Morgunblaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ '-f AKUREYRI RÓSA Guðný Þórsdóttir og Valdimar Örn Flygenring fara með hlutverk Blanch og Stanleys í Sporvagninum Girnd en leikritið verður frumsýnt á þriðja degi jóla. FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1995 D 9 Litli RISINN I’ Ennfremur mikið úrval af hitadunkum á lager Nýr og íullkominn miðsföðvarketill frá CTC Allt að 25% sparnaður frá eldri gerðum (m.v. olíu) Öflug álagsstýring á rafmagni Skiptir sjálfvirkt á milli olíu og rafmagns Varmaskiptir fyrir neysluvatn Stillanlegt hitastig á miðstöð- varvatni óháð hita ketilsins (spararmikla orku) Þægilegur i uppsetningu, er á stærð við þvottavél Ljósgjafinn hf. Glerárgötu 34 - sími 462 3723 SIEMENS BUÐIN " BORGARLJÓS Glerárgötu 34 - sími 462 7788 k e d j a n Sporvagninn Gimd frumsýnt um jólin Eitt mesta úrval bæjarins af Ijósum og heimilis- tækjum á verðum sem koma á óvart. EITT frægasta leikverk tuttug- ustu aldar, Sporvagninn Girnd eftir bandaríska leikritaskáldið Tennesse Williams verður frum- sýnt þjá Leikfélagi Akureyrar á þriðja degi jóla í leikstjórn Hauks Gunnarssonar. Verkið gerist í smábæ í suðurríkjum Bandaríkjanna um miðja öldina og fjallar um kennslukonu, Blanch Dubois, sem leit- ar á náðir systur sinnar, Stellu og mágs, Stanley Kowalski. Hún er á flótta frá for- tíð sinni og er á barmi örvænting- ar. Meðan á dvöl hennar stendur flettist ofan af henni og upp úr kafinu koma myrkir atburðir og óblíðörlög sem ekki þola dagsins (jós. í húsi systurinnar og hins hrjúfa mágs gerast atburðir sem leiða hana fram á brún vitfirring- ar. Leikritið sem frumsýnt var í Bandaríkjunum 1947 sló svo ræki- lega í gegn að höfundurinn varð heimsfrægur á einni nóttu. Síðan hefur það verið á verkefnaskrá leikhúsa um allan heim. Kvik- myndin frá árinu 1951 með Vivien Leigh og Marlon Brando þykir með betri kvikmyndum og varð til að skjóta Brando upp á stjörnu- himin- inállutverk Blanch og Stanleys eru eftirsótt af leikurum að glíma við. í sýningu LA eru það Rósa Guðný Þórsdóttir og Valdimar Örn Flyg- enring sem takast á við þessar makalausu persónur. Berg(jót Amalds er í hlutverki Stellu og Guðmundur Haraldsson fer með hlutverk Mitch. Auk þeirra taka þátt í sýningunni þau Aðalsteinn Bergdal, Sunna Borg, Skúli Gauta- son, Sigurður Hallmarsson, Þórey Aðalsteínsdóttir og Valgarður Gíslason. Williams varð heimsfrægur á einni nóttu fyrir ieikritið laust. Ég sagði oft að það væri eins og skemmdar tennur í andliti bæjarins. Við sjáum hvernig það er útlits núna, það er orð- ið að fallegu hvítu brosi og þessar fallegu byggingar njóta sín.“ Margvísleg starf- semi fer fram í gilinu, þar er Myndlistarskól- inn á Akureyri, Lista- safnið á Akureyri, fjöldi vinnustofa lista- og listiðnaðarmanna, gallerí, arkitektastofa, kaffihús, Deiglan sem er fjölnotasalur, Gilfé- Haraldur Ingi Haraldsson lagið hefur þar starfsemi og einnig er þar rekin gestavinnustofa fyrir listamenn utan Akureyrar. Þá er ótalið Ketilhúsið svonefnda sem ekki hefur verið tekið í notkun formlega, en nýttist listamönnum síðasta sumar á margvíslegan hátt. „Að mínu mati skiptir Listasafn- ið afar miklu máli fyrir sjálfsvitund Akureyringa, það er ekki sjálfgefið að bær af þessari stærð eigi slíkt safn. Það er líka nokkurs konar skjólveggur fyrir aðra starfsemi af þessu tagi í bænum, við bjóðum upp á fjölda sýninga, hér er alltaf eitthvað um að vera og i skjóli safnsins á annað myndlistarlíf að eiga auðveldara uppdráttar,“ segir Haraldur Ingi. Sýningarsölum hefur fjölgað mikið, en fyrir um 10 árum segir Haraldur Ingi að vart hafi fundist boðlegt húsnæði til sýningarhalds. „Breytingin er afar mikil, það er engu líkt og í kjölfarið líta fleiri listamenn á frama sinn alvarlegri augum en áður.“ Skapandi kraftur „Það er skapandi kraftur á Akureyri,“ segir hann og bendir á að í bænum sé háskóli, sinfóníuhljómsveit, listasafn, atvinnuleik- hús „enda er ég að heyra það að fólk sem er að ljúka námi í list- um í útlöndum líti á Akureyri sem værtleg- an stað til að búa á og starfa í framíðinni. Það er held ég alveg nýtt og ég tel að á þessu sviði m.a. liggi framíðarmöguleikar, listir geta lagt mun meir til samfélagsins en nú er,“ en að hans mati er stundum deyfð ríkjandi í stað driftar. „Það er ákaflega fallegt að virða fyrir sér Pollinn í logni, en það er ekki sérlega skemmtilegt sem ríkjandi andlegt ástand. Því miður er það of algengt viðhorf hér í mínum annars ágæta fæðingarbæ,“ segir Haraldur Ingi. „Ég er sannfærður um að listir geti verið stór atvinnuvegur, það hef ég séð hjá öðrum þjóðum og sé ekki neitt í vegi fyrir að það geti eins orðið hér hjá okkur. Listin er vitanlega mikilvægust af sjálfri sér, en þar fyrir utan kemur skipu- lag og vinna við að koma henni á framfæri, við getum séð hvernig írar hafa unnið úr þessu, þeir nýta sér listina til að raka inn fé fyrir samfélagið, þar er listastarfsemi af ýmsu tagi stór atvinnuvegur." I- Leiksljóri er Haukur J. Gunn- arsson og hannar hann jafnframt búninga. Örnólfur Árnason þýddi verkið, leikmynd gerir Svein Lund-Roland og Iýsingu hannar Ingvar Björnsson. Blústónlist set- ur mikinn svip á sýninguna. Karl O. Olgeirsson samdi tónlistina. Auk frumsýningarinnar verða tvær sýningar á verkinu milli jóla og nýárs, föstudaginn 29. og laug- ardaginn 30. desember. Verðdæmi: Eldhúsljós með dragi kr. 1.990,- Hárblásari 1200 w kr. 990,- Baðvogir frá 990,- 2 perur í pakka kr. 95,- raunávöxtun sl. tólf mánuði og skattaafsláttur að auki! Ávöxtun Hlutabréfasjóðs Norðurlands hf. hefur verið mjög góð, hvort sem litið er til skemmri eða lengri tíma. Þannig var raun- ávöxtun sjóðsins 19,2% sl. tólf mánuði* og 9,9% frá upphafi. sl. 3 mán sl. 6 mán sl. I2 mán sl. 24 mán sl. 36 mán sl. 46 mán Raunávöxtun 27,6% 22,2% 19,2% 13,9% 10,9% 9,9% Nafnávöxtun 33,8% 26,6% 21,9% 15,7% 13,3% 12,1% Allar tölur á ársgrundvelli* Hlutabréfakaup og skattaafsláttur: Sem fyrr veita hlutabréfakaup einstaklinga skattaafslátt. í ár er veittur um 45 þúsund króna skattaafsláttur ef keypt er fyrir 135 þúsund kr. Upphæðin er því um 90 þúsund krónur í skattaafslátt fyrir hjón ef keypt er fyrir 2 70 þúsund kr. Söluaðilar auk Kaupþings Norðurlands hf. eru önnur verðbréfafyrirtæki og nær allir bankar og sparisjóðir á Norðurlandi. #f IKA UPÞING * NORDURLANDS HF | -Löggilt verðbréfafyrirtæki Kaupvangsstræti 4 • 600 Akureyri • sími: 462-4700 • fax: 461 -1235. *l.nóvember I995.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.