Morgunblaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1995 D 17
AKUREYRI
Karl Jörundsson, hefur setið yfir 600 bæjarstjórnarfundi
Bæjarfulltrúar eru lítið
fyrir sýndarmennsku
KARL Jörundsson,
starfsmannastjóri Ak-
ureyrarbæjar, hefur
verið ritari á fundum
bæjarstjórnar í rúm 25
ár og hann hefur setið
yfir 600 bæjarstjórn-
arfundi. Karl segist
ekki hafa. misst úr
marga fundi á þessu
tímabili en þá kannski
helst í kringum sumar-
leyfi sitt.
„Ég sé aðeins um
að bóka afgreiðslur
mála en skrifa ekki
niður ræður manna
eða það sem bæjarfull-
trúar segja á fundum.
Þessar afgreiðslur eru síðan sendar
út til þeirra sem málið varðar,“
segir Karl í samtali við Morgunblað-
ið.
Hann segist ekki geta sagt að
einhver einn fundur hafí verið minn-
isstæðari en annar. Hann segir þó
að ýmislegt hafi gengið á þegar
ákveðið var að selja Laxárvirkjun,
enda hafi það verið afskaplega stórt
og mikið mál. Það fór fyrir fleiri
en einn fund en Karl segir að allir
hafi verið sáttir við þá niðurstöðu
sem varð að lokum.
Börnum sleppt lausum á
bæjarstjórnarfundi
Hann segir einnig minnisstætt
þegar verið var að ræða launakjör
fóstra fyrir einhveijum árum.
„Fóstrurnar vildu skapa þrýsting
þegar verið var að fjalla um málið
Karl
Jörundsson
í bæjarstjórn og mættu
með bömin af leikskól-
um bæjarins til fundar-
ins. Börnunum var
sleppt lausum í salnum
og þegar þau voru farin
að leika sér á parkett-
gólfínu á milli borða
bæjarfulltrúanna, varð
forseti að stöðva fund-
inn á meðan gólfið var
rýmt. Þetta vakti
nokkra athygli en
menn höfðu samt
lúmskt gaman af þess-
ari uppákomu."
Bera hag bæjarins
fyrir brjósti
Mörgum finnst hafa ríkt hálfgerð
lognmolla í kringum bæjarstjóm
Akureyrar í gegnum tíðina og að
svo sé reyndar enn í dag. Hvað
segir Karl um það?
„Því er ekki að leyna að mörgum
finnst að svo sé en þetta er ekki
rétt að mínu mati. Það er búið að
fara yfir öll mál sem koma á borð
bæjarstjórnar úti í nefhdunum. Þeg-
ar kemur að afgreiðslu bæjarstjórn-
ar taka menn ábyrga afstöðu og
eru lítið fyrir að vera með upphlaup
og sýndarmennsku. Menn bera hag
bæjarins fyrir brjósti og mér finnst
menn hér taka ábyrgari afstöðu
heldur en í suraum bæjarstjórnum
af svipaðri stærð. Vissulega er búið
að takast á um einstök mál áður
en þau koma til kasta bæjarstjóm-
ar, m.a. í bæjarráði sem er af-
greiðslustofnun að miklu leyti.“
Verkefna-
staðan góð
VÉLSMIÐJA Steindórs er gam-
algróið fjölskyldufyrirtæki á
Akureyri. Fyrirtækið var stofnað
árið 1914 og er trúlega með elstu
starfandi járnsmíðafyrirtækjum
landsins. I dag starfa þar 8
manns og að sögn Sigurgeirs
Steindórssonar, framkvæmda-
stjóra og eins eigenda fyrirtækis-
ins er verkefnastaðan góð.
Sigurgeir segir að fyrir 10
árum hafi rekstur fyrirtækja
verið farinn að þyngjast og verst
hafi ástandið verið í kringum
1990. Ástandið hafi hins vegar
batnað á síðustu árum og hann
sér augljós batamerki í dag.
Sigurgeir segir að kaup Akur-
eyrarhafnar á flotkvínni hafi
verið mikið happaspor. Vél-
smiðja Steindórs nýtur góðs af
góðri verkefnastöðu hjá Slipp-
stöðinni Odda hf. og vinnur mik-
Morgunblaðið/Kristján
SIGURGEIR Steindórsson, framkvæmdastjóri Vélsmiðju Stein-
dórs, vinnur jöfnum höndum á gólfinu og hér er hann með
þremur öðrum starfsmönnum. F.v. Helgi Helgason, Böðvár
Ingvason, Sigurgeir Steindórsson og Mikael Tryggvason.
ið sem undirverktaki hjá fyrir-.
tækinu.
„Á mögru árunum í járniðnað-
inum á Akureyri tókst að halda
við þeirri verkkunnáttu sem var
til staðar og jafnvel að bæta við
hana og það er að skila sér í
dag,“ segir Sigurgeir.
Skemmtilegt úrval
fypin krakka á öllum
aldpi... mjög
Skíðaþjánustan
Fjölnisgötu 4b — sími 462 1713
Karl segir að víða hafi starf rit-
ara bæjarstjórna breyst og ný tækni
notuð og þá er einnig farið að út-
varpa fundum á sumum stöðum.
„Við erum ennþá að gera þetta með
gamla laginu. Það eru tveir bæjar-
fulltrúar kosnir ritarar til eins árs
í senn og þó að ég bóki afgreiðslur
fundarins, þurfa þeir að staðfesta
það sem ég set á blað. Ég sendi
uppkast til þeirra en það er aldrei
skrifað undir fundargerðina fyrr
enn á næsta fundi á eftir. í sumum
sveitastjórnum er fundagerðin færð
beint í tölvu, hún er lesin í lok fund-
ar og undirrituð strax af bæjarfull-
trúum.“
Barði fundahamrinum í
gegnum borðið
Þegar verið var að afgreiða fjár-
hagsáætlun á árum áður, var skrif-
að undir fundargerðina fljótlega eft-
ir fund og þá biðu bæjarfulltrúar
eftir að gengið væri frá henni.
„Það tók einar 2-3 klukkustundir
að ganga frá fundargerðinni og þá
fóru menn yfirleitt afsíðis og fengu
sér léttar veitingar. Á einum slíkum
fundi skeði það þegar kallað var í
bæjarfulltrúana til undirritunar að
forseti bæjarstjórnar var orðinn svo
handsterkur að hann barði funda-
hamrinum í gegnum borðplötuna.
Þetta hefur nú breyst af því leyti í
seinni tíð að nú er kominn sérstakur
hnallur undir hamarinn, þannig að
það er ekki hætta á að forseti geti
lamið í gegnum borðið. Þá er þessi
aðferð við afgreiðslu fjárhagsáætl-
unar heldur ekki lengur viðhöfð."
Verið Velkomin i Leikfangamarkaðinn
tf&H&tiönu/ Smelíu ffiu*
ei* /lorrun lít.
Q/ftíawíwá Ó/fe/}ic//wáá<y/t.
•J'&istjana /^uðmundsdóttir
í ö//um /ó/a/ú/um
| ocf /ýá C^/tú/yá/u}) m'.
Gleraraotu 28
Simi 462 4966
600 Akureyri
Fax 462 7666
- kjarni málsins!
Laxdalshúsi & í Smiðju kr. 1.780,-
Ofnsteikt grísalæri (skorpusteik) með brúnkáli
Eplaflesk með grænum eplum og lauk
Danskar friggadellur með rauðkáli - Bayonskinka
Danskt leverpostej - Villibráðapate - Kjúklingapate
Grísasulta - Kálfarúllupylsa - Salomepylsa - Marineruð síld
Konfektsíld - Rússneskt síldarsalat - Steiktur laukur - Dionsinnep
Tyttúberjasulta - Eplasalat - Hrásalat - Sykurbrúnaðar kartöflur
Smjörsteikt grænmeti - Síldarbrauð - Rúgbrauð
Ris a lállamande - Karamellusósa - Hindberjasaft
Piparkökur - Dönsk jólakaka - Kirsjuberjaterta
Föstud. 15. des. - Laugard. 16. des. Sunnud. 17. des. í hádegi og á kvöldin
20., 21., 22., og 23. des. í hádegi og á kvöldin
DESEMBER
'j'
?-r
x\
L- \
n
V