Morgunblaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 6
6 D FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Brekkurnar, fjaran, eyrin og gróðurfarið einkenna Akureyri Turnamir setja mikinn svip á bæinn FALLEGT bæjarstæði, brekk- urnar, fjaran, eyrin, gróðurfarið og einstök veðursæld miðað við íslenskar aðstæður auk gömlu húsanna sem setja svip sinn á bæinn telur Fanney Hauksdóttir arkitekt að einkenni Akureyri öðru fremur, geri bæinn ólíkan öðrum. Fanney er fædd á Akureyri, hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1982 og stundaði síðan nám í arkitektadeild Dortmund há- skóla í Þýskalandi um sjö ára skeið. Hún snéri þá heim, kom aftur til Akureyrar enda þegar byrjuð að vinna í sínu fagi fyrir bæjarbúa með námi, en hún teiknaði Safnaðarheimili Akur- eyrarkirkju meðan hún stundaði nám ytra. Hús sem að formi markar tímamót í arkitektúr á Akureyri, en staðhættir réðu mestu um að húsið er grafið inn í hæðina sem kirkjan stendur á. Fanney starfar með föður sín- um, Hauki Haraldssyni og fleir- um á Arkitekta- og verkfræði- stofu Hauks í Kaupangi. Turnar teygja sig til himins Eitt af því sem einkennir þau hús sem Fanney teiknar eru turn- ar sem nú prýða fjölda nýrra húsa í bænum. „Þetta er gamli danski stíllinn, en turnar á bygg- ingun eru í rauninni alþjóðlegt fyrirbæri, menn voru að teygja sig til himins. A Akureyri eru mörg gömul hús með turnum, Hótel Akureyri og Hótel Odd- eyri, gömul og virðuleg hús sem bæði urðu eldi að bráð voru með turnum en þau settu mikinn svip á bæinn á sínum tíma. Ég hef tekið þessa turna upp i minum byggingum og þeir eru aftur að verða nokkurs konar einkenni á bænum,“ sagði Fanney. í útlöndum á Akureyri Ferðamenn sem koma til bæj- arins nefna oft að þeim finnist þeir komnir til útlanda, það er eitthvað í andrúmslofti bæjarins sem minnir á útlönd. „Akureyri er notalegur bær sem heldur vel utan um menn, gömlu húsin sem mörg hafa verið gerð upp hafa ákveðin áhrif á fólk. íbúar höfuð- borgarinnar upplifa kannski heldur ekki eins sterkt nálægð hafsins og fjallanna eins og þar. Torfunefsbryggjan sem er nán- ast við miðbæ Akureyrar skapar vissa stemmningu, tijágróður er óvíða eins mikill og hér og þetta allt, höfnin, gróðurinn og gömlu húsin gera eflaust að verkum að fólki finnst það á framandi slóð- um.“ Á síðustu árum hafa ný hverfi byggst upp norðan Glerárár en nú á allra síðustu misserum er dálítið farið að byggja að nýju á syðri brekkunni. Það sem ein- kenndi nýbyggingar fyrir um 10 árum eru stór fjölbýlishús með mörgum íbúðum, en mörg slík hafa verið byggð á Akureyri á síðustu árum. Þá var líka mikið byggt fyrir sérhópa eins og sam- býli fyrir fatlaða og íbúðir fyrir aldraða, eitthvað sem ekki tíðk- aðist áður. „Það hefur ekki verið byggt mikið af stórum einbýlis- húsum á Akureyri síðustu ár, þetta eru hús sem fólk treystir sér ekki lengur til að kaupa. Það er mun meira aðhald i fjármálum en var, fólk vill byggja minna og hagkvæmnin er í fyrirrúmi." Nú hafa menn horfið frá stóru blokkunum kjósa fremur minni fjölbýlishús. Til að mynda hefur Morgunblaðið/Kristján ÚTSÝNIÐ úr húsi Fanneyjar, yfir nánast allan Eyjafjörð er einkar fagurt. Húsnæðisnefnd Akureyrar látið byggja fyrir sig lítil hús með fjór- um til sex íbúðum og notalegu umhverfi. Þannig eru húsin í Snægili 2-36 sem Fanney teikn- aði ásamt systur sinni, Onnu Margréti en þær sigruðu í sam- keppni um hönnun svæðisins. Endurnýjun íeldri hverfum Verndun og viðhald gamalla húsa hefur átt vaxandi vinsæld- um að fagna, „fólk er tilbúið til að kaupa og gera upp gömul hús og sem betur fer láta menn sér ekki lengur detta í hug að rífa gömul hús. Það hefur mikil end- urnýjun átt sér stað í eldri hverf- um, sérstaklega er Innbærinn blómlegur, en hann var á tíma- bili að drabbast niður og nú líta menn einnig til Oddeyrarinnar þegar þeir eru að kaupa sér hús. Þetta finnst mér nýög jákvætt," sagði Fanney. FANNEY Hauksdóttir býr með Önnu dóttur sinni í húsi sem hún teiknaði við Hrafnabjörg og að sjálfsögðu ein- kenna tveir turnar hús þeirra mæðgna. AÐALSTRÆTI16, sem nýlega var gert upp. Fanneyju finnst já- kvætt að fólk kaupi og sé tilbúið að gera upp gömul hús. Jón Bjarnason úrsmiður Kaupvangsstræti 4 - SF462 5400 Reynslan af mokkadeildinni nýtist Sigurveigu vel 1 nýju starfi SIGURVEIG Ásvaldsdóttir starfaði um árabil á Sambandsverksmiðjunum á Gleráreyrum, fyrst upp úr 1970 á Sútun, þar sem nú er Skinnaiðnaður og síðan við saumaskap á mokkadeild. Eftir hrun verk- smiðjanna var hún atvinnulaus um tíma en fékk svo starf við saumaskap hjá Sigríði Sunnevu Vigfúsdótt- ur hönnuði sem opnaði vinnustofu í Grófargili fyrir um tveimur árum. Aðalvinnustaður alþýðu manna „Við vorum að sauma kápur og jakka úr mokka- skinni, líka svolítið af lúffum og skóm og eitthvað örlftið úr leðri á mokkadeildinni. Mokkadeildin var kannski ekki svo stór í sniðum, en það unnu margir á sambandsverksmiðjunum, það má segja að þar hafi verið aðalvinnustaður alþýðu manna hér á Akur- eyri. Menn trúðu því ekki held ég að starfsemin myndi leggjast af. Okkur var alltaf sagt að það kæmi ekki til greina að flytja starfsemina burtu, en raunin varð sú að sumt var flutt suður og svo fór þetta allt saman á hausinn. Það var mikið áfall. Þama störfuðu margar konur sem komnar voru á miðjan aldur og höfðu flestar aldrei unnið annars staðar á sinni starfsæfi, þær höfðu því lítil tækifæri á að fá aðra vinnu,“ sagði Sigurveig. Sú þekking sem Sigurveig aflaði sér á mokkadeild- inni nýtist henni vel í starfi fyrir Sigríði Sunnevu, en þegar hún opnaði vinnustofu sína var Sigurveig á atvinnuleysisskrá. Hún hafði reynsluna sem til þurfti og bjó yfir þekkingu sem nýtist vel. Morgunblaðið/Kristján SIGURVEIG Ásvaldsdóttir starfaði um árabil á sambandsverksmiðjunum eins og fjölmargar konur á Akureyri sem komnar eru yfir miðjan aldur. Reynslan þaðan kemur sér vel þegar hún saumar fatnaðinn sem Sigríður Sunneva hannar á vinnustofu sinni í Grófargili. Þær hafa lengst af starfað tvær á vinnustofunni, Sigríður Sunneva hannar og Sigurveig saumar, en á stundum kemur fleiri fólk að. „Þetta er allt annað vinnuumhverfi, áður var þetta fjöldaframleiðsla, maður fékk verkefnin á rennibrautum til sín og kepptist við til að ná bónus. Það var vélrænna yfir- bragð yfir þessu. Núna er þetta allt öðruvísi, ég hef aðallega verið ein í saumaskapnum, Sigríður Sunneva hannar fötin og ég sauma og kem þá að öllum stigum saumaskapsins. Það eru alltaf að koma ný og ný módel, þannig að þetta er líflegt starf,“ sagði Sigurveig. Nú er Sigurveig líka farin að sauma á vinnustofu Olafar Halblau, við samstarfsverkefni nokkurra minni saumastofa í bænum sem sauma smávöru ýmiskonar úr mokkaskinni, vettlinga, húfur og skó.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.