Morgunblaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1995 D 5 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI gróðursett hundruð þúsunda tijá- plantna á næstu árum. Nyrst á svæðinu eru Rangárskógar og Kollugerðisskógar, vestan byggðar í Glerárhverfi, þá tekur við Krækl- ingahlíðin norður með lóninu og niður að Krossanesborgum. Líkt og sunnanmegin skiptast á skógi vaxin svæði, beitilönd, afmörkuð með skjólbeltum, aðstaða til hesta- mennsku í hverfinu við Lögmanns- hlíð og þá er félagsaðstaða Skotfé- lags Akureyrar á þessu svæði auk fjölda göngu- og reiðleiða. Auk þess má nefna að fyrirhugað er að útbúa á nokkrum stöðum grasvelli þar sem m.a. verður kom- ið fyrir fótboltamörkum og fleiri tækjum til tómstundastarfs. Þessir vellir verða bæði sunnan og norðan Glerár. Friðun Krossanesborga mikilvæg Friðun Krossanesborga sagði Árni Steinar vera afar mikilvæga, en um væri að ræða sannkallaðan náttúrugarð. Bílastæði verður gert skammt sunnan Lónsbakka og göngustígar lagðir um svæðið svo það verði aðgengilegt fólki sem njóta vill útivistar í þessum nátt- úrugarði. Fyrirhugað er að merkja áhugaverða staði í borgunum, en þar er m.a. fjölskrúðugt fugla- og gróðurlíf. Árni Steinar sagði t Krossanesborgirnar afar áhuga-í>. vert svæði og myndu í fyllingu tímans ekki síður en flaggskipið, Lystigarðurinn á Akureyri draga til sín íjölda fólks. Þá má nefna að áform eru um að gera stórt landsvæði í Hlíð- arfjalli aðgengilegt til útivistar, en þar er nú þegar skíðaland Akur- eyringa og bærinn var á liðnu ári valinn Vetraríþróttamiðstöð ís- lands þannig að miklar vonir eru bundnar við uppbyggingu aðstöðu í fjallinu. GRÆNN trefill umhverfis Akureyrarbœ; par sem eru nattúrugaröqi útivistarsvæði með trjágróí í ogaðstaða til jjölhreyttrar tómstundastarfsettii- t Byggt á uppdrætii eftir Sóþeigu 4 Jónannsdóttur, umhverfisdald Js r Akurpyrarbæjar_ . _u- * jm Jólabækur og tímarit og margskonar gjafavörur Krossanes ■ Bókabúðin EddaB Pollurinn Hafnarstræti 100 - Akureyri * Sími 462 4334 lesthús^ Canon Nausta- borgir Hamrar MYNDAVELAR larna- einnig innan bæjarins og mun það vera ígildi Vaglaskógar. Skjólbelti um beitilöndin Ollum samningum um leigulönd til beitar var á sínum tíma sagt upp, en bærinn hefur um það bil 300 hektara af beitilöndum innan bæjarlandsins. Árni Steinar sagði það mikilvægan áfanga til að ná markmiðunum, en bærinn hefur síðan endurúthlutað beitilöndum með ákveðnum skilmálum. Hver umsækjandi hefur um 1 hektara lands til umráða og eru áform uppi um að skilja þau að með skjól- beltum en á þann hátt festast þau í sessi innan útivistarkragans. Innan kragans sunnan megin hafa verið gerðar gönguleiðir, að hluta til raflýstar. Á því svæði er golfvöllur Akureyrar og hesthúsa- hverfið Breiðholt og út frá því fjöldi reiðleiða. Á þessu svæði er þannig aðstaða til tómstundaiðk- unar af ýmsu tagi og uppi eru hugmyndir um að útbúa þar nýtt tjaldsvæði, við bæinn Hamra skammt norðan Kjarnaskógar. Skipulag tjaldsvæðanna er í vinnslu og er ráðgert að í tengslum við það verði byggð upp útilífsmið- stöð skáta ásamt reiðskóla og ef til vill hestaleigu. Næst hugað að svæðinu norðan Glerár Nú er komið að því að fram- kvæma á svæðinu norðan Glerár, en ræktunin hófst sunnanmegin og svæðið þar hefur því um 10 ára forskot á norðursvæðið. Áform eru um mikla gróðursetningu sem reyndar er þegar að einhveiju leyti hafín á þessum stað þannig að búast má við að þar verði einnig ‘Ted (omyndir' Skipagata 16 - 600 Akureyri - Sími 462 3520 Morgunblaðið/Kristján MAGNÚS Gauti t.v. ásamt Guðjóni Ármannssyni, vöruhússstjóra. vill kæmi til til greina að auka opin- berar framkvæmdir hér á svæðinu til að vega upp á móti því.“ Hver er staða Kaupíélags Eyfírð- inga í dag? „Ég vii meina að styrkur KEA sé mikill og félagið hefur alla burði til þess að gera ýmsa hluti. Við höfum hins vegar fundið fyrir þessum þrengingum í þjóðfélaginu, enda starfsemi félagsins mjög víðtæk. Ég lít samt svo á að þeir erfiðleikar sem félagið hefur átt í séu tímabundnir og við séum að vinna okkur út úr þeim,“ segir Magnús Gauti. Kaupfélag Eyfirðinga er lang stærsta fyrirtækið á Akureyri og er með rekstur á sviði verslunar, út- gerðar, framleiðslu og þjónustu. Á síðasta ári var hagnaður Kaupfélags Eyfirðinga og dótturfyrirtækja 16,2 milljónir króna en sambærileg tala fyrir 1993 var 247,1 milljón króna í tap. Á árinu 1994 störfuðu að meðaltali 902 starfsmenn hjá félag- inu og námu heildarlaunagreiðslur 1.109 milljónum króna. Félagsmenn í árslok voru 8.264 en eigendur sam- vinnuhlutabréfa í B-deild stofnsjóðs voru 418. færðu^ hjá okkur! IJjPfT ~h

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.