Morgunblaðið - 14.12.1995, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 14.12.1995, Qupperneq 12
12 D FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Jóhannes Valgeirsson, einn stjómenda sunnudagaskólans í Akureyrarkirkju Eigum í harðri samkeppni við sjónvarpið Starfið hefur verið öflugt í gegnum tíðina og í vetur hefur verið óvenju mikið að gerast. Það er mjög gaman að starfinu þegar vel er mætt og það _ er ekki síður mikilvægt að foreldr- ar fylgi bömum sínum í sunnu- dagaskólann," segir Jóhannes í samtali við Morgunblaðið. Skiljum eftir margar spurningar SUNNUDAGASKÓLI er starfræktur bæði 1 Akureyrarkirkju og Glerárkirkju yfir vetrarmánuðina og er tilgangurinn að kenna börn- um að ganga til kirkju og færa þeim þann boðskap sem kirkjan er kölluð til að flytja. í Akureyrarkirkju fer starfið fram bæði í kirkjunni og eins í safnaðarheimilinu. Hjónin Jóhannes Valgeirsson og Astrid Hafsteinsdóttir eru á sínu fjórða starfsári með sunnudaga- skólann og með þeim starfa sóknarprestar og organisti. Morgunblaðið/Kristján SONGURINN er mikilvægur í starfi sunnudagaskólans og læra börnin bæði sálma og svokallaða hreyfisöngva. Einnig fá börnin möppur og Jesúmyndir og mætingamiða sem þau safna. „í okkar fræðslustarfí skiljum við eftir mikið af spurningum í huga barnanna og því er mikilvægt að foreldamir taki þátt í starfínu, því um leið eiga þeir auðveldara með að svara þeim spumingum sem upp koma hjá sínum bömum.“ Starfið fer fram bæði í safnaðar- heimilinu og í kirkjunni og segir Jóhannes að í kirkjunni sé starfíð nokkuð fastmótað en aftur sé meira sprellað í safnaðarheimilinu. Aldur þeirra bama er sækja sunnudaga- skólann er alltaf að færast neðar og segir Jóhannes böm allt niður í tveggja ára taki þátt í starfínu. Jesú getur líkar verið vinur „Við erum kannski helst að miða okkar starf við börn í kringum 5 ára aidur en það fá allir eitthvað við sitt hæfi, bæði þau eldri og þau yngri. Okkar aðalmarkmið er að benda bömunum á að Jesú er meira en eitthvert andlegt afl. Jesú getur HJÓNIN Jóhannes Valgeirsson og Astrid Hafsteinsdóttir stjórna sunnudagaskólanum í Akureyrarkirkju og segir Jó- hannes að starfið hafi breyst mikið á undanförnum árum. PRESTAR og organisti taka fullan þátt í starfi sunnudagaskól- ans og hér sést Séra Birgir Snæbjörnsson, sóknarprestur í Akureyrarkirkju í hópi barna í sunnudagaskólanum. líka verið vinur og hann vill vera vinur barnanna og ekki síst nú um hátíðamar - og til hans er hægt að leita í bæninni. Jólin snúast nefnilega ekki bara um pakka og kökur og Jesú er lykilatriði í þessu öllu. Bömin þurfa líka að læra að koma til kirkju og kynnast því starfí sem þar fer fram. Það er oft of mikil viðkæmni í kirkjunni, böm eru böm og það þarf að koma fram við þau sem slík. Þau þurfa oft að hreifa sig og hafa hátt en það er þeim bara eðlilegt." Börnin mótast mjög fljótlega Jóhannes segir að börnin mótist mjög fljótlega af því sem þau heyra og sjá og því sé Sunnudagaskólinn afar mikilvægur. En kirkjan á í mikilli samkeppni og ekki síst á sunnudagsmorgnum. „Við eigum í mikilli samkeppni við sjónvarpið og dagskrá sjón- varpsstöðvanna er alltaf að lengj- ast. Það er freistandi fyrir foreldra að kveikja á sjónvarpinu fyrir börn- in á sunnudagsmorgni og halla sér svo aftur. Kirkjan má ekkert gefa eftir í þessu sambandi og verður að hella sér út í þessa samkeppni og gera allt sem hún getur til þess að ná til fólksins.“ Barnastarfið alltaf að batna Kirkjan hefur látið vinna sér- stakt bamaefni, sem stuðst er við í starfi sunnudagaskólanna og seg- ir Jóhannes að þetta efni sé alltaf að verða betra og betra. „Þetta er að skila sér og það hefur verið al- veg rosalega gaman í starfinu í vetur og hingað hafa komið allt upp í 240 börn og yfir 90 foreldrar í einu. Við höfum verið að nálgast fólkið og það kemur af því að kirkj- an er að gera eitthvað sem því lík- ar,“ segir Jóhannes. ólatilboð 0ýjf á Octek tölvum 486DX2-66 frá _ 486DX4-100 frá 486DX4-120 frá 87.000 96.000 105.000 486 tölvur eru með 4 Mb og 850 Mb disk Pentium 75 frá Pentium 90 frá _ Pentium 100 frá 129.000 139.000 148.000 Pentium tölvur eru með 8Mb og 850 Mb disk Komið og sjáið úrvalið Glerárgötu 30 sími 461 -2290 - fax 461 -2293 Elías lætur af starfi sýslumanns á næsta ári Morgunblaðið/Kristján ELIAS I. Elhisson, sýslumaður hefur starfað hjá embættinu á Akureyri frá árinu 1980 en áður var hann bæjarfógeti á Siglufirði í tæp 14 ár. Elías hefur starfað hjá ríkinu alla tíð og segist hafa kunnað því vel. ELÍAS I. Elíasson, sýslumaður á Akureyri, lætur af störfum á næsta ári. Elías verður sjötugur þann 10. apríl nk. og samkvæmt reglum þarf hann að látá af embætti í kringum þau tímamót. Elías hefur starfað við embættið á Akureyri frá 15. ágúst 1980 en áður var hann bæjarfógeti á Siglufírði í tæp 14 ár. „Elías sagðist reikna með því að margir hafí áhuga á sýslumanns- embættinu, „enda er Akureyri góð- ur staður og embættið ágætt,“ seg- ir Elías. Hann segist þó eiga eftir að ræða við þá í ráðuneytinu um sín starfslok og er ekki mikið far- inn að hugsa um þau mál ennþá. „Sjálfur hef ég verið mjög ánægður í starfinu á Akureyri. Hér er allt tii alls og þá eru samgöngur góðar og því auðvelt að komast á milli staða.“ Embættismaður alla tíð Elías segir að ýmislegt hafi breyst á þessum árum hans í emb- ætti bæjarfógeta og sýslumanns. „Embættin stækkuðu á alla kanta og við þennan aðskilnað árið 1992 fór dómstóllinn út. Þá fóru hin eig- inlegu dómsmál frá embættinu." Elías hefur alla tíð starfað innan embættismannageirans. Hann var starfsmaður á skrifstofu tollstjór- ans I Reykjavík frá 1951-1955, fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráðu- neytinu frá 1956 til 1962 og starf- aði jafnframt fyrir saksóknara rík- isins ’61-’62. Elías var skipaður bæjarfógeti á Siglufirði frá 1. maí 1966 og starfaði sem deildar- stjóri í dóms- og kirkju- málaráðuneytinu til þess tíma. Hann leysti bæjarfógetann í Hafn- arfírði af í hálft ár árið 1976 en tók svo aftur við embættinu á Siglu- fírði. Elías var skipaður bæjarfógeti á Akureyri og Dalvík og sýslumað- ur í Eyjafjarðarsýslu frá 15. ágúst 1980. Hann var jafnframt settur bæjarfógeti í Ólafsfirði í rúma fjóra mánuði árið 1988 og við breytingar árið 1992 var hann skípað- ur sýslumaður á Akur- eyri. „Hann segist hafa kunnað því vel að starfa hjá ríkinu, enda ekki atltaf verið á sama staðnum og tilbreyt- ingin því verið nokkur. Sýslumenn hafa mikil samskipti við dómsmála- ráðaráðuneytið og starfsmenn embættisins eiga í miklum og ágæt- um samskiptum við starfsmenn ráðuneytisins, að sögn Elíasar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.