Morgunblaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 2
2 D FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI DAVID og Coleen Hutchinson fyrir miðri mynd með verðlaunin sem þau hlutu á dögunum. Jóhann- es Már Jóhannesson, markaðsstjóri Samherja, er lengst til hægri á myndinni og Gústaf Baldvins- son frá ísberg, sölustjóri Ice Fresh fisks í Englandi, lengst til vinstri. Keppni veitingastaða í Englandi sem selja fisk og franskar Veitingastaður ársins selur fisk frá Samherja HUTCHINSONS Fish and Chips í Heiston í Comwall bar sigur úr býtum í keppni um val á „Fish and Chips“ veitingastað ársins í Eng- landi sem nýlega fór fram en stað- urinn selur eingöngu fisk af togur- um Samherja hf. á Akureyri. Jóhannes Már Jóhannesson mark- aðsstjóri Samheija segir að árlega sé valinn veitingastaður ársins í þessum flokki, en „fískur og fransk- ar“ séu nokkurs konar þjóðarréttur Englendinga. Um 900 veitingastaðir taka þátt í keppninni og stendur valið yfír í um tvo mánuði. Á þeim tíma sem valið stendur yfír geta staðimir átt von á heimsóknum þar sem fulltrúar keppninnar fara í saumana á öllum þáttum rekstrarins auk skyndiheimsókna þar sem mat- argestir láta ekkert uppi um ástæð- ur heimsóknarinnar fyrr en að lokn- um snæðingi. Einn staður í hveijum hluta landsins er síðan valinn til þátttöku í úrslitakeppni og var hún haldin nýlega í Lundúnum. Hutchinsonhjónin, David og Cloeen sem reka staðinn hafa ein- göngu notað sjófrystan físk frá Samheija síðustu 4-5 ár og töldu þau gæði fisksins tvímælalaust eina aðalástæðu velgengni sinnar. Vandalaust sé að fá iðnaðarvöru af bestu gerð, en erfiðara að tryggja gæði físksins. Þau hefðu prófað marga framleiðendur en aldrei get- að treyst því að gæðin væru þau sömu frá degi til dags, en Jóhannes sagði að þau teldu það mikið happ fyrir reksturinn þegar þau keyptu sjófrystan fisk af Samheija fyrir nokkmm árum. Beint til neytenda „Það er nokkuð útbreiddur mis- skilningur á íslandi að sjófrystur fískur fari til frekari vinnslu í verk- smiðjum í Englandi, staðreyndin er sú að meira en 95% af sjófrystum flökum em seld beint til neytenda,“ sagði Jóhannes. „Okkur þykir afar ánægjulegt að sjófrystur fiskur frá íslandi skuli hafa getið sér svo gott orð.“ Nýir eigendur að taka við í Krossanesi NÝIR eigendur taka við rekstri loðnuverksmiðju Krossaness á Ak- ureyri í dag eða á morgun. Verk- smiðjan hefur um langt árabil ver- ið í eigu Akureyrarbæjar, en núver- andi meirihluti í bæjarstjóm stefnir að því að selja hlutabréf bæjarins í atvinnufyrirtækjum og er sala á Krossanesi liður í því. Ýmsir möguleikar Verksmiðjan var seld á 150 milljónir króna auk þess sem kaup- endur, hópur fjárfesta sem Þórar- inn Kristjánsson framkvæmda- stjóri Gúmmívinnslunnar á Akur- Aflétta bæjar- ábyrgðum sem nema hátt í 300 milljónir eyri fór fyrir, aflétta bæjarábyrgð- um sem hvíla á fyrirtækinu en þær nema hátt í 300 milljónir króna. „Það er alveg klárt að við hefð- um ekki boðið í verksmiðjuna nema vegna þess að við teljum að þama megi reka arðvænlegt fyrirtæki,“ sagði Þórarinn Kristjánsson. „Við sjáum fyrir okkur ýmsa möguleika á að gera góða hluti í þessum rekstri.“ Þórarinn sagði að engar breyt- ingar yrðu á rekstrinum fyrst í stað, framkvæmdastjórinn Jóhann Pétur Andersen stóð að tilboðinu með Þórarni, ísfélagi Vestmanna- eyja, stofnanafjárfestum og fleir- um og verður hann áfram fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins. „Ég tel að bærinn hafí stigið rétt skref með því að selja fyrir- tækið, sveitarfélagið á ekki að vera í atvinnurekstri til lengri tíma,“ sagði Þórarinn. Jódís Jósefsdóttir hefur starfað fyrir Morgunblaðið síðan 1962 „Viltu biðja pabba þinn...“ JÓDÍS Kristín Jós- efsdóttir hefur starfað fyrir Morg- unblaðið á Akur- eyri siðan um ára- mótin 1961 og 1962. Fyrst með eigin- manni sínum, Stef- áni Eirikssyni sem varð umboðsmaður blaðsins, sem um- boðsmaður sjálf eftir lát hans 1980 og síðan Morg- unblaðið opnaði skrifstofu á Akur- eyri 1986 hefur hún starfað þar. Líf Jódísar snér- ist um Morgunblað- ið i mörg ár, enda segist hún aldrei hafa farið í sumarfrí á árunum frá 1962 til 1986, „nema þrjá daga um verslunarmanna- helgina og um páskana, frá skír- degi til þriðja í páskum — þetta voru einu dagarnir sem blaðið kom aldrei út,“ segir Jódís. Og þegar börnin hennar tvö voru fermd, spilaði Morgunblaðið inní. „Eiríkur og Hulda voru bæði fermd á annan í páskum, því það var eini fermingardag- urinn sem ég gat verið alveg viss um að eiga frí. Svona sner- ist líf mitt um Moggann í mörg ár, ég gat ekki einu sinni farið í leikhús fyrr en ég væri viss um að blaðið væri komið, því stundum var ekki flogið fyrr en undir kvöid.“ Þrjátíu og fimm ár verða á næsta ári frá því Jódís hóf störf þjá Morgunblaðinu og sagðist hún „aldeilis hrædd" um að starfið væri öðru vísi nú. „Þá voru nú ekki tölv- urnar og þurfti til dæmis að hand- pakka öll blöð sem fóru í sveitirnar." Og breytingin hef- ur orðið mikil á blaðinu. „Þá þótti blaðið ákaflega stórt ef það var meira en 24 siður.“ í þá daga komu líka margir blað- berarnir í af- greiðslu blaðsins, sem var í „Morgun- blaðshöllinni", litlu húsi sem stóð sunn- an Bautans en var rifið 1990. „Það var afar skemmtilegt að krakkarnir skyldu koma til að ná í blaðið því ég kynntist þeim svo vel. Þeir urðu vinir mínir. Sumir þorðu ekki að tala við Stebba, hann var harðari en ég, og ef þeir vildu fá frí eða þurftu að biðja um eitthvað annað sögðu þeir gjarna: Viltu biðja pabba þinn...“ Þetta fannst mér voða fyndið, en hann var tveimur árum eldri en ég.“ Jódís, sem verður 68 í vor, starfaði á Amtsbókasafninu þeg- ar Stefán tók við umboði Morg- unblaðsins á Akureyri en hætti því til að starfa með honum. „Mér féll það illa fyrst að hætta því starfið á safninu var það besta sem ég gat hugsað mér. En það rættist úr því — mér lík- aði þetta starf ógurlega vel, þótti og þykir mjög vænt um Moggann. Og samstarfsfólk mitt hér á skrifstofunni er alveg ynd- islegt.“ Jódís Kr. Jósefsdóttir Akureyri Bæjarstjórnin á Akureyri óskar Akureyringum og landsmönnumn öllum /fs>//t///t//S á/'-i. Glerárgötu 28 - Akureyri Áskriftarsími 462 4966 ijjtu e kki af dejemberbókunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.