Morgunblaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 8
8 D FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI ^ Morgunblaðið/Kristján NÝSTOFNAÐUR Kór Tónlistarskólans á Akureyri á fyrstu tónleikum kórsins sem haldnir voru fyrir fullu húsi í Akureyrarkirkju í liðinni viku. Michael Jón Clarke hefur fylgst með tónlistarlífi á Akureyri í nær aldarfjórðung Vantar tilfinnanlega tónlistarhús MICHAEL Jón Clarke stjóm- aði nýstofnuðum Kór Tón- iistarskólans á Akureyri á fyrstu tónleikum kórsins sem haldnir voru fyrir fullu húsi í Akureyrar- kirkju í liðinni viku. Hann hefur búið á Akureyri í 24 ár, er fæddur í Nott- ingham í Bretlandi og hefur kennt við tónlistarskólann, stjórnað kórum og tekið virkan þátt í tónlistarlífí á Akureyri um árabil. „Þegar ég kom fyrst var engin hljómsveit starfandi hér, það voru ekki einu sinni til hljóðfæri sem til þurfti, en við stofnuðum fyrstu nem- endahljómsveitina eftir að Kiwanis- menn gáfu nokkur hljóðfæri. Þau eru sum enn í notkun," sagði Michael. A þeim árum sem hann hefur fylgst með tónlistarlífínu í bænum segir hann að skipst hafí á skin og skúrir, stundum miki! uppsveifla en síðan komi lægðir inn á milli. Blás- arasveit æskunnar og strengjasveit tónlistarskólans vöktu fyrir nokkrum árum verulega athygli, fóru í ferða- lög til útlanda og unnu til verðlauna og í kjölfarið var mikil vakning, en siðan hefur áhuginn minnkað. Þá hafí verið stofnaðir kórar sem notið hafí vinsælda og fengið góða aðsókn á tónleika, en starfsemin síðan nán- ast lagst af. Hann nefnir Passíukór- inn sem dæmi, hann hafí fyrstur haft á stefnuskrá sinni að flytja stærri kórverk, en æfí nú ekki lengur. Þá nefnir hann einnig að söngleik- ir sem Leikfélag Akureyrar hafí tek- ið til sýninga hafí vakið mikla at- hygli og skapað atvinnu fyrir fí'ölda tónlistarmanna, bæði hljóðfæraleik- ara og söngvara auk þess að draga að fjölda fólks til bæjarins. „Síðan þá hefur lítið verið um söngleiki á flölum leikhússins, það er eins og menn séu hræddir við að næsta upp- færsla hljóti að mistakast fyrst svo vel tókst til síðast. Það væri gaman ef uppsetning söngleiks yrði árlegur viðburður hér í bænum.“ Kór Tónlistarskólans er eingöngu skipaður heimamönnum og var Mich- MICHAEL Jón Clarke og Ric- hard Simm undirleikari. ael afar ánægður með aðsóknina. „Sérstaklega var ég glaður að sjá táninga og ungt fólk á þessum tón- leikum og það virtist skemmta sér prýðilega. Við höfum ekki séð mikið af þessum hópum á tónleikum áður,“ segir hann og bendir á að stundum þyki það ekki fínt meðal unglinganna að stunda nám við tónlistarskóla. „Þeir skammast sín sumir að bera hljóðfæri niður í bæ og láta foreldr- ana keyra þau fyrir sig í skólann, þetta á kannski frekar við um strák- ana,“ sagði hann en taldi að einhver breyting væri að verða á, æ fleiri ungir piltar hefðu áhuga á söng og tækju þátt í kórastarfi. „Það er stundum þannig, að það þarf ein- hvern af leiðtogunum í hópnum, töff- urunum, til að bijóta ísinn, hafí þeir áhuga fínnst hinum krökkunum ekki hallærislegt að vera með í kórurn." Kórinn er nú að undirbúa upp- færslu á skemmtióperunni Mikadó og er áætlað að setja verkið upp í maí á næsta ári. „Ef það á að tak- ast þurfum við fleiri raddir, þá kem- ur söngáhuginn í ljós, hvort menn vilja vera með, en við þurfum á öllum hetjutenórum bæjarins að halda." Sinfóníuhljómsveit Norðurlands sem starfað hefur síðustu ár er mik- il lyftistöng fyrir tónlistarlíf á Akur- eyri og reyndar í fjórðungnum öllum. Nú eru að jafnaði haldnir tveir til fímm sinfóníutónleikar árlega. „Áður kom Sinfóníuhljómsveit Islands á tveggja ára fresti með tónleika og yfirleitt var þá boðið upp á eitthvert landsbyggðarprógamm, lummur fyr- ir sveitafólkið." Það er kostnaðarsamt að reka hljómsveitina. „Hún hefur því miður ekki nógu mikla peninga til að geta staðið undir öllum sínum tónleikum. Þá verður að byggja á aðsókninni og er þá brugðið á það ráð að fá velþekkta eða vinsæla aðkeypta krafta til að taka þátt. Mér fínnst stundum eins og tónlistarmenn á svæðinu séu vannýttir, þeir fá ekki tækifæri til að spreyta sig, mér fínnst stundum skorta á að Akureyringar séu stoltir af heimamönnum og vilji frekar fá fólk annars staðar að.“ Það sem stendur tónlistarlífí á Akureyri nokkuð fyrir þrifum er skortur á frambærilegu tónlistarhúsi og hvetur Michael þá sem bera hag tónlistarinnar fyrir bijósti að standa saman að uppbyggingu slíks húss. „Ég er ekki að tala um hús sem þarf að kosta 100 milljónir, það er hægt að koma upp sómasamlegu húsi fyrir mun minni pening," sagði hann og benti til að mynda á íþrótta- skemmuna sem dæmi og einnig væri góður hljómburður í húsi Nýja bíós. I þessum húsum væri hægt að koma upp góðri aðstöðu til tónleikahalds og fjölbreyttra listviðburða án þess að kosta óheyrilega miklu til. Stærri viðburðir í tónlistarlífi hafa verið í íþróttahúsum og fylgir því mikil vinna, bera þarf stóla fram og til baka, koma fyrir Ijósum, búa til svið og laga gólf. „Við þurfum að standa betur saman um að þrýsta á að fá tónlistarhús og ég er sannfærður um að ef við fengjum afhent hús væri hægt að mynda hóp áhugamanna sem væri tilbúinn að leggja á sig sjálfboðavinnu til að búa það úr garði og gera drauminn að veruleika." LA verði að full- burða lands- hlutaleikhúsi FORSVARSMENN Leikfélags Akureyrar telja að næsta skref í þróun atvinnuleikhúss á Akureyri sé að gera LA að full- burða landshlutaleikhúsi sem hafi skyldum að gegna við Norðurland allt. Það verði m.a. gert með því að ferðast með að minnsta kosti eina sýningu á leikári um byggðirn- ar kringum Akureyri. Fyrirmyndin er sótt til Norður-Noregs og hafa viðræður við fulltrúa menntamála- ráðuneytis staðið yfír um breytingar á kostnaði við rekstur félagsins þannig að ríkið auki hlut sinn í rekstrinum. Viðar Eggertsson leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar segir það hafa verið tímamót í menningarmálum landsbyggðarinnar þegar atvinnu- leikhúsi var komið á fót á Akureyri árið 1973. Þá hafí í fyrsta skipti verið viðurkennt í verki að á lands- byggðinni ætti að starfa atvinnu- listastarfsemi. Akureyri, stærsti byggðakjarni landsins fyrir utan höfuðborgarsvæðið varð þar með vísir að því að skapa mótvægi við höfuðborgina í menningarlegu tilliti. Þjónustumiðstöð fyrir áhugaleikfélög Starfsemi atvinnuleikhúss má að sögn Viðars líta á sem tilraun, en þróunin hefur orðið sú að leikhúsið hefur verið að festa sig í sessi. „Við álítum að nú sé komið að því að taka næsta skref í þessari þróun og gera Leikfélag Akureyrar að fullburða landshlutaleikhúsi sem hafi frekari skyldum að gegna við landshlutann, að ferðast með að minnsta kosti eina sýningu á leikári um byggðirnar kringum Akureyri," sagði Viðar og bætti við að atvinnu- leikhús LA hafi frá upphafi gegnt mikilvægu hlutverki og reynst nokk- urs konar þjónustumiðstöð fyrir áhugaleikfélög á Norðurlandi. Fyrirmynd að landshiutaleikhúsi er sótt til Noregs, m.a. er starfandi landshlutaleikhús í Tromsö í Norð- ur-Noregi og er skýrt kveðið á um að ríki og sveitarfélag skipti með sér kostnaði, framiag ríkisins er 70% og sveitarfélagsins 30%. Það hluti af menningar- og byggðastefnu að í Norður-Noregi eigi að vera starf- rækt atvinnuleikhús til að efla mannlíf í nyrstu byggðum landsins. „Þannig fyrirkomulag mætti hugsa sér hér,“ sagði Viðar. Viðræður hafa staðið yfír við menntamála- ráðuneytið um að koma á slíku fyrir- komulagi. Þríhliða samningur stór áfangi Stór áfangi náðist árið 1987 þeg- ar þríhliða samningur, ríkis, Akur- eyrarbæjar og Leikfélags Akureyrar um fjárframlög frá hinu opinbera til LA tók gildi. Áður hafði fjárþörf leikhússins verið skoðuð ýtarlega, búin til grunnverkefnaskrá fyrir leikhúsið miðað við að sett yrðu upp 4-5 leikverk á ári og fjárþörfín reiknuð út frá henni. Hlutfallsskipt- ing milli opinberra aðila var þannig að kostnaður skiptist til helminga milli ríkis og bæjar. Viðar sagði að framlög hafi ekki fylgt kostnaði og munar þar þó nokkru. Þar kemur m.a. til að um árabil gat félagið stuðst við rýra samninga við ýmsa hópa listamanna, en það gangi ekki lengur í alvöru atvinnuleikhúsi sem keppi um listamenn við önnur slík. Viðar segir að framlög til LA þurfi að hækka til að forsendur samningsins standist á næstu árum og hægt verði að ráðast í nauðsyn- leg verkefni í náinni framtíð; kostn- að vegna leikferðar einu sinni á ári um Norðurland, vegna launahækk- ana og vegna leigu fyrir smíðaverk- stæði, en Samkomuhúsið rúmar þá starfsemi vart lengur að sögn Við- ars leikhússtjóra. Skapandi kraftur í menningarstarfi Væmegnr bær fyrir listunnendur AÐ HEFUR gríðarlega mik- ið gerst á síðustu tíu árum { myndlistinni á Akureyri og þá sérstaklega á seinni hluta áratugarins,“ segir Haraldur Ingi Haraldsson forstöðumaður Lista- safnsins á Akureyri, en rúm þijú ár eru frá því það var opnað. Safn- ið er fyrir miðju Grófargili sem margir nefna Listagil og vísa þar til þeirrar fjölbreyttu listastarfsemi sem fram fer í gilinu í húsnæði sem gengið hefur í endurnýjun lífdag- anna, áður fór þar fram niargvísleg iðnaðarstarfsemi á vegum Kaupfé- lags Eyfirðinga, en um árabil stóðu þau meira og minna tóm. Þá miklu grósku sem ríkir á sviði myndlistar á Akureyri segir Haraldur Ingi að megi þakka ötulu starfi fjölmargra að listamálum á undanförnum árum, hann nefnir Rauða húsið sem starfrækt var í bænum í nokkur ár fyrir um hálfum öðrum áratug og allnokkru áður Gallerí Háhól sem stóð fyrir stöð- ugu sýningarhaldi. En upphaf þess að gilið var tekið undir starfsemi tengda listum megi m.a. rekja til málþinga sem haldin voru á árum áður og sjónarmið listamanna komu fram. Á einu slíku var bent á allar þessar ónotuðu byggingar í hjarta bæjarins. „Það væri bara spurning um samkomulag við þá sem héldu á lyklunum, að þeim væri snúið í rétta átt þannig að þau nýttust þeim sem þar vildu starfa að list sinni,“ segir Haraldur Ingi. Áður skemmdar tennur nú fallegt bros „Menn voru að ræða á þessum árum hlutverk Akureyrar í sam- hengi myndlistar í landinu, ég og fleiri héldum því sjónarmiði á lofti að Akureyri hefði þar stóru hlut- verki að gegna. Upp úr þessu fór boltinn að rúlla og það komu margir að málinu,“ segir Haraldur Ingi. Fyrir sveitarstjórnarkosningar árið 1990 settu bæði Alþýðubanda- lag og Sjálfstæðisflokkur upp- byggingu listastarfsemi í Grófar- gili inn í sína stefnuskrá Þessir flokkar sátu saman í meirihluta næsta kjörtímabil „og stóðu við sín loforð," segir Haraldur Ingi. Akur- eyrarbær keypti húsnæði í gilinu af KEA og seldi það síðan þeim sem áhuga höfðu á að byggja þar upp listastarfsemi. „Reynslan sýnir að það var afar snjöll lausn. Gilið var lengi dimmt, drungalegt og líf-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.