Morgunblaðið - 05.01.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.01.1996, Blaðsíða 24
24 FOSTUDAGUR 5. JANUAR 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Petri Sakari stjórnar Sinfóníuhljómsveit æskunnar í Háskólabíói á morgun Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastrupflugvelli og Rábhústorginu PETRI Sakari einbeittur á svip á æfingu með Sinfóníuhljómsveit æskunnar sem hann stjórnar nú í fyrsta sinn. Þrívíð verk úr hör, vír og tágum FRÍÐA S. Kristinsdóttir opn- ar sýningu í Listhúsi 39, Strandgötu 39 í Hafnarfirði, á morgun, laugardag, kl. 15. Þetta er fyrsta sýning Fríðu. Á sýningunni eru myndverk og þrívíð verk með tvöföldum vefnaði, úr hör, vír, tágum, og myndvefnaður úr ull. Fríða er mynd- og hand- menntakennari og kennir við handíðabraut Fjölbrautaskól- ans í Breiðholti. Hún er með vinnustofu í Listhúsinu við Engjateig. Fríða lauk handavinnu- kennaraprófi frá Kennara- skóla íslands 1971. Stundaði nám við Statens Læreskole í Forming-, Osló 1977-78. Nám í uppeldisgreinum við KHÍ 1984-86, smíðadeild KHÍ 1987-88 og mynd- menntadeild KHÍ 1987-90. Hún var gestanemandi við textíldeild Myndlista og handíðaskóla íslands 1991-93. Þar lagði hún að- allega stund á vefnað. Sýningin er opin frá 6.-22. janúar. Virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 12-18 og sunnudaga kl. 14-18. Land míns föður í DAG föstudag kl. 20 hefj- ast að nýju sýningar á „Land míns föður“ hjá Leikfélagi Selfoss. Leikritið er eftir Kjartan Ragnarsson með tónlist eftir Atla Heimi Sveinsson. Leikstjóri er Ing- unn Ásdísardóttir og tónlist- arstjórn er í höndum Helga E. Kristjánssonar. Að hverri sýningu standa um 50 manns, 33 leikarar og 6 hljómlistarmenn auk tækni- fólks. Mikilvægt að starfrækja svona hljómsveit SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT æsk- unnar gengst fyrir tónleikum íHáskólabíói kl. 14 á morgun. Á efnisskrá verða Myndir á sýningu eftir Mússorgskíj og Petrúsjka eftir Stravinskíj. Tónsprotinn verður í höndum Petris Sakaris. Myndir á sýningu kom sem píanóverk frá hendi rússneska tónskáldsins Modest Petrovitsj Mússorgskíj árið 1874. Maurice Ravel færði það síðar í hljóm- sveitarbúning og þannig hefur verkið verið flutt við verulegar vinsældir víða um heim. Sinfóníuhljómsveit æskunn- ar hyggst hins vegar fara óhefðbundna leið og flytja verkið í hljómsveitarútsetn- ingu Slesíumannsins Leos Fun- dek. „Ástæðan fyrir því að við veljum útsetningu Fundeks er sú að mér hefur alltaf þótt útsetning Ravels hljóma meira eins og Maurice Ravel en Mo- dest Mússorgskíj. Hún er síst lakari en útsetning Fundeks en sú síðarnefnda kemst nær uppruna verksins. Síðan gerir Fundek ráð fyrir stærri hljóm- sveit en Ravel,“ segir Petri Sakari. Tímamótaverk Verk rússnesk-bandaríska tónskáldsins ígors Stra- vinskíjs, Petrúsjka, sem samið var fyrir ballettflokk S. Díag- hílev árið 1911, var álitið tíma- mótaverk. Markaði það ásamt fleiri verkum af sama toga djúp spor og aflaði Stravinskíj heimsfrægðar. „Þetta er stór- brotið verk og maður þarf ekki á ballettinum að halda til að # skilja það,“ segir Sakari. Sinfóníuhljómsveit æskunn- ar var sett á laggirnar árið 1985. Er markmið hennar að gefa ungum tónlistarnemum tækifæri til að öðlast reynslu í hljómsveitarleik í fullskipaðri sinfóníuhljómsveit, kynnast stórum hljómsveitarverkum og öðlast þannig reynslu og undir- búning undir atvinnumennsku í hljóðfæraleik. Þá felst mikil- vægur hluti starfs hljómsveit- arinnar í samskiptum og sam- vinnu við ungmennahljóm- sveitir erlendis og þátttöku í alþjóðlegu hljómsveitarstarfi sambærilegra ungmenna- hljómsveita. „Það er gríðarlega mikil- vægt fyrir Islendinga að starf- rækja hljómsveit á borð við Sinfóníuhljómsveit æskunnar," segir Sakari, „ekki síst þar sem engar fullskipaðar sinfóníu- hljómsveitir eru starfræktar í tónlistarskólum landsins. Ung- ir tónlistarmenn hafa því tak- mörkuð tækifæri til að kynnast stórum hljómsveitarverkum en fólk lærir ekki að spila í sinfón- íuhljómsveit án þess að spreyta sig á því.“ Leggja sig alla fram Sakari hefur ekki sljórnað Sinfóníuhljómsveit æskunnar í annan tíma og segir að hún sé betri en hann hafi búist við. Hljóðfæraleikararnir leggi sig alla fram, auk þess sem hann hafi einvalalið leiðbeinenda sér til aðstoðar við undirbúning- inn. „Ég hef starfað mikið með sambærilegum hljómsveitum á Norðurlöndunum, einkum í Finnlandi, og get fullyrt að ég hef fengið mun meiri liðveislu við undirbúninginn hér.“ Sakari bendir á að fjöldi fél- aga sem skipað hafi hljómsveit- ina á liðnum misserum hafi nú haldið utan til náms. Nýtt blóð setji því svip sinn á starfið nú. „Það gengu margir ungir og óreyndir hljóðfæraleikarar til liðs við hljómsveitina í haust og þess vegna er mikilvægt að hún æfi vel. Frá mínum bæjar- dyrum séð hefur þetta gengið ljómandi vel.“ Sakari segir það ekkert launungarmál að Sinfóníu- hljómsveit æskunnar búi við þröngan kost. Fjármagn sé af skornum skammti. Hann vonar þó að þjóðin beri gæfu til að láta hljómsveitina halda áfram að dafna í framtíðinni. „Leggi Sinfóníuhljómsveit æskunnar upp laupana mun Sinfóníuhljómsveit íslands verða fyrir miklu tjóni. Sumir af meðlimum hennar eru komnir af léttasta skeiði og fyrir vikið munu á næstu árum opnast möguleikar fyrir unga hljóðfæraleikara. Það er því brýnt að leggja rækt við Sin- fóníuhljómsveit æskunnar enda er fé sem sett er í mennt- un ungra hljóðfæraleikara og uppbyggingu tónlistarlífs vel varið.“ Ljós ogtími -kjarni málsins! INGIBERG Magnússon myndlist- armaður opnar sýningu í Lista- safni Kópavogs, Gerðarsafni, á morgun laugardag kl. 15. Sýningin ber yfirskriftina „Ljós og tími“ og dregur nafn sitt af röð mynda sem fjalla um tímaskil birtu og myrkurs í Reykjavík alla mánuði ársins. Á sýningunni verða 28 verk, tréristur og verk unnin með bland- aðri tækni. Verkin eru flest gerð á síðastliðnu ári. Sýningin verður opin alla daga nema mánudaga kl. 12-18 og lýk- ur 21. janúar. Ferð ársins - IU KINA Farið verður til: Til KXNA með Unni Quðjónsdóttur 7.-28. maí, í fróðleíksferð/skemmtiferð , í stutterma hita í fámennum hópí ferðalanga. FHeiIdarverð 265 þús. á mann. Q,n Pantaðu strax Kínaklúbbur Beijíng Xian Quílín Suzhou Shanghai Reykjahlið 12,105 Reykjavik, sími 551-2596.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.