Morgunblaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1995 D 27
AKUREYRI
Olafur Asgeirsson aðstoðaryfirlögTegluþjónn
Afskipti af ölvuðum
mun minni en áður
Vínveitingastöðum
á Akureyri hefur fjölgað mikið
síðasta áratug
FRAMBOÐ á veitinga- og
skemmtistöðum á Akureyri
hefur aukist til mikilla muna
á síðustu 10 árum. Árið 1985 voru
6 slíkir staðir með vínveitingaleyfi
og þar af þrír þeirra einnig með
skemmtanaleyfi, Sjallinn, Hótel KEA
og H-100. Nú 10 árum síðar eru 19
staðir með vínveitingaleyfi og þar
af 9 þeirra einnig með skemmtana-
leyfí. Um er að ræða matsölustaði,
veitingahús, bari, hótel og skemmti-
staði.
En hveiju hefur þetta aukna fram-
boð á stöðum sem selja áfengi breytt
í tímans rás. Því svarar Óiafur As-
geirsson, aðstoðaryfírlögregluþjónn.
Bein lögreg'luafskipti
miklu minni
„Mér finnst ýmislegt í drykkjusið-
um okkar hafa lagast með fjölgun
þessara staða og bein lögreglu-
afskipti af ölvuðu fólki nú eru miklu
minni en t.d. fyrir 10 árum síðan og
slagsmálum og öðrum ólátum hefur
fækkað mjög mikið. Eftir að bjórinn
var leyfður má segja að
það séu fleiri undir
áhrifum áfengis og
færri fullir."
Ólafur sem sjálfur er
bindindismaður, segir
að ef greidd hefðu verið
atkvæði um bjórinn á
sínum tíma hefði hann
greitt atkvæði á móti
bjórnum en hann viður-
kennir samt að ýmislegt
í drykkjuvenjum lands-
^ Ólafur
Ásgeirsson
manna hafí lagast með tilkomu bjórs-
ins.
Umferðin tekið nánast alla
löggæsluna
„Hér á árum áður var það aðal-
starf lögreglumanna að hafa afskipti
af ölvuðu fólki en í dag fer mestur
tími í afskipti af ökumönnum. Um-
ferðin hefur tekið nánast alla lög-
gæsluna. Bílum hefur fjölgað, veg-
irnir eru betri, bílarnir eru betri og
umferðarhraðinn því meiri. Þegar ég
hóf störf í lögreglunni fyrir 30 árum
síðan voru örfáir lög-
reglumenn á dagvakt
og jafnvel einn maður
á vakt hluta dagsins.
Þá voru aftur jafn
margir á næturvakt og
eru í dag, eða 5 menn
og öll fjölgunin nú er á
dagvaktina og það virð-
ist vera nóg að gera.“
Ólafur telur að ansi
margir ökumenn aki
með lítið áfengi í blóð-
inu og í mörgum tilvik-
um undir leyfílegum
mörkum og þótt vín-
veitingastöðunum hafí
fjölgað hefur ölvunar-
akstur ekki aukist. „Við
gerum reglulega athug-
jy
i
r- Setrið
• Sunnuhlíb 12
Slerárgötu 20
Sjallinn Geislagötu 14
Hótel Norðurland Geislagötu
Pizza 67 Geislagötu
Fiðlarinn Skipagötu 14-------. a
Dropinn/Bar og Pizza Hafnarstræti 98—I ja
Hótel KEA Hafnarstr. 87-89-
Café Karolína Kaupvangsstr. 23
Hótel Harpa Hafnarstr. 83-85
Hótel Edda^
v. Hrafnagilsstræti
(yfir sumarmánubina)
Vínveitingastabir
á Akureyri 1995
straumrAs
h.f
Legur og pakkdósir
í úrvali
STRAUMRA5 h.f
Furuvöllum 3 • 600 Akureyri
Sími 461 2288
Þjónusta við sjávarútveg,
landbúnað og iðnað
P ierpont
of Switzerland
- úrið sem þú getur treyst -
9(aUór<QLÍ,
sson
URSMIÐUR H F.
HAFNARSTRÆTI 83 • AKUREYRI • S. 462 2509
Eldhúsinnréttingar
Baðinnréttingar
Fataskápar
Parket íslenskt
já takk
m
INNRETTINGAR
Dalsbraut 1, Akureyri,
sími 461 1188
anir á ástandi ökumanna og þeir sem
eru teknir fyrir ölvun við akstur eru
almennt jninna fullir en á árum áður.
Menn voru blindfullir á bílunum þeg-
ar þeir fengu ekkert nema sterk vín.“
Þurfum að uppræta
unglingadrykkju
Ólafur hefur aftur á móti mun
meiri áhyggjur af mikilli drykkju
unglinga í bænum og telur brýnt að
taka á því vandamáli. „Við verðum
að reyna að útrýma drykkju unglinga
undir 18 ára aldri, með fræðslu og
forvarnarstarfi. Hins vegar er ég
fylgjandi því að leyfa áfengisneyslu
við 18 ára aldur en leggja þarf
áherslu á að koma í veg fyrir að
unglingar undir þeim aldri hafi
áfengi um hönd og við þurfum að
útrýma áfengisneyslu í unglingaskól-
um_ bæjarins."
Ólafur telur ekki mikil brögð að
því að unglingar undir aldri séu inni
á vínveitingastöðum, enda sé nokkuð
gott eftirlit með því að svo sé ekki.
„Það er að mínu mati rangt að hleypa
18 ára unglingum inn á vínveitinga-
staði, þar sem þeir mega svo ekki
kaupa vín. Þá vil ég ekki sjá að for-
eldrar séu að kaupa áfengi handa
börnum sínum sem ekki eru komin
með aldur en ég hef heyrt foreldra
vera að monta sig af því að kaupa
vín handa börnum sínurn," sagði
Ólafur Ásgeirsson.
Jólaglöggið varasamt
Nú er sá tími að fyrirtæki standa
fyrir litlujólum fyrir starfsmenn, þar
sem þeir koma saman eina kvöld-
stund og drekka jólaglögg. Ólafur
segir að jólaglögg eigi að vera óá-
fengur drykkur en nú sé yfirleitt
búið að styrkja það með sterku áfengi
og það sé slæm þróun. „Þessi jóla-
glöggspartí hafa oft farið út í öfgar
og valdið leiðindum á heimilunum
rétt fyrir jólin.“
Tilboð
10-50% af fatnaði
20% af vöðlum
Vantar notaðar byssur í umboðssölu
fyrir velöimannlnrt
Skot-
hreinsisett
- byssubelti
VEIÐI-SPORT HF.
Kaupvangsstræti 21 - 600 Akureyri s. 462 2275
Langar þig að eignast
ESÍTTI FARSÍMA
Þá skaltu koma til okkar, það er sama
verð hvort sem þú kemur fullklæddur eða
ALLSBER
við bjóðum sömu kjör
,4 elí9l»Va
v* p
Vcrð/r^
ÍLAÞJÓNUSTAN hf.
ahlutaverslun - verkstæði, Dalsbraut 1 - 600 Akureyri sími 4611516
ð virka daga kl. 9-18