Morgunblaðið - 05.01.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.01.1996, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ URVERINU 18% aukning á fram- leiðslu hjá íslenskum sjávarafurðum í FYRRA var metár hjá íslenskum sjávarafurðum bæði í framleiðslu og sölu. Fyrirtækið framleíddi rúmlega 66 þúsund tonn, sem er rúmlega 18% aukning á milli ára. „Ég er ágætlega ánægður með árið sem leið," segir Benedikt Sveinsson forstjóri ÍS. „Það er orð- ið ljóst að þetta var metár í fram- leiðslu, útflutningi og veltu." Hann tilgreinir nokkrar ástæður fyrir því: „Framleiðslan hér heima jókst um tæplega fímmtung. Það eru aðallega loðna, loðnuhrogn, síld og karfi sem standa undir þeirri aukningu. Einnig var aukn- ing á framleiðslu okkar í Afríku og svipuð framleiðsla og áður í Rússlandi." Benedikt segir að ástæðan fyrir framleiðsluaukningunni hér heima sé tvíþætt. Annars vegar hafi hefð- bundnir framleiðendur ÍS framleitt meira og hins vegar hafi nýir fram- leiðendur bæst í hópinn. Þar vegi Vinnslustöðin hf. í Vestmannaeyj- um þyngst. Aukninguna í Namibíu megi þakka því að floti fyrirtækis- ins sem ÍS er í samvinnu við hafi fiskað meira. Hvað varðar horfur á þessu ári segir Benedikt þær allgóðar. „Við reiknum með að framleiðslan fari töluvert vaxandi, m.a. annars vegna þess að við bindum miklar vonir við árangur fyrirtækisins á Kamchatka." Áhöfnin á Sléttanesi heiðruð ÁHÖFNIN á Sléttanesi ÍS hefur fengið viðurkenningu fyrir sér- vinnslu á Evrópumárkað á síðasta ári frá íslenskum sjávarafurðum. „Viðurkenningin er bæði fyrir magn og gæði," segir Siggeir Stef- ánsson, framkvæmdastjóri Slétta-. ness hf. „Við höfum reynt að fram- leiða sérstaklega fyrir þessa sér- vinnslu. Það virðist hafa skilað sér í gæðum. Eins vorum við í Smug- unni í allt haust og veiddum mikið af þorski í þessa sérvinnslu. Að sögn Siggeirs eru þetta sjó- frystar afurðir sem fara á Evrópu- markað. „Þetta er mikil viður- kenning fyrir áhöfnina," segir hann. „Hún hefur staðið sig vel og unnið afurðina rétt. Hvað við- urkenninguna varðar hlýtur hún að hafa þá þýðingu að við höldum a.in.k. okkar samningum." -.¦>->,< v: ¦»* ,¦¦¦¦ .:¦¦* v-~vC:vv. ¦ ,::¦ ¦ ,*,^-»„ .«..,,*,„<,, SLÉTTANES IS hefur veitt mikið af þorski í Smugunni. Karatefélag Reykjavíkur Sundlaugarhúsinu í Laugardal KARATE - KARATE - KARATE Æfið karate hjá elsta karatefélayi landsins, þar sem kennsla fer fram hjá ábyrgum aðilum Karate er frábær alhliða íþrótt sem hentar fólki á öllum aldri! - Nýjir félagar ávallt velkomnir! Innritun er hafin á staðnum eftir kl. 17:00 (einnig í síma 553 5025). Nýtt æfingatímabil er hafið skv. eftirfarandi æfingatöflu: kl. Mánudagur - t ...... ¦'" ¦ kl. j Þríöjudagur kl. Miðvikudagur | kl. | Fimmtudagur | td. .] Föstudagur , kl.—. Laugardagur 17:15 Ulokkur böm 17:15 jbyrjendur ;börn 17:15 l.flokkur 17:15: byrjendur : 18:15: byrjendur 14:00 bðrn börn : futlorðnir Kumite/fiiálst 18:15 Ulokkur fullorðnir 18:00j2.flokkur ibörn 18:15 :2. flokkur 18:00:2. Ilokkur ! 19:15: Samæf. ; fullorönir börn frh.hópa 20:00 2. fíokkur fullorðnir 19:00 j byrjendur j fullorðnir 19:30 Ulokkur 19:00 byrjendur . ; 20:30; Séræfing fullorðnir fullorðnir ' 6kyuoghærra: Æfingagjöld verða eftirfarandi fyrir þrjá mánuði: Fullorðnir kr. 8.500 og börn kr. 6.800. Innifalin í verði er karateþjálfun, aðgangur að lyftingarherbergi, sundlaug og pottum. Jafnframt er innifalin í verði gráðun o.fl. í lok tímabilsins. Komi til landsins erlendir þjálfarar, þá þarf að greiða sérstaklega fyrir aðgang að námskeiðum þeirra, svo og gráðun á þeirra vegum. ATH.: Yfirþjálfari félagsins sensei George Andrews 6. dan shihan er með sérstakt hámskeið hjá félaginu frá 12.- 29. jan. nk., ,en sérstök æfingatafla er í gildi meðan á dvöl hans stendur FRETTIR: EVROPA KYPUR I Gmaluavmðl' ! Samalnuðu \ i þjáðanna M i ðj a rð a r h af Kyrenia Tyrkneskl hlutínn Nlcosia Tyriai. hlutinn Tyrklr: 9S,B% Grikkir: 0,3% Aðrlr: 1,1% ¦ 35' OO' N ¦• Famagusta , Crískl hlatínn ®Paphos Gríski hlutinn Gr/kkir: 84,1% Tyrkir: 12,9% Aörir: 3,0% ¦ Qmaluavmðl Samalnuðu þjóðsnna -'¦V- Gríski hlutlnn Tyrkn. hlutinn Stærð: 5.S96 terkílóm. ilíaljöHli: 630.000 (1993) Höluðborg: Nikósía, tss.osoa. 3.355 lerkilúm. 179.000 (1993) NÍkÓSÍa, 37.400it. Ný tilraun ESB til að leysa Kýpurdeiluna EVRÓPUSAMBANDIÐ hyggst gera nýja tilraun til að leysa þjóðernisdeil- urnar á Kýpur og binda enda á skipt- ingu landsins á milli tyrkneskumæ- landi og grískumælandi íbúa. ESB lítur á lausn deilunnar sem forsendu þess að Kýpur geti hlotið aðild að sambandinu. » Emanuele Scammaeca, aðstoðar- utanríkisráðherra ítalíu, sem nú fer með formennsku í ráðherraráði ESB, kom til Kýpur í gær. Að sögn Reut- ers-fréttastofunnar hyggst Scammacca ræða bæði við forseta hinar viðurkenndu ríkisstjórnar landsins, Glafcos Klerides, og forseta stjórnar tyrkneska minnihlutans á norðurhluta eyjarinnar, Rauf Denkt- ash. Scammacca fer síðan bæði til Ankara til viðræðna við tyrknesk stjórnvöld, sem hersitja norðurhlut- ann, og til Aþenu, en gríska stjórnin styður ríkisstjórn Grikkja á Kýpur pólitískt og hernaðarlega. Alekos Mikaelides, utanríkisráð- herra Kýpur, sagði á miðvikudag að hann byggist við að ESB útnefndi sérstakan fulltrúa til að hafa umsjón með viðræðum um lausn deilunnar milli grískra og tyrkneskra Kýpverja. Mikaelides sagðist jafnframt gera ráð fyrir að ítalía myndi gera tillögu innan ráðherraráðsins um sérstakt friðarfrumkvæði af hálfu Evrópu- sambandsins. Spring og Holbrooke til Kýpur í mánuðinum Dick Spring, utanríkisráðherra ír- lands, sem tekur við formennsku í ráðherraráðinu á miðju ári, er vænt- anlegur í þriggja daga heimsókn til Kýpur síðar í mánuðinum. Spring mun ræða við fulltrúa beggja þjóð- ernishópanna á eynni. „Ráðherrann mun ræða við gestgjafa sína um ýmis mál, meðal annars núverandi þróun mála í Kýpurdeilunni og vilja landsins til að ganga í Evrópusambandið," sagði talsmaður írska utanríkisráðu- neytisins í samtali við Reuters. „Hann mun jafnframt miðla þeim af reynslu sinni af því að vinna að friði og sáttum á írlandi." Richard Holbrooke, aðstoðarutan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, sem talinn er eiga stóran þátt í friðarsam- komulaginu í Bosníu, er jafnframt væntanlegur til Kýpur síðar í mánuð- inum og mun hann ræða við fulltrúa stjórnvalda í báðum landshlutum. Enginn árangur af friðarumleitunum Tyrkneski herinn réðst inn í Kýpur árið 1974, eftir að grískumælandi herforingjar rændu völdum í höfuð- borginni Nikósíu að undirlagi þáver- andi herstjórnar í Grikklandi. Tyrkir hertóku um 35% landsins, þar á meðal norðurhluta höfuðborgarinn- ar, sem þeir kalla Lefkosa. Tyrk- neski minnihlutinn stofnaði fljótlega „Tyrkneska sambandslýðveldið á Kýpur", sem naut verndar tyrkneska Tyrkneski hlutinn er andvígur ESB- aðild innrásarliðsins. Stjórn þess hlaut hins vegar ekki alþjóðlega viðurkenn- ingu. Arið 1983 lýstu Kýpur-Tyrkir yfir einhliða sjálfstæði ríkis síns, „Tyrkneska lýðveldisins á Norður- Kýpur" og tóku upp tyrknesku líruna sem gjaldmiðil í stað kýpverska pundsins. Lýðveldið nýtur eingöngu viðurkenningar tyrknesku stjórnar- innar í Ankara. Friðarumleitanir á vegum Samein- uðu þjóðanna hafa engum árangri skilað í þau nærri 22 ár, sem landinu hefur verið skipt. Eitt helzta þrætu- eplið er hlutfallsleg valdaskipting þjóðarbrotanna í hugsanlegri sam- bandsstjórn. Kýpur-Tyrkir, sem eru mun fámennari en Grikkir, krefjast jafnrar skiptingar. Þeir hafa styrkt stöðu sína, með því að tugir þúsunda hafa flutzt til norðurhlutans frá Tyrklandi og tekið sér þar búsetu. Hin alþjóðlega viðurkennda stjórn Kýpur sótti um aðild að Evrópusam- bandinu árið 1990 og hefur Kýpur nú verið heitið því að aðildarviðræður hefjist hálfu ári eftir að ríkjaráð- stefnu ESB, sem hefst í marz, lýk- ur. Viðræður gætu því hafizt á árinu 1998. Deilur um aðildarumsókn Denktash fordæmdi aðildarum- sóknina á sínum tíma og hótaði því að hún gæti gert að engu vonir um endursameiningu Kýpur. Stjórn Klerides hefur hins vegar krafizt þess að Kýpur-Tyrkir viðurkenni umsóknina sem forsendu lausnar á deilunni. Evrópusambandið hóf strax árið 1991 diplómatísk afskipti af Kýpur- deilunni, í samráði við bandarísk stjórnvöld og Sameinuðu þjóðirnar. Arið 1993 skipaði ESB sérstakan áheyrnarfull- trúa til að fylgjast með viðræðum. Klerides fagnaði þeirri ákvörðun, en Denktash fordæmdi hana. Kýpur-Tyrkjum er ekki sízt í nöp við Evrópusambandið vegna þess að fyrir rúmum tveimur árum dæmdi Evrópudómstóllinn út- flutning þeirra á sítrusávöxtum og kartöflum til sambandsins ólöglegan nema honum fylgdu heilbrigðisvott- orð, útgefin af lögmætum stjórnvöld- um, þ.e. stjórn Kýpur-Grikkja. Þetta hefur reynzt nánast óyfírstíganleg viðskiptahindrun. Denktash forseti lýsti því yfir á sínum tíma að hann myndi ekki taka þátt í neinum friðar- viðræðum á meðan niðurstaða dóm- stólsins væri í gildi. Denktash hefur raunar sagt að allar tilraunir Kýpur- Grikkja til að ganga í Evrópusam- bandið muni aðeins leiða til þess að tyrkneski hlutinn leiti enn nánara sambands við Tyrkland. Financial Times greindi frá því í gær að tyrknesk stjórnvöld hefðu lagzt eindregið gegn friðarumleitun- um Evrópusambandsins og vilji koma í veg fyrir aðild Kýpur að samband-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.