Morgunblaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 26
26 D FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1995 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Hermann Sigtryggsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi lætur af störfum Hefur verið bæði vinna og áhugamál Hermann Sigtryggsson íþrótta- ogtóm- stundafulltrúi Akureyrarbæjar, lætur af störfum í byijun næsta árs eftir 33 ára starf. Hann verður 65 ára þann 15. janúar nk, og þó hann láti af starfí íþrótta- og tóm- stundafulltrúa, mun hann starfa áfram hjá Akureyrarbæ eitthvað lengur. MIKIL uppbygging íþróttamannvirkja hefur átt sér stað í bænum siðustu áratugina. Hér sést yfir Sundlaug Akureyrar, gamla fþróttahúsið við Laugargötu og til íþróttahallarinnar, sem er stærsta verkefnið sem ráðist hefur verið í. „MÉR hefur aldrei leiðst í þessu starfi,“ segir Guðrún Hjaltadóttir, sem hefur rekið fyrirtækið Pedrómyndir í 30 ár ásamt manni sínum. Guðrún Hjaltadóttir í Pedrómyndum Reksturinn gengið ótrú- lega vel GUÐRÚN Hjaltadóttir rekur * fyrirtækið Pedrómyndir ásamt manni sínum Friðriki Vestmann. „Það er alveg ljómandi gott að reka fyrirtæki á Akureyri, enda erum við búin að tóra í þessu í 30 ár,“ segir Guðrún. Á fyrstu árum fyrirtækisins - var aðallega verið að framkalla svart/hvítar filmur og þá fyrir alla Norðlendinga. „Friðrik sem er lærður prentari var þá að vinna við þetta á nóttunni og fljótlega kom að því að hann hætti í prentinu og snéri sér al- farið að filmunum,“ segir Guð- rún. Hún segist alltaf hafa starf- að við hlið manns síns í fyrirtæk- inu og til að byija með voru þau aðeins tvö en í dag starfa þar 8-10 manns eftir árstíma. „Okkur hjónunum hefur geng- ið vel að vinna saman en þó fannst mér það nokkuð erfitt á tímabili, enda vorum við aldrei í sundur. Þetta venst og auðvitað skiptir hugarfarið miklu máli.“ Tækninýungar í þessari grein hafa verið miklar og nýjar vélar og tæki að koma á markað á hveiju ári. „Við reynum að vera með það nýjasta sem til er en þróunin er ör og munurinn á þessu í dag og fyrir 30 árum er mikill.“ Á Akureyri eru þijú fram- köllunarfyrirtæki og samkeppn- in á markaðnum því hörð. Guð- rún segist bjartsýn á framtíðina enda hafi reksturinn gengið ótrúlega vel í gegnum tíðina. Að baki því liggi hins vegar mikil vinna og þolinmæði. EG VÁR svo heppinn að fá þetta starf á sínum tíma, sem síðan hefur verið bæði vinna og áhugamál. Þetta hefur oft verið erfitt starf og kannski hef ég gert mér það of erfitt á köflum með því að skipta mér af mörgum hlutum. En ég er mikill Akureyringur í mér og hef alltaf haft mikinn áhuga á málefnum bæjarfélagsins," segir Hermann í viðtali við Morgunblaðið. Hermann er sáttur við sinn starfsferil og hann er sérstaklega ánægður með að hafa tekið þátt í að skrifa undir samning við menntamálaráðuneytið þess efnis að stjórnstöð Vetraríþróttamiðstöðv- ar íslands verði stað- sett á Ákureyri. Einnig þykir honum jákvætt að bærinn skildi hafa tekið þátt í fram- kvæmd heimsmeistara- keppninnar í handknattleik sl. vet- ur. Lengi verið viðloðandi fjallið „Uppbygging íþróttamannvirkja og félagsmiðstöðva í bænum eru mér ofarlega í huga þegar ég lít yfir farinn veg,“ segir Hermann. „Þar er íþróttahöllin stærsta verk- efnið og einnig sú uppbygging sem hefur átt sér stað í Hlíðarfjalli en ég hef lengi verið viðloðandi fjallið. Við uppbyggingu félagsmiðstöðva tókum við þá stefnu að nýta skól- ana og það hefur tekist mjög vel að mínu mati - og það að geta nýtt skólahúsnæðin hefur einnig sparað mikla fjármuni fyrir bæjar- félagið.“ Miklar umræður hafa verið um útivistartíma bama og unglinga á árinu, starfsemina í félagsmiðstöðv- um bæjarins, svo og breytt skipulag í skólastarfi, með tilkomu einsetins skóla og flutning skólanna frá ríki til sveitarfélaga. „Allt hefur þetta mikil áhrif á börnin og unglingana og vonandi að það sem verið er að gera í þess- um efnum komi þeim fyrst og fremst til góða. Ef svo verður ekki hefði betur verið heima setið en af stað farið,“ segir Hermann. Gífurleg uppbygg- ing íþróttamannvirkja hefur átt sér stað í tíð Hermanns í starfi íþrótta- og tómstunda- fulltrúa. „Þegar ég hóf störf voru helstu stað- imir Akureyrarvöllur, íþróttahúsið við Laugagötu og sundlaugin og þá voru framkvæmdir við Skíðastaði komnar í gang. Fljótlega var svo farið í að byggja Skemmuna og íþróttahús Glerárskóla." Akureyri hefur upp á márgt að bjóða Hermann segir að Akureyrarbær hafi verið framarlega á landsvísu í uppbyggingu íþróttamannvirkja. „í seinni tíð hafa önnur sveitarfélög verið að draga á okkur og jafnvel farið framúr okkur í þeirri uppbygg- ingu. Hins vegar spurði mig erlend- ur maður nýlega hvort Akureyri væri ríkt sveitarfélag - með öll þessi íþróttamannvirki í ekki stærra bæj- arfélagi." Akureyri hefur upp á margt að bjóða fyrir íþróttaáhugamenn vítt og breitt um bæinn. „Við höfum alls staðar reynt að vera með, kannski oft af veikum mætti. Ég hef lagt áherslu á að bjóða upp á aðstöðu fyrir sem flestar íþrótta- greinar. Ef unga fólkið hefur nóg við að vera í íþrótta- og æskulýðs- málum eru minni líkur á því að það rati í ógöngur," segir Hermann. Félögin vinna ómetanlegt starf Hann telur að Akureyrarbær þurfi að standa betur að uppbygg- ingu íþróttamannvirkja og æsku- lýðsheimila, sem séu svo afhent félögunum til afnota en að þau þurfi ekki sjálf að standa í rekstri þeirra. „Ég hef oft verið hissa á því hversu dugleg félögin eru að standa í rekstri meðfram sinni hefðbundnu félagsstarfsemi. Öll þessi félög eru að vinna ómetanlegt starf og ég veit ekki hvernig ástandið væri ef þau hefðu ekki félagsmál og íþrótt- ir á sinni könnu,“ Hermann segir þó að fíkniefni séu í vaxandi mæli að breiðast út meðal þjóðarinnar og þau geti vald- ið ómetanlegu tjóni. „Svo virðist sem reglur, heilbrigð tómstundatil- boð og gott umhverfi hafi í of mörg- um tilfellum lítið að segja í þessum efnum. Því miður komast misindis- menn upp með að halda þessum skaðlegu efnum að óhörnuðum unglingum, sem láta glepjast fyrir áeggjan þeirra og leiðast út í neyslu víns og annarra fíkniefna." Tómstundir undir einn hatt íþrótta- og tómstundaráð hefur með tómstundamál barna og ungl- inga á skólaaldri að gera en ekki tómstundamál yngstu bæjarbúanna né þeirra elstu. „Eg tel að öll tóm- stundamál eigi að heyra undir íþrótta- og tómstundaráð, fyrir fólk frá vöggu til grafar. í dag sjá barna- heimilin um tómstundamál barna að grunnskólaaldri og stofnanir fyr- ir aldraða hafa séð öldruðum fyrir tómstundastarfi. Það hefur verið ágætis sátt um þetta skipulag en ég tel að þetta eigi að vera allt saman. Það hefur verið nokkuð til- viljanakennt hjá bæjarfélaginu hver hefur verið með hvað og hvaða flokkur fer undir hvaða deild og þetta mætti endurskoða." 13 íþróttafélög starfandi í dag eru 13 íþróttafélög starf- andi á Akureyri, fyrir utan mörg önnur félög og hefur þeim fjölgað nokkuð í áranna rás. „Stóru félög- in, KA og Þór eru deildaskipt og þau hafa í seinni tíð einbeitt sér að ákveðnum íþróttagreinum. Þetta hefur orðið til þess að félag eins og Ungmennafélag Akureyrar, sem er einna yngsta félagið í bænum, var stofnað. Það var búið að reyna mikið að fá KA eða Þór til að taka fijálsar íþróttir á sína stefnuskrá, eða að búið yrði til sérráð sem bæði félögin stæðu að en það gekk ekki og því var UFA stofnað." Reynt áð gera fíestum til hæfis Hermann segir að forsvarsmenn bæjarfélagsins hafi jafnan reynt að gera sem flestum til hæfis en hann sé kannski ekki maðurinn til að meta hvernig til hefur tekist. „Það er erfitt að skipta þeim peningum sem í þennan málaflokk eru settir enda eru margir um hituna.“ Það þótti mörgum dálítið krítískt þegar Hermann var ráðinn íþrótta- og tómstundafulltrúi fyrir réttum 33 árum síðan en þá var hann for- maður KA. „Ég get vel viðurkennt að þetta hefur verið þó nokkur línu- dans í gegnum árin en ég ákvað strax að reyna að gera mig eins hlutlausan og hægt væri. Eg dró mig út úr starfi KA og var þá ekk- ert sérlega vinsæll í þeim herbúðum fyrir vikið. Hins vegar tel ég mig hafa unnið traust í herbúðum Þórs og reyndar annarra íþrótta- og æskulýðsfélaga í bænum, þó kannski erfitt sé að meta það ná- kvæmlega." Starfað við skíðamót frá 1947 Hermann hefur lengi verið við- loðandi skíðaíþróttina og starfað mikið að skíðamálum á Akureyri og í Hlíðarfjalli hefur hann fengið sína útrás. Hann hefur tekið þátt í uppbyggingunni í Hlíðarfjalli og starfað við mótahald þar frá árinu 1947, J>ar af sem mótsstjóri á Skíða- móti Islands í nokkuð mörg skipti og trúlega oftar en nokkur annar. Hann sat í stjórn Skíðasambands íslands og árið 1986 var hann kjör- inn í stjórn íþróttasambands ís- lands, fyrstur manna utan Stór- Reykjavíkursvæðisins. Aldrei verið skíðamaður „Ég hef aldrei verið skíðamaður sjálfur en aftur haft mikinn áhuga á íþróttinni. Sjálfur var ég mest í fimleikum, fijálsum íþróttum og knattspyrnu og náði ágætis árangri í þeim greinum á sínum tíma,“ seg- ir Hermann, sem m.a. varð íslands- meistari unglinga í 400 m hlaupi, á móti sem haldið var í Vestmanna- eyjum árið 1951. Hermann er lærður íþróttakenn- ari og útskrifaðist frá íþróttakenn- araskólanum á Laugarvatni árið 1951. Hann er giftur Rebekku Guð- mann og eiga þau tvær dætur, Önnu og Eddu, sem einnig eru lærð- ir íþróttakennarar og hafa verið mikið í íþróttum. Sigtryggsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.