Morgunblaðið - 05.01.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1996 3T
KRISTJÁN
BENEDIKTSSON
+ Kristján Bene-
diktsson fædd-
ist í Reykjavík 29.
janúar 1979. Hann
lést 28. desember
síðastliðinn. For-
eldrar hans eru
Ingibjörg Tómas-
dóttir og Benedikt
Sigurður Kristjáns-
son. Þau slitu sam-
vistir. Bróðir
Kristjáns samfeðra
er Hjalti Benedikts-
son, f.
Ingibjörg
Þórarni Kjartans-
syni, sonur hans, Kjartan Ámi,
f.20.5. 1977, var fósturbróðir
Krisljáns. Systkini Kristjáns,
sammæðra, eru Ólöf Katrín, f.
13.6. 1987 og Tómas Aron, f.
2.10. 1995.
Útför Kristjáns fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 10.30.
KRISTJÁN er farinn frá okkur.
Hann lést aðfaranótt fimmtudags-
ins 28. desember sl. og verður jarð-
sunginn í dag, 5. janúar. Tæplega
17 ára gamall er hann horfínn yfir
móðuna miklu og vera hans hér
falin minningunum einum.
En minningarnar eru gjöfular
þegar Kristján er annars vegar.
Hann var sólskinsbarn sem lífgaði
og gladdi, fullur af fjöri og atorku,
hlýju og kærleika, fullur af lífi.
Kornungur byrjaði hann að æfa
íþróttir. Þegar hann bjó með móður
sinni og fósturföður úti í Noregi,
þá í fyrstu bekkjum barnaskólans,
var hann stjarna í fótbolta, ótrú-
lega viðbragðssnöggur og fljótur
að hugsa. Hann æfði karate og
vann þar til verðlauna, hann tefldi
skák og var þar líka öðrum fljótari
til, hann renndi sér á skíðum, hljóp,
stökk, synti. í öllu var hann ímynd
hins glæsta íþróttamanns sem
geislar af krafti og hæfileikum.
Það sama gilti um námið. Það var
sama hvort það voru tungumálin
eða stærðfræðin, landafræðin eða
sagan, hann gat lært allt sem fyr-
ir lá og hafði lítið fyrir því. Hann
var greindur og íhugull námsmað-
ur og leysti verkefni sín ekki síður
af eigin áhuga en skyldurækni.
Þannig var ævi Kristjáns. Fullur
af orku og lífslöngun æskumanns-
ins gekk hann úr einu verkefni í
annað, leitandi og spurull. Umvaf-
inn vernd og umhyggju móður sinn-
ar og natinni leiðsögn fósturföður
síns hélt hann áfram að glíma við
lífsþrautimar og sigra þær. Hann
var foreldrum sínum stolt þeirra og
gleði, sólskinsbarn og ljúflingur.
Nú er hann farinn frá okkur.
Síðustu árin voru honum erfið.
í þeim heimi sem tók við þegar
foreldrahúsum sleppti, heimi tilbú-
inna gleðigjafa og falskrar ham-
ingju, þar gekk honum illa að fóta
sig. í þeim heimi eru mistökin dýr,
eitt vanhugsað skref getur kostað
meira en lítt reyndur æskumaður
ræður við. Það er líka oft eins og
þeir sem hljóta ríflegasta skammt-
inn af gjöfum guðanna eigi öðrum
erfiðara með að sætta sig við skil-
yrðin sem hin vitskerta veröld set-
ur þeim. Það átti við um Kristján.
Við kveðjum hann í
dag. Brátt mun erill
hins rúmhelga dags
aftur kveða í eyrum
okkar og deyfa sárs-
aukann og tíminn,
þessi mikli græðari, fer
höndum sínum um þá
sem eftir sitja. Og
minningarnar, eins og
marglitar, glitrandi
perlur, verða okkur
þegar frá líður dýr-
mætur fjársjóður, upp-
spretta gleði og góðra
tilfinninga.
Með kveðju og
Ragnar Ingi.
Það er svo skrýtið að þegar ég
lít til baka á allar þær stundir sem
við höfum átt saman, þá er ekki
ein einasta minning sem er slæm.
Það er eins og allan tímann hafí
allt leikið í lyndi. Við rifumst ekki
einu sinni, fyrir utan eitt skipti
þegar þú kastaðir bílnum í hausinn
á mér og ég fékk gat á hausinn.
Það rifjast upp fyrir mér mörg af
þeim prakkarastrikum sem við
gerðum og ég brosi.
Manstu þegar við vorura lítil böm
og leiddumst saman út á ókunnan veg
eins og tveir hvítir englar á grænu engi?
Fegurð himinsins glitraði þá á vatninu,
speglaðist í kyrmm tjömum,
þegar við leiddumst saman
að forboðnum borgum álfanna
og hlustuðum á dimmar raddir steina.
Manstu þegar við byggðum kastala okkar
í skýjum
og leiddumst saman út um dyr morgunsins
eins og tveir hvítir englar á grænu engi?
(Gunnar Dal)
Mér er sérstaklega ofarlega í
minni þegar við settumst við Elliða-
árnar við sólsetur að hausti fyrir
tveimur árum og töluðum lengi
saman um lífíð, tilveruna og
drauma okkar um framtíðina. Þá
hafðir þú ekki enn kynnst hinum
harða heimi fíkniefnanna heldur
æfðir þinn fótbolta og stundaðir
þinn skóla af kappi. Það var alveg
sama hvað þú tókst þér fyrir hend-
ur, alltaf náðir þú settu marki.
Mér hefur alltaf fundist sem þú
værir bróðir minn, ekki bara vegna
þess að við ólumst upp saman á
Freyjugötunni, heldur líka vegna
þess að við höfum alla tíð verið svo
góðir vinir og þótt svo undurvænt
hvoru um annað. Ég er mjög þakk-
lát fyrir að hafa farið að hitta þig
fyrir ekki svo löngu og fengið að
taka utan um þig. Þá varð mér líka
ljóst að þrátt fyrir alla nálægðina
var eitthvað sem skildi okkur að.
Ég vissi ekki hvernig ég gæti hjálp-
að þér. En ég veit að þú reyndir
hvað þú gast til þess að hjálpa þér
sjálfur. Það er erfitt að ímynda sér
hvað þú hefur þurft að beijast við
þessar síðustu vikur. Spumingar
sem ekki fást svör við hlaðast upp
í huganum.
Elsku Kristján. Ég vil þakka þér
fyrir samfylgdina þessi góðu ár sem
við áttum saman og ég veit að við
munum hittast aftur seinna.
Guð blessi fjölskyldu þína og
+
Ástkær faðir okkar og tengdafaðir,
JÓHANN M.P. KRÓKNES,
lést í Fjórðungssjúkrahúsi ísafjarðar
miðvikudaginn 3. janúar.
Sigríður Króknes, TorfiT. Björnsson,
Árni Pótur Króknes,
Erla Króknes, Steinþór G. Halldórsson.
veiti henni styrk á þessum erfíðu
tímum.
Þín frænka,
Erna Rán.
Síðan þú yfírgafst þennan heim
hef ég alltaf verið að faðma alla
en mér fínnst vanta faðmlagið frá
þér elsku Kristján. En minningam-
ar vantar ekki.
Einu sinni var hár þitt
net til þess að veiða í
augu mín.
Og ennþá geymir það
blóðbergsilminn
frá liðnum dögum.
(Jón út Vör)
Ég man eftir fallega hvíta hárinu
þínu.
Ég man þegar ég átti afmæli á
öskudegi og þú mættir sem pönk-
ari með grænt hár.
Ég man þegar þú litaðir hárið
þitt svart.
Ég man þegar þú fórst með mér
og Olöfu Katrínu systur þinni og
Ernu Rán systur minni í bíó. Við
fómm að sjá Aladdin með ensku
tali því það var uppselt á íslensku
útgáfuna og það eina sem Ólöf
skildi var „I Love You“ því að þá
kunni hún ekki að lesa myndatexta.
Ég man þegar við komum í heim-
sókn og ég og þú stóðum sitt hvor-
um megin við dyrastafinn í sjón-
varpsherberginu og ég tók eftir því
að þú stóðst þama með svart hárið
og varst að hugsa eitthvað mikið.
Ég velti því fyrir mér hvað þú vær-
ir að hugsa.
Ég man þegar við krakkarnir
fóram í myndatöku til þess að fá
mynd af okkur fyrir Tomma afa í
afmælisgjöf. Á bakaleiðinni kom-
umst við ekki öll í bílinn. Þá geng-
um við saman ég og þú inn að
Bergstaðastræti og töluðum saman.
Ég spurði þig hvað litli bróðir þinn
ætti að heita meira en Tómas en
þú vissir það ekki en sagðir ákveð-
inn að hann yrði alltaf kallaður
Tómas. Ég er mjög þakklát fyrir
að hafa fengið að vera ein með þér
þessa stund og spjalla.
Ég man þegar Tómas Aron litli
bróðir þinn var skírður og ég sat
fyrir aftan þig í kirkjunni og þú
nýbúinn að raka af þér allt svarta
hárið og það glitraði á hvíta brodd-
ana.
Elsku, fallegi Kristján minn.
Þakka þér fyrir samfylgdina. Guð
geymi þig. Eg man þig.
Kría.
Elsku Kristján minn. í minning-
unni kemur þú alltaf á móti mér
þegar við hittumst, fallegur með
ljósa hárið, stóra bláu augun og
hlýja brosið og faðmar mig svo inni-
lega að þér. í okkar flóknu fjöl-
skyldu þar sem allir era bræður og
systur án þess að eiga sömu for-
eldra varst þú bróðir hennar Ernu
Ránar minnar. Þið voruð fyrstu börn
okkar systranna og saman ólum við
ykkur upp fyrstu árin ykkar á
Freyjugötunni í húsinu hennar
ömmu Sillu. Þegar þú varst nokk-
urra mánaða gamall var Inga svo
lánsöm að hitta Tóta sem gekk þér
í föðurstað frá fyrsta degi og ekki
veitti af því hugmyndaflugið og
uppátækin hjá ykkur Ernu Rán voru
stórfengleg. Það mátti ekki líta af
ykkur eitt augnablik. Sumar helgar
var Kjartan Ámi sonur, Tóta af
fyrra sambandi, með í kompaníinu.
Þið vorað öll þijú á sama bamaheim-
ili og voruð hvert öðru sem systk-
ini. Ykkar samband breyttist lítið
þótt við flyttum af Freyjugötunni
og barnahópurinn stækkaði. Alltaf
héldust þessi sterku tengsl sem aldr-
ei féll skuggi á. Þegar þú varst lít-
ill var lífið skemmtilegt og spenn-
andi og í hvert skipti sem við hitt-
umst hafðir þú frá einhveiju nýju
og spennandi að segja af sjálfum
þér. Þú varst í fótbolta og þar varstu
með þeim bestu, þú tefldir náðir þar
langt, æfðir karate og þér gekk allt
í haginn. Þú varst svo ljúfur og
yndislegur og þér þótti svo vænt
um fjölskylduna þína. En þú varst
alltaf á hraðferð. Oft hugsaði ég
með mér að þú hlytir að róast með
aldrinum en það hvarflaði aldrei að
mér að þú hefðir svona stuttan tíma.
Sá eyðileggingarkraftur sem náði
í þig sleppti ekki af þér takinu fyrr
en hann hafði sigur. Þessi kraftur
eirir engu og tekur ekki tillit til
neins. Þegar þú varst tilbúinn til
þess að beijast til þrautar kom hann
þér að óvörum ekki síður en okkur
og eftir sitjum við og skiljum ekki
hvers vegna þú komst ekki undan.
Ólöf Katrín og Tómas Aron, litlu
systkini þín, koma til með að sakna
þín mikið. Ég bið góðan guð að
styrkja þau og foreldra þína í þeirra
miklu sorg.
Elsku Kristján. Þegar þú komst
inn í líf mitt kveiktir þú lítið ljós í
hjarta mínu sem alltaf mun loga.
Þakka þér samfylgdina. Guð blessi
þig-
Arndís.
Með þessum fáu orðum langar
mig að kveðja frænda okkar, hann
Kristján. Ég sá Kristján fyrst er
hann var þriggja mánaða gamall,
er ég fór með Sveini að heimsækja
bróður hans, hann Tóta, og mág-
konu hans, hana Ingu. Ég vil þakka
fyrir að hafa fengið að fylgjast með
Kristjáni vaxa úr grasi. Það fyrsta
sem kemur í huga minn er ég minn-
ist hans Kristjáns er lítill, ljóshærð-
ur drengur sem var svo kurteis og
blíður, hann tók ætíð á móti manni
með opnum örmum og kossi, fullur
af kærleik. Þetta er sú minning sem
er mér kærast.
Ekki hvarflaði það að okkur þeg-
ar fjölskyldan safnaðist saman á
afmælisdegi Kristjáns í byijun síð-
asta árs að við værum að halda upp
á afmælið hans í síðasta sinn. Én
vegir Guðs era órannsakanlegir.
Megum við öll fylla hjörtu okkar
af ljúfum minningum um glaðan og
blíðan glókoll sem var okkur öllum
svo kær.
Til eru fræ, sem fengu þennan dóm:
að falla í jðrð, en verða aldrei blóm.
Eins eru skip, sem aldrei landi ná,
og iðgræn lðnd, er sökkva í djúpin blá,
og von, sem hefur vængi sína misst,
og varir, sem aldrei geta kysst,
og eiskendur, sem aldrei geta mæst,
og aldrei geta sumir draumar ræst.
Til eru ljóð, sem lifna og deýja í senn,
og lítil böm, sem aldtei verða menn.
(Davíð Stefánsson)
Elsku Inga mín, Tóti, Ólöf Katr-
ín, Tómas Aron, Kjartan og allir sem
eiga um sárt að binda.
Megi Guð hjálpa ykkur að sjá ljós-
ið sem skín svo bjart í myrkrinu.
Dóra, Sveinn, Þuríður Ósk,
Kjaran og Benedikt.
Hinn 28. desember barst mér sú
harmafregn að vinur minn Kristján
Ben. væri dáinn. Margar minningar
komu upp í hugann. Við Kristján
komum báðir á sama ári inn í bekk-
inn okkar í Árbæjarskóla, ég kom
frá Norðfirði en Kristján frá Nor-
egi. Fljótlega urðum við góðir vinir
og stóð sú vinátta þar til leiðir okk-
ar skildu fyrir u.þ.b. tveimur árum.
Þennan tíma var Kristján eins og
einn af fjölskyldu minni. Þær vora
ófáar stundirnar sem við eyddum í
að læra saman, leika okkur í tölvu
og ávallt fórum við saman á fótbolta-
æfingar hjá Fylki.
Kristjáni gekk mjög vel í skóla
og þurfti hann ekki að hafa mikið
fyrir lærdómnum. Hann var góður
íþróttamaður og var karate sú grein
sem hann náði bestum árangri í.
Kristján fór ekki troðnar slóðir og
var hann óhræddur við að vera öðra-
vísi en við hin. Mér er það minnis-
stætt þegar Kristján kom í appel-
sínugulum buxum í skólann og lét
sér alveg á sama standa hvað öðrum
fannst.
Oft vorum við félagarnir ósam-
• mála og rifumst um allt milli himins
og jarðar,- báðir vorum við fastir
fyrir og hvorugur vildi gefa eftir.
Én það risti aldrei djúpt, til þess
vorum við of góðir vinir.
Því miður skildu leiðir okkar
Kristjáns, því við þroskuðumst sitt
í hvora áttina og náðum við því
miður ekki saman aftur.
Kveð ég þig, kæri vinur, með sorg
og trega í hjarta. Minningin um
góðan vin mun ætíð fylgja mér.
Megi Guð geyma vin minn Krist-
ján Ben.
Styrk oss, Jesú, styrk oss veika,
styrk oss til að fylgja þér.
Lífs af braut ei lát oss skeika,
lífs svo kransinn hljótum vér.
Hér er freisting, hér er strið,
hér er masða’ og reynslutíð.
Vér því biðjum; vík ei frá oss,
vertu’ í lífí og dauða hjá oss.
(Páll Jónsson)
Ég votta foreldram, systkinum og
öðrum aðstandendum Kristjáns mína
dýpstu samúð. Megi Guð styrkja
ykkur í ykkar miklu sorg.
Þinn vinur,
Már.
Kveðja frá skólafélögnm
Arbæjarskóla
Skólafélagi okkar, Kristján Bene-
diktsson, lést 28. desember síðastlið-
inn. Kristján kom inn í bekkinn okk-
ar níu ára og var með okkur til
fimmtán ára aldurs.
Kristján féll strax inn í hópinn
og voram við samheldin þessi ár.
Kristján var góður námsmaður og
voru stærðfræðin ásamt íþróttum
hans uppáhalds fög. Hann lagði
stund á skák, karate og fótbolta og
var hann yfírleitt öðrum fremri í
þeim íþróttum sem hann stundaði.
Hann var ákveðinn, skapmikill og
stóð fast á sínu. Hann var traustur
vinur og studdi ávallt við bak vina
sinna ef eitthvað bjátaði á.
Með þessu fátæklegu orðum
kveðjum við þig, kæri vinur. Eftir
standa minningar um góðan dreng.
Við biðjum Guð að varðveita þig.
Vaktu, minn Jesú, vaktu í mér.
Vaka láttu mig eins í þér.
Sálin vaki, þó sofnar líf,
sé hún ætíð í þinni hlíf.
(Hallgr. Pétursson)
Við vottum ástvinum Kristjáns
okkar dýpstu samúð.
Þegar ég kynntist Ingu var ég
jafngömul og Kristján var nú þegar
hann lést. Síðan era liðin tuttugu
ár. Þetta er tímamótaskeið í lífi
flestra og fólki reynist miserfítt að
fóta sig út í tilveruna og gera sér
grein fyrir eigin gildum.
Kristján var fallegur krakki og
með brennandi áhuga á fótbolta,
skák og karate. Hann lifði sig af
lífi og sál inn í það sem hann var
að gera. Þau Inga og Tóti studdu
hann af öllum mætti. Þau fóra sam-
an á skíði með Kjartan og Kristján
og allt þeirra líf hefur gengið út á
það eitt að hlúa vel að börnum sínum
og íjölskyldu og stuðla að velfarnaði
þeirra. Það era fáir sem ég hef ——
kynnst sem hafa lagt meira á sig
til þess að rækta fjölskylduböndin.
Kristján sagði oft að það væri ekki
hægt að eiga betri foreldra en Ingu
og Tóta, enda gaman að sjá þá sam-
an Kristján og Tóta því hlýleikinn á
milli þeirra var öllum augljós sem
til þeirra þekktu. Þó Tóti væri ekki
blóðfaðir Kristjáns gat engum dottið
það í hug sem ekki vissi betur, því
svo náin vora böndin á milli þeirra.
Á flestum myndum sem ég á af
þeim saman hallar Kristján sér að
Tóta pabba sínum, hjá honum fékk
hann hlýju og skjól. Við fjölskyldurn-
ar höfum átt löng og náin kynni og
dreymt margan dagdrauminn sam-
an. En sú martröð sem þið haflð nú*-*-
gengið í gegnum er eitthvað sem
engan gat órað fyrir.
Þegar Kristján komst á unglings-
árin hófst þessi venjulega leit ungl-
ingsins að sjálfum sér. í þeirri leit
villtist Kristján út af sporinu. Inga
og Tóti voru samhent og með augun
opin í baráttu sinni við að hjálpa
honum aftur inn á rétta braut. Sú
ganga hefur ekki verið þrautalaus.
En saman hafið þið tvö vaðið eld
og stutt hvort annað á aðdáunar-
verðan hátt. Það endar ekki allt eins
og maður óskar helst og þannig fór
um baráttu ykkar með Kristján. En
ég óska þess að samheldni ykkar
og þrautseigja hjálpi ykkur að yfir-
stíga þessa þraut eins og aðrar. Guð
veri með ykkur og styrki ykkur í
sorg ykkar. Inga, Tóti og Ólöf Katr-
ín og Tómas Aron og allir aðrir að-
standendur, ég votta ykkur öllum
samúð mína. ,• „
Hildur Halldóra Karlsdóttir.