Morgunblaðið - 05.01.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.01.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1996 19 ERLENT Hellisvist undirbúin PASCAL Barrier (t.h.) og Jannick Roy, sem báð- ir eru hellafræðingar, sjást hér á leið niður í kalksteinshella skammt frá borginni Arras í Norður-Frakklandi í gær. Þeir ætla að hafast við neðanjarðar í 60 daga og gera ýmsar tilraunir er tengjast svonefndri staðfræði og fleiri greinum. Einnig ætla þeir að leita að göngum sem hermenn bandamanna, aðal- lega nýsjálenskir, grófu milli hellanna í fyrri heimsstyrjöld. Þau voru síðan notuð til skyndi- árása tugþúsunda hermanna á lið Þjóðveija við Arras árið 1917. Fimbulkuldi í Suður-Noregi Bændur íhuga að slátra skepnum vegna vatnsskorts Ósló. Morgunblaðið. A HUNDRUÐUM bóndabæja í suðurhluta Noregs búa menn sig nú undir að slátra kúm og sauðfé en langvarandi kuldar hafa valdið því að vatn hefur frosið í leiðslum og því ekki til vatn handa dýrun- um. Kuldinn hefur farið niður í 40 stig inn til landsins og hefur verið rætt um að leita til almanna- varna og heimavarnarliðsins um aðstoð við að tryggja mönnum og dýrum nægt vatn. Mestur hefur kuldinn verið í Austurdal og Guðbrandsdal en sl. sumar urðu mikil flóð á því svæði. Hundruð bóndabæja eru nú án vatns og hafa sumir bændur grip- ið til þess ráðs að bora eftir vatni en aðrir búa sig undir að senda búfénaðinn í sláturhús. Talið er að um 400 bóndabæir séu án vatns í Heiðmörku og Oppland. Hefur verið kallaður út liðsafli til að að- stoða bændur. Það kann að hljóma þversagna- kennt en það sem menn óttast mest er að skyndilega hláni. Það kann að verða til þess að ár og vötn flæði yfir bakka sína og að ísinn sem frosinn er við botninn, losni. Mest er hættan við árnar Atna, Isa og Mistra. Þá er stöðug gæsla við Ottaá en yfirborð henn- ar er nú hálfum öðrum metra hærra en venjulega. Bráðabirgða- brú yfir ána gerir illt verra, þar sem hún virkar eins og stífla. ít- rekaðar tilraunir hafa verið gerðar til að fjarlægja hana en ekkert gengur, hún er frosin við bakkann. í gærmorgun var 16 gráða frost á Fornebu-flugvelli en kaldast var í Roros, 39 stig. 27 gráða frost var á Svalbarða, 23 í Lillehammer en í Björgvin var aðeins 3 stiga • frost og í Bodo í Norður-Noregi sýndi hitamælirinn 0 stig. Stj órnarmyndunarviðræður í Tyrklandi Hægriflokkar ræða sam- steypustjórn Ankara. Reuter. MESUT Yilmaz, leiðtogi Föður- landsflokksins í Tyrklandi, sagði í gær, að líkur á samstarfi við flokk Tansu Ciller forsætisráðherra, Sann- leiksstíginn, hefðu aukist eftir við- ræður þeirra í 10 daga. Hafa flokk- arnir og formenn þeirra lengi eldað grátt silfur en báðir vilja þeir hindra, að fiokkur íslamskra bókstafstrúar- manna, sem fékk flest atkvæði í kosningunum fyrir skömmu, komist til valda. Ciller og Yilmaz ræddust við í síma í fyrradag en rúm vika er liðin frá því að Yilmaz og leiðtogar vinstriflokkanna sökuðu Ciller um að standa í vegi fyrir því að flokkun- um tækist að mynda stjórn án þátt- töku heittrúaðra múslima. Ciller sagði raunar í blaðaviðtali í gær, að ekki væri óeðlilegt, að ísl- amski flokkurinn, Velferðarflokkur- inn, fengi að spreyta sig á stjórnar- myndun en spáði því um leið, að honum myndi ekki takast það. í kapphlaupi við tímann í gær voru birtar lokatölur kosn- inganna. Hlaut flokkur heittrúaðra múslima 158 sæti, Sannleiksstígur- inn, flokkur Ciller, hlaut 135 sæti og Föðurlandsflokkurinn 132. Tveir vinstriflokkar ráku lestina. Samkvæmt kosningalögum verð- ur forseti landsins að veita formanni þingflokks umboð til stjórnarmynd- unar í síðasta lagi fimm dögum eft- ir að lokatölur birtast, en það er á mánudag. Samkvæmt venju fær for- maður stærsta flokksins slíkt umboð og leggja hægriflokkarnir því allt kapp á að ná samkomulagi um stjórnarmyndun áður en til þess kemur. Hætta á hungursneyð í Norður-Kóreu Engin matvælaað- stoð frá S-Kóreu Seoul, London. Reuter. STJÓRNARFLOKKURINN í Suð- ur-Kóreu staðfesti í gær bann við frekari hrísgrjónasendingum til Norður-Kóreu, nema þarlend stjórnvöld breyttu afstöðu sinni til grannans í suðri. Setja S-Kóreu- menn m.a. það skilyrði að Norður- Kóreumenn heiti því að hrísgijónin fari ekki til hersins og að gefið verði upp hversu miklar matar- birgðir eru til í landinu. Suður-Kóreumenn sendu alls 150.000 tonn af hrísgijónum til N-Kóreu í fyrra en hættu sending- unum þegar n-kóresk stjórnvöld neituðu að verða við skilyrðum sunnanmanna, m.a. að láta lausan s-kóreskan togara og áhöfn hans. Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) og Matvælaaðstoð SÞ telja að um 2,1 milljón barna og um hálfri milljón kvenna sem séu vanfærar eða með börn á brjósti, sé hættast við matarskorti. Þá segir í skýrslu Alþjóðaheilbrigð- isstofnunarinnar (WHO) sem birt var í gær, að fjöldi barna muni deyja á næstu vikum, berist ekki aðstoð. Telja þeir að á næstu tveimur mánuðum kunni allt að 20% n-kóreskra barna að deyja úr vannæringu og matarskorti og að ungbarnadauði muni aukast veru- lega. STORKOSTLEG BREYTINGA-ÚTSALA 25-50% afsláttur Áður: Nú: Hornsófar 69.500 49.900 Kommóður 16.100 9.900 Sófasett 168.800 118.200 Eldhússtólar 4.900 2.900 Sjónvarpsborð 13.700 9.900 Stakir sófar 49.600 39.600 Sófaborð 41.600 27.900 Skenkar 48.600 33.900 Borðstofusett 90.600 58.900 Stakir stólar 15.600 7.900 Hillusamstæður 68.800 42.200 SUÐURLANDSBRAUT 22 • SlMI 553 60 11 L nlft
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.