Morgunblaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1995 D 19 AKUREYRI Morgunblaðið/Kristján DANÍEL Snorrason, lögreglufulltrúi með hundinn Jens, sem er fimmti „liðsmaður" rannsóknardeildar lögreglunnar. Daníel er að byija að þjálfa hundinn og bindur miklar vonir við hann í baráttunni við fikniefnin. Misnotkun læknalyfja aukist Misnotkun á læknalyfjum hefur einnig færst í vöxt, lyf sem fólk hefur náð að svíkja út með lyfseðli frá læknum, bæði örvandi og sljóvg- andi. „Þessi lyf hafa menn verið að mylja niður og selja sem amfetamín og menn hafa jafnvel verið að sprauta sig með slíkum efnum. Asókn í sprautur hefur aukist þann- ig að svo virðist sem sprautufíklum hafi flölgað. Því fylgir mikil smit- hætta og ég tala nú ekki um ef menn eru að nota óhreinar nálar — því geta fylgt sjúkdómar eins og t.d. lifrabólgá og alnæmi," segir Daníel. Fjórir lögreglumenn vinna á rann- sóknardeildinni en Daníel segir að draumastaðan sé að ráða mann sem eingöngu gæti sinnti fíkniefnamál- um, „en það er ekki hægt að fá allt og það er alls staðar verið að skera niður. Hins vegar segir það ekki allt ef almenningur er ekki hjálpleg- ur líka.“ Vonir bundnar við hundinn Fimmti „liðsmaður" deildarinnar er fíkniefnahundurinn Jens, sem umboð Sjóvá-Almennra á Akureyri gaf fyrir nokkru. Hundurinn sem er orðinn níu mánaða gamall, er af Labrador kyni og er sonur þekktrar fíkniefnatíkur á Keflavíkurflugvelli. „Ég er að byija þjálfa hundinn og bind miklar vonir við hann í barátt- unni við fíkniefnin." Rannsóknarlögreglan er með sím- svara og getur almenningur hringt í síma 462-1881 með upplýsingar um fíkniefnamál og önnur lögreglu- mál. „Við teljum æskilegra að fólk hringi inn undir nafni og slíkar upp- lýsingar eru alla jafnan trúverðugri en fólk getur líka hringt inn upplýs- ingar án þess að segja til nafns en við heitum fólki fullum trúnaði," segir Daníel Snorrason. virðist vera almenn aukning víða um land. Það er hætt við því að málum eigi eftir að fjölga enn frekar ef fólk ekki tekur höndum saman í þessari baráttu. Mér finnst of ríkt í fólki að þetta sé einungis lögreglu- mál. Við megum ekki sætta okkur við að þetta sé komið til að vera og þurfum að vera vel á varðbergi — foreldrar gagnvart börnum sínum, skólayfírvöld og allur almenningur.“ LÖGREGLAN gerir ýmsa hluti upptæka í rannsóknum fíkniefnamála. Hafðu samband við þjónustufulltrúa okkar, hann kynnir þér Vörðuna einfalda og þægilega leið til þess að fá betri mynd á fjármál þin. Varða • útgjaldadreifing og greiðsluþjónusta okkar: • Sér um að greiða föst gjöld s.s. afborganir af lánum, slma, rafmagn, bifreiðagjöld, áskrift o.fl. ^ • Miilifærir fasta upphæð mánaðarlega fyrir útgjöldum þínum • Jafnar greiðslur þínar niður á mánuði og lánar þér mismuninn ef útgjöld einhvers mánaðar eru hærri en millifærslan • Gerir fjárhagsáætlun fyrir þig og sér um að þú hafir gott yfirlit yfir stöðu þína og greiðslur Komdu eða hringdu það getur reynst þér ánægjulegur léttir varða - víðtœk fjármálaþjánusta fyrir fólk á öllum aldri Landsbanki ísiands Banki allra landsmanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.