Morgunblaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 18
18 D FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI ÞAÐ ER liðin tíð að fólk panti sér poka af frönsk- um úr dufti og slettu af kokkteilsósu með eins og var á fyrstu árum veitingahússins Bautans, sem líklega er með elstu veitingahúsum sem rekin hafa verið á sömu kennitölu í landinu, en hann verður 25 ára á næsta ári. Nú vill fólk lielst pítsur og pasta, eitthvað létt. „Við erum að verða hálfgerð antík í veitingarekstrinum," segja Hallgrímur Arason og Stefán Gunnlaugsson sem í fé- lagi hafa rekið veitingahúsið í rauða húsinu á horni Kaup- vangsstrætis og Hafnarstrætis, á móts við aðalskrifstofur KEA, en það var byggt um aldamótin siðustu. Lengst af var hornið manna á meðal nefnt kaupfé- lagshorn, en í seinni tíð hafa sumir kosið að kenna það við Bautann. Morgunblaðið/Kristján ÞAÐ þótti lúxus að fara út að borða fyrir örfáum árum, en viðhorfin er önnur núna, segja Hallgrímur Arason, til vinstri, og Stefán Gunnlaugsson sem staðið hafa í eldlínunni í akureyrsk- um veitingarekstrí í bráðum aldarfjórðung. Ótrúleg fjölbreytni í ekki stærra byggðalagi Fyrir 10 árum vori 6 veitinga- staðir á Akureyri með vínveit- ingaleyfi, þeir er nú orðnir 19 talsins og þeir Stefán og Hall- grímur segja sívaxandi sam- keppni einkenna síðasta 10 ára tímabil. Heimsending á mat, einkum pítsum hafi smám sam- an verið að ryðja sér til rúms og njóti vinsælda; „markaðurinn virðist vera ótrúlega stór,“ segja þeir. Franskar, bearnes, pítsur pasta oghlaðborð Þá nefna þeir að fyrir um 10 árum hafi allur matur á veit- ingastaðnum veríð foreldaður en slíkt sé liðin tíð, maturinn sé eldaður fyrir gesti jafnóðum. Frönsku kartöflurnar sem voru svo vinsælar í eina tíð eigi ekki eins upp á pallborðið nú, en á eftir þeim megi nefna „bearnes- tímabilið" þegar steikur með slíkri sósu nutu mikillar hylli gesta. „Við bjóðum enn upp á Bautasneið, sem er með bear- nessósu og er afar vinsæl, menn koma hingað sérstaklega til að fá sér eina sneið.“ Síðan komu pítsurnar og pastað og nú ryóta hlaðborð af ýmsu tagi vinsælda veitingahúsagesta. Bautinn reyndi á sinum tíma að bjóða upp á kjúklingabita og var fjárfest fyrir tölvert fé í tækjum til að útbúa þá „en við vorum á röngum stað á röngum tíma, menn vildu ekki sjá þetta þá. Við höfum reynt að nýta þau tækifæri sem bjóðast á hveijum tíma, sumt hefur tekist annað ekki.“ Sífellt meiri fjölbreytni Nýjir veitingastaðir hafa skotið upp kollinum á Akureyri á síðustu árum og sífellt fleiri bætast í hópinn, menn geta tek- ið með sér austurlenska rétti heim, eða snætt þá á veitinga- húsi, indverskir réttir hafa rutt sér til rúms eftir að farið var að bjóða þá í bænum og þannig mætti lengi telja. „Það er mun meiri fjölbreytni á þessu sviði en var, pítsur og pasta hafa fest sig í sessi auk ótal rétta sem voru mönnum framandi á árum áður, fjölbreytnin er í raun ótrúleg miðað við hversu smátt byggðarlagið er. Akureyringar fara hins vegar í auknum mæli út að borða, það gerðu þeir ekki áður, það var helst ef eitt- hvert tilefni gafst til. Eflaust spilar þar inni í sflækkandi verð, það er mun ódýrara nú að fara út að borða en var fyrir 10 árum. Það þótti lúxus fyrir bara örfáum árum að borða úti. í rauninni er ekki dýrara að borða á veitingastað hér í bæn- um en víða erlendis, drykkir, bjór til dæmis, eru aftur á móti mun dýrari á Islandi en útlönd- um.“ Fíkniefnamálum hefur fjölgað stórlega á síðustu árum Aldur neyt- enda hefur lækkað mikið FÍKNIEFNATILFELLUM hefur Ijölgað mikið á Akureyri í seinni tíð, eins og reyndar víða annars staðar á landinu. Frá árinu 1990 hafa hátt í tvö hundruð manns verið kærðir og þar af nokkrir oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. í ár hafa komið upp helmingi fleiri fíkniefnatilfelli í bænum en í fyrra sem var þó met- ár. Þá hefur það færst í vöxt að hald sé lagt á vopn í fíkniefnamál- um, aðallega hnífa og hnúajám. Daníel Snorrason, lögreglufulltrúi á rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri, segir að ástandið sé vissu- lega alvarlegt og hann leitar eftir stuðningi alls almennings í barátt- unni við þennan vágest. Ný efni komin á markað „Auk þess sem málum hefur fjölg- að mikið hefur aldur þeirra sem koma við sögu í þessum málum far- ið lækkandi. Áður var mest um fólk í kringum tvítugsaldurinn í þessum málum en nú er aldur neytenda kom- inn niður að gmnnskólaaldri. Þá hafa komið ný efni á markaðinn hér en áður var einungis um hass að ræða en nú kemur amfetamín einnig við sögu og alsæla sem við lögðum hald á í fyrsta skipti í ár. Við heyr- um meira um aðila sem gefa út fyr- ir að geta útvegað efni en áður var þetta í lokuðum neysluhópum, þar sem enginn utan hópsins fékk efni.“ Daníel segir að allt þetta bendi til aukningar og að menn séu jafn- vel að íjármagna eigin neyslu með sölu og séu þá jafnvel með tilburði til þess að drýgja efnið. Hann segir þetta ekki bara vandamál sem snúi að lögreglunni heldur sé þetta einnig læknisfræðilegt og félagslegt vanda- mál. Auðgunarbrotum fjölgar „Þessu fylgja einnig auðgunarbrot og annað slagið verðum við varir við fjölgun slíkra brota. Innbrot eru oft mun grófari og það er eins og þessir aðilar láti sér ekkert fyrir brjósti brenna og skemma oft fýrir mun meiri fjárhæðir en þeir hafa upp úr krafsinu. Þetta er ekkert sérfyrirbrigði á Akureyri og það W&NBMB UEmiFÚm A mÁBÆMW fllDI Sími m/tali og hljóði, rafhlöður fylgja, 496 kr. Baðbækur m/hljóði, 395 kr. Verkfærasett m/bor, 550 kr. 50 vaxWir 64 vaxbtir' Lögreglubíll, sjálftrektur, 745 kr. Torfærubíll, sjálftrektur, 995 kr. Jeppi og kappakstursbill, sjálftrektir, 1.130 kr. Þetta er aðeins sýnishom af okkar glæsileea leikfangaúrvali Komdu við hjá okkur áður en þú ferð annað. ÓTRÚLEGT ÚRVAL - ÓTRÚLEGT VERÐ. * ycrðir 890 kr. ÞJÓNAR ÞÉR (jCeðiCeg jól ogfarsceCt kpmandi ár CÞökJzutn vuJskiptin á árinu sem er að ííða POSTUR OG SIMI umdæmi III, Akureyri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.