Morgunblaðið - 24.12.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.12.1995, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 1995 MORG UNBLAÐIÐ Halldór Baldursson á sjúkrahúsi norska hersins í Tuzla Læknir og major á vegum NATO í Bosníu HALLDÓR Baldursson mæt- ir alltaf til vinnu á sjúkra- húsinu í Tuzla í norskum herbúningi. Þegar viðvörunar- merki eru gefin þarf hann að klæð- ast skotheldu vesti, setja á sig hjálm og hlaupa í sprengjuhelt herbergi. Á öxlunum ber Halldór merki með íslenska fánanum og áletrun- inni „Iceland“. Hann er ennfremur með norska ríkisljónið úr gulli á beltissylgju og er alltaf með skammbyssu til sjálfsvarnar. „Vonandi þarf ég aldrei að nota byssuna,“ segir Halldór og brosir. „Ég lít ekki á mig sem hermann. I ráðningarsamningnum stendur líka að ég sé ráðinn sem læknir." Samkvæmt samkomulagi ís- lendinga og Norðmanna, sem und- irritað var í byrjun ársins 1994, fær Halldór laun frá íslenska rík- inu og starfar á vegum friðar- gæslusveitar norska hersins í Bos- níu. Norðmenn hafa þurft að leita til íslands og Svíþjóðar eftir starfs- fólki í hersjúkrahúsið í Tuzla, en þar starfa 220 manns. Yfirmaður sjúkrahússins er sænski læknirinn Per Malmstrom, sem er titlaður yfírlautinant. Grænir hjálmar í stað blárra Halldór fór til Bosníu í október eftir nokkurra vikna þjálfun í her- búðum norðan við Ósló. Hann fékk þar meðal annars þjálfun í með- ferð vopna. Gert er ráð fyrir að hann starfí á norska sjúkrahúsinu þar til í apríl. Liðsmenn friðargæslusveitar- innar settu á sig græna hjálma á Segja má að Halldór Baldursson bæklunarlæknir hafí orðið fyrsti íslenski hermaðurinn undir stjórn Atlantshafsbandalagsins (NATO) þegar bandalag- ið tók við yfirstjórn friðargæslunnar í Bosníu af Sameinuðu þjóðunum á miðvikudag. Fréttarítari Morgunblaðsins, Jan Gunnar Furuly, hitti Hall- dór að máli á sjúkrahúsi norska hersins í Tuzla, þar sem hann starfar sem læknir og major. miðvikudag í stað bláu hjálmanna sem þeir höfðu þegar þeir voru undir yfírstjórn Sameinuðu þjóð- anna. Þeir hafa því sem næst allir samþykkt að starfa á vegum NATÖ. Áður fengu allir bílar Sam- einuðu þjóðanna grænan lit en þeir voru áður hvítir. _________ íslenski læknirinn hef- ur ekkert á móti því að taka þátt í starfseminni á vegum Atlantshafs- bandalagsins, en þess ber að geta að friðargæslusveitirn- ar hafa nú allt annað umboð en þegar þær voru á vegum Samein- uðu þjóðanna. „Starf mitt felst í því að bjarga lífí og heilsu manna hér á sjúkra- húsinu, óháð litnum á hjálminum," segir læknirinn. ísland ekkí hættulaust Halldór er 53 ára að aldri hefur starfað við bæklunarlækningar á Landspítalanum í 24 ár. Hann á fjögur börn á aldrinum 13-28 ára Vonandi þarf ég aldrei að nota byssuna og er kvæntur Margréti Snorra- dóttur. Halldór segir að það hafi fyrst og fremst verið löngunin til að gera eitthvað nýtt og spennandi sem hafi dregið hann til Bosníu. Hann viðurkennir að starfinu í ________ Tuzla geti fylgt nokkur áhætta, en vill sem minnst úr henni gera. „Sömu nótt og ég fór til gömlu Júgóslavíu féll snjóflóðið mikla á Flat- eyri. Það er ekki heldur alveg hættulaust að vera á íslandi,“ seg- ir hann. Norskur Akureyringur Kristján Rolfsson, sem er 23 ára, starfar einnig á vegum norska hersins í Bosníu. Hann er þó með öðruvísi ráðningarsamning, þar sem hann hefur verið norskur rík- isborgari frá því í fyrra. „Ég bjó í Noregi frá því snemma á síðasta áratug með foreldrum mínum, gekk í norskan skóla og Jan Hauge HALLDÓR Baldursson, læknir og major, á sjúkrahúsi norska hersins í Tuzla. # Jan Hauge KRISTJAN Rolfsson liðsforingi (t.v.) ásamt Halldóri Baldurssyni bæklunarlækni. tala nú betri norsku en íslensku. Það var því eðlilegt að ég yrði norskur ríkisborgari," segir Krist- ján. Móðir hans er íslensk en fað- ir hans af dönskum og finnskum ættum. Kristján lauk nýliðaþjálfun í norska hernum í fyrra og er nú titlaður liðsforingi í hjúkrunarsveit norska friðargæsluliðsins. Hann annast birgðavörslu á sjúkrahús- inu í Tuzla. Athygli hefur vakið innan norsku friðargæslusveitarinnar að Kristján er í skrám hersins með heimilisfangið: Akureyri, íslandi. Richard Holbrooke,aðalsamningamaður Bandaríkjanna í málefnum Bosníu, hyggst hætta í utanríkisþjónustunni „Kissinger Balkanskagaí4 aftur til Wall Street? RICHARD Holbrooke (t.v.) þykir beita óhefðbundnum aðferðum í samningaumleitunum sínum. Hér hvíslar hann að Warren Christopher, utanríkisráðherra Bandarikjanna, sem þykir eiga fátt sameiginlegt með undirsáta sinum. Washington. The Daily Telegraph. RICHARD Holbrooke, aðal- samningamaður Banda- ríkjanna í málefnum Bos- níu, lýsti því yfír á Bandaríkja- þingi á miðvikudag að hann hygð- ist láta af störfum sem aðstoðarut- anríkisráðherra Bandaríkjanna „einhvern tíma á næsta ári“. Holbrooke lagði áherslu á að hann myndi sitja „stóran hluta þess tíma sem friðarferlið tekur“ og að hann væri ekki að snúa baki við neinum. Holbrooke hefur ítrekað lýst því yfir að hann hygðist ekki sitja út allt kjörtímabil Bandaríkjaforseta. Holbrooke er 54 ára og kvænt- ist nýlega Katy Marton, útvarps- fréttamanni og fyrrverandi eigin- konu fréttamannsins Peter Jenn- ings hjá ABC-sjónvarpsstöðinni. Sagði hann að eiginkonan teldi hann veija meiri tíma með Haris Silajdzic, forsætisráðherra Bos- níu, en með sér. Vinir hans telja fullvíst að hann muni snúa aftur til Wall Street, þar sem hann hefur starfað á milli þess sem hann hefur unnið hjá utanríkis- þjónustunni. Var Holbrooke fram- kvæmdastjóri fjárfestingafyrir- tækisins Lehman-brothers í New York og hafði yfír eina milljón dollara í Iaun á ári, um 65 milljón- ir ísl. kr. Hann hefur gantast með það að starf sitt hjá utanríkisþjón- ustunni kosti hann um 10.000 dali á dag, um 650.000 kr. Enginn annar kemst að Sagt er að ekki muni allir gráta brotthvarf Holbrookes úr utan- ríkisráðuneytinu en þar þykir sum- um hann hafa truflandi áhrif. Þar gusti af honum og enginn annar komist að á þeim fundum sem hann sitji. Þá þykir hann hreinskil- inn og nýlega var haft eftir bresk- um embættismanni að Holbrooke ætti til að haga sér eins og fíll í Richard Holbrooke, að- alsamningamaður Bandaríkjanna í mál- efnum Bosníu, hyggst láta af störfum á næsta ári. Hann segir að eigin- konan hafi kvartað und- an því að hann eyddi meiri tíma með Haris Silajdzic, forsætisráð- herra Bosníu, en henni glervörubúð. Hins vegar þykir Holbrooke hafa náð frábærum árangri að bijóta niður hefðbundn- ar aðferðir innan utanríkisþjón- ustunnar en hann hefur m.a. hvatt lægra setta starfsmenn til að gefa sér skýrslu en ekki til næsta yfir- manns. Óvíst er með öllu hvaða áhrif brottför hans hefur á stöðu mála í Bosníu. Óvenjulega ákafar að- ferðir hans og það hversu óhrædd- ur hann er við að taka mikla áhættu, hafði úrslitaáhrif í samn- ingaviðræðunum. í Dayton í Ohio, þar sem viðræðurnar fóru fram, hlaut hann viðurnefnið „Einræðis- herrann" og honum tókst oftar en einu sinni að reita deiluaðila til reiði. í eitt skiptið hrópaði Slobod- an Milosevic, forseti Serbíu, á Holbrooke þegar hann var ósáttur við skiptingu lands: „Ég treysti þér og þú reyndir að svindla á mér.“ Holbrooke er einn þeirra manna sem ekki geta setið kyrrir eitt andartak. Hann er oftar en ekki með tvö símtól í hendi og horfir stundum á tvær myndir á einu kvöldi. Vakti ungur athygli Holbrooke gekk til liðs við utan- ríkisþjónustuna árið 1962 og starf- aði fyrst í Víetnam. Hann vakti athygli yfirmanna sinna fyrir góð- ar gáfur, m.a. Averell Harriman og starfaði síðar fyrir hann í frið- arviðræðum í París. Hann ritstýrði um tíma tímariti um utanríkismál ásamt Antony Lake, öryggismála- ráðgjafa Bill Clintons Bandaríkja- forseta, og var aðstoðarutanríkis- ráðherra með málefni Austur-Asíu og Kyrrahafssvæða í forsetatíð Jimmy Carters. Er repúblíkanar komust til valda 1980, hætti hann í utanríkisþjónustunni og hóf störf á Wall Street. Þegar Bill Clinton varð forseti, sóttist Holbrooke eftir embætti sendiherra í Japan en var sendur til Þýskalands. Þýskum embættis- mönnum til mikillar armæðu, hunsaði Holbrooke Klaus Kinkel utanríkisráðherra algerlega en leitaði þess í stað alfarið til Joac- him Bitterlich, sérfræðings Helm- uts Kohls kanslara í utanríkismál- um. Er Holbrooke hafði verið rétt ár í Þýskalandi, var hann skipaður aðstoðarutanríkisráðherra í mál- efnum Evrópu'og Kanada í júní 1994. „Lofa þú þeim friði“ Holbrooke hefur verið óþreyt- andi við að kynna stefnu Banda- ríkjanna í Bosníu og að reyna að fá stríðsaðila að samningaborði. Var hann svo staðráðinn í því að ná árangri að franska blaðið Le Figaro kallaði hann „Kissinger Balkanskaga“. Holbrooke hefur ekki látið bug- ast þrátt fyrir erfiða reynslu í ágúst sl. er hann var staddur í Bo^níu. Herforinginn sem útveg- aði honum farartæki til að fara á milli staða í landinu, ákvað að láta flytja Holbrooke í Humvee- bifreið sem ekki er eins vel varin og brynvarinn flutningabíll sem samningamennirnir, er voru með Holbrooke í för, ferðuðust með. ,.Ég vissi að þá myndi Dick [Holbrooke] geta séð betur út en hann er alltaf svo forvitinn,“ sagði herforinginn, Wes Clark. Bryn- varða bifreiðin ók út af veginum á Igman-fjalli nærri Sarajevo og fórust þrír samstarfsmenn Holbrookes í slysinu. Holbrooke og Clarke voru fyrstir á slysstað. Þegar friðarviðræðurnar í Dayton voru á lokastigi, bauð Holbrooke ekkjum samninga- mannanna og börnum þeirra til fundar við samningamenn. Ekkj- urnar grétu og Silajdzic, forsætis- ráðherra Bosníu, kvað tilfinning- arnar við það að bera hann ofurl- iði. Eiginkona Holbrookes, Katy Marton, sagði þá við ráðherrann. „Lofir þú þeim friði, verður það besti minnisvarðinn.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.