Morgunblaðið - 05.01.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.01.1996, Blaðsíða 1
92 SIÐUR B/C/D ttrttumHafcife STOFNAÐ 1913 3. TBL. 84. ARG. FÖSTUDAGUR 5. JANUAR1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Sextán múslimar látnir lausir úr serbnesku fangelsi í Sarajevo Kvarta yfir barsmíðum og gagnrýna N ATO-lið Sarcy'evo. Reuter. SERBNESK yfirvöld slepptu í gær 16 múslimum, sem voru teknir hönd- um á serbnesku yfirráðasvæði í Sarajevo. Þrír múslimanna, sem voru í haldi Serba í tíu daga, sögðust hafa sætt barsmíðum og illri með- ferð serbneskra fangavarða og gagnrýndu frammistöðu friðar- gæsluliða Atlantshafsbandalagsins (NATO) í málinu. Hinir múslimarnir 13, tólf karlar og öldruð kona, virtust miður sín eftir fangelsisdvölina' en sögðu að ekki hefði verið ráðist á þá. Engin merki voru um tvö börn, sem Bosníu- stjórn hafði sagt að væru á meðal fanganna, og bosnískir embættis- menn sögðu að um misskilning hefði verið að ræða. Serbneskir lögreglumenn tóku múslimana höndum þegar þeir óku inn á serbneskt yfirráðasvæði á vegi sem franskir friðargæsluliðar höfðu opnað og sagt að óhætt væri að fara um. Nokkrir múslimanna fóru hörðum orðum um þátt friðargæslu- liðanna. „Frönsku hermennirnir sögðu við okkur „allt í lagi, haldið bara áfram"," sagði einn múslim- anna, fertugur vörubílstjóri. Annar vörubílstjóri kvaðst hafa ekið ásamt tveimur starfsbræðrum sínum á eftir bílalest franskra her- manna og serbneskir lögreglumenn hefðu stöðvað þá. Frönsku hermenn- irnir hefðu skiiið þá eftir og ekið í burtu meðan lögreglumennirnir hefðu barið og sparkað í bílstjórana. BOSNÍSKIR múslimar fagna í herbúðum NATO í Sarajevo eftir að serbnesk yfirvðld höfðu látið þá lausa í gær. Þrír þeirra sögðust hafa sætt barsmíðum Serba. Reuter Allir múslimarnir kvörtuðu yfir því að lögreglumennirnir hefðu stol- ið skilríkjum þeirra, erlendum gjald- eyri og bílum. Handtaka múslimanna var brot á Dayton-samkomulaginu, sem á að tryggja ferðafrelsi í Bosníu. Emb- ættismenn NATO boðuðu í gær hert eftirlit á serbneska yfirráðasvæðinú en þeir áréttuðu að friðargæsluliðið hefði hvorki mannafla né umboð til að gegna hlutverki lögreglu í land- inu. Lausn málsins gæti greitt fyrir því að Bill Clinton Bandaríkjaforseti færi til Bosníu til að heilsa upp á bandaríska hermenn. Talsmaður for- setans sagði hann ætla að fara þang- að áður en hann flytti stefnuræðu sína 23. janúar en þó ekki um helg- ina. Útvörp mótmæla lagakvóta París. Reuter. FRANSKAR útvarpsstöðvar mótmæla nú nýjum lögum sem kveða á um að a.m.k. 40% dægurlaga, sem leikin eru frá klukkan 6.30 á morgnana til 10.30 á kvöidin, skuii vera frönsk. Lögin tóku gildi 1. janúar og markmið þeirra er að bæta stöðu franskra tónlistarmanna í samkeppninni við bandaríska og breska tónlistarmenn. „Þetta er mjög sorgleg laga- setning," sagði Caroline Dav- igny, útvarpsstjóri Fun Radio, sem einkum hefur leikið banda- rísk og bresk lög sem höfða til ungra hiustenda. Davigny sagði að vinsældir stöðvarinnar hefðu snarminnkað frá því hún tók að fjölga frönsku lögunum. Skyrock, önnur útvarpsstöð fyr. ir unga fólkið, lýsir löggjöfinni sem tilræði við frelsi hlustenda til að hlýða á það sem þeir vilja. „Óhjákvæmileg" lög Samband útvarpsstöðva hef- ur gagnrýnt nýju lögin og kraf- ist þess að þau verði feild úr gildi meðan ræddar verði hugs- anlegar breytingar á þeim. Ut- vörp, sem hafa einkum leikið frönsk dægurlög, segja laga- setninguna geta minnkað fjöl- breytnina, þannig að allar stöðvarnar verði nánast eins. „Mér finnst sorglegt að svona sé komið fyrir okkur," sagði franski söngvarinn Charl- es Aznavour um nýja kvótann. „Þetta er þó orðið óhjákvæmi- legt, spurning um hvort frönsk menning haldi velli." Rússland Gætu fall- ið frá af- vopnun Kiev. Reuter. PAVEL Gratsjov, varnarmálaráð- herra Rússlands, sagði í gær að Rússar kynnu að neyðast til að falla frá fækkun skammdrægra kjarn- orkueldflauga og rifta afvopnunar- samningum ef fyrrverandi kommún- istaríki í Mið- og A-Evrópu gengju í Atlantshafsbandalagið (NATO). Gratsjov áréttaði andstöðu rúss- nesku stjórnarinnar við hugmyndir um stækkun NATO til austurs í ræðu sem hann flutti í Kiev, þar sem hann hyggst meðal annars ræða við varnarmálaráðherra Bandaríkjanna og Úkraínu, William Perry og Valery Shmarov, um afvopnunarmál. „Við munum neyðast til að endur- skoða stefnu okkar varðandi hlutverk og stöðu skammdrægra kjarnorku- eldflauga og endurskoða samninga okkar á hernaðarsviðinu," sagði Gratsjov. Þetta er í fyrsta sinn sem hann tjáir sig um hugsanlega stækk- un NATO frá sigri kommúnista í þingkosningunum í desember. Fjárlagadeila Bills Clintons Bandaríkjaforseta og leiðtoga repúblikana London. Reuter. SENDIRÁÐ Bandaríkjanna í Evr- ópu sögðust í gær hafa þurft að draga úr þjónustunni og segja starfsfólki upp um stundarsakir vegna fjárlagadeilu repúblikana og Bills Clintons Bandaríkjafor- seta. Stjórnarerindrekar og aðrir starfsmenn hafa verið sendir í launalaus leyfí í mörgum sendiráð- um, m.a. í Brussel, Dublin, Bonn, Helsinki og Róm. Hætt hefur ver- ið að veita áritanir í flestum sendi- ráðanna og bandarískir borgarar hafa ekki getað endurnýjað vega- bréf sín. Talsmaður sendiráðsins í Lond- on, sem er með 700 starfsmenn, sagði að launagreiðslurnar yrðu helmingi lægri en venjulega þessa vikuna. Vaxtalaus lán í Moskvu Talsmaður sendiráðsins í Moskvu sagði að vegabréfsáritanir væru nú aðeins veittar í „neyðartil- vikum", t.a.m. þegar rússneskir embættismenn þyrftu nauðsyn- lega að fara til Bandaríkjanna eða vegna ættleiðinga munaðarlausra barna. Félag starfsmanna sendi- ráðsins hefur samið við rússnesk- Starfsemi sendi- ráða að lamast Reuter ORYGGISVORÐUR stendur við læstar dyr bandaríska sendi- ráðsins í Brussel sem hefur hætt að veita vegabréfsáritanir. an banka um að þeir geti fengið vaxtalaus lán þar til fjárlagadeilan leysist. Um 20% stjórnarerindrekanna í Bonn hefur verið sagt upp um stundarsakir og fimmtungur starfsmanna sendiráðsins í Róm er í launalaúsu leyfí. Helmingur launanna greiddur í Reykjavík Starfsmenn sendiráðsins í Reykjavík áttu að fá greidd laun fyrir tvær vikur í gær en fengu aðeins greitt fyrir aðra vikuna. Leysist deilan ekki á næstunni gæti farið svo að engin laun yrðu greidd næsta útborgunardag. ís- lendingar sem ætla að dvelja leng- ur í Bandaríkjunum en 90 daga hafa ekki fengið vegabréfsáritan- ir, en þeir sem dvelja skemur þurfa ekki áritanir. Boðuðum samningafundi Clint- ons og leiðtoga repúblikana var aflýst í gærkvöldi. Talsmaður for- setans sagði að það merkti ekki að samningaviðræðumar hefðu farið út um þúfur og að hugsan- lega yrði efnt til fundar í dag. ¦ Deilur Dole og Gingrich/20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.