Morgunblaðið - 14.12.1995, Síða 24

Morgunblaðið - 14.12.1995, Síða 24
24 D FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Starfsemi Háskólans á Akureyri er þýðingarmikil fyrir bæjarfélagið Skólinn marki sér bás sem háskóli á norðurslóð Háskólinn á Akureyri var fyrst settur í sept- ember 1987 og voru nemendur þá 31 tals- ins. í viðtali Margrétar Þóru Þórsdóttur við Þorstein Gunnarsson, rektor kemur fram að nú stunda rúmlega 400 stúdentar nám við skólann og starfsmenn hans eru um 50. HASKOLINN á Akureyri hefur flutt hluta af starfsemi sinni, yfir- stjórn háskólans, á framtíðarstað á Sólborgarsvæðinu. Gert er ráð fyrir að á næsta ári fái skólinn til afnota önnur hús sem fyrir eru á svæðinu og unnið er að áætlunum um byggingu nýrra húsa á háskólalóðinni. Jafnframt flutn- ingi eru háskólamenn að huga að auknu námsframboði, en fyrir liggja tillögur um námsbraut í matvælaframleiðslu, námsbraut fyrir leikskólakennara, þátttöku í sjávarútvegsskóla Sameinuðu Þjóð- anna og um rannsóknardeild ferða- mála. Þá vænta menn mikils af Stofnun Vil- hjálms Stefánssonar sem gert er ráð fyrir að taki til starfa í ársbyijun 1997. Starfsemi Háskólans á Akureyri hefur aukist ár frá ári. Hann var fyrst settur í september árið 1987 og voru nemendur þá 31 talsins. Nú stunda rúmlega 400 stúdentar nám við skólann og starfsmenn hans eru um 50. I fyrstu voru tvær deildir við skól- ann, rekstrardeild og heilbrigðis- deild, en í árs byijun 1990 tók sjáv- arútvegsdeild til starfa og haustið 1993 hófst nám í kennaradeild. „Háskólinn á Akureyri hefur mikla þýðingu fyrir bæjarfélagið, fjárframlög til hans eru um 200 milljónir króna á ári og er stærstu hluti fjárhæðarinnar launagreiðslur en jafnframt kallar starfsemi hans á ýmsa þjónustu úr umhverfinu, m.a. hvað varðar byggingar og verslun, auk þess sem hann er uppspretta hugmynda fyrir at- vinnulífíð," segir Þorsteinn Gunn- arsson háskólarektor og nefnir einnig að nútímafólk telji það hluta af lífsgæðum að hafa aðgang að háskóla þar sem það býr. Þannig hljóti hann að hafa áhrif þegar fólk tekur ákvörðun um búsetu í bænum. „Ég held menn hafi ekki órað fyrir því þegar starfsemin hófst að hér yrðu 400 nemendur við nám nú, að 7 árum liðn- um,“ segir rektor, en búist er við að stúdentar verði um 500 talsins á 10 ára afmæli Háskól- ans 1997. Hann segir íbúafjölda svæðisins setja háskólanum ákveð- in mörk, en áætlanir geri ráð fyrir að á árinu 2004 verði á bilinu 700-900 stúdentar í námi við há- skólann. Skipulag háskólasvæð- isins á Sólborg gerir ráð fyrir að nemenda fjöldinn verði 1.500 til 2.000 í framtíðinni. Mikils vænst af Stofnun Vil- hjálms Stef- ánssonar NEMENDUR á öðru ári í sjávarútvegsdeild í verklegri örveirufræði. Þeir velja sér sjálfir verkefni í lok annar og tengjast þau einkum hreinlæti í matvælaiðnaði. Með þeim á myndinni er kennar- inn, Rannveig Björnsdóttir sem einnig er starfsmaður Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins. Þá hafa tillögur um námsbraut fýrir leikskólakennara við kennara- deild skólans einnig verið til umfjöll- unar í ráðuneytinu, en námið þykir falla vel að því námi sem fyrir er í deildinni og mikill skortur er á menntuðum leikskólakennurum, einkum á landsbyggðinni. Miðast tillögur háskólans við að námið geti hafist haustið 1996. Félag leik- skólakennara hefur stutt tillögur háskólans af alefli og telur Þor- steinn það í fyrsta- skipti svo sér sé kunnugt, að fagfélag með bæki- stöðvar í Reykjavík hafi stutt fram- faramál við Háskólann á Akureyri svo dyggilega. Hluti sjávarútvegsskóla SÞ verði á Akureyri Háskólarektor og forstöðumaður sjávarútvegsdeildar hafa átt fund með nefnd sem hefur að markmiði að undirbúa forkönnun á því hvort stofna skuli sjávarútvegsskóla á vegum Háskóla Sameinuðu þjóð- anna hér á landi. Þar kynntu þeir starfsemi sjávarútvegsdeildar Há- skólans á Akureyri og lögðu áherslu á að veigamiklir þættir í námsfram- boði sjávarútvegsdeildar féllu vel að þeim hugmyndum að námi í sjáv- arútvegsskóla SÞ sem fyrir liggja. „I framhaldi af því þurfum við að vinna að því að verulegur hluti af starfsemi þessa skóla verði byggður upp hér í tengslum við sjávarút- vegsdeildina," sagði Þorsteinn og benti á að öflug fyrirtæki eins og Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hafi heitið stuðningi í því máli. Morgunblaðið/Kristján ÞORSTEINN Gunnarsson háskólarektor við inngang að aðal- skrifstofum Háskólans á Akureyri, á Sólborgarsvæðinu, þangað sem starfsemin fluttist fyrr í haust. Matvælaframleiðsla og leikskólakennarar I sjávarútvegsdeild hefur verið skipulögð námsbraut I matvæla- framleiðslu og eru tillögur um hana til umfjöllunar í menntamálaráðu- neytinu. Haldinn héfur verið fundur með fulltrúum háskólans og rann- sóknaraðila sem starfa á þessu sviði til að ræða stefnumótun, samstarf og verkaskiptingu stofnana sem sinna matvælasviðinu, en þar er um að ræða auk Háskólans á Akur- eyri, Háskóla íslands, Rannsóknar- stofnun fiskiðnaðarins, Rannsókn- arstofnun landbúnaðarins, Iðn- tæknistofnun og Rannsóknarráð íslands. Þorsteinn segist leggja áherslu á að háskólanum verði heimilað að koma á fót námi í matvælaframleiðslu næsta haust, 1996 og að nægilegar fjáveitingar fylgi þeirri heimild. Annáll Háskólans á Akureyri 1987 Háskólinn settur 5. september, kennsla hefst 7. september í rekstrardeild og heil- brigðisdeild. Innritaðir nemendur 31. '1988 Lög um Háskólann á Akureyri samþykkt á Alþingi 5. maí. Félagsstofnun stúdenta stofnuð í október. Innritaðir nemendur alls 58. 1989 Fyrsta brautskráning frá rekstrardeild og bókasafn skólans opnað 16. júní. AIls brautskráðust 10 iðnrekstrarfræðingar. Útsteinn, stúdentagarður við Skarðshlíð tekinn í notkun við upphaf haustmisseris. Innritaðir nemendur alls 73. 1990 Sjávarútvegsdeild tók til starfa 4. jan- úar. Kaupfélag Eyfirðinga afhenti skólan- um 1. og 2. hæð Glerárgötu 36 á leigu endurgjaldslaust til þriggja ára fyrir starf- semi sjávarútvegsdeildar. Reglugerð fyrir Háskólann á Akureyri gefín út af mennta- málaráðuneyti 1. október. Brautskráðir voru 6 rekstrarfræðingar og 5 iðnrekstrar- fræðingar. Innritaðir nemendur alls 123. 1991 Samstarfssamningur við Hafrannsóknar- stofnun undirritaður í apríl. Fyrstu hjúkrun- arfræðingarnir brautskráðir, 11 talsins. Einnig brautskráðust 6 rekstrarfræðingar. Við rekstrardeild tekur til starfa tveggja ára framhaldsdeild, gæðastjórnunarbraut. Fyrsta veturinn voru 11 manns skráðir til náms. Innritaðir nemendur alls 161. 1992 Samstarfssamningur við Rannsóknar- stofnun fiskiðnaðarins undirritaður í febr- úar. Ný lög um Háskólann á Akureyri gef- in út 1. júní. Ríkissjóðir kaupir 1.2. og 3. hæð í> Glerárgötu 36 af Kaupfélagi Eyfirð- inga og 4. hæð hússins af Byggðastofnun í október. íslandsbanki afhenti Rannsóknar- stofnun Háskólans á Akureyri 3. hæð í Glerárgötu 34 til afnota endurgjaldslaust í 1 ár. Heimild veitt til stofnunar kennara- deildar í desember. Menntamálaráðuneyti gefur út reglugerð um Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri í júlí. Fyrsta hús á stúdentagörðum við Klettastíg tekið í notk- un við upphaf haustmisseris. Brautskráðir voru í júní 9 hjúkrunarfræðingar og 16 rekstrar- og iðnrekstrarfræðingar. 1993 Samstarfssamningur við Iðntæknistofn- un Íslands undirritaður í maí. Rekstrardeild flytur í Glerárgötu 36 við upphaf haustmiss- eris. Tvö seinni hús stúdentagarða við Klettastíg, tekin í notkun í ágústlok. Kennsla hefst í kennaradeild á haustönn. Brautskráðir 17 hjúkrunarfræðingar, 5 rekstrarfræðingar og 8 iðnrekstrarfræðing- ar. Innritaðir nemendur alls 266. 1994 Fyrstu sjávarútvegsfræðingarnir braut- skráðir 4. janúar. Sama dag voru braut- skráðir 3 rekstrarfræðingar og 1 iðnrekstr- arfræðingur. Ný reglugerð fyrir Háskólann á Akureyri sett í júní. Leigusamningur gerður við Oddfellowregluna um 250 fer- metra húsnæði við Sjafnarstíg og gildir hann til 5 ára. Kennaradeild tekur upp kennslu í uppeldis- og kennslufræðum fyrir starfandi Ieiðbeinendur, 30 eininga kennslu- réttindanám sem tekur 2 ár. Brautskráðir 37 kandidatar í júní. Innritaðir nemendur alls 385. 1995 Samstarfssamningur við Rannsóknar- stofnun landbúnaðarins undirritaður í mars. Húsnæði á Sólborg formlega afhent skólan- um 1. apríl. Breyting á reglugerð gefin út í júni en þar með fær rekstrardeild heimild til að útskrifa kandidata með BS-próf í rekstrarfræði. Skjöldur til minningar um Vilhjálm Stefánsson afhjúpaður 1. maí. Aðalskrifstofur háskólans flytja að Sólborg 4. september og fomilega opnaðar 30. sept- ember. Samstarfssamningur við Fræðslu- skrifstofu Norðurlandsumdæmis eystra undirritaður í ágúst. Samstarfssamningur við Fiskifélag íslands undirritaður í októ- ber. Brautskráðir kandidatar alls 52. Innrit- aðir nemendur alls 397.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.