Morgunblaðið - 17.12.1995, Síða 20
20 SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
EG ER svo oft spurð að því
eftir að ég fór að vinna
í Rauðakrosshúsinu,
hvort mér þyki ekki erfitt
að vinna „með svona unglinga-
vandamál," segir Lára Jónsdóttir
og leggur áherslu á orðin „svona“
og „vandamál". „Þvert á móti fínnst
mér starfíð svo jákvætt og upp-
byggjandi," heldur hún áfram. „Það
er þó verið að gera eitthvað.“
Unglingar eiga sér jákvæðan
máisvara þar sem Lára er og hún
hefur mikla trú á þeim. Það er
uppörvandi að ræða við hana og
henni virðist eiginlegt að horfa á
jákvæðu hliðarnar fremur en þær
neikvæðu. Það hreinlega geislar frá
henni. „Menn velta málefnum ungl-
inga lítið fyrir sér og umræðan er
svo hryllilega neikvæð," segir hún
og örlar fyrir hneykslun í röddinni.
„Eg hef ekki ennþá komist að því,
eftir að hafa unnið með unglingum
í mörg ár, hvert þetta „unglinga-
vandamál" er. Hvað er það ná-
kvæmlega sem fólk á við?“ spyr
hún. „Mér finnst ekki fýsilegt að
vera unglingur nú um stundir miðað
við hvernig umfjöllunin er.“
Leikarablóð í æðum
Lára er dóttir leikaranna Þóru
Friðriksdóttur og Jóns Sigurbjöms-
sonar. Þó að hún hafí ekki orðið
leikari er greinilegt að slíkir hæfí-
leikar búa í henni. Þegar hún talar
notar hún blæbrigði raddarinnar og
verður ýmist blíð, hvöss eða hermir
eftir ímynduðum einstaklingum.
Þegar hún leggur áherslu á orð sín
endar hún setningarnar gjaman
með „skilurðu". Fyrir vikið er ekki
erfítt að ímynda sér hana í kennslu-
stofu, troðandi fræðslu í gmnn-
skólanemendur, fullvissandi sig um
að þeir meðtaki það sem sagt var.
Hún er kennarinn sem meirihluti
tólf ára bekkjarins heimsótti upp á
fæðingardeild, rétti henni gjöf
handa litlu dótturinni en tilkynnti
um leið að kennarinn sem leysti af
væri alveg ómögulegur. Hún er
einnig kennarinn sem var kosinn
sá vinsælasti eitt árið í unglinga-
deildinni. Ekki síst er hún mann-
eskjan sem fínnst unglingar vera
mjög skemmtilegir upp til hópa.
Dreif sig í nám
Lára segist hafa snúið sér að
ráðgjöf vegna þess að sem kennari
hafí henni smám saman fundist
meira gaman að ræða við unglinga
um lífíð og tilveruna en að miðla
þekkingu. „Allt í einu rann upp
fyrir mér að ég hafði ekkert ofsa-
lega gaman af því að sjá um að
nemendur mínir kynnu óreglulegu
sagnirnar í ensku eða óákveðna
greininn," segir hún og bætir við
að þá hafí hún skellt sér í nám til
Bandaríkjanna.
Hún segist hafa fundið út úr því
að á sjö ára fresti gerist eitthvað
markverkt hjá henni. „Stórar breyt-
ingar í mínu lífí taka ekki langan
tíma,“ segir hún og fínnst það held-
ur ekkert tiltökumál. „Ég ákvað í
apríl að drífa mig í nám. í ágúst
var ég komin út með alla fjölskyld-
una. Þá var ég búin að selja íbúð,
bil og hlut í trillu og hraðbát." Eft-
ir stutta umhugsun bætir hún við:
„Þetta var greinilega dálítið mikið
stökk því hjónabandið fór í vaskinn
árið eftir. Og ég sem ætlaði aldrei
að láta það sama henda mig og
foreldra mína,“ segir hún, en Þóra
og Jón skildu þegar Lára var rúm-
lega tvítug.
Eftir tveggja ára nám lauk hún
meistaraprófi í endurhæfíngarráð-
gjöf unglinga frá háskólanum í San
Diego í Kalifomíu. „Prófessor deild-
arinnar er_ talinn einn sá besti á
sínu sviði. I samráði við hann valdi
ég einnig námskeið úr öðrum deild-
um, sem ég taldi henta hér.“
Nemendur voru skyldugir að
vinna með námi og þar sem Lára
hafði ekki starfsleyfi vann hún í
sjálfboðavinnu. „í staðinn komst ég
alls staðar að. Ég fékk til dæmis
kynningu í sýslufangelsinu í San
Diego. Mér fannst mun betra að
vera á karladeildum því á kvenna-
deildum var andrúmsloftið rosalega
þrungið og konurnar voru svo
illskulegar."
Eitt skiptið var hún að fara á
UNGLIN6AR ERU
LÍFSGLAUIR
Unglingar eru sá aldurshópur sem Lára Jónsdóttir hefur hvað
mest unnið með, fyrst sem kennari og nú sem upplýsingafulltrúi
Rauðakrosshússins. Hún sagði Hildi Fríðriksdóttur af hveiju
henni fínnst unglingar svo frábærir sem raun ber vitni. Hún lætur
einnig fljóta með frásagnimar af því þegar hún hitti fíkniefnadrottn-
ingu Kólumbíu og setti ofan í við liðsforingjanema í Danmörku
Morgunblaðið/Kristinn
LÁRA Jónsdóttir segir að unglingar sem þangáð leita verði að staldra við og líta í eigin barm.
„Guð minn góður, Lára.
Hér ert þú í hreingern-
ingarkufli og afi þinn var
hér nemandi.“
milli hæða í fylgd fangavarðar, en
fangamir máttu vera utan klefa á
daginn. „Á leiðinni fórum við í
gegnum glerbúr þar sem fangar
tóku á móti lögfræðingum og öðrum
gestum. Þama sat kona með þykkt,
grátt hár og mændi á mig þegar
ég gekk í gegn. Það var eins og
íshröngl í loftinu og um mig fór
hrollur og óþægindatilfinning. Eftir
á spurði ég fangavörðinn hver þetta
hefði verið. „Fíkniefnadrottningin í
Kólumbíu," svaraði hann og bætti
við: „Þú mundir ekki vilja koma
nálægt henni!“
Hún hafði verið höfuðpaur kól-
umbísks eiturlyfjahrings í langan
tíma og hafði stjórnað rosalegum
aðgerðum í Kólumbíu, meðal annars
hafði hún látið drepa fjölda manns
og var þekkt fyrir grimmd," segir
Lára og hryllir sig.
Lára vann einnig fimm mánuði
á dagdeild þar sem mæður og/eða
ófrískar konur komu í afvötnun.
„Þær gátu komið með börnin sín
og fengið fræðslu. Flestar höfðu
ánetjast krakki og heróíni.“
Skilja vandamálin eftir
Þegar Lára er spurð hvaða þættir
námsins nýtist henni best í starfí
segist hún oft hafa velt því fýrir
sér. „Ég býst við að það sé hvemig
aðskilja á þau vandamál, sem sífellt
er verið að glíma við, frá eigin lífí.
Það er mjög mikilvægt. Einnig lærð-
um við viðtalstækni, sem Banda-
ríkjamenn leggja mjög
mikið upp úr og eins
var ráðgjafaþátturinn
frá upphafí áberandi í
náminu."
- Hvort leita dreng-
ir meira til Rauðakross-
hússins eða stúlkur?
„Fleiri strákar hafa
gist í neyðarathvarfínu en fleiri
stelpur hafa hringt í trúnaðarsím-
ann. Annars eru að verða miklar
breytingar í málum unglinga núna
og engu er líkara en vandamál
stúlkna séu að aukast, meðal annars
hvað varðar ofneyslu ýmissa efna.“
Hún tekur fram að í tilefni tíu
ára afmælis Rauðakrosshússins nú
í desember verði gefin út skýrsla
með tölulegum upplýsingum. Fróð-
legt verði að sjá þar þróun þessara
mála. Hún bendir ennfremur á að
árlegar skýrslur Rauðakrosshússins
séu merkileg þjóðfélagsleg heimild
um unglinga, sem sé ekki að finna
annars staðar.
Lára segir að fólk hafi oft nei-
kvæða mynd af unglingum. Þeir séu
hins vegar opnir og uppfullir af
hugmyndum og lífsgleði. „Margir
hugmyndaríkir einstaklingar koma
til okkar. Auðvitað spila ekki allir
né syngja og dansa, því við sjáum
einnig mjög skemmda einstaklinga.
Krakkar sem koma ti okkar eiga
flestir mjög bágt og eru ekki endi-
lega lífsglaðir þegar þeir koma.
Samt hafa þeir svo mikla mögu-
leika,“ segir hún.
Ekki næg úrræði
Lára álítur að úrræði fyrir ungl-
inga séu ekki næg og nefnir í því
sambandi bæði meðferðarúrræði og
aðstoð félagsmálastofnana. Hún
leggur þó áherslu á að þetta sé sín
persónulega skoðun en ekki Rauða-
krosshússins. Hún telur að krakkar
sem þurfí á hjálp að halda bíði of
lengi og segir greinilegt að félags-
málastofnanir fái ekki nægilegt
fjármagn. Einnig bendir hún á
skerðingu á stöðum skólasálfræð-
inga frá því sem var.
„Það eru ýmsar forvamir til, en
þeim verður að fjölga. Byija verður
markvissara og fyrr í grunnskólun-
um en gert er. Þetta er víðtækt
vandamál, því hvorki eru til nægir
peningar í grunnskólanum né hjá
félagsmálastofnunum. Þó það sé
neikvætt að vera alltaf af kvarta
yfir peningaleysi, þá eru nú málin
einu sinni þannig vaxin,“ segir hún.
„Það er verið að skera niður í
grunnskólakerfínu í sparnaðar-
skyni. Hagkvæmara væri að fjölga
tímum og bæta við samfélags-
kennslu. I staðinn fer orkan í að
troða í nemendur íslensku og stærð-
fræði svo þau nái grunnskólaprófi.
Það er einnig búið að skera niður
tíma sem umsjónarkennari hafði
með bekknum, þar sem tækifæri
gafst þó til að ræða við nemendur.
Þetta er alveg hræðilegt,“ klykkir
hún út með.
Meðalaldur 16 ár
Meðalaldur þeirra sem gista í
Rauðakrosshúsinu er 16 ár og seg-
ir Lára að þar sé engin ein gerð
unglinga. „Þeir koma frá alls kyns
fjölskyldum, alls konar hverfum og
utan af landi. Sumir koma frá
slæmum heimilum þar sem einhvers
konar vanræksla hefur átt sér stað.
Önnur koma frá ágætis heimilum,
fjölskyldum sem virðast hafa sinnt
þeim vel,“ segir hún.
„Þeir koma til okkar vegna tíma-
bundinna erfíðleika. Með því að
koma í Rauðakrosshúsið staldra
þeir aðeins við og verða að líta í
eign barm. Krafa okkar er sú að
ætli krakkar sér að dveljast verði
þau að vinna í sínum málum. Ég
tek fram að þetta er ekki meðferð-
arheimili heldur heimili, en við
hjálpum þeim að komast áfram til
réttra aðila.“
- Hvað hefur komið þér mest á
óvart eftir að þú hófst starf hjá
Rauðakrosshúsinu?
„í raun hversu margir virðast
þurfa á félags- og fjárhagslegri
aðstoð að halda í þessu velferðar-
þjóðfélagi sem við búum í. Mér
finnst líka merkilegt hversu margir
vinna gott starf í unglingamálum á
lélegum launum við lélegar aðstæð-
ur og hver og einn hefur alltof
mörg mál á sínum herðum.
Þetta kemur heim og saman við
það sem ég fann fyrir strax sem
kennari, að þeir sem vinna með
börnum, unglingum og gömlu fólki
í þessu þjóðfélagi eru lágt launaðir.
Ég hætti í kennslu hreinlega af því
ég gat ekki séð mér farborða."
Ítalía varð fyrir valinu
- En hafðirðu aldrei í huga að
verða leikari?
„0-jú,“ svarar hún. „Ég sótti um
í Leiklistarskólanum en þeir vildu
mig ekki. Ég var einhveija daga
að jafna mig, en hafði staðið frammi
fyrir tveýnur möguleikum, annars
vegar Ítalíu og hins vegar Leiklist-
arskólanum."
Hún segir að Ítalía hafi orðið
fyrir valinu vegna áhrifa frá föður
sínum. Hann lærði þar óperusöng,
talaði ítölsku og heima hjá henni
hljómuðu ítalskar aríur frá því hún
man eftir sér. „Ég held að ítalska
menningin hafi sest að í undirmeð-
vitundinni," segir hún.
í fyrstu lotu dvaldi hún fjóra
mánuði í Perugia. Lærði varla staf,
því tíminn fór í að ferðast og hún
mætti stopult í skólann. „Síðan
ákvað ég að taka námið alvarlega,
fór heim og vann í 8-9 mánuði. Fór
því næst í háskólann í Flórens, þar
sem ég var í ítölskunámi fyrir út-
lendinga í eitt ár,“ segir hún.
„Ég náði því áður en ég flutti
heim um vorið að vera talin ítölsk,"
heldur hún áfram og stoltið leynir
sér ekki. „Bústin mamma mia sett-
ist við hliðina á mér í strætó. Hún
var á leiðinn heim að elda spag-
hetti handa karlinum, að því er hún
sagði mér. Hún ræddi um hitt og
þetta, spurði hvað ég héti og af því
Lára er algengt nafn á Ítalíu gleypti
hún það. Við spjölluðum nokkra
stund og þegar ég kom út úr strætó
sagði ég við sjálfa mig: „Jess, þér
tókst það,“ segir hún og steytir
hnefann sigri hrósandi upp í loftið.
Gaf liðsforingjanemum tiltal
Eftir Ítalíuförina kom hún heim
og fór í Kennaraháskólann. í stað )
þess að hefja kennslu að námi loknu
valdi hún að fara til Kaupmanna-
hafnar og skúra gólf. „Ég ætlaði
að vísu að verða forfallakennari en
atvinnuleysið var svo mikið að ég
endaði með því að skúra í Friðriks-
borgarhöll sem er liðsforingjaskóli.
Þar lærði afi minn, Friðrik V. Ólafs-
son, í eina tíð.i Hann var skipherra
hjá Landhelgisgæslunni og seinna
skólastjóri Sjómanna- og stýri-
mannaskólans. )
Það uppgötvaði ég þegar ég hafði i
unnið þarna í nokkurn tíma. Þegar
ég sagði hallarameistaranum frá
þessu jesúsaði hann sig og sagði:
Guð minn góður, Lára. Hér ert þú
í hreingerningarkufli og afi þinn
var hér nemandi. Hann hlýtur að
snúa sér við í gröfinni,“ segir hún
og hefur gaman af. „Mér fannst
þetta ekkert niðurlægjandi og sagði
honum að afa hefði örugglega fund-
ist þetta ágætt. Það var ágætis lífs-
reynsla að skúra þarna innan um }
alla þessa gæja sem komu frá fínu
fjölskyldunum."
- Þeir hafa ekki litið á þig?
„Nei,“ segir hún með áherslu.
„Og svo óðu þeir yfir nýskúruð
gólfín í hermannaklossum. Ein-
hvern tímann voru þeir að storma
úr skylmingatíma þegar ég trylltist
og sagði þeim að ég þyldi ekki að ,
þeir æddu yfir nýbónuð gólfin. Eft-
ir það tipluðu þeir og út úr svip
þeirra skein „þessi freka þarna frá I
Islandi“,“ segir Lára og skellihlær.