Morgunblaðið - 05.01.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1996 43
FRÉTTIR
MOOD Swing. F.v. John He-
bert, Sunna Gunnlaugsdóttir
og Scott McLemore.
Jazztríóið
Mood Swing
TRÍÓIÐ Mood Swing leikur á Café
Óperu föstudaginn 5. janúar og á
veitingahúsinu Astro næstkomandi
sunnudag. Fyrir tríóinu fer Sunna
Gunniaugsdóttir píanisti en meðspii-
arar hennar eru Bandaríkjamennirn-
ir John Hebert, sem leikur á bassa,
og Scott McLemore á trommur.
Sunna hefur verið við nám í jazz-
píanóleik í William Paterson College
í New Jersey undanfarin þijú ár.
Jazzdeildin þar er viðurkennd sem
ein sú besta í heiminum og er henni
stjórnað af hinum kunna bassaleik-
ara Rufus Reid. Sunna kom með
kvartettinn Mood Swing til íslands
fyrir ári og léku þau við góðar undir-
tektir á veitingahúsum borgarinnar.
í framhaldi af því hlaut hún styrk
úr minningarsjóði Karls J. Sighvats-
sonar 1995 og birtist stutt grein um
hana í júníhefti tímaritsins Down
Beat.
Tríóið leikur „standarda" og
„bebop“ á tónleikunum í kvöld sem
hefjast kl. 23. Tónleikarnir á sunnu-
dag hefjast einnig kl. 23.
Þrettándabrenna
Yals
ÁRLEG þrettándabrenna Vals verð-
ur að Hlíðarenda laugardaginn 6.
janúar og hefst kl. 17.45. Blysför
og fjölskylduganga verður frá Perl-
unni að brennunni og flugeldasýning
í lok dagskrárinnar. Þátttaka er
ókeypis en göngublys verða seld við
upphaf göngunnar og veitingar og
flugeldar að Hlíðarenda. Valur á
samstarf við Ferðafélag íslands og
Hjálparsveit'skáta í Reykjavík um
framkvæmdina.
Seld verða göngublys við Perluna
frá kl, 16.30, á 300 kr. Síðan er
gengið að bálkestinum að Hlíðar-
enda sem kveikt er á kl. 17.45.
Fjöldasöngur tekur þá við með þátt-
töku félaga úr Valskórnum. Sungin
verða þekkt lög og nýju ári fagnað
og jólin kvödd. Þrettándabrennunni
lýkur með flugeldasýningu kl. 18.30.
Veitingar eru seldar í stóra íþrótta-
húsinu frá kl. 17.
■ Ný jógastöð verður opnuð í
Hátúni 6a kl. 14 á morgun, laug-
ardag, í nýinnréttuðu húsnæði. Boð-
ið er upp á fullkomna aðstöðu til
jógaiðkunar og alhliða nudd.
Eigendur leggja áherslu á jóga-
iðkun sem heilsubætandi líkams-
rækt og hugrækt fyrir alla aldurs-
hópa, fyrir þá sem vilja efla vilja-
styrk sinn, ná tökum á streitu og
koma jafnvægi á mataræði og lík-
amsþyngd. Um er að ræða grunnn-
ámskeið þar sem • kennd verða
grundvallaratriði í jóga, jógastöður,
hugleiðsla og öndunaræfingar.
Einnig verða opnir jógatímar sem
hver og einn getur sótt eftir hentug-
leikum.
Vélsleðasýning
NÆSTKOMANDI helgi, 6. og 7.
janúar, verður haldin sýningin
„Vetrarlíf 96“ á vegum Landssam-
bands íslenskra vélsleðamanna. Sýn-
ingin verður haldin í sýningarsal
Ingvars Helgasonar hf. við Sævar-
höfða. Á sýningunni munu allir inn-
flutningsaðilar vélsleða sýna árgerð-
ir 1996 af vélsleðum og fjölbreyttan
útbúnað sem þeim tengist, s.s. fatn-
að og aukahluti. Einnig sýna 18
fyrirtæki á sýningunni fjölbreyttan
búnað og tæki sem tengjast vetrar-
sporti. Ingvar Helgason hf. sýnir
sérútbúna jeppa.
í fyrra var sýningin haldin eftir
nokkurra ára hlé og var mjög vel
sótt. Nú er sýningin haldin í tvöfalt
stærri sýningarsal. Aðgangur er
ókeypis.
Útsölur við
Laugaveg á löng-
um laugardegi
VERSLUNAREIGENDUR við
Laugaveg og nágrenni hafa undan-
farið verið að undirbúa janúarversl-
unina og nú eru útsölur að hefjast.
‘Afsláttur á vörum hefur verið að
síaukast hér á landi og það er mál
manna að útsölurnar hafí aldrei ver-
ið betri, segir í frétt frá Laugavegs-
samtökunum. Það er því ágætlega
við hæfi að sameina langan laugar-
dag og hápunkt útsölutímabilsins.
Eins og venja er þá er opið frá kl.
10-17 á löngum laugardegi.
■ Hljómsveitin XIII heldur sína
árlegu þrettándatónleika í Rósen-
bergkjallaranum laugardaginn 6.
janúar nk. Auk XIII kemur hljóm-
sveitin Dead Sea Apple fram og
hefjast tónleikarnir laust eftir mið-
nættið.
Eins og kunnugt er kom fyrri
plata hljómsveitarinnar XIII, Salt,
út í nokkrum löndum á meginlandi
Evrópu nú í haust og er að koma út
í Bretlandi um þessar mundir. Á
þrettándatónleikunum verður þó
aðallega leikið efni af nýútkominni
hljómplötu sveitarinnar, Serpent-
yne, sem út kom 13. október sl.
Einnig verður viðrað nýtt efni sem
verið er að taka upp um þessar
mundir.
Sem fyrr er það Hallur Ingólfsson
sem er forsprakki hljómsveitarinnar
XIII en hann leikur á gítar og syng-
ur. Jón Ingi Þorvaldsson spilar á
bassa, Gísli Már Sigurjónsson á
gítar og nýlega bættist trommuleik-
arinn Birgir Jónsson í hópinn.
■ Ætiarmót ÆNSEK. Niðjar Sig-
arlaugar Þorkelsdóttur og Einars
Jónssonar eru með árlegt jólaball á
morgun, laugardaginn 6. janúar, í
Kópavogi á sama stað og í fyrra.
Jólaball barnanna hefst kl. 15 en
fullorðnir hittast kl. 22. Nefndin.
■ Hljómsveitin Boney M áritar
plötur sínar í verslun Skífunnar í
Kringlunni í dag, föstudag, kl.
16.30.
-leikur að leera!
Vinningstölur 4. jan. 1996
4*8 •15* 20*21 »27*28
Eldri úrslit á símsvara 568 1511
R AÐ AUGL YSINGAR
Jólatrésskemmtun VR
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur
jólatrésskemmtun fyrir börn félagsmanna
á Hótel íslandi sunnudaginn 7. janúar nk.
kl. 16.00. Miðaverð er kr. 600 fyrir börn og
kr. 200 fyrir fullorðna. Miðar eru seldir á
skrifstofu VR í Húsi verslunarinnar, 8. hæð.
Nánari upplýsingar gefnar í síma félagsins
568 7100.
I/erzlunarmannafélag Reykjavíkur.
RANNSÓKNAÞJÓNUSTA
HÁSKÓLANS
Ár símenntunar 1996
Kynningarf undur í dag kl. 15-17
íBorgartúni 6
Evrópusambandið hefur ákveðið að helga
árið 1996 símenntun og er ísland aðili að
þessu átaksverkefni.
Boðað ertil kynningarfundar um Ár símennt-
unar í dag, föstudaginn 5. janúar, í Borgar-
túni 6, kl. 15-17.
Dagskrá:
• Almenn kynning á Ári símenntunar:
Guðný Helgadóttir, menntamálaráðuneyti.
• Drög að verkefnaáætlun Árs símenntunar:
Ingibjörg Gísladóttir, Rannsóknaþjónustu
Háskólans.
• Styrkir ESB vegna Árs símenntunar:
Ágúst H. Ingþórsson, Rannsóknaþjónustu
Háskólans.
• Kynning á handbók um starfsframa- og
menntunarmarkmið einstaklinga:
Margrét S. Björnsdóttir, Endurmenntunar-
stofnun Hí.
• Umræður um Ár símenntunar.
Fundurinn er opinn öllum fræðsluaðilum og
þeim, sem láta sig símenntunarmál varða.
Rannsóknaþjónusta Háskólans.
Konur - Grafarvogi
Fitubrennsla, vaxtamótun,
stöðvaþjálfun
Nýtt námskeið hefst þriðjudaginn 9. janúar
í Fjönishúsinu. Kennari Ásta Sigurðardóttir.
Skráning í síma 587-7375.
Hirðing jólatrjáa
Hirðing jólatrjáa hefst eftir hádegi sunnudag-
inn 8. janúar næstkomandi.
Húsráðendur eru beðnir að setja trén út fyr-
ir lóðamörk og verða þau þá fjarlægð.
Gatnamálastjórinn í Reykjavík.
Hreinsunardeild.
Breytingar á lögum
um fjöleignarhús
Alþingi hefur samþykkt breytingar á lögum
um fjöleignarhús nr. 26/1994, sbr. lög nr.
136/1995. Um er að ræða breytingar á
16.-18. grein, um eignaskiptayfirlýsingar
o.fl. og 22.-23. gr. um bílskúra í eigu utanað-
komandi.
Sérstök athygli er vakin á breytingum á
ákvæði í 16. gr. laganna, um að þinglýst
eignaskiptayfirlýsing sé skilyrði fyrir þinglýs-
ingu á eignayfirfærslum (þ.e. kaupsamning-
um og afsölum) ífjöleignarhúsum. Breytingin
felur í sér, að þetta skilyrði kemur ekki að
fullu til framkvæmda fyrr en 1. janúar 1997.
íbúðareigendur eru hvattirtil að nota þennan
tíma vel og kanna hvort fyrir liggi fullnægj-
andi eignaskiptayfirlýsing eða undirbúa gerð
hennar, ef hún er ekki fyrir hendi.
Sérprentun laganna og fekari upplýsing-
ar fást hjá Húsnæðisstofnun ríkisins, Suð-
urlandsbraut 24, sími 569 6900, símbréf
568 9422.
Reykjavík, 4. janúar 1996.
[&l HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS
Fimleikadeild
Gerplu
Innirtun er hafin.
Upplýsingar í síma 557 4925.
~~7I
7
K I
P U L A G R í
K I S I N S
Urðunarstaðir á jörðunum
Berunesi og Þernunesi
við Reyðarfjörð
og flokkunarmiðstöð
á Reyðarfirði
Förgun úrgangs á vegum
Sorpsamlags Mið-Austurlands
Mat á umhverfisáhrifum - frumathugun.
Skipulag ríkisins kynnir fyrirhugaða urðun
úrgangs í landi Beruness og Þernuness við
Reyðarfjörð og flokkunarmiðstöð fyrir úrgang
á Reyðarfirði. I tillögunni felst að Sorpsamlag
Mið-Austurlands hyggst urða úrgang á jörð-
unum Berunesi og Þernunesi við Reyðarfjörð
og setja upp flokkunarmiðstöð á Reyðarfirði
þar sem m.a. verður tekið við eiturefnum,
brotajárni og fleiru frá samlagssvæðinu.
Gámastöðvar verða í hverju sveitarfélagi.
Tillaga að ofangreindri framkvæmd og
skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar
liggur frammi til kynningar frá 5. janúar 1996
til 12. febrúar 1996 á eftirtöldum stöðum:
Á afgreiðslutíma hjá Skipulagi ríkisins,
Laugavegi 166, Reykjavík, bæjarskrifstofum
Neskaupstaðar og Eskifjarðar, skrifstofum
Reyðarfjarðarhrepps, Búðahrepps og Stöðv-
arhrepps og hjá oddvita Fáskrúðsfjarðar-
hrepps, Tungu 2, eftir samkomulagi.
Auk þess liggur matsskýrslan frammi á bóka-
söfnum Eskifjarðar og Neskaupstaðar.
Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina
og gera athugasemdir. Athugasemdir skulu
vera skrifiegar og berast eigi síðar en 12.
febrúar til Skipulags ríkisins, Laugavegi 166,
150 Reykjavík. Þar fást ennfremur nánari
upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum.
Birt samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 63/1993.
Skipulagsstjóri ríkisins.
/