Morgunblaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 1
Sjávarútvegur Samherji áberandi Ohræddur við útlendinga /14 Menntun Háskóli á norðurslóð Skólinn marki sér bás / 24 Fíkniefni Kærum fjölgar Yngri neytendur/18 AFMÆLISUTGAFA FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Morgunblaðsskrifstofa á Akureyri í 10 ár TÍU ár eru liðin frá því Akureyrarskrifstofa Morgunblaðsins tók til starfa í Hafnarstræti 85. Það var laugardaginn 14. desember 1985 sem hún var formlega opnuð og fyrsta frétt- in send suður yfir heiðar, og birtist hún i blaðinu daginn eftir. Sérblað þetta er gefið út vegna tíu ára afmælisins og í tilefni dags- ins er Morgunblaðið borið í öll hús á Akur- eyri í dag. Tækninni fleygt fram Fyrst um sinn var það aðeins ritstjórnar- hluti blaðsins sem var til húsa á skrifstof- unni og starfsmaður var einn, Skapti Hall- grímsson blaðamaður, sem nú er fréttastjóri íþrótta á Morgunblaðinu. Þótt ótrúlega kunni að hljóma í dag var ritvél eina verkf ærið sem notað var til skrifta á Akureyrarskrifstofunni fyrstu mánuðina, og fréttir og annað efni sent í flugi til höfuðborg- arinnar. Þyrfti að senda fréttir eftir síðasta áætlunarflug að kvöldi var textinn lesinn í gegnum síma og annar starfsmaður blaðsins í Reykjavík skrifaði hann inn á tölvu þar. Bréfasímar (föx) voru ekki komnir til sögunn- ar á þessum tíma, nema að mjögtakmörkuðu leyti, og það var einungis í undantekningartil- fellum, ef um lengri greinar var að ræða og veður hamlaði flugi, að efni var sent suður með þeim hætti - frá útibúi Pósts og síma. Nú eru faxtæki nánast jafn algengbg símar og Morgunblaðsskrifstof an löngu komin í beint tölvusamband við höfuðstöðvarhar í Reykjavík, þannig að blaðamennirnir, sem nú eru tveir á Akureyri, vinna við sömu aðstæð- ur hvað það varðar og starfsbræður þeirra og -systur í aðalstöðvunum í höfuðborginni. Akureyrarsíðan Vorið 1986 fluttist afgreiðsla Morgun- blaðsins á skrifstofuna í Hafnarstræti og síð- an hefur öll starfsemi blaðsins á Akureyri verið undir sama þaki. Það var um svipað leyti, nánar tiltekið laugardaginn 31. maí 1986 - þegar sveitarstjórnarkosningar fóru fram - sem fyrsta Akureyrarsíðan, sem svo hefur verið kölluð, birtist í blaðinu. Þá hafði verið ákveðið að safna fréttum frá Akureyri á einn stað í blaðinu dag hvern og hefur sá háttur verið hafður á síðan. Skapti Hallgrímsson snéri til starfa á ný í höfuðstöðvUnum í Reykjavík vorið 1987 og tók Jóhanna Ingvarsdóttir þá við af hon- um sem blaðamaður á Akureyri. Um áramót- in 1989 til 1990 fór Jóhanna sömu leið og þá var Margrét Þóra Þórsdóttir ráðin blaða- maður Morgunblaðsins á Akureyri og hefur verið í því starfi síðan. Rúnar Þór Björnsson var ljósmyndari blaðsins á Akureyri síðustu ár, allt þar til hann fluttist af landi brott síðla sumars. í hans stað var ráðinn Kristján Kristjánsson, sem verið hafði fréttastjóri á Degi um nokkurra ára skeið og sinnir Krist- ján jöfnum höndum starfi blaðamanns og ljósmyndara. Aðrir starfsmenn Morgunblaðsins á Ak- ureyri eru nú Rúnar Antonsson afgreiðslu- stjóri og Jódís Kr. Jósefsdóttir. Samningur Laxár um sölu á fiska- f óðri til Skretting nánast frágenginn Tæp 5.000 tonn fara til Noregs á næsta ári SAMNINGUR um sölu á fiskafóðri frá fóðurverksmiðjunni Laxá til Skrett- ing A/S í Noregi er nánast frágengin, en búist er við að fyrirtækið selji allt að 5000 tonnum af fóðri til Noregs á næsta ári. „Við höfum selt fóður til Skretting undanfarin ár, á síðasta ári keyptu þeir af okkur vel á fimmta þúsund tonn og við væntum þess að salan verði svipuð á næsta ári," sagði Guðmundur Stefánsson framkvæmdastjóri Laxár hf. Eins og er liggur útflutningur Mjólkin frá Húsavík NOKKRIR veitingamenn á Akureyri hafa farið út í að kaupa mjólk frá Mjólkursam- lagi Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins er ástæð- an sú að þeir eru óánægðir með að Hótel KEA skyldi hafa farið út í samkeppnina á pítsu- markaðnum. Mjólkin frá Mjólkursamlagi KÞ er á sama verði og hjá Mjólkursamlagi KEA en veit- ingamennirnir þurfa hins veg- ar að greiða flutningskostnað frá Húsavík til viðbótar. Bar- áttan á skyndibitamarkaðnum á Akureyri hefur harðnað mik- ið á síðustu misserum og eru margir að bjóða heimsendingu á t.d. pítsum, hamborgurum og kjúklingum. og er fiskafóðurs niðri, enda sá árstími þegar minnst er að gera í fisk- eldinu. „Við höfum verið í viðræðum við fulltrúa Skretting að undanförnu og samningar um viðskiptín á næsta ári eru nánast frágengnir," sagði Guðmundur. Fóður til Kanada og Danmerkur Guðmundur sagði að þeir hjá Laxá væru afar ánægðir með út- flutning fyrirtækisins á fiskafóðri, hann skiptir fyrirtækið verulegu máli. Auk þess sem Laxá selur fiska- fóður til Noregs hefur fyrirtækið verið í útflutningi til Kanada og Danmerkur og sagði Guðmundur að menn gerður sér vonir um að fram- hald yrði á þeim viðskiptum. Útflutningurinn er um tveir þriðju hlutar af allri sölu fyrirtækisins. Guðmundur sagði að frá íslandi væru fluttar út eldisafurðir fyrir tæpan milljarð króna, en þau tvö fyrirtæki sem framleiddu fiskafóður hér á landi væru að selja fóður til útlanda fyrir allt að 400 milljónum króna. Morgunblaðið/Kristján BIRKIR Bjarnason ásamt móður sinni, Höllu Halldórsdóttur. Jólaföndur í Kjarnaskógi „ AF HVERJU fylgir mörgæs með?" spurði ein hnátan úr öðrum bekk í Lundarskóla sem var með bekkjarfélðgum sínum að útbúa jólafönd- ur í Kjarnaskógi um liðna helgi. Nemendurnir fengu grenigrein, rauðar slaufur og fallegt skraut, mörgæs og fleira til að hengja á greinina sína. Lögðu þau sig öll fram um að gera hana sem best úr garði og nutu við það aðstoðar foreldra sinna. Þegar þau höfðu lokið við að föndra voru kökuboxin opnuð og jólasmákökurnar runnu h'úflega niður með heitu kakói. Aldursskipting íbúa Flestir á aldrinum 0-4 ára SAMKVÆMT aldursskiptingu á Akureyri frá síðustu áramótum, þar sem teknir eru saman 5 ár- gangar í einu, kemur fram að flestir eru bæjarbúar á aldrinum 0-4 ára, eða 1.302 en fæstir 85 ára og eldri, eða 203. íbúar á aldrinum 15-19 ára voru næst fjölmennastir um síð- ustu áramót eða 1.246 og þar á eftir kemur aldurshópurinn 20-24 ára, eða 1.238. Um síðustu áramót voru 14.937 íbúar á Akureyri og voru konur heldur fleiri en karlar. Konur voru 7.600 en karlar 7.337. Hver íbúi skuldaði 395 þús. HVER íbúi á Akureyri skuld- aði um 65 þúsund krónur um síðustu áramót, en þá er ein- göngu átt við skuldir vegna bæjarsjóðs. Þegar tekið er tillit til skulda stofnana bæjarins, veitustofnana, hafnarsjóðs, húsnæðisskrif- stofu og fleiri nema skuldir hvers bæjarbúa 395 þúsund krónum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.