út fyrir land- steinana eftir samvinnu og samstarfí og stærstu sjávarútvegsfyrirtæki landsins hafa reyndar gert það í ein- hverjum mæli. „Islendingar hafa alla burði til þess þekkingarlega séð að sækja út. Óhræddur við þátttöku erlendra aðila í íslenskum sjávarútvegi * Utgerðarfyrírtækið Samheiji hf. hefur veríð áberandi síðasta áratug, frá því að frændumir, Þorsteinn Már Baldvinsson, sem Krístján Krístjáns- son ræðir hér við, og bræðumir Þorsteinn og Krístján Vilhelmssynir, eignuðust hlutabréf fyrírtækisins og hófu rekstur þess á Akureyrí. Þorsteinn Már Baldvinsson Þorsteinn Vilhelmsson Hins vegar vantar okkur greiðari aðgang að áhættufjármagni. Þessi rekstur sem við erum að tengjast í Þýskalandi er mjög svipaður og við þekkjum. Skipin eru að veiða í Norð- ur-Atlantshafí eða á hafsvæði sem við höfum góða þekkingu á og eru að veiða sömu fisktegundir og við gerum hér, að viðbættum makríl. Þetta er því upplagt tækifæri fyrir okkur að fara inn í erlent samstarf á sviði þar sem við erum að hluta til á heimavelli." Þátttaka íslendinga í útgerð hefur áhrif víða að sögn Þorsteins Más og hann nefnir sem dæmi að búið er að leggja mikla vinnu og fjármuni í togarann Akraberg hér á landi. Tog- ara sem ÍS keypti hlut í var breytt töluvert á íslandi, Slippstöðin-Oddi fær veruleg verkefni vegna togara Mecklenburger Hochseefischerei og svo mætti áfram telja. Starfsemi erlendis skilar atvinnu á íslandi „Endurbætur á einum togara 'DFFU eru hafnar úti í Þýskalandi og í því sambandi eru fimm íslensk fyrirtæki nú að smíða fyrir okkur ryðfrýjan vinnslubúnað í togarann og eitt fyrirtæki til viðbótar er að vinna við endurbætur á frystikerfi skipsins. Þá eru tvær íslenskar verk- fræðistofur að vinna fyrir okkur í tengslum við DFFU, önnur á Akur- eyri og hin í Reykjavík. Þessi starf- semi Islendinga erlendis getur skap- að íslenskum fyrirtækjum mikla vinnu. Við leitum til þeirra sem við vitum að hafa þekkingu og reynslu í sambandi við það sem við erum að gera og hún er mikil hér á landi.“ Samstarf okkar alltaf verið gott Þorsteinn Már segir að rekstur Samheija gangi vel og hafí gert það síðan þeir frændur tóku við rekstrin- um. Samstarf þeirra hefur alltaf verið gott og þessi mikli uppgangur hefði ekki orðið að veruleika annars. „Þetta hafa verið skemmtileg ár, reksturinn hefur gengið vel og sam- vinna við fólk yfirleitt ánægjuleg. Við höfum haft mikið af góðu starfs- fólki og tekist að halda vel í það í gegnum tíðina." Akureyrarbær hefur verið að selja hlutabréf sín í fyrirtækjum í bænum og bæjarstjóri hefur boðað frekari sölur. Akureyrarbær á meirihluta í Útgerðarfélagi Akureyringa hf. og verður að telja líklegt að þau bréf fari á markað áður en langt um líð- ur. En hefur Samheiji áhuga á að eignast hlut í ÚA? Stefna bæjarins í sjávarútvegs- og atvinnumálum óljós „Við sýndum því áhuga sl. vetur en bréfín voru ekki til sölu þá. Áður en við hugum að því að nýju, þurfum við að vita hvaða stefnu og framtíð- arsýn Akureyrarbær hefur í sjávar- útvegs- og atvinnumálum. Ég er á þeirri skoðun og tel reyndar nauð- synlegt að einingarnar í sjávarútvegi stækki - enda er það engin tilviljun að það eru stærstu fyrirtækin sem hafa verið í landvinningum erlendis.“ Þorsteinn Már segir að eitt dæmið um að framtíðarsýnina vanti á Akur- eyri sé varðandi hafnarmálin. „Bryggjupláss fyrir fiskiskip á Akur- eyri er of lítið og það hefur ekki verið efst á forgangslista að bæta úr því. Það er hins vegar í umræð- unni í dag en hefur ekki verið. Þeir möguleikar sem Samherji hefur haft á að koma sér upp aðstöðu hafa ekki verið til staðar. Framkvæmdir vegna farþega og flutningaskipa hafa verið ofar á listanum." Eigum eftir að skoða það að opna fyrirtækið Samheiji hefur fengið vilyrði fyrir lóð undir starfsemi sína á Sanavellin- um svokallaða við Fiskihöfnina en Þorsteinn Már segir að ekki standi til að byggja þar fyrr en vesturkant- ur Fiskihafnarinnar hefur verið byggður. Samheiji er eina stóra sjávarút- vegsfyrirtækið hér á landi sem ekki er á almennum hlutabréfamarkaði en á Þorsteinn Már von á því að það breytist í nánustu framtíð? „Það er að sjálfsögðu eitt af því sem við eigendur komum til með að velta fyrir okkur. Það hefur bæði kosti og galla að opna fyrirtækið og kostirnir eru vafalaust fleiri. Með því er hægt að ná í aukið hlutafé til framkvæmda og áframhaldandi upp- byggingar en á móti kemur krafan um arð af því fjármagni sem lagt er í fyrirtækið. Arðgreiðslur hafa verið mjög litlar hjá Samheija og fjár- magninu hefur verið haldið innan fyrirtækisins. Það er hins vegar hluti af minni framtíðarsýn að sem all- flest fyrirtæki verði opin og menn geti keypt og selt hlutabréf. En þessi umræða um að opna Samheija hefur samt ekki farið fram af neinni al- vöru hjá okkur eigendum þess.“ Stöðugleiki forsenda fyrir áframhaldandi árangri Þorsteinn Már segir að eðlilegt sé að í okkar þjóðfélagi verði áfram mikil umræða um sjávarútvegsmál. Það sé hins vegar ljóst að umræðan hjá þeim sem völdin hafa, þ.e. stjóm- málamönnum, sé oft á tíðum út og suður. Aðalástæðan fyrir því að all- mörg sjávarútvegsfyrirtæki hafa gengið vel þrátt fyrir niðurskurð á aflaheimildum er sú að það hefur ríkt ákveðinn stöðugleiki í þjóðfélag- inu. Verðlag hefur verið stöðugt og ákveðinn stöðugleiki í fiskveiði- stjómunarkerfínu. Forsenda fyrir áframhaldandi árangri er að það ríki áfram stöðugleiki og sjávarútvegs- fyrirtæki geti gert langtímaáætlanir - ekki bara til næstu mánuða heldur til þriggja til fímm ára. „Það hefur verið gaman að kynnast hugsunar- hætti Þjóðveija síðustu mánuði. Þar kemur mjög skýrt fram að í huga þeirra er stöðugleiki forsenda árang- urs.“ Hugsanleg aðild erlendra aðila að íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum hefur verið mikið til umræðu. Á að leyfa erlendum aðilum að fjárfesta í sjávarútvegsfyrirtækjum hér á landi? „Ég er alveg óhræddur við að breyta lögunum þannig að erlendir aðilar geti átt í íslenskum sjávarút- vegi. Ég tel að það geti orðið sjávar- útveginum til góðs og sé jafnvel nauðsynlegt fyrir framtíðarþróun greinarinnar." Hef efasemdir um starfsemi Fiskistofu Fátt bendir til þess að miklar breyt- ingar verði á fiskveiðistjómuninni hér á landi næstu árin. Þorsteinn Már segir að ein af forsendum fyrir því að meiri friður ríki um kvótakerfið, sé að eftirlitskerfíð virki betur en það gerir í dag. „Þá er ég ekki endilega að tala um að það þurfí að fjölga svo starfs- fólki við eftirlitið. Ég er einn af þeim mörgu sem hef miklar efasemdir um starfsemi Fiskistofu og þann árangur sem hún sýnir í starfí. Eftirlitsþáttur Fiskistofu er frekar rýr og það hefur verið að koma æ sterkar fram hjá forystumönnum útgerðarmanna," segir Þorsteinn Már Baldvinsson. FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1995 D Leiðandi vo lágu uverði allt árið ; V Dæmi um verð Hágæða svissneskur sími með 10 númer minni og skjá kr. 3.595,- Baðvog kr. 965,- Eldhúsklukka kr. 995,- Eldhúsvog 10 kg kr. 998,- Steikingapottur lítri. kr. 1.195,- Steikingapottur stór. kr. 1.799,- Baðmottusett kr. 1.296,- Úr kjötborði: Dæmi um verð á jólasteik Svínahamborgarhryggur kr. 799, -kg. Lambahamborgarhryggur kr. 475,- Önd kr. 699,- kg. Kjúklingur kr. 575,- kg. Hangilæri úrb. kr. 825,- kg. Svínakótilettur kr. 737,- kg. Gos og öl Coca Cola 2 I kr. 154,- Fanta 2 I kr. 95,- Víking maltöl 0,5 I kr. 56,- Víking Tule 0,5 I kr. 47,- Egils appelsín 2 I kr. 165,- Egils maltöl 0,5 I kr. 79,- Pepsi 2 I kr. 138,- Níðursoðnir ávextir og grænmeti Bl. ávextir 1/1 dós kr. 95,- Perur 1/1 dós kr. 79,- Jarðarber 1/1 dós kr. 136,- Ferskjur 1/1 dós kr. 75,- Ora grænar baunir 1/1 dós kr. 95,- Ora bl. grænmeti 1/2 dós kr. 89,- Sveppir Maling 300 gr kr. 45,- Jól með Emmess ís Jólaís 1,5 I kr. 288,- Hrísísterta kr. 369,- Kvenkuldaskór reimaðir kr. 2.895,- Afainniskór frá kr. 495,- Hvítar drengjaskyrtur kr. 795,- Kvenúlpur 20% afsláttur við kassa Bútasaumsteppi bómull stærð 158 x 220 + koddaver stærð 90 x 60 og 30 x 30 kr.7.998,- . NETTÓ þegar þú vei Ocfýrt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.