Morgunblaðið - 24.12.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.12.1995, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Jtlíiar0ii»Waí>ífe VIKAN 17/12 -23/12. m m ►VESTFJARÐAGÖNG voru opnuð fyrir umferð á miðvikudag. Stefnt er að því að þau verði fulibúin næsta haust. ísland hefur aldrei notað rétt sinn ►DEILUR organista og sóknarprests blossuðu að nýju upp í Langholtssókn. Biskup hefur án árangurs reynt að sætta deiluaðila og er útlit fyrir að kór Langholtskirkju syngi ekki við helgihald í kirkjunni um hátíðirnar. ►FYRSTA barnsfæðingin á Þórshöfn í tólf ár var sl. fimmtudag. Elfu Bene- diktsdóttur og Friðriki Guðmundssyni fæddist myndarlegur drengur. ÍSLAND hefur samkvæmt heimildum Morgunblaðsins aldrei notað rétt sinn til að koma eigin sjónarmiðum á fram- færi í málflutningi fyrir EFTA-dóm- stólnum í Genf. Noregur hefur notað þann rétt í öllum málum, sem hafa verið flutt fyrir dómnum. Þannig kom afstaða íslands t.d. ekki fram í máli, sem varðaði það hvort stofnanir Evr- ópska efnahagssvæðisins hefðu lög- sögu um viðskipti með sjávarafurðir, en dómsmálið tengist deilunni, sem upp er komin vegna þess að ESB hefur ákveðið lágmarksverð á innfluttum laxi frá EFTA-ríkjunum. ►ÍSLENSKUR jólasveinn á vegum samtakanna Frið- ur 2000 dreifði jólagjöfum frá íslandi meðal barna í Sarajevo á fimmtudag. Samtökin leigðu 737 flug- vél Atlantaflugfélagsins til að flytja 11 tonn af jólagjöf- um, fatnaði og mat til borgarinnar. Þingmenn kveðjast fyrir jólaleyfi Bandormurinn ►HÁSKÓLI íslands telur brýnt að fá 70 millj. króna aukaframlag til að tryggja að kennsla geti orðið með viðunandi hætti. ►ÞRÍR vopnaðir grímu- klæddir menn rændu útibú Búnaðarbanka íslands við Vesturgötu á mánudag. Engu skoti var hleypt af í ráninu og enginn slasaðist. Ræningjarnir höfðu á brott með sér um eina og hálfa milljón króna. Lögreglunni hefur enn ekki tekist að hafa upp á ræningjunum. lögfestur FRUMVARP til ráðstafana í ríkisfjár- málum var samþykkt af Alþingi með 33 atkvæðum stjórnarliða gegn 16 at- kvæðum stjómarandstæðinga. Frum- varpið eða hinn svokallaði bandormur tók nokkrum breytingum í lokaaf- greiðslu þingsins. Af þeim skai nefnt að dregið var úr skerðingu á bótum til afbrotaþola, kveðið á um að við ákvörð- un atvinnuleysisbóta og bóta almanna- trygginga í tengslum við fjárlög yrði tekið tillit til þróunar launa, verðlags- og efnahagsmála. Fjárlög afgreidd SAMKVÆMT endanlegum tillögum fjárlaganefndar verða fjárlög ársins 1996 með rúmlega 3,9 milljarða króna halla. Hallinn yrði minnsti halli ríkis- sjóðs í 12 ár. Fjárlög voru afgreidd áður en þingi var slitið í gær. Kraftaverk að fólk skyldi lifa flugslys af KRAFTAVERK þykir að fimm manns a.m.k. skyldu bjargasf er Boeing-757 þota S eigu bandaríska flugfélagsins American Airlines fórst á San Jose- íjallinu skammt frá Cali í Kólumbíu á miðvikudagskvöld. Orsakir slyssins eru óljósar en flugmenn sendu hvorki út neyðarkall né tilkynntu um bilun um borð. Fregnum þess efnis að hreyfilbil- un hefði átt sér stað var vísað á bug af talsmanni flugfélagsins. Robert Crandall stjómarformaður American sagði hins vegar að flugvélina hefði rekið örlítið austur af flugleið en hún fórst er flugmennimir vom að undirbúa lendingu í Cali i góðu skyggni. Heimild- ir hermdu að flugvélin hefði verið allt að 21 km austan við fluglínuna en hún átti eftir um fjögurra mínútna flug til Cali er hún fórst. Slysið er hið mann- skæðasta í sögu bandarískra flugfélaga frá því breiðþota Pan American var sprengd á flugi yfír Lockerbie í Skot- landi 21. desember 1988. ►BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, sagði að engin ástæða væri til að hafa áhyggjur af úrslitum rúss- nesku þingkosninganna á sunnudag. „Stjórnin getur framfylgt sömu stefnu og áður,“ bætti hann við þegar hann tjáði sig í fyrsta sinn opinberlega um úrslitin. ►SVEITIR Atlantshafs- bandalagsins (NATO) tóku á miðvikudag við friðar- gæslu í Bosníu af Samein- uðu þjóðunum. Friðargæsl- an í Bosníu er umfangs- mesta verkefni NATO frá upphafi og taka alls sextíu þúsund hermenn frá sextán þjóðum þátt í aðgerðunum. Drottning vill skilnað Díönu og Karls Dí ANA, prinsessa af Wales, er að sögn mjög miður sín yfir þeirri kröfu Elísa- betar drottningar, að þau Karl prins gangi frá skilnaði sínum sem fyrst og bindi þar með enda á heldur dapurlegan kafla í sögu bresku konungsfjölskyld- unnar. Talsmaður Karls sagði á fímmtu- dag,að hann hefði ekki í hyggju að kvænast aftur. Talið er, að með því vilji hann reyna að snúa almennings- álitinu sér í vil. Breskir stjómarskrársér- fræðingar hafa fagnað þeirri ákvörðun Elísabetar, að nú sé nóg komið og rétt af þeim Karli og Díönu að binda form- legan enda á hjónabandið. ►RÚSSNESKA utanríkis- ráðuneytið fordæmdi á fimmtudag ásakanir Lechs Walesa, sem lét af starfi forseta Póllands á laugar- dag, um að Jozef Oleksy, forsætisráðherra hefði ver- ið á mála hjá leyniþjónustu Sovétríkjanna og síðar Rússlands og sagði þær geta valdið úlfúð milli ríkj- anna. Andrzej Milcz- anowski innanríkisráð- herra skýrði þinginu frá því á fimmtudag að leyniskjöl frá öryggislögreglunni sýndu að forsætisráðherr- ann hefði starfað fyrir er- lenda Ieyniþjónustu. „Ég var aldrei útsendari erlends ríkis,“ sagði Oleksy I ræðu á þinginu og sagði ásakan- irnar byggðar á tilbúningi. FRETTIR Rflrisábyrgð til Spalar samþykkt á Alþingi ALÞINGI samþykkti í gær lánsfjár- lög fyrir næsta ár og þar með um- deilda tillögu um að veita Speli hf. ríkisábyrgð á allt að 1 milljarðs lán- tökur vegna Hvalfjarðarganga. Tillagan var samþykkt með 37 atkvæðum gegn 3 en 15 þingmenn sátu hjá. Þeir sem samþykktu voru þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að Guðna Ágústs- syni undgjiskildum, Gísli S. Einars- son og Guðmundur Ámi Stefánsson, Alþýðuflokki, og Kristinn H. Gunn- arsson og Ragnar Amalds, Alþýðu- bandalagi. Jóhanna Sigurðardóttir og Ásta R. Jóhannesdóttir, Þjóðvaka, og Ögmundur Jónasson, Alþýðu- bandalagi og óháðum, greiddu at- kvæði á móti en aðrir þingmenn Al- þýðuflokks, Alþýðubandalags, Kvennalista og Þjóðvaka sátu hjá. Frestað til 30. janúar Alþingi var í gær frestað til 30. janúar á næsta ári. Á síðasta þing- fundinum voru m.a. samþykkt lög um að starfsmenn Landakotsspítala geti áfram verið í Lífeyrissjóði ríksins eftir að Sjúkrahús Reykjavíkur, sam- einuð stofnun Borgarspítala og Landakots, tekur til starfa um ára- mótin. Þá fóm fram kosningar fulltrúa þingsins í ýmsar stjómir og nefndir auk þess sem Gaukur Jörundsson var endurkjörinn umboðsmaður Alþingis til fjögurra ára. Gaukur fékk 45 at- kvæði, Jón Oddsson lögmaður fékk 1 atkvæði en 3 skiluðu auðu. í flugráð voru kosnir Árni Johnsen alþingismaður, Karvel Pálmason fyrrverandi alþingismaður og Gunn- ar Hilmarsson framkvæmdastjóri en til vara alþingismennimir Guðmund- ur Hallvarðsson og Ólafur Örn Har- aldsson og Jóna Valgerður Kristjáns- dóttir fyrrverandi alþingismaður. í stjórnamefnd Ríkisspítalanna voru kosin Thomas Möller hagverk- fræðingur, Unnur Stefánsdóttir leik- skólakennari, Lára Margrét Ragn- arsdóttir alþingismaður og Guðrún Árnadóttir meinatæknir. Varamenn eru Þór Sigfússon hagfræðingur og alþingismennimir Siv Friðleifsdóttir, Kristján Pálsson og Margrét Frí- mannsdóttir. Voram ekki að biðja um ábyrgð á einum milljarði GYLFI Þórðarson, stjómarformaður Spalar, segir ekki rétt eins og haldið hafi verið fram að Spölur hafi óskað eftir ríkisábyrgð á eins milljarðs króna lánveitingu. Það eina sem Spölur hafí farið fram á sé ábyrgð á 300 milljóna króna láni. Gylfi sagði að óskað væri eftir ábyrgðinni til að hægt væri að loka samningum við verktakann. Lánið yrði síðasta greiðsla til verktakans við verklok og yrði ekki greidd nema að framkvæmdum yrði lokið. Helstu ástæður þessarar fjárþarfar væru þær að 16 mánuðir væm liðnir frá því tilboð vom opnuð og verktakinn hefði orðið fyrir kostnaði vegna þess- ara tafa. Ef verkið kæmi til með að tefjast af einhverjum ástæðum og færi fram úr áætlun á framkvæmda- tímanum tæki verktakinn á sig að fjármagna kostnað sem af því leiddi. Verktakinn bæri einnig allan kostnað af tryggingum af framkvæmdinni og hann tæki einnig á sig alla ábyrgð vegna þeirra áhættuþátta sem ekki væri hægt að tryggja sig fyrir. Ábyrgð vegna vegtengingar Speli óviðkomandi Gylfí sagði að allir liðir í kostnað- aráætlun við byggingu ganganna væm fastir nema bergþétting og styrkingar. Hann sagði að kæmi til aukakostnaðar vegna þessa yrði gef- ið út víkjandi skuldabréf til verktaka í verklok. Þróunarfélag íslands hefði samþykkt að kaupa þessi skuldabréf af verktaka fyrir allt að 300 milljón- ir ef til þess kæmi að þau yrðu gef- in út. Gylfi sagði að ekki væri ríkis- ábyrgð á þessum skuldabréfum frek- ar en öðmm langtímalánum fram- kvæmdarinnar. Gylfí sagði að ástæðan fyrir því að stjómvöld hefðu kosið að óska eftir heimild frá Alþingi um ríkis- ábyrgð á þessum 300 milljónum væri sú að þau vildu eiga möguleika á að lækka fjármagnskostnað af skuldabréfunum og flýta uppgreiðslu lána. Hann sagði að líkur á því að þessi skuldabréf yrðu gefin út væm litlar og líkur á að upphæðin færi upp í 300 milljónir væri enn minni. Gylfi sagði að ákvörðun stjórnar- meirihlutans að óska eftir ríkis- ábyrgð á 400 milljóna króna láni vegna vegtengingar við göngin tengdist ekki framkvæmd sjálfra jarðganganna. Alla tíð hefði legið fyrir að ríkið kæmi til með að greiða kostnað við að tengja jarðgöngin við vegakerfið. Núna hefði ríkið ákveðið að fjármagna helming af kostnaði við vegtenginguna með því að inn- heimta vegtoll eftir að Spöjur hefði hætt slíkri innheimtu. Morgunblaðið/Árni Sæberg FRIÐRIK Sophusson, Sturlaugur Þorsteinsson, Ingibjörg Pálmadóttir og Páll Pétursson blaða í samningnum við undirritun hans í gær. Höfn tekur við heilbrigð- is- og* öldranarmálum HORNAFJÖRÐUR er fyrsta sveit- arfélagið til að taka við allri heil- brigðis- og öldrunarþjónustu úr hendi ríksins sem reynslusveitarfélag. Samningur þess eðlis var undirritað- ur af Ingibjörgu Pálmadóttur heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra og bæjarstjóra Hornafjarðar, Stur- laugi Þorsteinssyni, í gær. Megin markmið samningsins, sem gildir til 31. desember 1999, er að tryggja samræmda heilbrigðisstefnu og sjálfsstjóm sveitarfélagsins innan þess fjárhagsramma sem ákveðinn hefur verið. Á næsta ári fær sveitar- félagið 112 milljónir til ráðstöfunar, 110 milljónir á því næsta og að lok- um 108 milljónir. Til samanburðar má geta þess að 105 milljónir fóru til þessara mála í sveitarfélaginu á þessu ári. Sturlaugur Þorsteinsson sagði að gaumgæfílega hefði verið farið.ofan í samninginn. Stefnt væri að samein- ingu stofnana og ýmiss konar félags- leg þjónusta yrði samþætt. Allt mið- aði þetta að því að halda sig innan fjárhagsrammans sem þeim væri gefinn og sveitarfélagið sjálft bæri nú ábyrgð á þessari þjónustu. Hann lagði áherslu á að þjónustan sem fyrir er yrði tryggð og stefnt yrði að eflingu þjónustu á þessu sviði sem allir ættu að geta hagnast á. Páll Pétursson félagsmálaráðherra sagði að með samningum sem þess- um tryggðist góð nýting almannafjár og um væri að ræða bætta skipun mála í heilbrigðiskerfinu. Aðspurður um hvort hér væri um spamað að ræða sagði Friðrik Sop- husson fjármálaráðherra að 'hann teldi svo vera. Hann sagði að ramin- inn væri rúmur í upphafi en gert væri ráð fyrir stigvaxandi hagræð- ingu og því lækki upphæðin á þessum fjórum árum. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.