Morgunblaðið - 24.12.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.12.1995, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Þjóðhagsstofnun segir bjartara framundan i efnahagsmálum en verið hafi um langt skeið Meiri hagvöxtur og aukin þjóðarútgjöld 27 miRjarða aukning einkaneyslu á tveimur árum Það er víst svona rosalega bjart framundan . . . Fallið frá sparnaðartillögum vegna St. Jósefspítala Kostnaður hefði aukist annars staðar FALLIÐ hefur verið frá áætlunum um að leggja niður bráðavakt á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði og loka handlækningadeild sjúkrahússins um helgar. Gert er ráð fyrir að bráðavaktin verði að minnsta kosti opin hálft næsta ár á meðan skipu- lagning verður endurskoðuð. Ámi Sverrisson, framkvæmda- stjóri St. Jósefsspitála, sagði á mið- vikudag að ekki væri lengur gert ráð fyrir því að handlækningadeild- inni yrði lokað um helgar og á sjúkrahúsinu væri verið að ræða leiðir til að gera það án þess að fara yfir fjárveitingu. Árni M. Mathiesen, þingmaður Sjálfstæðisflokks á Reykjanesi, sagði í samtali við Morgunblaðið að staðan væri sú að rekstur stóru spítalanna, sem til margra ára hefðu verið í herferð til að ná til sín verkefnum frá öðrum sjúkrahús- um, sýndi að þeir væru ekki betur fallnir til að veita bráðaþjónustu á viðunandi kostnaði eða tryggja það öryggi, sem þjónusta St. Jósefsspít- ala hefði veitt. Álit sjö manna nefndar Árni M. neitaði að þrýstingur þingmanna á Reykjanesi hefði skipt sköpum um að bráðavaktin i Hafn- arfirði yrði áfram opin, heldur hefði mestu munað um álit sjö manna nefndar, sem skipuð var læknum og hjúkmnarfræðingum og átti að kanna leiðir til að fiytja bráðavakt- ina. Það hefði vérið samdóma niður- staða nefndarinnar að stóru sjúkra- húsin gætu ekki tekið við þessari þjónustu án aukinnar fjárveitingar. Þingmaðurinn benti á að sjúkra- húsið þjónaði 30 þúsund manna byggð í Garðabæ, Hafnarfirði og Bessastaðahreppi og slik þjónusta yrði ekki flutt að kostnaðarlausu. Hins vegar væri mikið samstarf milli sjúkrahúsa á höfuðborgar- svæðinu og eflaust hægt að auka það eitthvað. Vandinn frá niðurskurði ’92 „Við erum að glíma við gamlan fjárhagsvanda, sem rekja má' til þess að fjárveitingar til okkar voru skomar niður um 70 milljónir í fjár- lögum árið 1992. Við höfum smám saman reynt að vinna ókkur út úr vandanum, en skuldir spítalans nema nú um 65 milljónum króna,“ segir Árni Sverrisson, fram- kvæmdastjóri St. Jósefsspítala í Hafnarfírði. Bráðavakt hefur verið á lyflækn- ingadeild St. Jósefsspítala um ára- bil og sagði Árni að hefði verið ákveðið að leggja hana niður, hefðu mörg hundruð manns úr Hafnar- firði, Garðabæ og nágrenni árlega þurft að leita til stóm sjúkrahús- anna í Reykjavík eftir bráðaþjón- ustu. Ekki faglegar forsendur „Faglegar forsendur voru ekki lagðar til grundvallar þessari hug- mynd og við höfum sýnt fram á að ekki yrði ódýrara að flytja álag- ið héðan til stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík," sagði Árni og bætti við að óhugsandi væri að loka hand- lækningadeild um helgar, enda þurfi margir sjúklingar, sem fara í aðgerð á virkum dögum, að dvelja á sjúkrahúsi yfir helgi meðan þeir jafna sig. Avarp til sóknarbama Langholtskirkju MORGUNBLAÐINU hefur borist Kór Langholtskirkju og stjórnandi eftirfarandi ávarp frá kór Langholts- telja ekki réttlætanlegt gagnvart sér kirkju og Jóni Stefánssyni organleik- eða sóknarbörnum að leyfa einum ara og kórstjóra: manni að leggja þetta blómlega tón- Kór Langholtskirkju harmar það listarstarf í rúst. Því hefur verið mjög að vera ekki með ykkur við ákveðið að Iáta skerast í odda. Óhjá- helgihald um jól og áramót að þessu kvæmilega kemur þetta niður á sókn- sinni. Ástæðan er sú að kórinn og arbömum Langholtskirkju um þessi stjórnandi hans una ekki lengur við jól og það þykir okkur miður. Við stöðugar aðgerðir sóknarprestsins, biðjum ykkur hins vegar að virða séra Flóka Kristinssonar, til að hefta þessa baráttuaðferð við okkur. Við tónlistarflutning í kirkjunni. teljum starf Kórs Langholtskirkju í yfir þijátíu ár hefur tónlistarflutn- fyllilega þess virði að beijast fyrir ingur borið hróður Langholtskirkju framtíð þess. langt út fyrir sóknarmörkin. Hundruð Við verðum með sóknarbörnum einstaklinga, víðs vegar að, hafa kom- Langholtssafnaðar í hjarta okkar ið til liðs við kirkjuna til að þjóna yfir hátíðirnar og óskum ykkur gleði- henni gegnum tónlistina. Enginn hef- legra jóla. ur amast við þeirri lofgjörð til Drott- ins sem flutt hefur verið fyrir tilstilli Kór Langholtskirkju, tónlistarinnar, þar til nú. Jón Stefánsson. Helgihald á sjúkrahúsum Finna þar frið og helgi Séra Kjartan Örn Sigurbjörnsson KJARTAN Örn Sigur- björnsson er sjúkra- húsprestur á Landa- koti. Hann er einn fimm sjúkrahúspresta sem nú eru starfandi, auk þess sinna fleiri prestar störfum við sjúkrahús. Störf presta við sjúkrahús eiga sér sögu allt frá síðustu aldamótum þegar Haraldur Níelsson sinnti störfum við Holdsveikara- spítalann. Það var þó ekki fyrr en árið 1985 að fyrsti sjúkrahúspresturinn ráðinn formlega til starfa og þá á Borgarspspítalanum. Áður hafði verið frá 1970 til emb- ætti sjúkrahúsprests á veg- um Þjóðkiijunnar sem ekki hafði verið ráðið í. Allir þess- ir fimm prestar eru sér- menntaðir til að sinna'störf- um við sjúkrahús. Þeir sinna meðal annars helgihaldi á sjúkrahúsnum fyrir sjúkling- ana sem þar dvelja yfir jóla- hátíðina og starfsfólkið sem sinnir þeim. Við sjúkrahúsprestar við Landa- kot og Borgarspítalann skiptumst á að þjóna yfir hátíðina og sinnum auk þess bakvöktum. Mikið er um það almennt að sjúkrahúsprestar séu kallaðir til á gjörgæsludeildir og slysadeild til þess að vera stuðn- ingur við aðstandendur, ekki síst þegar andlát ber að höndum. Þetta kemur auðvitað líka fyrir um há- tíðar. Er þetta ekki mikið álagsstarf? Víst er svo. Það er alltaf erfítt að mæta fólki í sárri neyð. Vissu- lega eru aðstæður þó misjafnar. Mikilvægast er að sýna fólki hlýju og vera til staðar fyrir það þegar á þarf að halda. Standa við hlið þess í sorginni og reyna að að- stoða það eftir megni. Hvernig eru jól sjúkrahús- presta? Jólin eru fjölskylduhátíð þar sem fólk leggur mikið upp úr að safnast saman á heimilum sínum. Á sjúkrahúsum er hópur fólks sem ekki á þessa kost og verður að vera fjarri heimili sínu á jólunum. Þótt reynt sé að útskrifa alla sem nokkur tök eru á, eru alltaf ein- hveijir sem ekki geta farið. Fyrir það fólk reynum við að hafa helgi- hald. Seinni hluta aðfangadags er messa á Borgarspítalanum og á Grensásdeild en messa er á Landa- koti á jóladag. Þeir sjúklingar sem geta og vilja sækja messumar, þeir sem ekki komast fram úr rúmi geta notið þeirra í gegnum útvarp- ið og þannig fengið þær að rúmi sínu, þetta á þó aðeins við um Borgarspítal- annn. Þessar stundir eru dýrmætar og heil- agar. Einnig fer sjúkrahúspresturinn á eins konar stofugang svo sem tök leyfa og reynir þá að ræða við hvern og einn sjúkling. Jólin eru ákaflega við- kvæmur tími og minningaríkur. Minningarnar sækja á fólk og þá er gott að fínna að Guð er hjá oss. Sækir starfsfólkið messurnar líka? Já, það gerir það eftir föngum. Það fólk er líka fjarri heimilum sínum. Margt af því talar um hve hátíðlegt það sé að halda jól á sjúkrahúsi. Segist fínna þar bæði frið og helgi. Er starf sjúkrahúspresta marg- þætt? Fyrst og fremst er þetta starf fólgið í sálusorgun. Presturinn er einn hlekkur í í umönnun sjúkl- inga, sinnir andlegri velferð þeirra. ►Séra Kjartan Örn Sigur- björnssón er fæddur á Siglu- firði árið 1948. Hann lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1968 og lauk guðfræðiprófi frá Háskóla ís- lands vorið 1974. Veturinn á eftir kenndi hann á Akranesi en vígðist síðan prestur til Vest- mannaeyja árið 1975. Sjúkra- húsprestur hefur hann verið síðan árið 1991. Hann er kvænt- ur Katrínu Þórlindsdóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau tvö börn. Sjúkrahúsprestar starfa í náinni samvinnu við hjúkrunarfræðinga, félagsráðgjafa og fleiri aðila i heil- brigðisstétt. Þegar veikindi ber að höndum vakna oft hjá fólki margvíslegar spurningar varðandi trúna og til- vist mannanna. Presturinn þarf oft að ræða um slík málefni við sjúkl- inga sem aðstandendur. Ekki eru þessar spurningar þó fyrirferðar- meiri um hátíðar, það er eins og þær komi að okkur með öðrum hætti. Krefst mikils undirbúnings að sinna starfi sjúkrahúsprests? Já, það krefst sérstakst undir- búnings. Ég var til dæmis við'nám í sálgæslu í Iowa í Bandaríkjunum. Þar var ég að vinna á sjúkrahúsi undir handleiðslu kennara. í þessu starfí er mikið lagt upp úr því að taka sér stöðu með sjúklingnum, vera samferðamaður hans í þessum erfið- leikum, því má ekki gleyma. Er mikill munur á því að vera sjúkrahús- prestur eða þjónandi safnaðarprestur? Það er um margt ólíkt. Ég er þakklátur fyrir þann tíma sem ég átti sem safnaðarprestur í Vest- mannaeyjum og kann ákaflega vel við það starf sem ég sinni í dag. Samvinna okkar sjúkrahúspresta er okkur mikill stuðningur í okkar starfi. Það er viss hætta á svokall- aðri kólnun í þessu starfí, rétt eins og í öðrum störfum af því tagi sem valda miklu andlegu álagi. Við getum sótt ráðgjöf og styrk hvert til annars, það er mikilvægt. Yfirleitt eru jólin tiltölulega ró- legur tími á sjúkrahúsunum og ég vona að svo verði einnig þessi jól. Ég vil að lokum óska sjúklingum og starfsfólki sjúkrahúsanna svo og öðrum gleðilegra jólahátíðar. I þessu starfi er mikið lagt uppúrað taka sér stöðu með sjúklingnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.