Morgunblaðið - 24.12.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.12.1995, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ásdís REGIN Grímsson er nú orðinn athafnamaður í Nova Scotia í Kanada og stefnir að fjölþjóðaviðskiptum á sviði bátasmíði auk þess sem hann býður upp á heildarlausnir í sjávarútvegi hvar sem tækifærin bjóðast, eins og hann orðar það. A THAFNAMAÐ UR Á HRAÐRISIGLINGU VOSKIFTIAIVINNULÍF Á SUNNUDEGI ►Regin Grímsson á færeyska foreldra, en er sjálfur fæddur á íslandi árið 1947 og því 48 ára að aldri. Hann ólst upp í Vesturbænum í Reykjavík og er flug- maður og rafvélavirki að mennt. Árið 1977 stofnaði hann Mótun hf. og hóf smábátaframleiðslu með smíði svokallaðra Færeyinga. Árið 1987 tók við fram- leiðsla smábáta undir heitinu Gáski, eins og hundur- inn í sveitinni hét sem Regin kynntist á æskuárum sínum. Haustið 1993 flutti hann framleiðsluna frá íslandi til Nova Scotia í Kanadá og sér nú fram á að minnsta kosti tíföldun rekstrarumfangsins á næsta ári. Eiginkona Regins er Ellen Björnsdóttir hjúkrun- arfræðingur og eiga þau sex börn, fimm dætur og nýfæddan son. Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur OHÆTT er að segja að athafnamaðurinn Regin Grímsson standi nú á tímamótum. Með elju og útsjónarsemi er draumur sveita- piltsins nú loks að verða að veru- leika úti í hinum stóra heimi sam- keppninnar. „Þetta hefur allt sam- an verið að springa út á undanförn- um tveimur mánuðum," segir Reg- in. „Ég hef varla við að taka við pöntunum og undirrita samninga. Þetta er hreint ótrúlegt og ljóst er að áhugann er að finna víða,“ bætir hann við. Regin hefur nú tekist að sann- færa menn víða erlendis um að hann geti framleitt fyrsta flokks hraðskreiða smábáta til fiskveiða, búna alvöru græjum, sem komi til með að lyfta smábátaútgerð er- lendra þjóða á betra plan, eins og hann orðar það, en að hans sögn hefur smábátaútgerð alls staðar í heiminum nema á íslandi þann stimpil á sér að vera einskonar lágstéttaratvinnugrein. „Þessu vil ég breyta og þetta snýst að nokkru leyti um að bæta lifsviðurværi smábátasjómanna annars staðar í heiminum. Möguleikarnir eru fyrir hendi alls staðar þar sem strand- veiði er stunduð." Færeyingaframleiðsla Segja má að litla ævintýrið hafi byijað fyrir margt löngu með því að Regin fékk mót af svokölluðum Færeyingum, sem eru tveggja til þriggja tonna bátar, hjá frænda sínum i Færeyjum og hóf hann framleiðslu á þeim hérlendis árið 1977. Upp frá því tók við fram- leiðsla á svokölluðum Mótunarbát- um, sem voru fyrstu planandi hrað- fiskibátarnir, og síðar eða árið 1987 hóf hann að framleiða Gáska- báta, sem hann hannaði að mestu sjálfur og er nú hans vörumerki. Til varð fyrirtækið Mótun hf., sem hafði aðsetur í Hafnarfirði allt þar til í september 1994 að hann ákvað að freista gæfunnar í Vesturheimi. Hann flutti starfsemina til Chester í Nova Scotia fylki í Kanada þar sem hann hefur alið manninn síð- an, framleitt átta Gáska-báta þar það sem af er, en sér nú fram á hundruða milljóna króna sölu- samninga og allverulega fjölgun starfsmanna. Mótun Canada, eins og fyrirtækið heitir úti, er því á góðri leið með að verða að fjöl- þjóðafyrirtæki. Miðað við þá við- skiptasamninga, sem hann hefur nú í handraðanum, er núverandi húsnæði í Chester orðið allt of lítið svo að Regin hyggst flytja fram- leiðsluna upp úr áramótum til Hub- bards sem er í um hálftíma akst- ursfjarlægð frá Halifax. Þar hefur hann fengið til afnota stórt íþrótta- hús og fyrrverandi birgðastöð við hliðina sem tilheyrðu gamalli her- stöð, sem lögð hefur verið niður. Mettur markaður „Það var ekki lengur lífvænlegt að vera að búa til báta á íslandi. Þess vegna fór ég út. Smábáta- markaðurinn á íslandi er mettur. Ekki verða gefin út fleiri króka- leyfi, heldur er þróunin í átt að fækkun smábáta," segir Regin aðspurður um tildrög flutningsins frá íslandi. „Margir töldu að annaðhvort hlyti ég að vera mikill bjartsýnismaður eða hafa fengið ofboðslegar fjárfúlgur frá kana- díska ríkinu. Staðreyndin er hins- vegar sú að ég fékk enga peninga frá Kanadamönnum, en það getur vel verið að ég sé bjartsýnn. Ég er einfaldlega méð góðan bát, sem vantar út um allan heim.“ Opinberir kanadískir sendiboðar heimsóttu Mótun hf. í Hafnarfirði árið 1990 eftir ábendingar og þriggja ára leit og prufur á heppi- legum bát og óskuðu eftir að fá að prófa Gáskann því til stæði að endurbæta kanadíska smábátaút- gerð, sem að sögn, var úrelt. Lykt- ir urðu þær að Kanadamennirnir keyptu einn bát með öllum græjum og eyddu svo í ofanálag sem svar- ar einni og hálfri milljón ísl. kr. í kynningu á bátnum ytra. Auk þess gáfu þeir Regin undir fótinn með að hann fengi aðstoð við að setja í gang bátaframleiðslu í Kanada, hið opinbera myndi taka þátt í stofnkostnaði og markaðssetningu. Þorskveiðibann „En svo gerist það skömmu eft- ir að báturinn kemur út, að blátt bann er lagt við þorskveiðum þar sem stofninn hrundi gjörsamlega og þannig var ástandið enn þegar ég flutti mig vestur um haf í júní 1994. Vilyrði um aðstoð vildu menn ekki kannast við auk þess sem ég átti í töluverðum erfiðleikum með að fá landvistar- og atvinnuleyfi enda 85 kanadísk bátasmíðafyrir- tæki verkefnalaus í Nova Scotia. Ég stóð einn í heiminum enda sá enginn í þessari grein neitt nema svartnætti framundan. Ég var á báðum áttum hvað gera skyldi, en ákvað að halda ótrauður áfram eftir að hafa rölt niður á bryggju og virt fyrir mér bátana þeirra. Hugsaði með mér að hér hefði ég heilmikið að gera, kannski ekki endilega strax, en það kæmi að því. Ég var sannfærður um að ég hefði báta, sem hentuðu þeim betur en það sem ég sá þarna, þar sem ég stóð á bryggjusporðinum. Þeir eru nefnilega dálítið aftaríega á merinni hvað snertir bátsgerðir og veiðitækni," segir Regin. Hann segist hafa byrjað á því að framleiða þrjá báta úti í Kanada fyrir íslendinga þar sem smáglufa hafi opnast og það hafi verið nokk- uð góð byijun. „Ég þjálfaði upp nokkra heimamenn í verkið sem gekk ekki nógu vel, m.a. vegna vöntunar á ýmsum aðföngum, svo að ég þurfti að senda bátana heim til íslands í fullvinnslu. Þar tók konan mín við þeim, sá um að klára verkið, sjósetti í ágúst síðastliðnum og fæddi svo okkar sjötta barn hinn 9. desember. Hún er nefnilega hörkutól, skal ég segja þér, ekkert blávatn, og svo sannarlega dró hún mig að landi þarna,“ segir Regin, stoltur af sinni frú. „Konan mín gaf mér líka upp- skriftina að því hvernig ég færi að því að ráða mér ritara á skrif- stofuna. Hún sagði mér að velja konu, sem væri búin að ala upp nokkur börn og hefði staðið í eigin rekstri áður því slík kona hlyti að geta hlustað á mörg áreiti í einu og vera skipulögð. Eg fór að þess- um ráðum og réð ritara búna þess- um kostum ásamt fleiri góðum eig- inleikum. Hún heitir Sandra og talar ekki mikið umfram það að koma áleiðis nauðsynlegum skila- boðum. Þannig vil ég hafa það.“ Ótal markaðir Jafnhliða hefur Regin unnið i ötullega að þvi að koma Kanada- mönnum í skilning um að bátarnir hans séu þeir bátar, sem þá vant- ar. „Kanadamenn eru aftur á móti sérstaklega íhaldssamir og erfitt er að sannfæra nokkurn þann, sem einu sinni er kominn á styrkjakerf- ið, sem er mjög svo letjandi. I Kanada eru atvinnuleysisbætur mjög háar og verða til þess að draga allt frumkvæði úr mönnum. Það er ekkert, sem rekur menn áfram ef þeir eru að fá ailt upp í 400-500 dollara á viku í bætur." Á sama tíma og Regin horfði til Kanadamarkaðar, fór hann að huga að öðrum mörkuðum, hugðist nýta'sér kanadísk sambönd til að koma sér áfram, en sá nokkuð fljótt að farsælast væri að treysta alfar- ið á sjálfan sig í þeim efnum. Sú ) aðferð er nú að bera árangur svo j um munar og sér Regin nú fram á að rekstrarumfangið muni a.m.k. • tífaldast á nýju ári. Að staðaldri hafa verið hjá honum í vinnu átta til fimmtán menn, en nú þarf að ráða allt að 150 starfsmenn í fyrir- tækið ef anna á allri þeirri báta- framleiðslu, sem liggur fyrir á pappírum enn sem komið er. Nú þegar hefur Regin gert samninga um smíði 70 fiskihrað- ( báta fyrir um 700 milljónir króna. j Þar af eru kanadískir fiskmiðlarar . að kaupa 40 báta, sem þeir ætla ’ að flytja til Bahamaeyja þar sem þeir hafa keypt sér fiskveiðiheim- ildir. Tíu bátar fara til Trinidad og 20 til eyju einnar sem hann vildi ekki tilgreina nánar, en sagði að þar þyrfti hann að fylgja frönsk- um smíðareglum, Fyrir utan þetta eru ýmis önnur verkefni í gangi, m.a. í Rússlandi, Bandaríkjunum, t Hong Kong og Indónesíu. ( Þá hafa Kanadamenn nú uppi . hugmyndir um að auka þorskveiðar ' að nýju og þá einvörðungu með vistvænum veiðiaðferðum, þ.e. krókum, línu og gildrum. Meðal annarra hefur Brian Tobin, sjávar- útvegsráðherra Kanada, tjáð sig um þetta mál og. sagt að nauðsyn- legt væri að innleiða nýja veiði- tækni. „Það eru auðvitað góð tíð- . indi fyrir mig enda þýðir þetta að áhersla verður lögð á veiðar smá- báta en ekki togara. Forseti Sjó- j mannasambands Nova Scotia er nýbúinn að panta hjá mér bát, sem hann hyggst gera út sjálfur, en hann býr í nágrenni við mig og einnig sjávarútvegsráðherra Nova Scotia, Jim Barkhouse, sem einnig er mér velviljaður. Skemmtibáta geirinn Fiskibátarnir eru þó smámunir í samanburði við skemmtibáta- iðnaðinn, en talið er að af heildar- bátamarkaðnum séu fiskibátar um 10% og skemmtibátar 90%. Kanadamenn hafa ákveðið að koma af myndarskap inn í fram- leiðslu skemmtibáta þar sem lítill markaður er fyrir fiskibáta engþá og hyggst stjórnin styrkja verkefn- ið fjárhagslega til þess að það megi verða atvinnuskapandi. Á stofnfundi Samtaka bátasmiða 1. des. sl. orðaði Jim Barkhouse það svo að Mótun væri eina fyrirtækið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.