Morgunblaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1995 D 21 AKUREYRI Sigurður J. Sigurðsson, Sjálfstæðisflokki Samfélagið ekki eins þröngt og var SIGURÐUR J. Sigurðsson hefur setið fyrir Sjálfstæðisflokk í bæjar- stjórn Akureyrar um árabil. Hann sagði miklar breytingar hafa orðið á sviði fjölmiðlunar á síðustu 10 árum, en á því tímabili hafi stóru íjölmiðlarnir sem aðsetur höfðu í höfuðborginni venð að opna skrifstofur á Akureyri. A svipuðum tíma dró mjög úr útgáfu á flokks- blöðunum sem gefin höfðu verið út í bænum, Alþýðumanninum, ís- lendingi og Norðurlandi svo einhver séu nefnd en þau hafa smám sam- an verið að leggja upp laupana. „Akureyri varð meira í sviðsljósinu, en fyrir því höfðum við barist, en vissulega kom fyrir að menn kveinkuðu sér undan þessum mikla og tíða fréttaflutningi héðan,“ sagði Sigurður. Önnur viðhorf Sigurður nefndi að á þessum áratug sem um ræðir hafi íbúum bæjarins í fyrsta sinn frá 1910 fækkað milli ára. Þeir voru tæplega 14 þúsund árið 1985 en eru nú 10 árum síðar rétt um eitt þúsund fleiri og það sé alltof lítil fjölgun. Hins vegar sagði Sigurður að þó íbúum hafi ekki fjölgað meira á þessum tíu árum merki hann mikl- ar breytingar á samfélaginu. „Það þarf ekki að fara svo ýkja langt aftur í tímann til að muna Akur- eyri sem bæjarfélag þar sem allir þekktu alla. Nú orðið er allt önnur hreyfing á fólki en var, samfélagið er ekki nándar nærri eins þröngt, sjóndeildarhringur fólks hefur víkkað og viðhorfin eru önnur.“ Miklar breytingar í atvinnulífi Verulegar breytingar urðu í at- vinnumálum á Akureyri á þessum tíma og sagði Sigurður að aukin áhersla hafi verið lögð á framhalds- skólanám í bænum, en Verk- menntaskólinn á Akureyri hafði þá nýlega hafið starfsemi. „Ýmsar breytingar í samfélaginu leiddu til þess að atvinnuhættir breyttust,“ sagði Sigurður og nefndi m.a. að það sem einkenndi áratuginn væri hrun sambands- veldisins, sem hefði haft með höndum um- fangsmikinn rekstur á Gleráreyrum sem hægt er að líkja við útgerð 8 togara, en sigldi í gjaldþrot á tímabilinu og fjölmörg atvinnutækifæri fóru fyrir bý. Þá var Slipp- stöðin líka stórt fyrir- tæki með hátt í 400 manns í vinnu, en sam- dráttur í sjávarútvegi hafði afgerandi áhrif á starfsemi fyrirtækisins þar sem vinna minnkaði jafnt og þétt og hafði miklar breytingar á bæjarfé- lagið í för með sér. „Breytingar í sjávarútvegi með aflatakmörkunum sem urðu á tíma- bilinu komu ekki eins hart niður á Akureyri og víða annars staðar. Hér var stofnað nýtt útgerðarfyrir- tæki, Samheiji sem nú er orðið afar öflugt og þýðingarmikið fyrir bæinn." Sigurður gat þess að ekki hafi eingöngu verið um samdrátt að ræða í atvinnulífinu á þessu tíma- bili. „Sem betur fer hafa aðrir þættir styrkst," sagði hann og nefnir m.a. heilsugæsluna með aukinni áherslu á rekstur Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri og stofnun Háskólans á Akureyri „sem ég tel að hafi haft meiri áhrif hér en margan grunar og hefur til dæmis orðið til þess að í bæinn hefur flutt mikið af menntuðu fólki.“ Þörf á innspýtíngu í atvinnulífið „A þessum áratug hefur af og til verið hávær umræða um þörf á innspýtingu í atvinnlífið á svæðinu, það var rætt um byggingu álvers hér fyrir um 10 árum og enn er slík umræða í gangi. Það hafa margir áhyggjur af þróuninni, nú þegar fyrirsjáanlegt er að margar stórfram- kvæmdir eru í uppsigl- ingu á höfðuborgar- svæðinu en slíkar framkvæmdir verða síst til þess að draga úr fólksfækkun hér og annars staðar á lands- byggðinni. Það hefur í rauninni aldrei verið brýnna en einmitt nú að eitthvað umtalsvert gerist hér í atvinnu- málum,“ sagði Sigurð- ur. Stjórnvöld verði að hafa Eyjafjarðarsvæð- ið í huga eigi að sporna gegn því að landið sporðreisist. „Þessi áratugur sem við erum að ræða hefur nýst vel hvað varðar að styrkja Akureyri sem þjón- ustubæ. Samgöngur hafa batnað mikið og Eyjafjörður er nær því að vera eitt atvinnusvæði nú en var fyrir 10 árum. Við getum líka séð það í því að neysluvörur eru seldar á sambærilegu verði hér og í stór- mörkuðum á höfuðborgarsvæðinu, að þvi leyti búum við ekki við lak- ari hag en íbúar syðra.“ Tvö tíl þrjú sveitarfélög í Eyjafirði Hvað framtíðina varðar segist Sigurður sjá fyrir sér að áfram verði samdráttur á landsbyggðinni, en hann trúi því að takist að snúa vörn í sókn t.d. í sjávarútvegsmál- um og að unnt verða að sækja meiri afla á Islandsmið en nú. Sjáv- arútveginn telur hann að muni áfram verða undirstaða atvinnulífs á Akureyri. Þá segist hann sjá Eyjafjörð fyrir sér sem 2-3 sveitar- félög og að slíkt muni gerast innan tiltölulega skamms tíma. Akureyri muni í framtíðinni gegna auknu hlutverki hvað varðar þjónustu fyr- ir Austfirðinga með betri vegteng- ingu milli landshlutanna. Sigurður J. Sigurðsson i leiknum og girnilegu konfekti Föstudag og laugardag Jlltarstiiiftléklk - kjarni málsins! hundruð manns í vinnu. Við gengum í gegnum sársaukafullt tímabil þegar þessi iðnaður hrundi, en varnarbarátta okkar er að skila árangri, iðnað- ur af margvíslegu tagi hefur blómgast, en í smærri einingum en við við þekktum áður. En það stærsta sem gerðist á þessu tíma- bili er tilkoma Háskól- ans á Akureyri og eins hafa framhaldsskól- arnir eflst mjög, þann- ig að nú stendur bær- inn undir nafni sem skólabær," sagði Sigríður. Þá fagnaði hún því hversu vel hefur tekist til á sjávarútvegssvið=- inu, bærinn hafi styrkt sig í sessi sem útgerðarbær, þar sem ein öflugustu útgerðarfyrirtæki lands- ins væru. Hlutverk sem höfuðstaður Hún sagði að almenn þjónusta í bænum hefði einnig aukist mjög og mikilvægi Akureyrar sem höfuð- staðar í kjölfarið. Það yrði í fram- tíðinni enn meira og legði bæjar- yfirvöldum auknar skyldur á herð- ar. „Ef við eigum að standa undir nafni sem höfuðstaður og skólabær verða bæjaryfirvöld að sína reisn og bjóða góða þjónustu fyrir þá sem til bæj- arins sækja. Á því sviði eru ótal verkefni sem vinna þarf að, en þar get ég nefnt leikskóla, eftirspurn eftir leik- skólaplássum er sífellt að aukast og þar verð- um við að byggja upp.“ „Það má Iíka nefna þá miklu grósku sem er í menningarlífinu,“ sagði Sigríður. „Mér finnst eins og bæj- arbúar og eins fólk almennt í landinu hafi mun jákvæðari mynd af bænum en var. Þessa ímynd eigum við að styrkja og efla,“ sagði Sigríður „en þó margt hafi breytst til batnaðar, þá en enn allt of mikið atvinnuleysi á Akureyri, við megum aldrei sætta okkur við það. Einnig finnst mér að fólksfjölgunin í bænum hafi ver- ið allt of hæg.“ Sigríður er uppalin í Reykjavík, en hefur búið á Akureyri undanfar- in 17 ár. „Það er gott að búa hér í bænum, við erum laus við þessar vegalengdir og stress sem einkenna borgarlífið, en samt býðst okkur flest sú þjónusta sem þar er, öflug heilsugæsla, góðir skólar á öllum stigum og líflegt menningarlíf fyrir svo utan einstaka veðursæld og náttúrufegurð.“ Sigríður Stefánsdóttir Girnileg tilbod allan (( ^ q jólamánuðinn! _ . (\ ' It.J' Trí heimse^ Besti bitinn í bænum að sjálfsögðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.