Morgunblaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 22
22 D FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1995 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Óli G. Jóhannsson opnar málverkasýningu í Sviss í næsta mánuði Tækifæri lífs míns í myndlistinni Fjölmargir landsmenn setja sér ákveðin markmið á merkum tímamótum. Margir ná þeim en aðrir ekki eins og gengur og ger- ist. Óli G. Jóhannsson, listmálari og hesta- maður sagði Kristjáni Kristjánssyni m.a. frá markmiði, sem hann setti sér fyrir margt löngu, og er nú að verða að veruleika. i i Morgunblaðið/Kristján ÓLI G. Jóhannsson á hestinum Breka. Óli hefur mikið álit á hestinum og getur ekki hugsað sér að láta hann af hendi. „Við hðfum verið erfiðir hvor ððrum í gegnum tíðina en ég kem til með að eiga hann áfram,“ segi Óli. A) Fljóta og góða afgreiðslu? U S) Biðröð? □ SpurningA A) Góða þjónustu? Q f SJ Litla þjónustu? Q SpurningJ /1) Persónulega verslun? Q S) Ópersónulega verslun? Q Ef svarið er^á öllum stöðum þá ættir þú að koma til okkar. Sjón er sögu ríkari. ‘Tökum veC á tnóti þér. S tarfsfóOÍ 1*^3 'JQörBúðarinnar I ^ %aupangi. 1 k v S. 461 2933 Oplð «11 23 alla daga OLI G. stefndi að því að halda veglega málverka- sýningu þegar hann næði fimmtugsaldrin- um. Óli varð fimmtugur í gær, 13. desember og á tímabili var hann ekki bjartsýnn á að ná settu marki og í raun búinn að flauta mál- verkasýningu af. En þá gripu ör- lögin í taumana. Þessa dagana er Óli að undirbúa sýningu - ekki hér á Iandi, heldur á þekktu hóteli í St. Moritz í Sviss. Þar mun hann opna sölusýningu 30 verka þann 6. j'anúar næstkomandi. Oli varð fyrir slysi í Smugunni fyrir rúmu ári en þar var hann sem skipverji á Sólbaki EA togara Út- gerðarfélags Akureyringa hf. „Slysið stöðvaði mína sjómennsku en varð aftur til þess að ég gat snúið mér að málverkinu. I dag er afmælissýningin tilbúin, þannig að skaparinn er ekki alveg ónýtur og veit hvar hann á að setja menn á hillu,“ segir ÓIi í viðtali við Morgunblaðið. Hann ræðir einnig um hestamennskuna sem á hug hans allan og kemur inn á slysið í Smugunni og fleira sem viðkem- ur sjómennskunni. Sýningin stendur í 4 mánuði Óli gerir sér miklar vonir fyrir sýninguna í Sviss enda sé St.Moritz einn dýrasti skíðastaður í heimi og þangað sækja auðmenn sem margir hafa áhuga á mynd- list. Sýningin verður sett upp á Hótel Laudinella sem er menning- arhótel staðarins. Sýningin mun hanga uppi í fjóra mánuði og þarf Óli að vera tilbúinn að bæta við málverkum á tímabilinu ef salan verður góð. Fyrstu fjórir mánuðir ársins eru háannatími í ferða- mennskunni á skíðasvæðunum í Sviss og var það ósk forsvars- manna hótelsins að sýningin stæði yfir allan þann tíma. „Ýmissa grasa kennir á sýning- unni en þetta eru allt akrýlmálverk máluð á kínverskan pappír. Ég hef ekki verið undir áhrifum frá neinni ákveðinni stefnu í myndlistinni heldur mótað minn eigin stíl - eins og andinn blæs mér í bijóst hverju sinni. Ég hef haldið nokkrar einka- sýningar en aldrei áður sýnt verk eins og ég fer með til Sviss.“ Óli segir að það fylgi því gífur- legur kostnaður að_ fara með sýn- inguna til Sviss. „Ég hef fram að þessu ekki haft miklar væntingar varðandi myndlistina en engu að síður er þetta tækifæri lífs míns í faginu. Segja má að tilurð sýn- ingarinnar hafi verið að þróast á 10 ára tímabili og í raun hefur hver tilviljunin rekið aðra síðustu ár. Vonandi hef ég þau bein sem þarf til að mæta svona hlutum." Myndlist og íslenskukennsla á Ítalíu Þegar Óli vann á pósthúsinu á Akureyri fyrir mörgum árum kynntist hann svissneskri stúlku sem hingað kom til að kynnast betur íslenska hestinum. Svo fór að þessi svissneska stúlka fór að vinna við hesta hjá honum og Matthíasi Eiðssyni á Brún, sem er atvinnutamningamaður. Hún kom aftur sumarið eftir og hefur haldið sambandi við Óla og fjöl- skyldu síðan. „Við fengum jólakort frá stúlk- unni í fyrra og með því fylgdu boðsmiðar fyrir mig og Lilju konu mína til Sviss í sumar. Við fórum út þegar Heimsmeistaramót ís- lenska hestsins var haldið þar og bjuggum á heimili hennar rétt fyr- ir utan Ziirich. Við fórum einnig til Ítalíu og á þessu ferðalagi kynntumst við fólki, m.a. ítala sem hefur boðið mér að koma til sín næsta spmar og stunda þar mynd- listina. í staðinn þarf ég að kenna honum íslenska tungu. Þannig að næsta sumar mun snúast um mál- verk og íslenskukennslu í bland við rauðvín og sól.“ Útflutningur á íslenska hestinum Á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins kynntist Óli einnig Sviss- lendingum og í framhaldi af því var hann beðinn að leita að góðum íslenskum hestum fyrir svissneska hestaáhugamenn. „Þetta er mjög stöndugt fólk og það er kröfuhart. Allur aðbúnaður hjá þeim er hreint til fyrirmyndar og nú þegar hafa tveir hestar farið út á mínum veg- um. Þessi sambönd erlendis hafa aftur gert mér kleift að hafa at- vinnu af hestum í bland við mál- verkið. Dvölin þarna úti var í raun stefnumarkandi fyrir líf mitt og þar fæddist þessi hugmynd um málverkasýninguna í St. Moritz.“ Óli segir að það hafi verið draumastaða í 30 ár að geta sinnt myndlist og hestamennsku af al- vöru og nú virðist sá draumur vera að rætast. „Þannig að tilvilj- anir og örlagadísirnar hafa verið að flétta þetta allt saman og svona hlutir létta manni upp úr hvers- dags drunganum hér heima,“ seg- ir Oli, sem til viðbótar hefur sett stefnuna vestur um haf með sýn- ingu að ári. Sjómennskan hefur verið aðal- starf Óla síðustu ár en hann hefur einnig starfað við blaðamennsku á Degi. Hann hafði verið til sjós á togurum ÚA þegar hann varð fyrir því slysi sem áður er minnst á. Heppinn að sleppa lifandi úr Smugunni ÓIi var ásamt öðrum skipveija Sólbaks að feija skólastrák yfir í Harðbak á tuðru þegar slysið varð og telur Óli mesta mildi að hann skildi sleppa lifandi úr þeim hildar- leik. Veðrið var vont og mikill sjó- gangur og þegar hífa átti tuðruna um borð í Harðbak, fór ekki betur en svo að Óli kastaðist úr tuðr- unni og skall af miklum þunga utan í síðu togarans og svo í sjóinn. „Ég hafði farið í flotgalla sem var heldur lítill og gat ekki lokað honum alveg. Sjór flæddi því í gallann eftir að ég var kominn í sjóinn. Harðbakur var að toga og ég rak aftur með skipinu og út í sortann. Ég mátti hafa mig allan við að sleppa við skrúfuna á utan- borðsmótor tuðrunnar og vírana aftur af togaranum. Það var frek- ar ónotanleg tilfinning að sjá báða togarana fjarlægjast.“ Félagar Óla reyndu strax að losa tuðruna frá skipinu og tók það dijúga stund. Þá vildi ekki betur til en svo að krókurinn úr krana Harðbaks reif úr sambandi bensínleiðsluna á utanborðsmótor tuðrunnar svo hún varð vélarvana. Svamlandi í sjónum í 20 mínútur „Mér tókst að blása upp kodda á flotgallanum, þannig að hausinn á mér var alltaf upp úr sjónum og ég saup því ekki sjó. í fram- haldi af því tókst mér að komast í stefnu tuðrunnar sem einnig rak aftur með skipinu og svamlaði í sjónum þar til hún rak til mín. Óg mikið ósköp var ég feginn þeg- ar félagar mínir drógu mig um borð í tuðruna eftir að hafa verið í sjónum í einar 20 mínútur.“ Skipveijar á Harðbak settu sína tuðru á flot og drógu Óla og fé- laga upp að Sólbaki, þar sem hann var hífður um borð í Björgvins- belti. „Ég var orðinn bæði hrakinn og kaldur þegar ég náðist um borð. Ég gat lítið unnið eftir þetta enda aumur í baki, hálsi og öxl. Ég fór nú aldrei yfir í varðskipið til að láta líta á mig og 10 dögum seinna vorum við í heimahöfn. Þá lét ég líta á mig upp á sjúkrahúsi og þá kom í ljós að vinstri öxlin var öll lemstruð og ég hef átt í því síðan. Reyndar fór ég einn túr á Rauðanúpi ÞH í sumar en öxlin sveik og ég held að sjómennskufer- ill minn sé fyrir bí.“ Óli bíður eftir því að komast í aðgerð út af öxlinni og þó hann næði sér á strik aftur telur hann sig ekki hafa möguleika á skips- plássi á Akureyrartogara eftir skrif sín í leiðara sjómannadags- blaðsins Ölduróts. Fiski hent miskunnarlaust í sjóinn „Þar opnaði ég umræðuna um hvernig fiski var hent alveg mis- kunnarlaust í sjóinn þarna norður frá og er enn gert. Menn voru að taka um og yfir 100 tonn á sólar- hring vitandi að vinnslugeta skip- anna er ekki nema 30-40 tonn á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.