Morgunblaðið - 05.01.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.01.1996, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ HALLDÓR GÍSLASON + Halldór Gísla- son fæddist á Meðalnesi í Fella- hreppi 8. júní 1914. Hann lést á Vífils- stöðum 26. desem- ber siðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Berg- ljót Jónsdóttir, f. 24.9. 1879, d. 10.11. 1956 og Gísli Sig- fússon á Meðalnesi, f. 19.9. 1855, d. 8.1. 1919. Systkini Hall- dórs eru Sigríður, f. 2.4. 1901, d. 19.8. 1902; Þóra, f. 15.10. 1902, d. 17.2. 1906; Sigríður, f. 28.6. 1904, d. 29.11. 1983; Guðlaug, f. 12.1. 1907, d. 28.12. 1976; Jón, f. 28.3. 1908, d. 8.5. 1992; Stefán, f. 1.4. 1909; Pétur, f. 3.4. 1911, d. 20.12. 1990; Gunn- þóra, f. 22.11. 1915, d. 28.6. 1993. Hálfsystkini Halldórs voru Sigurborg, f. 30.1. 1881, d. 4.12. 1977; Oddur, f. 3.5. 1887, d. 29.4. 1927; Jónína, f. 1888, d. 18.2. 1906; Sigþrúður, f. 5.3. 1890, d. 17.7. 1956; Sveinn, f. 21.11. 1893, d. 11.5. 1959. Halldór út- skrifaðist frá Verzl- unarskóla Islands 1934. Hann vann við ýmis verslunarstörf og einnig var hann á sjó. Árið 1961 tók hann við bensínstöð Olís í Garðabæ (Lyngholt), og rak í rúm 30 ár. Árið 1942 kvæntist Hall- dór Sigurborgu Jakobsdóttur, f. 18.4. 1921. Synir þeirra sem upp komust eru Arnar Viðar, f. 25.6. 1942, kvæntur Margréti Valtýsdóttur, f. 4.11. 1937, og eiga þau þijú börn, og Guðlaug- ur Erling, f. 2.8. 1947. Stúlka, f. 31.7. 1948, dó nýfædd, og drengur fæddist andvana 5.9. 1961. Barnabörnin eru þijú og barnabarnabörnin tvö. Útför Halldórs fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. OKKUR systkinin langar í fáum orðum til að minnast afa okkar, Halldórs Gíslasonar. Hann var eini afi okkar sem var á lífi þegar við fæddumst og því urðu tengslin við hann mikilu meiri fyrir vikið. Á Álftröðinni, þar sem afi bjó með ömmu Boggu, er skýr minningin af honum sitjandi við skrifborðið sitt innan um allar bækurnar, ýmist að vinna eða lesa. Þegar við vorum lít- il fórum við yfirleitt rakleiðis inn til hans og aldrei var löng bið eftir að hann opnaði nammiskúffuna og út- deildi góðgæti. Þegar við stækk- uðum var það svo annað góðgæti sem hann dreifði til okkar í formi bóka og frásagna af því sem hann hafði nýlega lesið. Ef við vorum að fara í ferðalög, innan lands sem utan, átti hann alltaf einhveija bók til að lána okkur til þess að við gætum kynnt okkur þann stað sem heimsækja átti. Afi fór aldrei sjálfur til útlanda og einhveiju sinni þegar við spurðum hann hvort hann lang- aði ekki að fara eitthvert og skoða heiminn var svarið skýrt og skori- nort: „Ég þarf þess ekki, það er nóg fyrir mig að lesa um það.“ Nú í seinni tíð höfðu langafabörnin bæst í hóp- inn og það var gaman að sjá að þau höfðu alveg sama háttinn á og við forðum, komu hlaupandi inn í bóka- herbergi til hans, settust í kjöltu hans og fengu að fletta bókum. Afi rak bensínstöð OLÍS í Garðabæ, Lyngholt, alla okkar tíð og því eru minningarnar margar tengdar þeim stað. Yið störfuðum hjá honum á okkar unglingsárum og það hafði sitt að segja til að efla samband okkar við afa enn frekar. T.d. þegar við vorum á morgunvökt- unum með honum og lítið að gera var setið og spjallað um heima og geima og það var margt sem hann vissi og gat sagt okkur, enda víðles- inn mjög. Einn af föstu punktunum í samskiptum okkar voru sumarfríin sem við fórum árlega í með ömmu Boggu og afa. Á hveiju ári fórum við systkinin með þeim eitthvert upp í sveit. Það var sama hvert farið var, alltaf var stoppað í réttarrústun- um í Hvalfirði, borðað smurt brauð og drukkið Sinalco eða Coke. Þetta eru einungis lítið brot af þeim fjöldamörgu hlutum sem lifa í minningunni um afa. Þeir verða ásamt öllum hinum, sem eru ótaldir hér, vel geymdir hjá okkur í minn- ingunni um afa okkar. Við vitum afa líður vel núna þar sem hann er og við biðjum Guð að geyma hann og varðveita um leið og við þökkum fyrir allar góðu stundirnar sem okkur hlotnaðist með honum. Valdís, Halldór og Sigurborg. Það eru margar minningar sem koma upp í hugann, nú þegar Hall- dór Gíslason hefur kvatt okkur. Frá því ég man eftir mér hafa Bogga móðursystir mín og Dóri maðurinn hennar verið hluti af lífi mínu. Heim- sóknir í Kópavoginn til þeirra hjóna voru krydd í tilveruna þegar ég var barn og voru okkur ávallt tilhlökkun- arefni. Það eru þó ekki síður minningar tengdar bensínstöðinni í Lyngholti í Garðabænum sem koma í hugann. Faðir minn, Bergþór Albertsson, hafði verið í góðum tengslum við Olíuverslun íslands með rekstur Nýju bílstöðvarinnar í Hafnarfirði t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ESTHER PÉTURSDÓTTIR, Reynimel 26, lést á heimili sínu aðfaranótt 3. janúar. Þórhallur Tryggvason, börn, tengdabörn og barnabörn. t RÓSA NÍELSDÓTTIR, Freyjugötu 34, Reykjavík, lést 29. desember. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju föstudagnn 5. janúar kl. 13.30. Níels Hafstein, Magnhildur Sigurðardóttir, Haraldur Nfelsson, Hafdís Hanna Sigurðardóttir, Ragnar Jóhannesson, börn og barnabörn. MINNINGAR og bénsínafgreiðslu henni tengda. Þegar vantaði mann til að taka við rekstri bensínstöðvarinnar í Lyng- holti í Garðahreppi, þá benti pabbi þeim á Halldór Gíslason, sem síðan átti eftir að annast rekstur stöðvar- innar í rúma þijá tugi ára. Ég minn- ist þess að hafa verið ein við af- greiðslu þar 12-13 ára gömul á meðan útför afa míns, Jakobs Kol- beinssonar, fór fram. Þá voru tímarnir aðrir en í dag og ólíklegt áð svo ungu barni yrði treyst til að vera í þeim sporum nú. En síðan nokkrum árum seinna, þegar ég var enn í námi í viðskipta- deild háskólans, tók ég að mér að sjá um bókhaldið fyrir Dóra. Það þýddi að samgangurinn hélt áfram þótt ég væri orðin fullorðin. Dóri var með fjölda manns í vinnu öll þau ár, sem hann rak bensínstöðina en hélst þó ávallt vel á föstum mann- skap, sem segir margt um hann sem vinnuveitanda. Það voru líka margir unglingarnir, sem afgreiddu hjá hon- um í skólaleyfum og öðluðust sína fyrstu reynslu af atvinnulífinu. Allt- af var stutt í brosið og hláturinn enda voru fastakúnnarnir ijölmargir. Bensínstöðin í Garðabænum vár líka með söluhæstu stöðvum Olíuverslun- arinnar til margra ára. Ég átti eftir að sjá um bókhald og uppgjör til skatts fyrir Dóra í yfir 20 ár. Aldrei bar skugga á sam- starfið og mér var ævinlega vel tek- ið, þegar ég kom til Boggu og Dóra með möppurnar og alltaf boðið upp á góðgerðir. Eftir að hann hætti rekstri bensínstöðvarinnar ■ fyrir nokkrum árum hefur samgangurinn minnkað, en tengslin þó ávallt hald- ist, ekki síst fyrir það, að þær syst- urnar Bogga og mamma hafa, held ég nær daglega, samband símleiðis. En nú er komið að leiðarlokum og vil ég þakka samfylgdina fyrir mína hönd, eiginmanns og barna. Ég votta Boggu og öllum öðrum aðstandendum samúð mína og bið Guð að styrkja þau í sorginni. Bergþóra M. Bergþórsdóttir. Elsku Dóri er farinn yfir móðuna miklu eftir langvarandi veikindi. Þegar Bogga frænka hringdi á ann- an í jólum og sagði okkur að hann væri farinn þá liðu fram minningarn- ar sem ég átti um þennan yndis- lega, jákvæða og glaðværa mann sem sá alltaf það góða í fólki. Ég kom til Dóra og Boggu þegar ég var þrettán ára gömul til að setj- ast á skólabekk og var hjá þeim alla mína skólagöngu eða þar til ég fór sjálf að búa. Mér var tekið eins og dóttur og dekrað við mig á allan hátt og ekki létu þeir sitt eftir liggja Gulli og Addi sem voru mér sem bræður. Þegar mig vantaði aðstoð við lærdóminn var hann alltaf reiðu- búinn til að aðstoða mig og voru það yndislegar stundir, sem voru líka notaðar til að fræða mig um lífsins gagn og nauðsynjar enda Dóri vel menntaður og víðlesinn maður. Ég mat svo mikils trúnað sem Dóri hafði á mér og studdi mig í því sem ég tók mér fyrir hendur. Ég man þegar þau fóru í frí og hann lét mig unglingsstelpuna sjá um bensínstöðina fyrir sig. Þetta þótti mér mikið traust. Þegar ég ákvað að fara í Fósturskólann og ekki allir bjartsýnir á. þá ákvörðun mína þá stóð hann sem klettur við hlið mér. Ég man það að á hveiju kvöldi þegar hann kom heim úr Lyngholti kom hann með eitthvert góðgæti handa mér til að narta í þegar við vorum að telja. Það voru ekki ófá skiptin sem hann fór með mig útfyrir borgina til að kenna mér að keyra bíl. Með hans aðstoð og hvatningu keypti ég minn fyrsta bíl sem Bogga frænka blessaði svo yfir. Eftir að við Svenni fórum að búa og vorum búin að eiga Halldór Sig'- urberg þá gættu þau hans á meðan við vorum í skólanum. Hann var í pössun hjá Dóra afa og Boggu ömmu þar til við fluttum vestur. Þegar við komum suður þá bjuggum við alltaf á Álftröðinni og var það eins og að vera komin heim á ný. Þá var sest niður og málin rædd og hann lét sig allt varða, og hafði áhuga á öllu sem viðkom okkur. Ætíð hefur verið gestkvæmt á Álftröðinni enda yndislegt fólk heim að sækja. Ef margt fólk var í heim- sókn sagði Dóri ekki margt, en þeg- ar þau voru ein heima og maður kom í kaffi var mikið rætt. Hann fylgdist með öllu og var alls staðar heim og var það fram á síðasta dag. Blessuð GUÐRUN HELGADÓTTIR + Guðrún Elín Júlía Helgadótt-. ir verslunarmaður og húsmóðir í Reykjavík, fæddist 7. júlí 1904 á Akur- eyri. Hún andaðist á Elli- og hjúkr- unarheimilinu Grund 19. desem- ber sl. Foreldrar hennar voru Guðný Ingunn Ólafsdóttir húsfreyja, fædd 22. ágúst 1874 í Fjalli á Skeiðum, dáin 4. júní 1932 í Reykja- vík; og maður hennar Helgi Guðmundsson málarameistari, fæddur 26. janúar 1877 á Brekkum í Mýrdal, dáinn 5 maí 1943 í Reykjavík. Systkini hennar voru Ólafur, fæddur 1903, dáinn 1970, læknir í Reykjavík; Margrét, fædd 1907, dáin 1982, húsfreyja og kaup- maður í Reykjavík og Kristín, fædd 1917, sem enn er á lífi, var lengi kaupmaður í Sápu- húsinu. Guðrún giftist 10. októ- ber 1934 Pétri Bergssyni versl- unarmanni og ökukennara, fæddum 3. september 1904 í Reykjavík, en hann lést 6. ág- úst 1960 í Reykjavík. Einka- dóttir þeirra var Guðný Helga, bankastarfsmaður og húsfreyja í Garðabæ, fædd 6. maí 1935. Hún lést 3. júlí 1989. Hún var gift Gunnari Pétri Péturssyni fyrrum brunaverði, sem fædd- ur er 18. desember 1934. Hann starfar nú við hjúkr- un. Þeirra dóttir er Guðrún Hrefna, fædd 7. ágúst 1954 í Reykjavík og á hún 4 börn; Helgu, Gunnar, Hákon og Bergdísi Björk. Guðrún var jarð- sungin í kyrrþey að sinni ósk. LJÚFT er að setjast niður á bak jólum og láta hugann reika um minningasjóðinn um Guðrúnu föðursystur og fjölskyldu mína en hún var vissulega ein af þeim sem settu mjög svip á Reykja- vík á fyrri áratugum aldarinnar. Guðrún var góð kona og glaðvær. Hún hafði opinn og hlýjan persónu- leika og viðhorf, var góðhjörtuð og vinföst. Enda var vina- og kunn- ingjahópur hennar gríðarstór og veit ég að þeir sem lifa hana og þekktu eiga einungis góðar minn- ingar um þessa ágætu frænku mína. Ekki fer hjá því að hugur minn leiti í heim æsku minnar þar sem fjölskylda og nágrannar stóðu þétt- ar saman en stórborgarlífið leyfir í dag. Guðrún og Pétur eru greipt í fyrstu minningar barnshugans sem ég á enn. Þau voru falleg ung hjón, horfðust mikið í augu og voru ríku- lega ástfangin. Lítill frændi fékk hlutdeild í hamingju þeirra. Þau voru ákaflega samrýnd og koma ávallt í hugann sem ein heild. ---------------------------------- < sé minning hans. Ég læt þessum ^ minningarbrotum um Dóra lokið þó M svo margt sé ósagt sem ég hefði ^ gjarnan viljað nefna. Elsku Bogga frænka, Gulli, Addi og fjölskylda. Við Svenni sendum ykkur samúðarkveðjur. Megi guð styrka ykkur. Sigurborg Kristjánsdóttir. Minningarnar streyma fram og líða hjá fyrir hugskotssjónum, nú þegar Halldór Gíslason, eða Dóri eins og hann var alltaf kallaður, er farinn í síðustu ferðina og þá einu sem við eigum öll vísa. Þrátt fyrir að hann hafi eflaust orðið hvíldinni feginn og við sem eftir lifum sam- mála um að nú sé gott að þrautirnar séu á enda, þá er sárt að horfa á eftir þeim sem eru manni kærir og hafa verið fastir punktar í tilverunni frá því maður man fyrst eftir sér. Þannig er það með mig, en ein- hvern veginn var það svo að heimili þeirra Sigurborgar móðursystur minnar og Dóra var alltaf í mínum huga eins og mitt annað heimili. Og ef ég sem lítið barn leiddi hugann að því að hugsanlega gæti ég nú orðið fyrir því að missa foreldra mína þá ætti ég alltaf öruggt skjól á Álftröðinni. Þau hjónin Bogga og Dóri voru alltaf við mig eins og ég væri dóttir þeirra, enda ófá skiptin sem ég dvaldi þar dögum saman í vellystingum. Mér fannst við Dóri líka nátengdari fyrir það, að hann var alltaf kallaður Dóri og ég Dóra. Ekki skemmdi heldur fyrir að synir þeirra hjóna voru ósparir á að borga mér fyrir ýmis viðvik sem bræðrum mínum hefði nú ekki þótt ástæða til að borga fyrir. Á þessum árum bjuggu á loftinu á Álftröðinni Jón Gíslason, bróðir Dóra, og Kristín kona hans, og var þar daglegur samgangur á milli. Jón hafði gaman af að hrella mig, litlu stelpuna, því að ég var þá hálfsmeyk við hann; fannst hann skuggalegur og stórgerður með úfið hárið sitt. Hann var þó ekki síður en Dóri hinn mesti ljúflingur eins og ég átti eftir að atta mig á síðar. Á þessum árstíma eru jólin nærri huga og í æsku var það hefð að við fjölskyldan úr Hafnarfirði færum í Afi og amma hófu búskap á Akureyri 1902 og þar fæddust fyrstu börnin, Ólafur og Guðrún. Afi hafði numið húsamálun í Nor- egi og fluttust þau til Reykjavíkur fljótlega til að finna starfi hans víð- ari vettvang. Fjölskyldan settist í byijun að á Bergstaðarstræti 66 sem var næsta hús við Ingólfshúsið sem kallað var og bjó þar í sam- býli við aðra fjölskyldu sem var stór og hélst lengi vinfengi við Hannesarböm sem þar bjuggu og munu enn sum vera á lífi. Helgi málari keypti lítið hús að Ingólfsstræti 6, byggði það upp og stækkaði og bjó þar lengst af. Þar bjó þessi góða fjölskylda í sátt og samlyndi og er faðir minn kvæntist hófu þau hjónin sinn búskap þar á efri hæðinni. Þar er ég fæddur og naut ástríkis fjölskyldunnar eins og mest má verða. Guðrún frænka vann verslunarstörf, var m.a. frá- bær afgreiðslustúlka í -vefnaðarvör- um og starfaði lengst af í verslun fröken Gunnþórunnar Halldórsdótt- ur. Það talar sínu máli því fröken Gunnþórunn þótti með afbrigðum smekkleg og kröfuhörð fyrir hönd viðskiptavina sinna auk þess að vera ein vinsælasta leikkona síns tíma. Hennar besta vinkona og frænka, Guðmunda, vann í verslun Haraldar Árnasonar og inn { andrúmsloft barnæsku minnar báru frænkur mínar gustinn úr miðbæjarlífinu; Haraldarbúð, Soffíubúð og frá Jacobsen. Hver man ekki tjöruang- anina frá Geysi og Ellingsen, flott- heitin í Edinborg, ilminn af reyktu kjöti og spægipylsukryddi úr slátr- arabúðinni í kjallara Ingólfshvols og anganina af nýmöluðu kaffi í Smjörhúsinu. Frænkur mínar og vinkonur þeirra, ilmandi af Soir de Paris og púðri, spjallandi um at- burði dagsins í hjarta borgarinnar. i I c 4 < 4 i i i ( ( ( ( ( ( i i ( I i I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.