Morgunblaðið - 23.12.1995, Side 1

Morgunblaðið - 23.12.1995, Side 1
64 SÍÐUR B/C 294. TBL. 83. ÁRG. LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Serbar hindraðir í að flýja Sarajevo Sarajevo. Reuter. LEIÐTOGAR Serba í Sarajevo hafa hindrað fólk í að flýja frá serbnesku hverfunum en samkvæmt friðar- samkomulaginu mun Bosníustjóm eða múslimar fá full yfirráð yfir borginni. Er þetta liður í tilraunum þeirra til að koma í veg fyrir afhend- ingu hverfanna. Öryggisráð Sam- einuðu þjóðanna ákvað í gær, að mjög fjölmennt lögreglulið skyldi halda uppi gæslu í Bosníu og sér- staklega í Sarajevo. Bosníustjórn fullyrðir, að Serbar í Sarajevo þurfi ekkert að óttast þegar borgin verði sameinuð nema þeir hafí tekið þátt í umsátrinu um borgina, sem kostaði allt að 10.000 múslima lífið. Serbar trúa því þó mátulega og hafa margir reynt að Leiðtogar þeirra snúa fólki aftur flýja en verið snúið aftur inn í borg- ina. Er það liður í síðustu tilraunum leiðtoga þeirra til að koma í veg fyrir afhendingu hverfanna í hendur múslima. 1.700 lögreglumenn Á fundi öryggisráðsins í gær var samþykkt að senda meira en 1.700 lögreglumenn til Bosníu og verða flestir við gæslu í hverfum Serba í Sarajevo. Er vonast til, að það geti orðið til að sefa ótta serbnesku íbú- anna en þeir segja, að þegar NATO- liðið-og lögregluliðið hverfi á brott eftir ár eigi þeir engan kost annan en flýja burt. Öiyggisráðið krafðist þess í gær, að Bosníu-Serbar heimiluðu tafar- lausan og takmarkalausan aðgang að svæðum, þar sem fjöldamorð hafa hugsanlega verið framin, og einnig, að fulltrúar Rauða krossins fengju að hafa samband við stríðsfanga. Ókunn örlög 5.500 manna í skýrslu Boutros Boutros-Ghali, framkvæmdastjóra SÞ, frá 29. nóv- ember segir, að ekkert sé enn vitað um örlög 5.500 múslima í Srebr- enica. Eru Serbar grunaðir um að hafa myrt þá en Vladislav Jov- anovic, sendiherra Júgóslavíu hjá SÞ, telur að múslimarnir hafi drepið Reuter NÝSJÁLENSKIR hermenn, sem hafa tekið þátt í friðargæslunni í Bosníu á vegum Sameinuðu þjóðanna, kveðja félaga sína með stríðsdansi. Þeir verða ekki í friðargæsluliði Atlantshafsbanda- lagsins og fara því til Nýja Sjálands. hver annan. Höfðu nokkrir fulltrúar í öryggisráðinu háðuleg orð um þá fullyrðingu. Þriðjungur NATO-herliðsins er nú kominn til Bosníu en þrír fjórðu liðsins fóru raunar aldrei langt því að þeir tóku aðeins ofan SÞ-hjálm- inn og settu upp annan. Walesa lætur af embætti SAKSÓKNARAR pólska hers- ins tilkynntu í gær að leyniskjöl um meint landráð Jozefs Ol- eksys, forsætisráðherra Pól- lands, nægðu ekki til að hefja formlega rannsókn á málinu og óskuðu eftir fleiri gögnum. Andrzej Milczanowski, sem lét af embætti innanríkisráðherra í gær, hafði afhent saksóknur- unum skjölin og sagði þau sýna að Oleksy hefði veitt rússnesk- um leyniþjónustumönnum leynilegar upplýsingar. Lech Walesa lét af embætti í gærkvöldi og eitt af síðustu verkum hans var að sæma Milczanowski, sem sést hér á myndinni, einni af æðstu heið- ursorðum Póllands. Aleksander Kwasniewski, fyrrverandi kommúnisti, sver embættiseið forseta í dag. Reutcr Flugriti þotunnar finnst Buga og E1 Placer í Kólombíu. Reuter. LEIT var hafin að nýju í gær í flaki Boeing-757 þotu American Airlines að fólki sem kynni að hafa lifað af þegar þotan flaug á San Jose-fjall í Kólombíu á miðvikudagskvöld. Flugriti þotunnar, svonefndur svarti kassi, sem varðveitir upplýsingar um starfsemi stjórnkerfa og hreyfla þotunnar, fannst á slysstað í gær. Fréttir voru enn mjög á reiki um fjölda þeirra sem lifðu slysið af. Talsmaður björgunarsveita á slys- staðnum sagði að sex menn hefðu fundist á lífi og einn þeirra látist síðar, en fulltrúi flugmálastjórnar Kólombíu sagði að a.m.k átta manns hefðu komist lífs af. Fregnir kólombískra útvarpsstöðva um að þeir hefðu verið allt að 17 voru bomar til baka. Fulltrúi flugmálastjórnarinnar taldi að fleiri kynnu að finnast á lífi en talsmaður björgunarsveit- anna sagði líkurnar á því mjög litl- ar. Leit á slysstað lá niðri í fyrri- nótt vegna úrhellis og þoku en hófst að nýju þegar veðrið batnaði í gær- morgun. Enn er með öllu óljóst hvers vegna þotan fórst en hægt verður að sjá á upplýsingum, sem svarti kassinn geymir, hvort einhver bilun hafí orðið í þotunni. Bar þotuna af leið? Hugsanleg skýring kann hins vegar að vera að þotuna hafi borið af leið. Robert Crandall, stjórnar- formaður American Airlines, sagði að slysstaðurinn væri „nokkuð aust- an við“ hefðbundna aðflugslínu til Cali en þangað átti þotan eftir um ijögurra mínútna flug þegar hún fórst. Fjölmiðlar í Kólombíu sögðu í gær að þotuna hefði borið 21 kíló- metra af leið. Slysið varð í fjallahéraði þar sem skæruliðar, sem eru andvígir kólombískum stjórnvöldum, ráða lögum og lofum. Fregnir herma að skæruliðarnir hafi nokkrum sinnum gert árásir á radíóvita, sem gefa merki til að vísa flugmönnum leið. 164 voru um borð í þotunni, þeirra á meðal a.m.k. 48 bandarísk- ir borgarar. Þotan var á leið frá Miami til Cali. ■ Örlögin óumflýjanleg/17 Reuter ÆTTINGJAR fórnarlamba flugslyssins í Kólombíu bíða á flug- vellinum í Buga. Þangað voru flutt 60 lík sem höfðu fundist í gær. Leit haldið áfram í flaki þotunnar sem fórst í Kólombíu Hóta hafn- banni á Norðmenn Kaupmannahöfn. Reuter. SJOMENN í Danmörku hót- uðu í gær að setja hafnbann á fiskveiðiskip frá Noregi eftir áramót vegna fiskveiðideilu ríkjanna. „Við ætlum að tryggja að norsk skip geti hvergi komist til hafnar og landað afla sínum hér,“ sagði Mogens Larsen, formaður danskra sjávarút- vegssamtaka, á fundi með sjó- mönnum í bænum Hirtshals. Sjómennirnir sögðust ætla að fá starfsbræður sína í öðrum bæjum á Jótlandi til að taka þátt í hafnbanninu. Sjómennirnir eru óánægðir með strangt eftirlit norskra varðskipa með veiðum þeirra á miðum við Noreg og undir- boð norskra útgerða í Dan- mörku.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.