Morgunblaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1995 D 11 AKUREYRI Morgunblaðið/Kristján TRYGGVI og Bernharð við Verkmenntaskólann á Akureyri, þar sem um 1.300 nemendur stunda nám. Skólameistarar framhaldsskólanna Jóla> nunartími laugardaginn 16. des. frá kl. 10-22 sunnudaginn 17. des frákl. 13-17 Kaupmannafélag Akureyrar Ný/ar irörur - vandaðar vörur Kaupmannafélag Akureyrar Hæfilega jákvæð sam- keppni milli skólanna KUREYRI hefur verið nefndur skólabær og stend- ur sem slíkur undir nafni að mati skólameistara framhalds- skólanna, Menntaskólans á Akur- eyri sem rekur sögu. sína allt til hins forma dómskóla á Hólum í Hjaltadal sem stofnaður var í upp- hafi tólftu aldar og Verkmennta- skólans á Akureyri sem hóf starf- semi árið 1984. í framhaldsskólunum tveimur eru um tvö þúsund nemendur, en auk þeirra stunda fjölmargir nám í öðrum skólum á framhaldsskóla- stigi, eins og Myndlistarskólanum á Akureyri, Tónlistarskólanum á Akureyri, Tónmenntaskólanum auk Háskólans á Akureyri. Þá eru ótald- ir grunnskólar bæjarins, en þeir eru 9 talsins. Nýr skóli á gömlum grunni Tryggvi Gíslason skólameistari Menntaskólans á Akureyri segir það algjöra byltingu í starfsemi skólans þegar nýtt skólahús verður tekið í notkun í byijun næsta skóla- árs en við það tvöfaldast kennslu- rými skólans. „Þá rís hér nýr skóli á gömlum grunni. Við leggjum áherslu á að viðhalda gömlum hefð- um en horfa jafnt til framtíðar." Skólahúsið er nú að rísa austast í Stefánslundi, á gamla Olgeirstún- inu og tengir saman Gamla skóla og Möðruvelli. Níu kennslustofur eru í húsinu, bóka-og gagnasafn með lestrarsal fyrir nemendur og vinuherbergjum fyrir kennara. Fýr- ir miðju húsinu verður hátíðarsalur skólans. Húsið mun kosta fullbúið með öllum búnaði og frágenginni lóð um 300 miljónir króna. Byggingaframkvæmdir við Verkmenntaskólann hafa að sögn Bernharðs Haraldssonar skóla- meistara dregist mjög úr hófí en þær hófust árið 1981. Enn vantar ijóra byggingaáfanga við skólann og er nemum í tréðiðnaðardeild og hússtjórnardeild kennt út í bæ. „Þegar Iokið verður við mennta- skólabygginguna vonumst við til að verði byijað á húsnæði tréiðnað- ardeildar." Gert var ráð fyrir þegar verk- menntaskólinn var stofnaður að nemendur yrðu um 650, en strax fyrsta veturinn voru þeir tæplega 800. Síðasta haust voru rúmlega 1.000 nemendur skráðir í dagskóla, 240 í öldungadeild og í íjarnámi með tölvum, hálfur fjórði tugur stundar nám á útvegssviði á Dalvík og þá eru um 100 manns á ýmsum námskeiðum í skólanum. „Þetta varð allt annar skóli en menn hugs- uðu sér í upphafi.,“ segir Bemharð. Gott samstarf „Það hefur alltaf verið gott sam- starf milli okkar Bernharðs," segir Tryggvi og bætti við að til stæði að auka samstarf milli skólanna tveggja, áður hafa skólarnir tekið upp samstarf um kennslu en nú verður hugað að samstarfi varðandi búnað við skólana. „Við höfum auðvitað stundum verið að bítast um peninga," segir Bernharð. „en samstarfið hefur ævinlega verið gott, milli stofnana og einnig milli nemenda við skól- ana, en vissuiega ríkir líka hæfileg jákvæð samkeppni milli skólanna." Herradeild Lifandi tónlist allar helgar Opid sunnudaga - fimmtudaga frá kl 20.00 til 01.00 föstudaga og laugardaga frá kl. 18.00 til 03.00 Falleg krá vid poliinn 0 c mim m œ m ffftffim m nr LU LLl ILiLpJliLI m cd M mm □□ 1 Vid Pollinn - Strandgötu 49 - Akurcyri - Sími 461 2757

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.