Morgunblaðið - 05.01.1996, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ
38 FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1996
MINNINGAR
4
HANNES
GAMALÍELSSON
+ Hannes Gamalí-
elsson fæddist
27. júlí 1906 að
Ölduhrygg í Svarf-
aðardal. Hann lézt
á Elli- og hjúkrun-
arheimilinu Grund
hinn 25. desember
sl. Foreldrar hans
voru Gamalíel
Hjartarson frá
Uppsölum, Svarf-
aðardal, og Sólveig
Hallgrímsdóttir frá
Skeiði. Bróðir hans
eftirlifandi er
Sveinn Gamalíels-
son, búsettur í Kópavogi.
Árið 1934 giftist Hannes
Jóhönnu Jensen frá Eskifirði.
Foreldrar hennar voru Wil-
helm Pétur Jensen kaupmað-
ur, hálfdanskrar ættar, og
Þórunn Markúsdóttir, ættir
hennar liggja til Borgarfjarð-
arsýslna.
Hannes og Jóhanna eignuð-
ust tvö börn, Sól-
veigu hjúkrun-
arfræðing, maður
hennar er Frið-
björn G. Jónsson,
og eru börn þeirra
fjögur, l)Guðlaug
Rún, 2) Hanna Dís,
3) Soffía Huld og
4) Hannes Heimir.
Sonur Hannesar
og Jóhönnu er Jón
Þór, framkvæmda-
sljóri, kona hans er
Valgerður Lárus-
dóttir, og eiga þau
tvo syni, þá 1)
Hannes Lárus og 2) Árna Þór.
Hannes vann hjá Ríkisbók-
haldinu, Arnarhváli, um ára-
tuga skeið, einnig sem dóm-
vörður við Hæstarétt, og um
tíma var hann forstöðumaður
Einarssafns.
Útför Hannesar fer fram frá
Dómkirkjunni í dag, og hefst
athöfnin klukkan 15.
„Nú lætur þú, herra, þjón þinn í friði fara,
eins og þú hefir heitið mér,
því að augu mín hafa séð hjálpræði þitt,
sem þú hefir fyrirbúið í augsýn allra
lýða.'
(Lúkasarguðspjall kafli 2, vers 29-31.)
Við systkinin sjáum nú á bak
vinar sem við höfum átt samleið
með í 50 ár. Misst náinn vin sem
hafði sterk ítök í okkur. ítök sem
við áttum erfitt með að bíta af okk-
ur. Sá missir sem við tökumst á
við nú, er sá kostnaður sem við
innum af hendi fyrir að vera mann-
'eskjur.
Allir sakna, en sorgarþungi getur
verið misjafn, og er söknuðurinn
hjá okkur blandaður létti, þar sem
dauðinn var lausn fyrir pabba okk-
ar.
Við vorum farin að óska vista-
skipta fyrir hann, og rættist sú ósk
á jóladagskvöld, á fallegasta og
heilagasta tíma ársins, og erum við
þakklát fyrir það. Við trúum því
að þá hafi hann átt sín dýrðlegustu
jól, þegar auga hans leit Guð.
Við heyrum ekki lengur svarið
,já“ við spumingunni „pabbi“, þetta
litla svar, við hinni litíu spurningu,
sem í fólst öryggi, frá bakhjarli sem
við áttum á lífsleiðinni, eldri og vitr-
ari vegna lífsreynslu hans.
Við fráfall hugsum við til baka,
það er eðlilegt og kannski sérstak-
Íega þegar þessi kynslóð hverfur
okkur sjónum, sem þekkti tímana
tvenna, og við finnum að við höfum
misst. Misst eitthvað sem tengdi
okkur við eftirtektarverðan tíma.
Lífshlaup aldamótakynslóðarinn-
ar var með allt öðrum hætti en
okkar, og svo var með föður okkar,
sem fæddist í litlum fallegum dal,
sem honum þótti alltaf vænt um,
þótt hann settist ekki sjálfur þar
að. Hugur hans lá til höfuðborgar-
innar, og þess lífs sem þar var, og
vilja hans til að takast á við það.
Það var sem sé ekki tilviljun sem
réð því að hann var allan sinn tíma
starfandi hér í höfuðborginni.
Hann fæddist að Ölduhrygg í
Svarfaðardal, en kenndi sig ævin-
lega við Skeggstaði, þar sem hann
ólst að mestu leyti upp. Svarfdæl-
ingur í báðar ættir fram, sonur
Gamalíels Hjartarsonar, bónda frá
Uppsölum, og Sólveigar Hallgríms-
dóttur frá Skeiði í Svarfaðardal.
Hann sýndi snemma metnað og vilja
til menntunar, og bera einkunnir
hans vitni um góða námsgetu.
Ekki voru fjárráð mikil hjá
bændafjölskyldum upp úr aldamót-
unum, þannig að pabbi dreif sig til
sjós til að afla fjár til skólavistar
við Samvinnuskólann, sem þá var
við Sölvhólsgötu. Tókst honum að
safna fyrir skólavistinni. Hann var
síðar spurður af börnum sínum
hvort þetta hafi nú dugað, og var
svar hans þá: „Það varð að gera
það, en ég var oft svangur.“
Okkur var sagt af afasystur okk-
ar, Malínu Hjartardóttur, að móðir
hans, Sólveig, hafi skilið þessa þrá
hans til menntunar betur en faðir
hans, dugnaðarforkurinn Gamalíel.
Og þegar einn frænda hans úr daln-
um hafi verið sendur suður til náms,
hafi gripið hann hugarangur, hann
læst að sér og grátið. Það þótti til
frásagnar þar sem hann duldi til-
finningar sínar alla tíð. Snemma
er hann sagður hafa lesið allt er
hann komst yfir heima í Svarfaðar-
dal og bókakostur hans segir okkur
að hann hafi ævinlega valið sér
bækur sem hann gat haft sem
messt gagn af.
Innan við tvítugt var hann strax
farinn að grúska í ættfræði og rit-
aði sína eigin, og var það eitt af
áhugamálum hans alla tíð. Var
hann búinn að afla mikilla heim-
ilda, ekki bara um sínar eigin ættir
heldur og einnig móður okkar og
tengdabarna sinna. Aflaði hann sér
þá oft upplýsinga niður á Þjóð-
skjalasafni.
Eftir skólavist í Samvinnuskólan-
um gerðist hann tollvörður á Akur-
eyri, og er okkur sagt að hann
hafi verið undir vemdarvæng Jón-
asar frá Hriflu, sem hafði ráðið
hann til starfans fyrir norðan þar
til hann hefði bitastæðara starf fyr-
ir hann hér í Reykjavík. Hann fer
síðan að starfa hjá fjármálaráðu-
neytinu, og starfaði hjá því opin-
bera óslitið allan sinn starfsaldur.
Hann var virkur í starfi fram til
áttræðs, þar sem hann tók að sér
ýmis störf fram að þeim aldri.
Um nokkurra ára skeið var hann
fj árhaldsmaður V ífílsstaðaspítala
og þar kynntust þau foreldrar okk-
ar, Jóhanna Jensen frá Eskifirði
sem lézt árið 1992, en hún var þá
við hjúkmnarnám þar. Mættust þá
tveir ólíkir einstaklingar, faðir okk-
ar hinn ofur-ábyrgi maður og móð-
ir okkar með sína einstöku léttu
lund, sem öllum er kunnugt um,
sem hana þekktu. Þau giftu sig
1934, og átti hún þá eftir eitt ár í
hjúkrunarnáminu. En líklegast hef-
ur það þótt betri kostur að gifta
sig manni í öruggu starfi, en að
starfa við hjúkrun á þeim tímum.
Þessi hjón voru ólík og í faðmi
þessara ólíku hjóna ólumst við upp
systkinin, og ekki var þetta stór
fjölskylda, en líflegt var á heimil-
inu, og oft mikil skoðanaskipti,
stundum jafnmargar skoðanir og
við vorum mörg. Öll vorum við stíf
á okkar og var faðir okkar aldrei
viðkvæmur fyrir því að við værum
á öndverðum meiði, hafði frekar
gaman af. Mamma var aftur á
móti viðkvæmari fyrir því. Á ungl-
ingsárum dóttur mættust stundum
stálin stinn milli feðgina, en sonur-
inn hafði frekar þá eiginleika að
geta leitt hjá sér. Það var því oft
líflegt á Barónstígnum, hjá þessari
litlu fjölskyldu, og lítið um logn-
mollu. Ábyrgð og skyldurækni voru
aðalsmerki hans, og undir aga föð-
urins og mildi móðurinnar vorum
við alin upp. Við vorum þeim allt,
velferð okkar var það sem þau
hugsuðu um fyrst og fremst alveg
til æviloka, og finnst okkur nú þau
hafa fært miklar fórnir okkur til
handa.
Faðir okkar var af mörgum talinn
vera sérvitur, en í dag, viljum við
systkinin halda því fram að það sem
nefnt var sérviska hafi verið fram-
úrstefnuhugsun. Hann hafði mikinn
áhuga á líkamsrækt, og var hann
á þeim árum farinn að neyta matar
sem meztur áróðurinn er fyrir nú.
Varla leið sá dagur að hann færi
ekki út að ganga, og ekki lét hann
veðrið aftra sér, hann útbjó sig eft-
ir veðrinu, og stundaði þessar göng-
ur langt fram eftir aldri. í dag er
þetta nefnt „skokk“.
Hann var einnig góður á skautum
og minnist dóttir skautaferða niður
á tjöm þar sem faðir fer í alls kon-
ar hringi, og býr til rósir, skautar
með hana um alla tjörnina, og
gætir þess að hún detti ekki.
Okkur finnst nú að hann hafi
ævinlega verið sístarfandi, þrátt
fyrir hin eiginlegu starfslok, sem
voru eins og áður sagði um áttrætt.
Árið 1990 fiuttu þau að Elli- og
«
«
«
«
«
+ Árni Árnason
fæddist 2. mars
1902 á Vestur-
Sámsstöðum í
Fljótshlíð. Hann
lést á Landspítalan-
um 27. desember sl.
Foreldrar hans
voru Árni Árnason,
bóndi á Vestur-
Sámsstöðum, og
kona hans Þórunn
Jónsdóttir frá
Gijótá í Fljótshlíð.
Árni var næstyngst-
ur systkina sinna,
hin eru Arnheiður
Þóra, f. 4. maí 1895, Þorbjörg,
f. 16. febrúar 1897, Sara Þor-
björg, f. 10. apríl 1898, Jón, f.
16. júní 1899, Sigurður, f. 14.
júlí 1900, og Tryggvi, f. 20.
ágúst l907. Árni gekk í hjóna-
band 8. nóvember 1941 og er
eftirlifandi kona hans Hulda
Guðmundsdóttir, f. 16. maí
1917. Foreldrar
hennar voru Guð-
mundur Vigfús Þor-
kelsson, sjómaður,
og Hólmfríður Jóns-
dóttir, þau áttu
fjögur börn. Börn
Arna og Huldu eru:
Gígja, f. 15. janúar
1938, maki hennar
er Rúnar Sveinsson,
þau eiga þrjú börn;
Þórunn, f. 22. mars
1942, maki hennar
er Guðlaugur Þórir
Lárusson og eiga
þau þijú börn; Árni
Þór, f. 12. nóvember 1947, maki
hans er Lisbet Sveinsdóttir og
eiga þau þijú börn; Guðmundur,
f. 2. mars 1953, maki hans er
Margrét Jónsdóttir og eiga þau
eitt barn.
Útför Ama verður gerð frá
Fossvogskapellu I dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
LÁTINN er í hárri elli góður vinur
og samstarfsmaður til margra ára,
Árni Árnason bifreiðasmiður og
einn af stofnendum Bílaskálans hf.
Ég átti því láni að fagna að kynn-
ast Árna fyrir rúmum fimmtíu
árum, þegar hann kom til starfa
hjá Bílasmiðjunni hf., þar sem við
unnum saman allt þar til við stofn-
uðum eigið fyrirtæki.
Árni var maður stór og svipmik-
ill og svo afburða heilsuhraustur
að varla er hægt að segja að honum
hafi orðið misdægurt á sinni löngu
ævi, en hann náði níutíu og þriggja
ára aldri. Ekki gerði hann þó neitt
sérstakt til að halda sinni góðu
heilsu að undanskildu því að hann
gekk ævinlega til og frá vinnu og
alltaf var hann mættur með fyrstu
mönnum. Ég man eftir því að stund-
um á veturna kom hann með klaka-
brynju í skegginu svo að rétt sá í
augun og hann tók lítið undir það
þegar við hinir, sem komum á bil-
um; vorum að tala um vonda veðrið.
Ámi var mikill músíkunnandi og
þótti gaman að taka lagið í góðra
vina hópi. Hann var um tíma í Sam-
kór Reykjavíkur ásamt mörgum
samstarfsmönnum úr Bílasmiðjunni
og söng þar annan bassa. Stjóm-
andi kórsins var þá Jóhann Tryggva-
son se_m einnig vann í Bilasmiðj-
unni. Ámi fór árum saman á alla
tónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar.
Einnig var Árni sönnun þess að
músík og myndlist fara oft saman.
Á efri árum og einkum eftir að
hann hætti að vinna, hellti hann sér
út í myndlistina og málaði mörg
málverk í bílskúrnum sínum. Einnig
fékkst hann við að búa til ýmis
myndverk úr gijóti, sem hann hafði
safnað á ferðum sínum um landið.
Var auðséð að hann hafði ríka þörf
fyrir að tjá sig með þessum hætti.
Ekki verður Árna minnst án þess
að getið sé um Bílaskálann, en þar
starfaði hann í rúm þrjátíu ár og
var jafnframt einn af eigendum
hans.
Við Árni stofnuðum Bílaskálann
hf. árið 1957 en síðan bættust fleiri
í hópinn og alls vorum við sex eig-
endurnir. Við byijuðum í bragga,
sem við keyptum af Sölunefndinni
og reistum hann á lóð, sem við feng-
um við Kleppsveg. Öll sú vinna var
unnin utan vinnutíma, þar sem við
unnum fulla vinnu í Bííasmiðjunni.
Þar lá Árni ekki á liði sínu frekar
en venjulega, þótt elstur væri okkar
félaganna, var þá kominn yfir
fimmtugt. í bragganum vorum við
í sjö ár og var strax mikið að gera.
Fastur vinnutími var frá klukkan
átta á morgnana til tíu á kvöldin
og á laugardögum til klukkan sjö.
Fljótlega var of þröngt um okkur
í bragganum og því sóttum við um
og fengum úthlutað lóð við Suður-
landsbraut 6 og byggðum við þar
500 fermetra verkstæðishús. Líkt
og áður unnum við mikið við bygg-
inguna í aukavinnu sem og við þær
byggingar sem á eftir komu. Við
vorum alltaf að bæta við húsnæðið
og búa verkstæðið betri tækjum
eftir því sem starfsmönnum fjölg-
aði, en flestir urðum við átján og
alltaf meira en nóg að gera.
Árni var einstaklega dijúgur
verkmaður, var aldrei með neinn
asa en leit aldrei upp úr verki. Var
sem allt léki í höndunum á honum.
Hann útbjó sér hin ýmsu sérverk-
færi (potjárn) sem aðrir nutu svo
góðs af.
Árni var mikill mannkostamaður,
sannur, heill og blátt áfram. Slíkum
manni var hollt að kynnast. Minn-
ingin um góðan mann og vin mun
lifa áfram.
Við Valgerður sendum Huldu,
börnum þeirra, tengdabörnum,
barnabörnum og öðrum ættingjum
innilegustu samúðarkveðjur. Bless-
uð sé minning Árna Árnasonar.
Eysteinn Guðmundsson.
Nú er hann afi okkar i Blöndu-
hlíðinni dáinn, 93 ára gamall.
Það má með sanni segja að afi
hafí lifað tímana tvenna, hann ólst
upp í Fljótshlíðinni á söguslóðum
Njálu, á þeim tíma er margir íslend-
ingar bjuggu enn í torfbæjum, og
reið á Eyrarbakka til að versla og
sækja helstu nauðsynjar. Gamli
tíminn var honum ætíð hugleikinn
og gat hann setið löngum stundum
og riíjað hann upp, okkur borgar-
bömunum til fróðleiks og oft undr-
unar, eins og til dæmis þegar hann
sagði okkur frá því að hann fékk
ekki frí frá bústörfunum á ferming-
ardaginn sinn. Okkur fannst alltaf
jafn spennandi að fylgjast með þeim
gamla þegar hann viðhélt þeim foma
sið að slá garðinn í Blönduhlíðnni
með orfi og ljá. En það var fleira
spennandi við afa, bílskúrinn var
heill ævintýraheimur út af fyrir sig,
fullur af penslum, málningu og ótal
fleira dóti, því að á efri ámm stytti
afi sér stundir við að mála myndir.
Afi var mikill náttúruunnandi og
átti dágott safn af íslensku jafnt
sem erlendu grjóti, sem hann bar
með sér heim úr ferðum sínum vítt
og breitt um heiminn. Úr því gerði
hann meðal annars kort af íslandi
sem okkur þótti mikið til koma.
Afi hefur alltaf verið gamall í
augum okkar frændsystkinanna en
frískur var hann þó fram eftir öllu,
las gleraugnalaus á tíræðisaldri og
var jafnan fyrstur til að stinga upp
á því að tekið yrði lagið. Við voram
alltaf mjög montin af þvi að eiga
svona gamlan afa, sem jafnan var
léttur í lund. í ellinni var hann
ánægður með lifið og tilverana enda
var ætíð stutt í hláturinn, þannig
munum við ávallt minnast afa okkar.
Við vottum ömmu Huldu, mæðr-
um okkar og bræðrum þeirra okkar
samúð.
Árni Már Rúnarsson,
Hulda Þórisdóttir.
Hann afi-lang er dáinn. Þótt orð-
in kæmu óvænt kom fréttin okkur
ekki að óvörum. Öll höfðum við
búist við þessari upphringingu um
jólin eða frá því að gamla mannin-
um elnaði sóttin á Þorláksmessu.
Við hugguðum okkur við það að
hafa haldið litlu jólin um miðjan
desember, en þá var engan bilbug
að finna á þeim gamla. En skjótt
skipast veður í lofti. Á þriðjudegi
fyrir jól veiktist hann og viku síðar
var hann allur.
En segja má að maður komi í
manns stað, því nú í desember
fæddist í fjölskyldunni lítill drengur.
Margar af bernskuminningum
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
LÁRA GUNNARSDÓTTIR,
Hvanneyrarbraut 5B,
Siglufirðí,
verður jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju
laugardaginn 6. janúar kl. 14.00.
Helga Eðvaldsdóttir,
Rósa Eðvaldsdóttir,
Gunnar Eðvaldsson,
Kári Eðvaldsson,
Ari Eðvaldsson,
Magnús Stefánsson,
Halldór B. Jónsson,
Ingigerður Guðmundsdóttir,
Kristjana Baldursdóttir,
Minný Eggertsdóttir,
Kristbjörg Eðvaldsdóttir, Sævar Gunnarsson,
Sverrir Eðvaldsson, Kristín Einarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
ÁRNI
*
ARNASON
«
«
«
u
«
«
4
4
4
4
i
4
.