Morgunblaðið - 05.01.1996, Page 24

Morgunblaðið - 05.01.1996, Page 24
24 FOSTUDAGUR 5. JANUAR 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Petri Sakari stjórnar Sinfóníuhljómsveit æskunnar í Háskólabíói á morgun Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastrupflugvelli og Rábhústorginu PETRI Sakari einbeittur á svip á æfingu með Sinfóníuhljómsveit æskunnar sem hann stjórnar nú í fyrsta sinn. Þrívíð verk úr hör, vír og tágum FRÍÐA S. Kristinsdóttir opn- ar sýningu í Listhúsi 39, Strandgötu 39 í Hafnarfirði, á morgun, laugardag, kl. 15. Þetta er fyrsta sýning Fríðu. Á sýningunni eru myndverk og þrívíð verk með tvöföldum vefnaði, úr hör, vír, tágum, og myndvefnaður úr ull. Fríða er mynd- og hand- menntakennari og kennir við handíðabraut Fjölbrautaskól- ans í Breiðholti. Hún er með vinnustofu í Listhúsinu við Engjateig. Fríða lauk handavinnu- kennaraprófi frá Kennara- skóla íslands 1971. Stundaði nám við Statens Læreskole í Forming-, Osló 1977-78. Nám í uppeldisgreinum við KHÍ 1984-86, smíðadeild KHÍ 1987-88 og mynd- menntadeild KHÍ 1987-90. Hún var gestanemandi við textíldeild Myndlista og handíðaskóla íslands 1991-93. Þar lagði hún að- allega stund á vefnað. Sýningin er opin frá 6.-22. janúar. Virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 12-18 og sunnudaga kl. 14-18. Land míns föður í DAG föstudag kl. 20 hefj- ast að nýju sýningar á „Land míns föður“ hjá Leikfélagi Selfoss. Leikritið er eftir Kjartan Ragnarsson með tónlist eftir Atla Heimi Sveinsson. Leikstjóri er Ing- unn Ásdísardóttir og tónlist- arstjórn er í höndum Helga E. Kristjánssonar. Að hverri sýningu standa um 50 manns, 33 leikarar og 6 hljómlistarmenn auk tækni- fólks. Mikilvægt að starfrækja svona hljómsveit SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT æsk- unnar gengst fyrir tónleikum íHáskólabíói kl. 14 á morgun. Á efnisskrá verða Myndir á sýningu eftir Mússorgskíj og Petrúsjka eftir Stravinskíj. Tónsprotinn verður í höndum Petris Sakaris. Myndir á sýningu kom sem píanóverk frá hendi rússneska tónskáldsins Modest Petrovitsj Mússorgskíj árið 1874. Maurice Ravel færði það síðar í hljóm- sveitarbúning og þannig hefur verkið verið flutt við verulegar vinsældir víða um heim. Sinfóníuhljómsveit æskunn- ar hyggst hins vegar fara óhefðbundna leið og flytja verkið í hljómsveitarútsetn- ingu Slesíumannsins Leos Fun- dek. „Ástæðan fyrir því að við veljum útsetningu Fundeks er sú að mér hefur alltaf þótt útsetning Ravels hljóma meira eins og Maurice Ravel en Mo- dest Mússorgskíj. Hún er síst lakari en útsetning Fundeks en sú síðarnefnda kemst nær uppruna verksins. Síðan gerir Fundek ráð fyrir stærri hljóm- sveit en Ravel,“ segir Petri Sakari. Tímamótaverk Verk rússnesk-bandaríska tónskáldsins ígors Stra- vinskíjs, Petrúsjka, sem samið var fyrir ballettflokk S. Díag- hílev árið 1911, var álitið tíma- mótaverk. Markaði það ásamt fleiri verkum af sama toga djúp spor og aflaði Stravinskíj heimsfrægðar. „Þetta er stór- brotið verk og maður þarf ekki á ballettinum að halda til að # skilja það,“ segir Sakari. Sinfóníuhljómsveit æskunn- ar var sett á laggirnar árið 1985. Er markmið hennar að gefa ungum tónlistarnemum tækifæri til að öðlast reynslu í hljómsveitarleik í fullskipaðri sinfóníuhljómsveit, kynnast stórum hljómsveitarverkum og öðlast þannig reynslu og undir- búning undir atvinnumennsku í hljóðfæraleik. Þá felst mikil- vægur hluti starfs hljómsveit- arinnar í samskiptum og sam- vinnu við ungmennahljóm- sveitir erlendis og þátttöku í alþjóðlegu hljómsveitarstarfi sambærilegra ungmenna- hljómsveita. „Það er gríðarlega mikil- vægt fyrir Islendinga að starf- rækja hljómsveit á borð við Sinfóníuhljómsveit æskunnar," segir Sakari, „ekki síst þar sem engar fullskipaðar sinfóníu- hljómsveitir eru starfræktar í tónlistarskólum landsins. Ung- ir tónlistarmenn hafa því tak- mörkuð tækifæri til að kynnast stórum hljómsveitarverkum en fólk lærir ekki að spila í sinfón- íuhljómsveit án þess að spreyta sig á því.“ Leggja sig alla fram Sakari hefur ekki sljórnað Sinfóníuhljómsveit æskunnar í annan tíma og segir að hún sé betri en hann hafi búist við. Hljóðfæraleikararnir leggi sig alla fram, auk þess sem hann hafi einvalalið leiðbeinenda sér til aðstoðar við undirbúning- inn. „Ég hef starfað mikið með sambærilegum hljómsveitum á Norðurlöndunum, einkum í Finnlandi, og get fullyrt að ég hef fengið mun meiri liðveislu við undirbúninginn hér.“ Sakari bendir á að fjöldi fél- aga sem skipað hafi hljómsveit- ina á liðnum misserum hafi nú haldið utan til náms. Nýtt blóð setji því svip sinn á starfið nú. „Það gengu margir ungir og óreyndir hljóðfæraleikarar til liðs við hljómsveitina í haust og þess vegna er mikilvægt að hún æfi vel. Frá mínum bæjar- dyrum séð hefur þetta gengið ljómandi vel.“ Sakari segir það ekkert launungarmál að Sinfóníu- hljómsveit æskunnar búi við þröngan kost. Fjármagn sé af skornum skammti. Hann vonar þó að þjóðin beri gæfu til að láta hljómsveitina halda áfram að dafna í framtíðinni. „Leggi Sinfóníuhljómsveit æskunnar upp laupana mun Sinfóníuhljómsveit íslands verða fyrir miklu tjóni. Sumir af meðlimum hennar eru komnir af léttasta skeiði og fyrir vikið munu á næstu árum opnast möguleikar fyrir unga hljóðfæraleikara. Það er því brýnt að leggja rækt við Sin- fóníuhljómsveit æskunnar enda er fé sem sett er í mennt- un ungra hljóðfæraleikara og uppbyggingu tónlistarlífs vel varið.“ Ljós ogtími -kjarni málsins! INGIBERG Magnússon myndlist- armaður opnar sýningu í Lista- safni Kópavogs, Gerðarsafni, á morgun laugardag kl. 15. Sýningin ber yfirskriftina „Ljós og tími“ og dregur nafn sitt af röð mynda sem fjalla um tímaskil birtu og myrkurs í Reykjavík alla mánuði ársins. Á sýningunni verða 28 verk, tréristur og verk unnin með bland- aðri tækni. Verkin eru flest gerð á síðastliðnu ári. Sýningin verður opin alla daga nema mánudaga kl. 12-18 og lýk- ur 21. janúar. Ferð ársins - IU KINA Farið verður til: Til KXNA með Unni Quðjónsdóttur 7.-28. maí, í fróðleíksferð/skemmtiferð , í stutterma hita í fámennum hópí ferðalanga. FHeiIdarverð 265 þús. á mann. Q,n Pantaðu strax Kínaklúbbur Beijíng Xian Quílín Suzhou Shanghai Reykjahlið 12,105 Reykjavik, sími 551-2596.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.